Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 22
42 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 Messur ÁrbæjarkirHja: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Mánudagshópur AA aðstoðar við guösþjónustuna. Valgeir Skagfjörð leiðir safnaðarsöng. Ath. Guðsþjón- ustan fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar vegna breytinga á kirkj- unni. Prestamir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Síð- asta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi starfsfólks. Árni Bergur Sigurbjöms- son. Breiöholtskirkja: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Sjómannamessa kl. 11. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Dómkirkjan: Sjómannaguðsþjón- usta kl. 11. Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og minnist látinna sjómanna. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syng- ur. Einsöngvari Loftur Erlingsson. Kl. 16 prestsígsla. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, vígir cand. theol. Bjöm Svein Bjömsson tii prests í Útskálaprestakalli. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Kjartan Öm Sigur- bjömsson. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Felia- og Hólakirkja: Guðsþjónusta - helgistund kl„ 20.30. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Prestamir. Glerárkirkja: Guðsþjónusta veröur i kirkjunni kl. 11. Sjómenn taka þátt í athöfninni og lesa ritningarlestra og Haukur Ásgeirsson fiytur hugleið- ingu. Grafarvogskirkja: Hátiðarpuðs- þjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Ama- son þjónar fyrir altari. Ræðumaður: Helgi Laxdal, form. Vélstjórafélags Islands. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Unglingakór kirkjunnar syngur. Prestamir. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson. Grindavíkurkirkja: Sjómanna- messa kl. 13 með þátttöku sjómanna. Skrúðganga að minnisvarðanum „Von“ eftir messuna. Tónleikar i kirkjunni kl. 20.30, Tjamarkvartett- inn. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Hallgrímskirkja: Messa og bama- samkoma kl. 11. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Hrafnista: Guðsþjónusta kl. 13. Ámi Bergur Sigurbjörnsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Fermd verður Aldís Maria Valdimarsdóttir, Lönguhlíð 25, R. Kór Háteigskirkju leiðir söng. Sr. María Ágústsdóttir. Sýning á textílverkum Heidi Krist- iansen í tengigangi opin í tengslum við messuna og þegar kirkjan er op- in, 9-16 virka daga. Hjallakirkja: Lagt verður upp í vor- ferð Hjallasóknar á vegum Safnaðar- félags Hjallakirkju kl. 11 frá kirkj- unni. Farið verður Nesjavallaleiðina áleiðis til Þingvalla. Sr. Heimir Steinsson messar í ÞingvaUakirkju kl. 14. Áætluð heimkoma um kl. 17. ADir hjartanlega velkomnir. Prest- amir. Hveragerðiskirkja: Tónlistar- vesper kl. 20. Jörg E. Sondermann leikur verk eftir Buxtehude, Bach og Rinck. Jón Ragnarsson. Kópavogskirkja: Sjómannaguðs- þjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 20 með þátttöku bama af sumarná- mskeiði kirkjunnar. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups. Þrenningarhátíð, sjómanna- dagurinn. Messa kl. 11. Prestur sr. Tómas Guðmundsson. Kór Lang- holtskirkju syngur. Laugarneskirkja: Kvöldmessa með altarisgöngu ki. 20.30. