Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 Vanefndar- uppboð Jöklafold 39, 56,2 fm íbúð á 1. hæð t.v. ásamt geymslu, merkt 0108 m.m., þingl. eig. E. Jakobsson ehf., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Húsfélagið Kringlan, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn og sýslumað- urinn í Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. júní 1998 kl. 15.30._______ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 6, Hvolsveili, þriðjudaginn 9. júní 1998, kl. 15.00, á eftirfarandi ____________eignum:____________ Ármót, Rangárvallahreppi. Þingl. eig. Þorkell St. Ellertsson. Gerðarbeiðandi er Rangárvallahreppur. Berjanes, 1/8 hl., Vestur-Landeyjahreppi. Þingl. eig. Elín Guðjónsdóttir. Gerðar- beiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Háfshjáleiga, Djúpárhreppi. Þingl. eig. Þór Fannar Ólafsson. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Háfur n, Djúpárhreppi. Þingl. eig. Þór Fannar Ólafsson. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Króktún 15, Hvolsvelli. Þingl. eig. Sig- urður Rúnarsson. Gerðarbeiðandi er Hvolhreppur. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU Aðalfundur SAA Aðalfundur SAAverður haldinn fimmtudaginn 11. júní 1998 í Síðumúla 3-5, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Kínverski andofsmaöurinn Wei Jingsheng kveikti á kerti í Washington í gær til aö minnast þess aö 9 ár voru liðin frá því mótmæli lýöræðissinna voru brotin á bak aftur á Torgi hins himneska friöar i Peking. Útlönd Brotiö hjól talin líkleg orsök lestarslyssins: Ekki fleiri á lífi - segir talsmaöur björgunarsveitanna Ófögur sjón blasti í nótt við björg- unarsveitamönnum þegar þeir fundu fjölda limlestra líka í veit- ingavagni þýsku hraðlestarinnar sem fór út af sporinu á miðviku- dagsmorgun með þeim afleiðingum að meira en níutíu týndu lífi. Sífellt fleiri vísbendingar hafa fundist um að brotið hjól á afturöxli eins lestarvagnsins hafi orsakað slysið, versta lestarslys í Þýska- landi frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Hugsanlegt er að málm- þreytu sé þar um að kenna en emb- ættismenn útiloka þó ekki að um skemmdarverk hafi verið að ræða. „Svo virðist sem hjólið hafi rifn- að af fimm til sex kílómetra frá slysstaðnum," sagði Horst Stuchly, formaður eftirlitsnefndar þýsku járnbrautanna, i samtali við sjón- varpsstöðina ARD. Svo virðist sem lestin hafi haldið áfram þar til hún kom að skiptispori. Þá fór hún út af og ók á 200 km hraða á steinsteypta brú yf- ir teinana. Brúin hrundi ofan á lest- arvagnana við höggið. Talsmaður björgunarsveitanna sagði í samtali við Reuters-frétta- stofuna að ekki væri búist við að finna fleiri á lífi í braki hraðlestar- innar sem var á leið frá Múnchen til Hamborgar þegar slysið varð. Björgunarsveitamenn unnu langt fram á nótt við að lyfta rústum brú- arinnar ofan af járnbrautarvögnun- um. Stöðva átti aðgerðir þegar síð- ustu líkin hefðu verið fjarlægð úr veitingavagninum vegna hættu á að það sem eftir væri brúarinnar hryndi ofan á björgunarmenn. Þýsku ríkisjárnbrautirnar hafa stöðvað allar ferðir hraðlestanna sem eru sjö ára gamlar tfi að hægt verði að yfirfara þær. Búast má við að lestarsamgöngur raskist töluvert næstu daga af þeim sökum. Neyðarfundur um Kosovo Nokkur helstu ríki heims hafa boðað til neyðarfundar um ástandið í Kosovohéraði í Serbíu í næstu viku. Mikil spenna er nú í héraðinu, sem að mestu leyti er byggt fólki af albönskum ættum, og hafa margir fallið í átökum við serbneskar öryggissveitir undan- farna daga. Albönsk stjómvöld saka Serba um að íremja þjóðarmorö á Al- bönum í Kosovo og utanrikisráð- herra Albaníu sagði að héraðið væri á barmi styrjaldar. Albaníu- stjórn krefst þess að þjóðir heims grípi þegar í taumana. 