Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 53 Eitt verka Vignis Jóhannssonar. Málverk og skúlptúrar Síöastliðinn laugardag var opn- uð i Gerðarsafni í Kópavogi sýn- ing á verkum eftir Vigni Jóhanns- son. Vignir, sem nýlega lauk verki fyrir Listahátíð í Reykjavík, sýnir að þessu sinni hefðbundin málverk úr íslenskri náttúru sem fjalla um tengsl mannsins viö vatnið og landið. í málverkum hans, sem eru af ýmsum stærðum, tekst maðurinn á við stórbrotið Sýningar landslag þar sem hann, einn í við- áttunni, hlustar á vatnið sem end- urspeglar tengsl hans við náttúr- una. Einnig eru á sýningunni skúlptúrar þar sem leitað er eftir tærleikanum og innri kyrrð í duft- uðum trjám í fannhvítri vetrar- stemningu. Vignir Jóhannsson hefur haldið margar einkasýningar hér á landi þótt þær séu enn fleiri sem hann hefur haldið á erlendri grund. Sýningin stendur til 15. júní og er opin alla daga, kl. 12-18, nema mánudaga. Brúðkaup Fígarós Tónlistarskóli Garðabæjar sýnir í kvöld kl. 20 í Kirkjuhvoli óperuna Brúðkaup Figarós. Stjórnandi er Snæbjörg Snæbjamardóttir. Er þetta önnur sýning af þremur og er síðasta sýningin á föstudagskvöld. Skólaþróun og listir Fagfélög list- og verkgreinakenn- ara standa fyrir ráðstefnu um list- menntun og skólaþróun í samvinnu við ýmsa skóla dagana 4. og 5. júní. Ráðstefnan er haldin í Háskólabíói og stendur frá kl. 9.30-15.50 báða dagana. Þungamiðja ráðstefinmnar verða tveir fyrirlestrar dr. Elliots Eisners þar sem hann mun koma inn á kenningar sínar um áhrif list- menntunar á vitsmunaþroska ein- staklingsins og skynjun okkar á um- heiminum. Samkomur Billiard- og snóker- samband íslands Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 19 í Þingsal 6, Hótel Loft- leiðum. Sóldögg á Gauknum Hljómsveitin Sóldögg leikur í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng. Kaffi Reykjavík Söngkonan góðkunna, Sigrún Eva, skemmtir gestum í Kaffi Reykjavík í kvöld. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma meö myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Húsdýra- garðurinn Brúðubíllinn frumsýnir á morgun kl. 14 leikritið Brúður, tröll og trúðar í Húsdýragarðinum. Leikstjóri sýningar- innar er Sigrún Edda Bjömsdóttir og er þetta þriðja sumarið sem hún leikstýrir fyrir Brúðubiiinn. Brúðuleikritið Brúður, tröll og trúðar er byggt upp á stuttum leikþáttum, söngatriðum og skemmtiþáttum. Það er gleðin og grínið sem ræður ríkjum en fræðslan er alltaf með. Þama er sýndur lítil söngleikur um hafið, en nú er ár hafsins, leikrit um tröllið og geiturnar þrjár í nýrri leikgerð og svo er velt fyr- ir sér hvað er ímyndun og hvað er raun- veruleiki. Eins og ávallt em börnin virk í leikhúsi Brúðbilsins. Skemmtanir Handritið af sýningunni er eftir Helgu Steffensen og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Brúðumar hannaði Helga og hún stjórnar þeim ásamt Sigrúnu Erlu Sigurðardóttur og Frímanni Sig- urðssyni. Tónlistar- og upptökustjóri er Vilhjálmur Guðjónsson. Þau sem tala fyrir brúðumar em Pálmi Gestsson, Júlíus Bijánsson, Sigrún Edda Bjöms- dóttir og Helga Steffensen. Brúður, tröll og trúðar verður sýnt í júní og júlí. Trúðurinn Dúskur stjórnar strengjabrúðu eða er hún kannski lifandi? Veðrið í dag Skúrir inn til landsins Yfir vestanverðu Grænlandshafi er kyrrstæð 1026 mb lægð og 1002 mb lægð yfir Norðursjó hreyfist norðnorðaustur. í dag verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köfl- um á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands en annars skúrir, eink- um þó inn til landsins síðdegis. Hiti 1 til 13 stig, kaldast allra nyrst og austast en hlýjast suðvestanlands. Á höfuðborgcU’svæðinu verður fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 6 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.36 Sólarupprás á morgun: 03.16 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.44 Árdegisflóð á morgun: 02.04 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 2 Akurnes hálfskýjaö 4 Bergstaóir skýjaö 1 Bolungarvík skýjaö 5 Egilsstaöir 