Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 28
kvikmyndir MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 DV Tíða-hvörf „Hvenær ætlarbu aö leika í Tampax-auglýsingu?" spuröi einn ósvífínn fréttamaður leikkonuna Emmu Thompson, „þú hefur nefni- lega leikið í svo mörgum tíða-mynd- um (period-pieces) undanfarið.“ Spyrja mætti leikkonuna Kate Win- slet hins sama, en hún á enn eftir að koma fram í samtímamynd. Það er eftirtektarverð þessi kven(líkam- lega) tenging við umræddar tíða- eða búningamyndir, en á einhvern hátt virðist þetta baklit til fyrri tíma iðulega tengjast rómantík og öðrum „kvenlegum" gildum. Jane Austen og rómantíkin Besta dæmið um þetta var sú flóð- bylgja Jane Austen-mynda sem fleytti tíunda áratugnum áfram, en á fáum árum voru allar skáldsögur hennar myndaðar í einu eða öðru formi. Emma var kvikmynduð þrisvar, í breskri sjónvarpsútgáfu með Kate Beckinsale sem Emmu árið 1996 og sem bandarísk glans- mynd með Gwyneth Paltrow sama ár. Árið áður hafði Emma verið færð í nútímabúning sem Clueless, en slíkar nútímaútfærslur af göml- um klassíkerum eru einnig í sókn, líkt og sést i annarri nýlegri mynd með Gwyneth Paltrow, Great Ex- pectations. Mansfield Park eftir Jane Austen var líka uppfærð í nú- tíma í myndinni Metropolitan (1990). Emma Thompson áðumefnd skrifaði handrit að og lék í Sense and Sensibility (1995) með Kate Winslet, og bæði Northanger Abbey og Persuasion voru kvikmyndaðar fyrir breskt sjónvarp á þessum ára- tug. Frægasta skáldsaga Austen, Pride and Predjudice, hefur ekki ratað á breiðtjald (aftur), en var Gwyneth Paltrow í Emmu, fortíðarskáldsögu sem þrjár útgáfur voru gerðar af á stuttum tíma. hins vegar gerð að sjónvarpsþátta- röð sem sló rækilega i gegn, og aðal- karlleikarinn, Colin Firth, hélt áfram að rómantísera í myndinni Fever Pitch. Stórmyndin Titanic er afskaplega gott og umfangsmikið dæmi um þennan endurnýjaða áhuga á róm- antík og ástum (fyrri alda), og nú eru til sýninga tvær tíða-rómönsur, Oscar og Lucinda og Wings of a Dove (takið eftir hraðbátnum á plakatinu). Af öðrum álíka dramat- ískum tíða- myndum tíunda áratug- arins má nefna The Age of Inn- ocence (1993), The Piano (1993), Belle Epoque (1993), Legends the Fall (1994), Little Women (1994), Immortal Beloved (1994), Carrington (1995), Farinelli (1995), Horsem- an on the Roof (1995), Mrs. Brown (1997) og The Man in the Iron Mask frá þessu ári, svo fáeinar séu nefndar! En þessi tíða-mynda- bylgja einkennist ekki öll af rómantík, alla- vega myndu fáir tengja Braveheart (1995), Un- forgiven (1992), Rob Roy (1995) og Queen Margot (1994) um- svifalaust við róm- antík, þó nóg sé reyndar dramað... Fortíðin sem kom til baka Vinsældirnar eru óum- deildar og nú endanlega stað- festar með ofurást akademí- unnar á Titanic. Hún er ekki sú eina sem óskar hefur hrifist af og þennan áratug hefur gull- kallinn lent j hvað eftir annað í kjöltu fortíðarinnar. 