Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 10
1 10 Spurningin Segirðu einhvern tímann ósatt? Sjöfn Aðalsteinsdóttir húsmóðir: Helst ekki. Ég læt sannleikann vaða, hvort sem mér líkar betur eða verr. Emil Sigurðsson: Það getur alltaf komið fyrir. Þórunn Þórarinsdóttir ráðgjafl: Já, það kemur fyrir. Kristín Mikaelsdóttir starfs- stúlka: Já, helst þegar bamið mitt suðar um sælgæti. Haukur Hilmarsson verkamaður: Alveg örugglega. Hlýtur einhvern tímann að hafa komið fyrir. Einar Johnson nemi: Nei. Lesendur Áhrif stjórnvalda á fjölmiðla Ástþór Magnússon segist ítrekaö hafa oröiö var viö hlutdrægan fréttafiutning hjá fréttastofu út- varps og sjónvarps. Ástþór Magnússon skrifar: Ásakanir forsætisráðherra á fréttastofu ríkissjónvarpsins í síð- ustu viku hafa vakið athygli á nauð- syn þess að kanna afskipti stjórn- valda af fréttaflutningi á íslandi. Það hefur löngum verið vitað að stjórnvöld og einstakir ráðherrar hér á landi hafa ætlast til þess að fréttastofur ríkisfjölmiðlanna dragi taum stjómvalda hér á landi enda hefur þessum stofnunum löngum verið stjórnað af hlutdrægu fufl- trúaráði stjórnmálaflokkanna. Þetta hefur verið mikilvægur hlekkur í því að hylma yfir ýmsa pólitíska spillingu á íslandi. T.d. er útvarps- réttamefnd stjómað af fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra var alinn upp við það fyrirkomulag af Sjálfstæðis- flokknum að geta ráðið nokkuð um hvað skuli sent út til almennings og hvað ekki. Nú er ráðherrann að vakna upp við þann vonda draum að til fréttastofunnar era að komast hæfir einstaklingar til starfa sem telja sig hafa þær skyldur við al- menning að flytja fréttir án þess að slíkt sé litað einstökum stjómmála- skoðunum Davíðs Oddssonar og fé- laga. Undirritaður hefur ítrekað orðið var við hlutdrægan fréttaflutning hjá fréttastofu útvarps og sjónvarps. 1. í forsetakosningunum 1996 var ítrekað klippt úr útsendingum í við- tölum mínum við fréttamenn, ádefl- ur mínar á tvískinnungshátt ís- lenskra stjórnvalda í kjarnorku- vopnamálum og stuðning íslands við kjamorkuvopn. 2. í eitt skiptið neitaði ég að mæta í viðtal hjá ríkisútvarpinu nema gegn því loforði að ádeilur mínar á kjamorkuvopnastefnu Islenskra stjómvalda yrðu ekki klipptar út fyrir útsendingu. Fréttamaður hringdi skömmu áður en viðtalið átti að eiga sér stað og aflýsti viðtal- inu. 3. Utanríkisráðuneytið sem hefúr eins og varðhundur gætt þess að varnarstefna íslands sé í samræmi við óskir bandariskra vopnafram- leiðenda, tók beinan þátt í ófræging- arherferð gegn mér í forsetakosn- ingunum þegar starfsmaður ráðu- neytisins mætti í viðtal á Stöð 2 með upplognar sakir á mig. Ráðu- neytið baðst afsökunar þegar lög- maður minn hótaði málsókn vegna þessa. 4. Síðastliðinn vetur, eftir að menntamálaráð- herra hafði úthlutað skólahúsnæði að Reyk- holti einum af vinum Sj álfstæðisflokksins undir hótelknæpu, tók fréttastofa ríkissjón- varpsins við mig viðtal þar sem ég deildi á þessa pólitísku spill- ingu. Viðtalið var aldrei birt. Stöð 2 fjallaði margsinnis um þetta mál en ríkissjónvarpið þagði! 5. Á fundi sem ég átti hjá utanríkisráðuneyt- inu fyrr í þessum mán- uði vegna umsóknar Friðar 2000 um mann- úðarflug til írak var ég sérstaklega spurður hvort gefnar yrðu yfir- lýsingar í fjölmiðlum sem deila á viðskipta- bannið eða hvort frétta- menn yrðu með í þess- um ferðum. Það var lát- ið að því liggja að áfram- haldandi umfjöllun í fiölmiðlum um skoðanir minar á lögmæti og rétt- mæti viðskiptabannsins á Irak gætu haft áhrif á ákvörðun utanríkisráð- herra um hvort ráðuneytið leyfir frekari mannúðarflug til Baghdad. Ég hef óskað eftir þvi við Um- boösmann Alþingis að ofangreind- um athugasemdum verði komið á framfæri við rétta aðila innan þingsins og/eða stjórnsýslunnar og verði tekið með í þeirri athugun sem fram fari á starfsemi ríkisfiöl- miöla í kjölfar yfirlýsingar forsætis- ráðherra. Góðir gestir Vistfólk á deild 6, dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, hringdi: Áhugafólk um harmonikuleik kom í heimsókn hingað á dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki nú fyrir skömmu og spilaði á milli 20 og 30 lög af mikilli snilld og prýði. Hingað hafa komið í heimsókn kór aldraðra úr Kópavogi, kirkjukór Akureyrar, kirkjukór Sauðárkróks og söngfélag aldraðra á Sauðárkróki. Karlakórinn Heim- ir hefur einnig komið hér og hald- ið fýrir okkur tónleika og Álfta- gerðisbræðrum er ekki hægt að gleyma. Kvenfélagssysturnar koma hér saman einu sinni í mánuði með skemmtun og veitingar og einnig er Lionsfólk hér reglulegir gestir. Hafi allt þetta fólk heila þökk