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setur sr. Bjama Karlssonar inn i embætti sóknarprests Laugarnesprestakalls. Kór Laugameskirkju syngur. Djass- kvartett, þeir Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson, Matthías Hem- stock og Gunnar Gunnarsson, flytur tónlist frá kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Allir velkomnir. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Halldór Reynisson. Selfosskirkja: Messa kl. 10.30. Morg- unbænir þriðjudaga-fóstudaga, kl. 10. Sóknarprestur. Seljakirkja: Guðsþjónustur verða á sunnudagskvöldum í sumar. Athug- ið breyttan tíma. Guðsþjónusta verð- ur því kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Seljur, kór Kvenfélags Seljasóknar, syngur. Altarisganga. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Grétar Helga- son. Skálholtskirkja: Messa verður á sunnudag, kl. 11. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 11. Afmæli Reynir Sveinsson Reynir Sveinsson raf- verktaki, Bjarmalandi 5, Sandgerði, varð fimmtug- ur 2. júní. Starfsferill Reynir fæddist í Sand- gerði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bamaskóla Sandgerð- is og síðar Iðnskóla Keflavíkur, þaðan sem hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1971, en einnig sótti hann löggildingarnámskeið við Tækniskóla íslands 1974. Reynir hefúr starfað við eigið fyr- irtæki, Rafverk ehf., í Sandgerði. Reynir hefur verið virkur i fé- lagsmálum í Sandgerði en hann hef- ur m.a. verið í björgunarsveitinni Sigurvon í 23 ár, í Lionsklúbbi Sandgerðis í 9 ár og er núverandi formaður, hann hefur verið formað- ur Félags slökkviliðs- manna í 7 ár, formaður Sjálfstæðisfélags Sand- gerðis í 10 ár og formaður sóknarnefndar Hvalsnes- sóknar sl. 8 ár. Reynir hefúr setið í bæjarstjóm Sandgerðis í 8 ár, í hafn- arstjórn í 12 ár en auk þess hefur hann átt sæti í ýmsum starfsnefndum á vegum Sandgerðisbæjar. Reynir hefur einnig starf- að mikið með Leikfélagi Sandgerðis. Fjölskylda Eiginkona Reynis er Guðmund- ína Þorbjörg Kristjándsóttir, f. 23.6. 1956, húsmóðir. Hún er dóttir Krist- jáns Andréssonar verkstjóra og Sig- ríðar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Reynis og Guðmundínu era Gísli, f. 25.8. 1975, vélfræðingur, en unnusta hans er Eva Dögg Helga- dóttir nemi; Sigríður, f. 14.7. 1980, nemi, en unnusti hennar er Baldur Kristmundsson; Guðbjörg, f. 15.10. 1985, nemi. Systkini Reynis era Ásdís, f. 22.1. 1942, húsmóðir í Lúxemborg, Gísli, f. 15.1. 1943, d. 16.5. 1970, rafvirki, Guðmundur, f. 28.6. 1946, bifreiða- stjóri í Sandgerði, Sigurður, f. 28.6. 1949, rafvélavirki í Sandgerði, Aðai- steinn, f. 12.1. 1952, sjómaður á ísa- firði, Sólveig, f. 29.4. 1955, skólarit- ari í Sandgerði. Foreldrar Reynis vora Sveinn Að- alsteinn Gíslason, f. 22.8. 1914, d. 19.5.1982, rafveitustjóri í Sandgerði, og Guðbjörg Hulda Guðmundsdótt- ir, f. 22.9. 1914, d, 2.2. 