Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 JLlV .34 Stettin erfyrsta skrefið inn... afheUum ogsteinum. Mjöggottverð. jHHjii mm H ■■■■ hhh ÍHS MHBMI WmmM: wm §11 1111111 Wm&. W, |mm Wmm tmM mm<&: «w»iuiniiu«iuiK»Bt æpgga -Ii-jjuvjmrinitr.. j . ■. . ' •■ . ... ' . . ■ ' i&víxíi4KS5»SS5s8Ö& mwt H HH STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 %ásoggarðar Um ræktun trjáa og runna - nokkrar hagnýtar ráðleggingar Þótt tré og runnar geti hjarað við þröngan kost þarf jarðvegur aö vera minnst 40-50 cm djúpur fyrir runna en tvöfalt dýpri fyrir tré svo að við- unandi vaxtarskiiyrði náist og ræt- þar. A trjám og runnum má sjá þetta á lengd og gildleika sprota, al- mennu yfirbragði og heilbrigði. Það getur svo verið háð sýrustigi jarðvegsins hversu aðgengileg nær- Gera verður ráö fyrir því að hverri plöntu sé valinn staður með hennar þarf- ir að leiöarijósi. DV-mynd GVA ur hávaxinna trjáa hafi nægilegt hald. Gras og jurtir komast af með minna. Sá sem vill rækta tré eða runna á sjaldnast kost á hinum æskilegasta jarðvegi og þarf þá að bæta það sem fyrir er eða skipta um og flytja jarð- efni að. Malar- eða sandjarðveg má bæta með efni úr mómýrum eða skurðruðningum en mýrarjarðveg má gera gleypnari með sandi eða vikri. Hæfileg íblöndun búfiárá- burðar eykur svo rotnun og smá- dýralif í jarðvegi þannig að myndun gróðurmoldar hefst. í trjábeð er oft notaö allt aö fiórðungi rúmmáls af hrossataði. í nýbrotinn mýrarjarðveg þarf stundum að bæta kalki en yfirleitt skortir ekki kalk í íslenskum jarð- vegi og getur jafnvel verið skaðlegt aö nota það að þarflausu. Hér þarf ráðgjöf og ef til vill rannsókn að koma til. Áburðurinn Áburðarskortur er svo algengari en ætla mætti og getur valdið ýms- um kvillum og skemmdum á trjá- gróðri. Sprotar verða stuttir og grannir og litur óeðlilegur. Kal, vaxtartregða og ásókn meindýra og sveppa eru oft fylgifiskar áburðar- skorts. Til þess að fara nærri um áburð- arþörf í byrjun ræktunar má rann- saka magn helstu næringarefnanna. I jarðvegi á óræktuðu landi er þetta magn yfirleitt ekki teljandi. Á rækt- uðu landi eða í garði ber gróðurinn sjálfur vitni um næringarástandið ingarefnin eru. Til að hafa áhrif á það er notað kalk, annaðhvort mal- aður kalksteinn eða skeljasandur. Enn ber að minna á að kalk skal ekki notað af handahófi eða að ástæðulausu. Ofnotkun getur leitt til snefilefnaskorts hjá plöntum. Þegar bera skal á og bæta jarðveg þar sem tré og runnar eiga að standa er hentugt að blanda búfiár- áburði saman við jarðefnin sem fyr- ir eru. Það örvar rotnun og smá- dýralíf og greiðir fyrir loftrás. Má telja þetta verðmætustu eiginleika búfiáráburðar. í honum er líka örlít- ið af öllum nauðsynlegum efhum og með þessum hætti losna þau smám saman til nytja fyrir plöntumar. Það skiptir ekki öllu máli hvers konar búfiáráburður er notaður. Ef notað er vetrarstaðið hrossatað má það nema allt að fiórðungi rúmmáls af viðkomandi moldarblöndu. Af nýrra, megnara taði eða fugladriti ætti að nota minna. Magn áburðarefna í taði er háð tegund, geymslu og meðferð þess en yfirleitt eru áburðarefnin langt frá því nægileg fyrir gróður sem er kominn nokkuð á legg. Þess vegna þarf árlega að nota blandaðan, tilbú- inn áburð. Þar er ýmissa kosta völ en gæta verður hófs í áburðargjöf. Algengt er að of stórir skammtar valdi óbætanlegu tjóni eða dauða. í trjá- og