11 ára drengur í Texas: UPPBOÐ TIL SLITA Á SAMEIGN Uppboð til slita á sameign, skv. 2. mgr., 8. gr. laga, nr. 90/1991 á Dalseli 29, íbúð á 2. hæð t.h., ásamt 3,6 fm geymslu og stæði, merktu 0107, í bílskýli að Dalseli 19-25, þingl. eig. Eydís Björg Hilmarsdóttir og Birgir Georgsson, mun byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, fimmtudaginn 9. júní 1998 ld. 13.30.________________________________________________ Gerðarbeiðandi er Eydís Björg Hilmarsdóttir. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Areitti 3 ára telpu Ellefu ára drengur í Texas í Banda- ríkjunum var í gær fundinn sekur um kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart þriggja ára stúlkubarni. Drengurinn á á hættu að verða dæmdur í 40 ára fangelsi. Tveir bræður, 7 og 8 ára gamlir, tóku þátt í ofbeldinu gagnvart telpunni. Þeir eru of ungir til að verða ákærðir. Elsti drengurinn viðurkenndi við lögregluyfirheyrslu að hafa beitt telpuna kynferðislegu ofbeldi. Hann dró síðan þá játningu til baka. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa bar- ið telpuna. Saksóknari byggði ákæruna á vitnisburði hinna drengjanna og játningu þess elsta hjá lögreglu. Fjölskylda telpunnar fann hana nakta og með sár eftir árás drengjanna. Stuttar fréttir i>v Áfram verkfall Fulltrúar franskra flugmanna og viðsemjendur þeirra munu funda á ný í dag eftir árangurs- lausar maraþonviðræður liðna nótt. Engin flýtimeðferð Hæstiréttur í Bandaríkjunum hafnaöi í gær beiðni saksóknar- ans Kenneths Starrs um að flýta úrskurði um hvort líf- vörðum Clint- ons forseta beri skylda til að vitna gegn hon- um í Lewinsky- málinu. Þetta þykir áfangasigur fyrir forsetann. í Hvíta húsinu vilja menn tefja framgang máls- ins þar til kjörtímabili Clintons lýkur. Geimfari sóttur Bandaríska geimferjan Discovery sótti í gærkvöld banda- riska geimfarann Andrew Thom- as sem verið hefur í rússnesku geimstöðinni Mir í 4 mánuði. Discovery á að lenda 12. júní. Lífstíðarfangelsi Terry Nichols var í gær dæmd- ur í Denver í Bandaríkjunum í lífstíöarfangelsi fyrir aðild að sprengjutilræðinu í Oklahoma í aprfi 1995. Elsti maður heims látinn Líbaninn Ali bin Mohammed Hussein, sem talinn var elsti mað- ur heims, er látinn. Hussein varð 136 ára. Hann var mikill reyk- ingamaður og lést í reykmettuðu herbergi. Tíður gestur í ísrael Indverskur kjarnorkuvopnasér- fræðingur var tíður gestur í ísra- el á árunum 1996 og 1997. Þetta þykir renna stoðum undir grun um samvinnu Indlands og ísraels í kjamorkumálum. Ekkert samsæri Samkvæmt breskum heimildar- þætti um andlát Diönu prinsessu, sem sýndur var í gærkvöld, tengdist bílslys- ið í París ekki samsæri eins og gefið var í skyn í heimildarþætti sem sýndur var á miðvikudags- kvöld. í þættinum í gær var A1 Fayed, faöir ástmanns Díönu, sak- aður um að hafa ekki tryggt prinsessu sams konar öryggi og hann krefst fyrir sjálfan sig. Helmingur of feitur 55 prósent fullorðinna Banda- ríkjamanna eru of feit eða alltof feit, samkvæmt mati bandarískra heilbrigðisyfirvalda. 1,6 GLX 4x4: 1.495.000 kr. SUZUKI BALENO SEDAN 1,3 GL: 1.265.000 kr. 1,6 GLX: 1.340.000 kr. Stílhreinn og glsesilegur fgölskyldubíll Baleno Sedan er hagkvæmur í rekstri, sameinar mikið afl og litla eyðslu. Loftpúðar, kippibelti og krumpusvæði að framan og aftan stórauka árekstursöryggi. Farþega- rýmið er óvenju mikið og áhersla er lögð á þægilegan og hljóðlátan akstur. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf.( Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. ^suzuk'r AFL OG kÓKYGGI_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.