1998, húsmóð- ir. Reynir og eiginkona hans, Guð- mundína Þorbjörg, taka á móti gest- um í Samkomuhúsinu í Sandgerði frá kl. 19 í kvöld. Reynir Sveinsson. Ámi Elfar Árni Elfar, tónlistar- og myndlist- armaður, Móaflöt 7, Garðabæ, er sjötugur í dag. Starfsferill Ámi fæddist á Akureyri en flutti með foreldrum sínum til Reykjavík- ur þegar hann var á þriðja árinu og hefur hann búið á höfuðborgar- svæðinu síðan. Árni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og landsprófi frá MR. Hann stundaði nám við Handíðaskólann 1939 og Tónlistarskólann í Reykjavík 1954 en er sjálfmenntaður að öðru leyti. Ámi spilaði með öllum helstu danshljómsveitum i Reykjavík og víðar, m.a. á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Moskvu og New York til 1972. Hann lék m.a. með Hljóm- sveit Björns R. Einarssonar, KK- sextettinum og Hljómsveit Ragnars Bjamasonar. Hann var básúnuleik- ari með Sinfóníuhljómsveit íslands 1957-88, en starfar nú við píanóleik og myndlist, m.a. myndskreytingar á bókum. Meðal bóka sem Árni hefur myndskeytt eru Rauðamyrkur eftir Hann- es Pétursson, þrjár bæk- ur eftir Flosa Ólafsson og tvær af bókum Ása í Bæ. Einnig bók Stefáns Jóns- sonar, Lífsgleði á tréfæti, og bók Ellerts Schram, Eins og fólk er flest. Myndir eftir Árna hcifa birst í Lesbók Morgunblaðsins en hann hefur einnig sýnt myndverk á smá- sýningum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Fjölskylda Kona Árna er Kristjana Magnús- dóttir, f. 7.8.1940, starfsmaður Pósts og síma. Hún er dóttir Zanny Clausen, f. 28.10. 1920, d. 4.3. 1978, húsmóður, og Magnúsar Steingrímssonar, f. 20.1. 1920, fisksala. Sonur Árna frá fyrra hjónabandi er Árni Þór, f. 6.7. 1958, en dóttir Kristjönu er Zanny, f. 18.8. 1962. Árni og Krist- jana eiga saman fjögur böm. Þau eru Elísabet Þórunn Elfar, f. 11.2.1966, Benedikt, f. 29.11. 1967, Agnes, f. 31.7. 1974 og Örnólfur f. 31.7. 1974. Systur Árna voru Björg Kristjana Elfar Steeves, f. 16.11. 1920, d. 12.10. 1950, Áshildur Ólöf Elfar Frazer, f. 9.4. 1933, d. 1956. Foreldrar Árna vora Benedikt Elfar Árnason, f. 27.9. 1892, d. 24.4. 1960, guðfræðingur, söngvari og leikfangasmiður, og Elísabet Þ. Kristjánsdóttir, f. 18.4. 1895, d. 30.9. 1943, verslunarmaður. Árni er að heiman í dag. Guðrún Rögnvaldsdóttir Guðrún Rögnvalds- dóttir, framkvæmda- stjóri Staðlaráðs íslands, til heimilis að Sporða- grunni 16, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist á Sauðárkróki og ólst upp i Djúpadal í Blönduhlíð og á Sauðárkróki. Guðrún lauk stúdents- prófi frá MA 1978, og BS prófi í raf- magnsverkfræði frá HÍ 1983. Hún stundaði framhaldsnám við tækni- háskólann i Karlsrahe í Þýskalandi og lauk þaðan Diplom-Ingenieur prófi 1986. Guðrún starfaði hjá Rannsókna- stofnun landbúnaöarins 1978-79, hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1986, en hóf störf hjá HÍ 1987 og gegndi stöðu lektors í rafmagnsverkfræði 1988-1990. Frá 1991 hefur hún starf- að hjá Staðlaráði íslands á Iðn- tæknistofnun, að undanskildu einu ári (1995-96) sem hún starfaði hjá Evrópsku staðlasamtökunum (CEN) í Brassel. Guðrún tók 'við starfi framkvæmdastjóra Staðlaráðs um síðustu áramót. Guörún hefur setið í stjóm Stétt- arfélags verkfræðinga um nokkurra ára skeið, þar af eitt ár (1996-97) sem formaður félagsins. Guðrún Rögnvaldsdóttir. Fjölskylda Guðrún giftist 25.6. 1983, Bjarna Þór Bjömssyni, f. 3.11. 