runnabeð má nota 5-8 kg á 100 fermetra, dreift ofan á moldina, helst í tvennu lagi, með nokkurra vikna millibili. Trjám gagnast ekki áburður sem borinn er á rétt við stofn þeirra og einnig getur áburð- urinn þá skemmt mjúkan börk, til dæmis á ösp. Næringarefnin þurfa að komast í námunda viö rætumar og þær ná oftast álíka langt frá boln- um og greinar trésins. Áburðinn skal bera á í gróandanum eða frá því að jörð þiðnar og fram á mitt sumar en helst ekki síðar. Gróðursetningin Ef hugað er að gróðursetningunni sjálfri verður að gera ráð fyrir því að hverri plöntu sé valinn staður með þekkingu á þörfum hennar og vexti á komandi árum. Hola til gróð- ursetningar þarf að vera svo víð að rætur geti lagst eðlilega og haft nægilegt rými. Þær má ekki sveigja eða laga eftir holunni heldur leggja sem næst eins og þær voru áður og álíka djúpt. Sé holan lítil ná ræturn- ar illa festu og þá vex tréð ekki. Á rótarhálsi (stofni) sést hve djúpt plantan hefur staðið. Standi plantan of djúpt vill börkurinn rotna við rót- arhálsinn og af því geta plöntur dáið snögglega. Aspir og víðir virð- ast þó þola að plantað sé djúpt. Moldin sem látin er næst rótunum á að vera myldin og frjó og fylla öll holrúm. Þegar holan hefur verið fyllt að mestu má þjappa með fótun- um en oftast nær dugir að vökva rækilega. Við það sest moldin hæfi- lega og nokkurt loft verður í henni. Það er mjög nauðsynlegt því að ræt- ur anda eins og aðrir plöntuhlutar. Yfirleitt er best að planta lauftrjám snemma vors þegar rótar- vöxtur er að byrja en blöð ekki sprungin út til fulls. Þetta má gera þegar jörð er klakalaus og mold far- in að þoma svo aö hún hrynji af skóflu. Þetta gildir einnig um sí- Oft verður að skipta um jarðveg eða bæta þann sem fyrir er. Hér veitir vart af því. DV-mynd Sv.Þ ur jarðvegi rökum, hindrar skorpu- myndun og ofþornun og tefur vöxt illgresis. Styðja þarf stór tré svo að vindur hreyfi þau ekki og tefii rót- arvöxt og festu á nýja staðnum. Stoðin er sett niður á undan trénu og sem næst trénu vindmegin og skal gengið þannig frá að hvorki Sá sem ætlar sér að hefja ræktun trjáa og runna þarf að huga að ýmsu. DV-mynd Hilmar Þór græn tré. Oft eru þó barrtré gróðursett síð- sumars og fram á haust og hefur þaö stundum tekist vel en ef snemma frystir er hætt við að ræt- ur nái ekki festu eða slitni af frost- þenslu í jarðveginum. Þurrir vetrar- næðingar hafa slæm áhrif. Að gróðursetningu lokinni á planta að standa bein og þola nokk- urt átak án þess að losna. Þá þarf að vökva ríkulega, ekki aðeins til að tryggja rótum nægilegt vatn heldur einnig til að moldin sem rótað var lausri setjist vel. Þá er gott að þekia umhverfis tréð með sandi, möl eða vikri. Það held- stoð né festingar skemmi börk né þrengi að stofni. Þennan búnað skal fiarlægja þegar tréð hefur að fullu numið land á nýja staðnum eða eft- ir 1-2. ár. Vetrarskýling ætti að vera óþörf fyrir þær plöntur sem taldar eru harðgerðar en æskileg fyrstu árin fyrir sígrænar plöntur og allar sem teljast viðkvæmar. Það sem hér hefur verið sagt á einkum við trjárækt í garðlöndum. Um gróðursetningu skógarplantna gegnir öðru máli. Byggt á Handbók ræktunar- mannsins eftir Ásgeir Svanbergs- son. -þhs ® SLATTUVELA ±ifí Ö)Husqvarna Faxafeni 14 Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9-18. Lau. 10-14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.