fyrir og bestu óskir um alla fram- tíð. Lýðræöisflokkurinn Kannski veröur næsti forsætisráöherra hvorki Davíö né Halldór heldur Sverrir Hermannsson. Vestarr Lúðvíksson skrifar: Milli svefns og vöku kom upp nafnið Lýðræðisflokkurinn sem kjörið nafn á framboðslista Sverris Hermannssonar og félaga á listana um allt landið í komandi alþingis- kosningum. Undirritaður, sem gerðist félagi í Samtökum um þjóðareign fyrir nokkra síöan, á samleið meö Sverri Hermannssyni, Matthíasi Bjama- syni og félögum þegar skoðuð era framvörp ríkisstjómarinnar í sjáv- arútvegsmálum og hálendisfram- varpið. Sjálfur var bréfritari þinglýstur eigandi að landi 1990 (1/3 hluta und- ir heilu þorpi) sem virt fiármálafyr- irtæki taldi svo að hægt væri að selja á að minnsta kosti 15 milljónir króna. Þá slys- aðist bréfritari til að taka lán (innan við milljón) til að bjarga málum. Verðlagsþróun- in og launaþró- unin á áratugn- um 1980-1990 reyndist bréf- ritara þannig að snjóbolti byijaði að rúlla á þann veg að 1990 missti bréfritari jörðina og allt annað fyrir smáaura og stóð eftir allsber frammmi fyrir vinum og vandamönnum sem höfðu treyst á hann. Þeir sem bára aðalábyrgðina í máli þessu era landsfeðumir sem með stjómvaldsaðgerðum sínum stálu lífsbjörginni úr höndum mín- um. Víst er Jóhanna Sigurðardóttir kvenskörungur en ég ætla ekki að gerast dómari í Landsbankamálinu svokcdlaða. Sverrir geröi ekki ann- að en að feta í fótspor fyrirrennara sinna og leysa úr málum bankans á besta veg. Ég skora á alla sem vUja brjóta niður fiskveiðistjóm Halldórs og Þorsteins og hálendisfrumvarpið þeirra að fylkja sér undir merkjum og virkja lýðræöiö í komandi kosn- ingum tfl Álþingis. Kannski verður næsti forsætis- ráöherra hvorki Davíð Oddsson né HaUdór Ásgrímsson heldur Sverrir Hermannsson ásamt sameiginlegu framboði A-flokkanna og Kvenna- lista! FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 ~s^\\ réttið nú? Helga hringdi: í Fegurðarsamkeppni íslands sem haldin var nú fyrir skömmu gerðist það leiðindaat- vik að einum keppandanum var vikið úr keppninni. Ástæðan var sú að nektarmyndir höföu | birst af stúlkunni í karlatíma- ritinu Playboy. Ég verð að segja að mér þyk- ) ir sorglegt þegar ungar stúlkur láta plata sig tU þess að sitja fyrir á svona nektarmyndum en engu að síður tel ég það vera þeirra mál. Það sem mér þykir þó allra verst í þessu máli er að það er á allra vitorði að í feg- urðarsamkeppni karla hefur það verið látið viðgangast að . keppendur hafi setið fyrir á nektarmyndum. Við tölum um jafnrétti kynj- | anna en hvar er jafnréttið i þessu máli? Sjónvarp allra landsmanna Jónas skrifaði: Ég hef fylgst töluvert með þeirri gagnrýni sem komið hef- ur fram á fréttamennskuna á RÚV. Ég ætla ekki að kveöa , upp neinn dóm í því máli enda er ég ekki í aðstöðu tU þess. Ég vfl aðeins benda á að ríkissjón- varpið er sjónvarp allra lands- manna sem við borgum fyrir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Rökin fyrir því að halda uppi ríkisreknum fiölmiðli eru þau að þar hefur fólkið rétt tU þess ) að krefiast hlutlausrar frétta- mennsku. Það skiptir því ekki máli 1 hvort ríkissjónvarpið er sekt eða ekki. Gagnrýnin er komin fram og fólkið í landinu hefur rétt til þess að þetta mál verði kannað nánar. Reykjavíkur- flugvöllur Steingrímur skrifar: Menn hafa lengi lýst yfir áhyggjum sínum vegna Reykja- víkurflugvaUar. Nú liggja tvær flugbrautir að flugveUinum, önnur sem liggur norður, suður og hin sem liggur austur, vest- ur og er þá flogiö yfir sjóinn að veUinum. Ég undra mig á því hvers vegna seinni kosturinn er ekki aUtaf notaður þegar skflyrði tU þess er fyrir hendi þar sem sú leið er mun hættu- minni en sú fyrri. Það myndi draga úr áhyggjum margra. Reglur í blokk J.P. hringdi: ( Ég er íbúi t blokk í Reykjavík og þarf þar af leiðandi að gang- ast undir reglur húsfélagsins. Börnin mín geta hvorki feng- ið að eignast hund né kött og ekki má ég reykja frammi á gangi eða niðri í þvottahúsi. i Þetta kallast víst venjulegar umgengnisreglur og ætla ég svo sem ekkert að kvarta yfir þeim en mér finnst aftur á móti ein- um of langt gengið þegar farið er að nöldra yfir því að maður skuli reykja sígarettur á sínum eigin svölum. Er ekki eitthvað til sem heitir friðhelgi einka- lífs? Brosandi starfsfólk Katrín skrifar: Ég fer mikið í sund og þá að- aUega í Sundlaugina í Laugar- dal. Ég vU lýsa yfir ánægju minni með hvað viðmót starfs- fólks þar og þjónustulund hefur batnaö mikið. Ég er farin að haUast að því að þau hafi öU verið send á „brosnámskeið".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.