Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 mm ÍJfl | B net^fferSir Ný tilboð á visir.is Cala d'Or Mallorca 2. - 9.júní Verð kr. 28.900 á mann m.v. fjora 1 ibuö Innifalið: Flug, gisting. akstur til og fra flugvell! erlendis, íslensk fararstjorn, skattar og gjold. Cala d'Or Mallorca 9. - 30. júní Verð kr. 39.800 á mann m.v. fjora 1 ibuð a Las^ Rochas. innifalið: Ftug, gisting, akstur til og fra flugvelli erlendis, íslensk fararstjom, skattar og gjöld. VerðTðeins kr. 1J900 auk skatta. Nokkur sæti á þessu ótrúlega verdi - fyrstir koma fyrstir fa. Innifalið: Flug Keflavík - Eindhoven - Keflavik. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Sviðsljós Mel B er greinilega hörð í horn að taka, ef marka má fullyrðingar bílstjóra Kryddpíanna. Mel B harmar brotthvarf Geri úr hljómsveitinni en sjálf á hún mesta sök á hvernig fór. Cindy lögleg í annað sinn Fæðingarblettótta ofurfyrirsætan Cindy Crawford getur nú horft kinnroðalaust framan í heiminn. Hún er orðin frú á ný. Hún var áð- ur gift sjarmörnum Richard Gere. Já, Cindy sæta gifti sig um helg- ina unnusta sínum til margra ára, hinum vellauðuga næturklúbbaeig- anda Rande Gerber. Athöfnin fór fram á baðströnd á Bahamaeyjum, að viðstöddum nánum vinum og ættingjum brúðhjónanna. Traustar heimildir herma að Cindy hafi verið í síðum hvítum bómullarkjól, berfætt og með blóm í hárinu. Rande, sem sjálfur var einu sinni fyrirsæta hjá Ford, var aftur á móti í hefðbundnum smóking. Lögreglan á Bahamaeyjum hafði töluverðan viðbúnað vegna brúð- kaupsins til að tryggja að skötu- hjúin og gestir þeirra fengju frið fyrir papparössum og öðrum for- vitnum. Cindy og Rande heyra víst til þess sem kallað hefur verið fallega fólk- ið. Þau ku hafa fullan hug á að sjá til þess að fallegt fólk verði áfram til i heimi hér, að minnsta kosti hefur Cindy lýst yfir gífurlegum áhuga sínum á bameignum. Cindy og Rande eru sæt og fín. vinnur þin fjölskylda þriggja vikna ferð t tn Mallorca Q \ www.visir.is Næstu vikurnar verður meira fjör en nokkru sinni fyrr á visir.is. Á hverjum degi geta gestir á visir.is unnið til glæsilegra verðlauna og í lok hverrar viku verður dreginn út stórglæsilegur vinningur; fimmtudaginn 4. júní verður dregin út þriggja vikna ferð til Mallorca fyrir heila fjölskyldu!* Þú þarft bara að fara inn á Internetið, slá inn www.visir.is og finna þetta merki: , . + net ferðir Ef þú smellir á merkið er þér gefinn kostur á að slá inn nafn þitt og ef þú gerir það ertu með í úrdrætti þann dag sem þú tekur þátt og vikulegum úrdrætti þar sem stóru verðlaunin eru dregin út. Þú getur tekið þátt í Vísisævintýrinu á hverjum degi, en aðeins einu sinni á dag. Þeir sem taka þátt oftar en einu sinni á dag eru ekki með í úrdrættinum. Upplausnin hjá Kryddpíunum: Allt Mel B að kenna Mel B, fyrrum tengdadóttir ís- lands, átti mesta sök á því að Geri Halliwell hrökklaðist úr hinni ást- sælu kvennasveit Kryddpíunum um helgina. Hún var oft svo aðgangs- hörð við stallsystur sína að Geri brast hvað eftir annað í grát. Svo segir að minnsta kosti bílstjóri stúlknanna, Paul Attridge, í viðtali við breska æsiblaðið News of the World. „Mel B þolir illa þá sem vilja ekki gangast undir vald hennar. „Hún hefur stöðugt verið að hrakyrða Geri svo hinar stúlkurnar heyrðu," segir bílstjórinn. Hann nefnir sem dæmi að Mel B hafi oft hent gaman að því þegar annað brjóstið á Geri sprengdi af sér öll bönd og slapp úr prísundinni. Enda kannski erfitt að hemja þau undir efhisrýrum bolum og blússum. Þá segir bílstjórinn Paul frá því að Mel B hafi gert óspart grín að Geri fyrir það hversu illa hún dans- aði. Poppspekingar efast margir hverjir um að Kryddpiurnar verði langlífar án Geri Halliwell. Sú brottrekna kann því að standa uppi með pálmann í höndunum, með fúll- ar hendur fjár. Enda sparsöm með afbrigðum, að sögn bílstjórans. Hin- ar píurnar vöndu hins vegar komur sínar í dýrustu búðirnar og eyddu og eyddu, eins og þeim væri borgað fyrir það. Framtíð Geri er enn óráðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.