Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 32
V 52 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 I>"Vr onn Ummæli Stjórnendui landsins „Mér líst á kröftuga and- spyrnu gagnvart þeim mönnum sem núna stjórna þessu landi. Þeir taka ekkert tillit til neins svo sem nýlegt há- lendisfrumvarp undirstrikar. í öllu þeirra atferli felst að þeir líta niður á fólk.“ Matthías Bjarnason, fyrrv. ráðherra, í DV. Hef ekkert gert af mér „Ég hef ekkert gert af mér þar (í Landsbankanum). Þeir ætluðu sér að fanga mig en allt rann það út í sandinn." Sverrir Hermannsson, fyrrv. landsbankastjóri, í DV. Hættulegur lýðræðinu Það er hættulegt lýðræðinu ef það á að við- gangast að ráð- herra geti sagt ósatt án þess að sæta ábyrgð." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður, um Finn Ing- ólfsson, í DV. Vantraust á ráðherra? „Eftir yfirlýsingar Davíös Oddssonar og Halldórs Ás- grímssonar um að þeir styðji Finn, þá má segja að van- trauststillaga sé óþörf.“ Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður, um van- traustsstillögu á Fínn Ing- ólfsson. Skæð farsótt „Æsingin og upp- námið fyrir kosningar á ís- landi minna einna helst á skæða farsótt, sem að vísu fer i sér hægt í byrjun en magnast á undra- skömmum tíma uns hún hef- ur lagt undir sig byggðir landsins og að mestu unnið bug á viðnámsþrótti og heil- brigðu hyggjuviti lands- manna." Sigurður A. Magnússon, í DV. Handauppréttinga- samkunda „Við erum að horfa upp á Alþingi íslendinga sem hing- að til hefur litið niður á sveit- arstjórnarstigið eins og hverja aðra kúadellu, breyt- ast í hreinræktaða handaupp- réttingasamkundu." TF V\/7V?n nir-if-i mmf Jf li wSlWÆA Skúli Þ. Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ: íþróttir eru oft andlit bæjarfélagsins DV, Suðurnesjum: „Það fylgir því talsverð ábyrgð að veljast til bæjarstjórnarstarfa og vonandi stendur maður undir þeim væntingum sem til manns eru gerð- ar. Ég er mjög spenntur, enda mál- efni bæjarins okkar mér mjög hug- leikin. Ég finn að það ríkir viða bjartsýni og eftirvænting hjá bæjar- búum um bætta framtíð og það er spennandi að geta verið þátttakandi í jákvæðri þróun,“ sagði ________ Skúli Þ. Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Flokkurinn fékk 2 menn kjörna í bæjarstjórn og verður áfram i meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki. Framsóknarflokknum var í öllum skoðanakönnunum spáð einum manni en tveir efstu menn listans voru nýir frambjóðendur. Flokkur- inn vann því glæsilegan varnarsig- ur, eins og Skúli orðaði það, í kosn- ingunum en flokkurinn hafði fyrir 2 menn í bæjarstjórn. Eftir er að kjósa í helstu embætti bæjarstjórn- ar en samkvæmt drögum að meiri- hlutasamstarfi milli flokkanna verð- ur Skúli næsti forseti bæjarstjómar Reykjanesbæjar, en meirihlutasam- starf þarf áður samþykki fulltrúar- áðs flokkanna. Þótt Skúli hafi skip- að efsta sæti á listanum í fyrsta sinn hefur hann komið nálægt pólitík áð- ur: „1985 fór ég fyrst að skipta mér af pólitísku starfi. Hugsjónir Fram- sóknarflokksins sem miðjuflokks höfðuðu til mín og ekki spillti fyrir að kynnast og vinna með mönnum eins og þáverandi bæjarfull- Maður dagsins trúum, Guöjóni Stefánssyni og Hilmari Péturssyni, sem eru ein- staklega vandaðir og heilsteyptir menn. Ég var varabæjarfulltrúi 1990-1994 og skipaði þá 3. sæti á list- anum, en 1986 fór ég fyrst í framboð fyrir ílokkinn og skipaði þá 6. sæt- ið.