1990 fengu úlfadansar Kevins Costners glás af styttum (1991 slapp með skrekkinn, Silence of the Lambs tóku yfir), 1992 var það Unforgiven, 1993 Schindler’s List (1994 sat uppi með Forrest Gump), 1995 átti Braveheart og The English Patient 1996. Það er nokkuð augljóst að tengja vinsældir þessara fyrri-tíma mynda við ríkjandi fyrirtiðaspennu vegna yfirvofandi aldamóta. Þegar þessi miklu tíðahvörf nálgast með til- heyrandi dómsdagsspádómum er ekki nema eðlilegt að fólk líti til baka til fyrri tíma og leitist við að hverfa þar á vit öruggari tima og einfaldari gilda. Hinn póst- móderníski samtími okkar ein- kennist allur af þessari fortiðar- hyggju - í hamingjusömu blandi við ýkta framrás tækni og kapp- hlaup við nýjungar. Kvikmyndin hefur að vissu marki helgað sig því að skapa ákveðna veruleikablekk- ingu í tíma og rúmi, þar sem bíó- gesturinn getur tapað sér andartak í öðrum heimi. Fortíðin er augljóst viðfangsefni slíkra endurskapana, því kvikmyndin er okkar eini að- göngumiði að liðinni tíð. Slíkar endurgerð- ir á tíma hafa einkennst af æ meiri ná- kvæmni og er spumingin um hvað er „rétt“ og hvað „rangt“ í búning- um, sviðsmynd og tali orðin æ mið- lægari. Þannig fáum við fortíðina vakúmpakkaða og dauðhreinsaða, í ídelíseruðum kyrrmyndum. Það er bæði einföld og augljós gagnrýni á þennan pakka að hann er í litlum tengslum við þann veruleika sem sagan geymir, og að því nákvæmari sem endurgerðin verður því skírð- ari og sjálfhverfðari verður hún, og fjarlægari raun- vemleikanum. Hins má einnig benda á að allar hugmyndir mannkyns- hafa verið að breytast, þar sem snúið hefur verið upp á þessa spurn- ingu um hvað er „rétt“ saga og hvað ekki. En hvað sem því líður þá er fortíðin komin til að vera, og vissulega er að finna í þessum myndum ekki bara ánægju og gleði, heldur einnig áhugaverðan spegil á samtímann. Og samtíminn má hafa sig allan við að fleyta sér áfram því tíða-bylgj- jPP an er farin að sleikja á honum hælana þegar varla-liðin timabil era komin í endurgerðir, eins og sást í Boogie Nights og nú enn nær í The Wedding Sin- ger. Velkomin í „disco-wonder- land". -úd Emma Thompson þykir hafa leikiö í of mörgum tíöa-myndum. Hún er hér í Sense and Sensibility. o Kate Winslett, sem hér er meö Emmu Thompson í Sense and Sensibility, hef- ur eingöngu leikiö í tíða-myndum. í Bandaríkjunum - aösókn dagana 29. - 31. maí. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur - Godzilla magalenti Godzilla heldur velli sem vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum, en nú þykir Ijóst að væntingar sem gerðar voru til hennar munu alls ekki stand- ast og nýjustu spár benda til þess að aösóknin í Bandaríkjunum verði eitthvað um 150 milljónir í dollurum og er þaö hundrað milljónum minna en vonast hafði verið eftir. Aösóknin þessa helgi minnkaöi um 59% frá helginni áður. Það telst til óvæntra tíðinda aö rómantíska kvikmyndin Hope Floats skuli komast upp fyrir Deep Imopact og The Horse Whisperer sem báðar eru að fá góða og jafna aðsókn. Hope Floats ertiltölulega ódýr kvikmynd með Söndru Bullock og Harry Connickjr. í aöalhlutverkum. Fékk hún misgóða dóma hjá gagnrýendum sem virðist eng- in áhrif hafa haft á aösóknina, má geta þess að hún var sýnd í eitt þúsund færri sýningarsölum heldur en Godzilla svo meöalaðsóknin var mun betri á þeim bæ. Heimildamyndin Everest er smám saman að vinna sig upp listann, er komin í tólfta sæti og er alls staöar fullt hús þar sem hún er sýnd en til- tölulega fá kvikmyndhús sýna hana sem stafar af þeirri tækni sem nótuö var viö gerö hennar. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) Godzllla 18.00 99.326 2. (-) Hope Floats 14.210 14.210 3. (2) Deep Impact 10.078 112.003 4. (3) The Horse Whlsperer 7.338 43.414 5. (4) Buiworth 4.827 17.478 6. (-) 1 Got the Hook-Up 3.310 4.449 7. (-) Almost Heroes 2.837 2.837 8. (5) Quest for Camelot 2.356 17.023 9. (7) Tltanlc 1.783 579.419 10. (6) Fear and Loathlng In Las Vegas 1.762 7.263 11. (8) City of Angels 1.616 72.810 12. (13) Everest 0.863 15.948 13. (10) Slidlng Doors 0.802 9.143 14. (9) He Got the Game 0.588 20.048 15. (14) The Spanlsh Prisoner 0.519 7.147 16. (12) Paulle 0.515 22.931 17. (15) The Weddlng Slnger 0.436 77.515 18. (11) Woo 0.416 7.035 19. (16) Black Dog 0.395 11.740 20. (20) As Good as It Gets 0.302 Bíóborgin - Brjáluð borg ■ ★★★ Fjölmiðlafár Orðatiltækið Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi gæti vel átt við i Brjáluð borg (Mad City), nýjustu kvik- mynd Costa-Gavras. Þúfan í þessu tilviki er ósköp venjulegur og einfaldur maður, öryggisvörður á litlu safhi í smábæ í Kalifomíu. Honum er einum sagt upp starfi þegar þarf að spara og fær hann ekki þær skýr- ingar á brottrekstrinum sem hann er sáttur við. Mað- urinn sem um ræðir, Sam Baily (John Travolta), er heimilisfaðir og þarf að sjá fyrir konu og tveimur bömum. Hann grípur til þess örþrifaráðs að koma vopnaður byssu á safnið og ógnar safnstjóranum, sem er að sýna hóp bama safnið. Það vill svo til að á safninu er líka fréttahaukurinn Max Brackett (Dustin Hoffman), sem hefur verið í kuldanum hjá sjónvarpsstöðinni sem hann vinnur hjá í tvö ár. Brackett, sem þekkir alla klæki sem þarf til að gera stórfrétt úr smáfrétt, sér þarna tækifæri til að kom- ast aftur í sviðsljósið, sem honum tekst með eftir- minnilegum hætti og að sjálfsögðu á kostnað Bailys, sem lætur hinn klóka Brackett leiða sig áfram í því íjölmiölafári sem nú upphefst. Þegar Costa-Gavras tekst best upp er hann gagn- rýninn á mannréttindabrot og pólitíska spillingu, samanber Z og Missing, hans bestu kvikmyndir. í Mad City era það fjölmiðlamir og æsifréttamennsk- an sem verða fyrir beittum örvum Costa- Gavras og handritshöfundar hans, Toms Matthews, sem er reyndur blaðamaður. Þótt deila megi um að þessi óvænta gíslataka geti staðið yfir í þrjá sólarhringa í raunveruleikanum, þá kemst boðskapurinn til skila á áhrifamikinn hátt og Costa- Gavras hefur styrka stjóm á því sem hann er fjalla um og hefur ekki gert betri kvikmynd i mörg ár. Dustin Hoffman og John Travolta eru öryggið upp- málað, sérstaklega er athyglisvert að fylgjast með John Travolta, hann gerir Baily að einfaldri persónu, jafnvel eitthvað þroskaheftri og því verða allar hans athafnir trúverðugar, meðal annars það að hann ger- ir sér ekki grein fýrir því að málið snýst alls ekki um það hvort hann fái stöðu sína aftur. Samleikur þeirra HofEmans og Travolta er virkilega góður og hjálpar til að gera Mad City að eftirminnlegri kvikmynd. Leikstjóri: Costa-Gavras. Handrit: Tom Matthews. Kvikmyndataka: Patrick Blossier. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, John Tra- volta, Alan Alda, Mia Kershner, Blythe Danner og Ro- bert Prosky. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.