2 Keflavíkurflugv. skýjaö 7 Kirkjubkl. alskýjaö 5 Raufarhöfn skýjaö 2 Reykjavík skýjaö 7 Stórhöföi skúr á síó.kls. 7 Helsinki skýjaö 8 Kaupmannah. skýjaö 15 Osló rigning 10 Stokkhólmur 10 Þórshöfn skýjaö 5 Faro/Algarve léttskýjaó 16 Amsterdam léttskýjaö 15 Barcelona þokumóöa 19 Chicago léttskýjaö 9 Dublin rigning 7 Frankfurt skýjaö 15 Glasgow skýjaö 7 Halifax skýjaö 9 Hamborg rigning á síó.kls. 15 Jan Mayen skýjaó 0 London úrkoma i grennd 14 Lúxemborg skýjaö 13 Malaga skúr á síð.kls. 19 Mallorca skýjaö 21 Montreal þoka 14 París léttskýjaö 13 New York alskýjaö 19 Orlando heiöskírt 26 Róm þokumóöa 20 Vín léttskýjaö 18 Washington léttskýjaö 19 Winnipeg heiðskírt 4 Vegir víðast greiðfærir Vegir á landinu er víðast greiðfærir og í góöu ástandi. Á nokkmm stöðum eru enn þá i gildi sér- stakar takmarkanir á öxulþunga vegna aurbleytu, einkum á Norður- og Norðausturlandi, og er það Færð á vegum merkt með tilheyrandi merkjum við þá vegi sem við á. Vegir á hálendinu eru yfírleitt lokaðir allri umferð vegna aurbleytu. Ástand vega ^ Skafrenningur m Steinkast 13 Hálka Ófært 0 Vegavinna-aBgát 0 Öxulþungatakmarkanir tD Þungfært (£) Fært fjallabilum Vala María og Katrín Á myndinni eru syst- urnar Vala María og Katrín. Vala María, sem er fimm ára, er hrifin af litlu systur sinni sem Barn dagsins fæddist á fæöingardeild Landspítalans 17. nóvem- ber síðastliðinn, kl. 1.48. Katrín var við fæðingu 4090 grömm að þyngd og 54 sentímetra löng. For- eldrar systranna eru Al- dís Baldvinsdóttir og Víð- ir Már Atlason. Ben Kingsley og Aidan Quinn í hlutverkum sínum í The Assign- ment. Tvífari Carlosar The Assignment, sem Bíóhöllin sýnir, er byggð í kringum þann fræga hryðjuverkamann, Carlos, öður nafni Sjakalinn. Aidan Quinn leikur bandarískan liðsforingja, Annibal Ramirez, sem á ekkert sameiginlegt með Sjakalanum nema andlitið - þeir gætu verið tví- farar. Þessi tilviljun verður til þess að litlu munar að hann sé drepinn af útsendara frá ísraelsku leyni- þjónustunni. Ramirez, sem ekkert veit hve líkur hann er Sjakalanum, verður fyrir miklu áfalli þegar hiö sanna kemur í ljós. Yfirmenn hans sjá nú tækifæri (| til að lokka Sjakal- Kvikmyndir 'i 'wjj^ ann úr felustaö sínum. Ramirez gerir sér grein fyrir því að hann leggur sig í mikla hættu en ákveður samt að taka verkið aö sér. Auk Aidans Quinn leika í The Assignment Donald Sutherland, Ben Kingsley, Liliana Komorowska og Céline Bonnier. Nýjar myndir: Háskólabíó: Deep Impact Háskólabíó: Állinn Laugarásbió:The Wedding Singer Kringlubíó: Mouse Hunt Saga-bíó: The Stupids Bíóhöllin: 'til there was You Bíóborgin: Mad City Regnboginn: Scream 2 Regnboginn: Óskar og Lúcinda Stjörnubíó: U Turn Krossgátan Lárétt: 1 kennari, 8 vaði, 9 hlé, 10 lauslæti, 11 hreyflng, 12 stamp, 14 blómum, 17 drykkur, 18 fugl, 20 elska, 21 fornt. Lóðrétt: 1 vökva, 2 fjall, 3 hests, 4 príl, 5 eldsneyti, 6 flakk, 7 rólegi, 11 þekkt, 13 galla, 15 vitlausa, 16 kanna, 19 varðandi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skjót, 6 ál, 8 tröð, 9 íma, 10 ráfúðu, 11 em, 13 mink, 14 nautn, 16 au, 18 gumi, 20 dúr, 22 iða, 23 firð. Lóðrétt: 1 strengi, 2 krá, 3 jöfnu, 4 óðum, 5 tíðindi, 6 ámuna, 7 lauk, 12*~ rauð, 15 tif, 17 urð, 19 MA, 21 úr. Gengið Almennt gengi LÍ 03. 06. 1998 ki. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,950 71,310 72,040 Pund 115,820 116,420 119,090 Kan. dollar 48,860 49,160 50,470 Dönsk kr. 10,4820 10,5380 10,4750 Norsk kr 9,4930 9,5450 9,5700 Sænsk kr. 9,1230 9,1730 9,0620 Fi. mark 13,1310 13,2090 13,1480 Fra. franki 11,9040 11,9720 11,9070 Belg. franki 1,9348 1,9464 1,9352 Sviss. franki 47,9300 48,1900 49,3600 , Holl. gyllini 35,4200 35,6200 35,4400 Þýskt mark 39,9300 40,1300 39,9200 ít. iíra 0,040450 0,04071 0,040540 Aust. sch. 5,6710 5,7070 5,6790 Port. escudo 0,3896 0,3920 0,3901 Spá. peseti 0,4698 0,4728 0,4712 Jap. yen 0,514400 0,51740 0,575700 írsktpund 100,730 101,350 99,000 SDR 93,920000 94,49000 97,600000 ECU 78,6300 79,1100 78,9600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.