“ Skúli er mjög þekktur maður í bæjarfélaginu og hefur unnið ötult starf, meðal annars í íþróttahreyf- ingunni. Hann var formaður í Kefla- ____________________________ vík, íþrótta- og ung- menna- félaginu, en hætti fyrir skömmu vegna þátttöku sinnar í pólitíkinni sem tekur sinn toll af tíma. Skúli fer með sína reynslu af íþrótta- málum inn í bæjarstjórn. „íþróttir eru oft andlit bæjar- félagsins og það þarf að vera gott samstarf á milli bæjar- yfirvalda og íþróttahreyf- ingarinnar." Skúli er fulltrúi kaupfé- lagsstjóra Suðurnesja en hann byrjaði hjá fyrirtæk- inu 1985 sem gjaldkeri. „Ég menntaði mig reyndar sem kennara og starfaði fyrst í Holtaskóla frá 1981-1985, á sumrin tóku við afleys- inga- störf í lög- reglunni í Keflavík. Þó að þessi störf séu afar ólík í eðli sínu býr maður að þeirri reynslu alla ævi. Fyrir nokkrum árum dreif ég mig í Há- skólann með vinnunni og lauk við- skipta- og rekstrarnámi úr endur- menntunardeildinni. Verslun- arrekstur er mjög krefjandi um- hverfi, samkeppnin og hraðinn í öllu mikill en starfið mitt í dag er spennandi og hver dagur býður upp á ný verkefni." Eiginkona Skúla er Inga Lóa Guð- mundsdóttir og eiga þau 3 böm, Maríu Rós, 21 árs, Berglindi, 18 ára, og Guðmund Inga sem verður 11 ára 12. júní. Skúli á sér nokkur skemmtileg áhugamál. „Fjölskyldan er mér dýrmæt, og eftir því sem maður eldist og þroskast metur maður gildi þess að eiga góða að. Ég hef líka gam- » m , an af að lesa og ’ 'ÍMt, skrifa." -ÆMK Skúli Skúlason. DV-mynd Ægir Már Jirí Kylián mun fjaila um verk sín. Klúbbur Listahátíðar: Kylián, Ulrich og Uotinen I kvöld kl. 20.30 verða danshöfundarnir Jirí Kyli- án, Jochen Ulrich og Jorma Uotinen gestir i Klúbbi Listahátiðar en þeir eru staddir hér á landi í tengsl- um við sýningu Islenska dansflokksins Danshöfund- arnir munu fjalla um list- ræna sýn sína og stöðu list- dansins. Síðan munu þeir svara spurningum gesta. Allir eru þessir þrír lista- menn virtir i heimi dans- listarinnar. Kylián hefur borið höfuð og herðar yfir aðra danshöfunda og kom hann hingað til lands með dansflokk sinn, Nederlands Dans Theater. Jorma Uotinen er einn af virtustu núlifandi listamönnum Finna og er hann listrænn stjómandi Finnska þjóðar- ballettsins. Jochen Ulrich er einn fremsti nútímadans- höfundur Þjóðverja og er brautryðjandi í þróun dans- listar í Evrópu. Tvílyft hús Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Caron í hlutverki Carmenar ásamt Garðari Thor Cortes. Carmen Negra í kvöld verður önnur sýning á Carmen Negra í íslensku óper- unni. Þarna er á ferðinni „rokk- salsa-popp“-útfærsla á hinni frægu óperu Carmen eftir Bizet. Farið er mjög frjálslega með hina upprunalegu sögu og ýmsu bætt við og breytt til að gera hana nú- tímalegri. Sögusviðið er ríki í ( Suður-Ameríku sem heldur heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu í skugga kúgunar og upp- reisnar. í hlutverki Carmenar er söng- , konan Caron, sem er ensk en rekur uppruna sinn til sioux- * indíána. Hún hefur sungið hlut- verk Carmenar áður, nú síðast í Finnlandi við gifurlega hrifn- ingu. íslendingar fara með önnur hlutverk og þar er einvalalið á ferð. Egill Ólafsson, Helgi Bjöms- son, Bubbi Morthens og Bergþór Pálsson eru með þeim reyndari í íslenskum poppbransa. Áf yngri | kynslóðinni má svo nefna Garð- ar Thor Cortes og Valgerði Guðnadóttur. | Bridge Þetta skemmtilega spil kom fyrir i bæjarkeppni milli Hafnarfiarðar og Akraness í vetur. Haukur Árna- son úr liði Hafnarfiarðar sat með spil austurs og sendi þættinum ' þetta spil. Gefum honum orðið: „Mér fannst austurspilin of veik fyr- | ir opnun á einum tígli, of sterk fyr- ir þriggja tígla opnun og tígullitur- inn ekki nægilega þéttur til þess að opna á 5 tíglum. Ég valdi því að segja pass, sem reyndist ekki slæm ákvörðun." Sagnir gengu þannig, austur gjafari og n-s á hættu: ♦ ÁK4 V Á10762 •f - * G8542 f D7 4» DG853 ♦ KDG84 4 G105 •f Á10976532 * K ♦ 98632 ♦ 94 •f - 4 D109763 4 A N V A S Austur Suður Vestur Norður pass pass 1» 2 fpass pass dobl p/h „Eftir hjartakóng út og skipt yfir ( í spaða var vörnin miskunnarlaus, 1400 stig voru skráð í dálk a-v stuttu síðar. Á hinu borðinu voru ósköp „eðli- lega“ spilaðir 5 tíglar do- blaðir í aust- ur.“ Sagnhafi fékk 9 slagi í þeim samn- ingi, fór 300 niður og gróði Hafnar- 4 fiarðar í þessu spili var því 17 imp- ar. Það gefur stundum vel að segja pass á spilin! ( ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.