1959, stærðfræðingi, sem er einn eigenda og starfsmanna hugbúnaðar- fyrirtækisins Stika ehf. Bjami er sonur Björns Tryggvasonar, fyrrv. að- stoðarbankastjóra Seðla- bankans, og konu hans, Kristjönu Bjarnadóttur húsmóður. Dætur Guðrúnar og Bjarna eru Helga Kristjana, f. 26.1. 1987, Ragna Sigríður, f. 13.4.1989, og Svava Hildur, f. 12.6. 1993. Systkini Guðrúnar eru Eiríkur, f. 1.6. 1955, prófessor í íslenskri mál- fræði við Háskóla íslands, Nanna, f. 20.3.1957, ritstjóri hjá bókaforlaginu Iðunni, og Sigríður, f. 4.1. 1964, bók- menntafræðingur hjá bókaforlaginu Iðunni. Foreldrar Guðrúnar eru Rögn- valdur Gislason, f. 16.12. 1923, fyrrv. aðalbókari hjá sýslumannsembætt- inu á Sauðárkróki, og Sigríður Jónsdóttir, f. 30.11. 1928, húsmóðir. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Ætt Foreldrar Rögnvalds voru Gisli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti í Hegranesi. Foreldrar Sigríðar voru Jón Eiríksson og Nanna Þorbergsdóttir í Djúpadal í Blönduhlíð. I tilefni af afmælinu tekur Guðrún á móti gestum í Húnabúð, Skeifunni 11, eftir kl. 20 í kvöld. Gullbrúðkaup í dag eiga gullbrúökaup þau Guömundur Kr. Jóhannsson og Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir, Háageröi 2, Akureyri. Til hamingju með afmælið 5* ^ / • juni 85 ára Baldvin Ólafsson, Háteigsvegi 50, Reykjavík, Guðrún Þorbjömsdóttir, Hnjúkabyggð 4, Blönduósi. 75 ára Inga D. Bjamadóttir, Háengi 4, Selfossi. Hún tekur á móti gestum í Skíðaskálanum 7. júní nk., frá kl. 14 (kaffigjald). Gjafir og blóm vinsamlega afþökkuð. Loftur Guðbjartsson, Asparfelli 6, Reykjavík. Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum, Kirkjubæjarklaustri. 70 ára Halldóra Ólafsdóttir, Furugrand 18, Kópavogi. Maður hennar erJóhannes Sigurðsson. Þau taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Ásgarði 14, eftir kl. 17 í dag. Friðrik E. Ólafsson, Bergstaðastræti 14, Reykjavík. Eyþór Fannberg, Aðallandi 7, Reykjavík. Haukur Ólafsson, Miðstræti 17, Bolungarvík. Ragna Sigurðardóttir, Austurvegi 44, Seyðisflrði. 60 ára Marinó Þorsteinsson, Vesturgötu 19, Reykjavík. Svanhvít Ásmundsdóttir, Blesugróf 22, Reykjavík. Jón Illugason, Helluhrauni 15, Reykjahlíð. 50 ára Una Sigurðardóttir, Háteigsvegi 10, Reykjavík. Páll Amór Pálsson. Safamýri 73, Reykjavík. Ásthildur Sigurðardóttir, Rjúpufelli 4, Reykjavík. Gylfi Óskarsson, Ugluhólum 10, Reykjavik. Emilía Ólafsdóttir, Barðaströnd 43, Seltjarnarnesi. Ingibjörg Ármannsdóttir, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði. Guðlaug R. Jónsdóttir, Austurvegi 22, Grindavik. Guðrún Jóhannesdóttir, Efstahrauni 25, Grindavík. Brynleifur Hallsson, Þingvallastræti 44, Akureyri. Pétur Óskar Skarphéðinsson, Baughóli 2, Húsavík. 40 ára Sergia Margrét Leonar, Fálkagötu 18, Reykjavík. Jóhann Pétur Margeirsson, Fjarðarási 24, Reykjavík. Einar Atlason, Vallarási 3, Reykjavík. Finnbogi Baldur Óskarsson, Björtuhlíð 19, Mosfellsbæ. Sturlaugur Sturlaugsson, Jörundarholti 119, Akranesi. Ame Július Henriksen, Eiðsvallagötu 1, Akureyri. Stefán Friðleifsson, Norðurgötu 53, Akureyri. Wolfgang Frosti Sahr, Marbakka, Akureyri. Jurijs Semjonovs, Karlsrauðatorgi 10, Dalvik. Jóhanna Hallsdóttir, Brúnagerði 14, Húsavík. Ari Þórir Hallgrímsson, Hólsvegi 7, Eskiflrði. Rútur Pálsson, Skíðbakka 1, Hvolsvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.