Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Page 16
tenning MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Einar Jónsson Listasafii Einars Jónssonar hefur fengið and- litslyftingu. Gert hefur verið við þak hússins og lekaskemmdir og salir málaðir í litunum sem listamaðurinn valdi þeim i öndverðu: Að- alsaiurinn á annarri hæð er í himinbláa litnum sem Einar fann í Pompei en niðri eru salir í heitum jarðlitum, gulum, brúnum og rauð- brúnum tónum. Síðari tíma teppi hafa verið tekin af gólfmu í aðalsalnmn og stillt upp sömu listaverkum og þar voru þegar safhið var opn- að. Húsið var vígt á Jónsmessunni 1923, fyrir 75 árum. Þá stóð það aleitt eins og miðaldakastali á Skólavörðuholtinu og öræfin ein um- hverfis. Reykvík- ingar sem kúrðu niðri í Kvosinni sögðu af og ffá að nokkur myndi nenna að heim- sækja safii sem væri svona langt fyrir utan bæinn. Nú er það við Hall- grimskirkjutorgið sem búið er að gera snyrtilegt með gangstétt, gróðri og bekkjum fyrir lúna göngumenn. Hnitbjörg er fyrsta íslenska listasafhsbygging- in. Listasafn ís- lands er eldra en það var lengi á hrakhólum með húsnæði. Árið 1909 bauð Einar, sem þá var búsettur í Ðan- mörku, íslenska ríkinu verk sín að gjöf með því skilyrði að byggt yrði yfir þau - og hefur þá ef til vill haft einkasafn hálflanda síns Thor- valdsens i Kaupmannahöfh í huga. Fyrsta íslenska höggmyndin Einar Jónsson fæddist að Galtafelli í Ámes- sýslu 1874. Átján ára fór hann til Reykjavíkur til að læra að teikna og árið eftir, 1893, tH Kaup- mannahafnar tii framhaldsnáms og innritaðist í Listaakademíuna þar 1896.1901 tók hann þátt í Vorsýningunni i Kaupmannahöfn og sýndi höggmyndina Útiaga sem enn er hans þekktasta verk - myndin af karlmanninum hrjáða með konuna dauða á bakinu og hund- inn sér við hlið sem varð Halldóri Laxness inn- blástur við vinnu hans að Sjálfstæðu fólki. „Segja má að með þeirri mynd hafi hann lagt grunn að islenskri högg- myndalist," segir Hrafiihildur Schram, forstöðu- maður listasafns- ins. Fyrsta pöntunin að heiman var á höggmynd af Jónasi Hallgrímssyni sem nú stendur í Hljóm- skálagarðinum. Einar þurfti að ganga að kröfum yf- irvalda um útlit skáldsins og féll illa að láta hefta tján- ingarfrelsi sitt. Löngu seinna gerði hann aðra högg- mynd, „í minningu skáldins", með allt öörum brag en þó greinilega af Jónasi. Hún er í gula saln- um á jarðhæðinni. Einari gekk illa að lifa á list sinni í Dan- mörku og verk hans lágu undir skemmdum, þess vegna vildi hann koma þeim heim til ís- lands og gerði ríkinu áðumefiit tilboð. Alþingi tók því 1914; þá teiknaði Einar sjálfúr hugmynd að safnhúsinu og ákvaö því staö á holtinu. Byrjað var að reisa húsið strax en Alþingi lenti í vandræðum með að kosta bygginguna svo að um 1920 var efnt til samskota meðal þjóðarinn- ar sem gengu svo vel að húsið var tilbúið þrem- ur árum seinna. „Þetta sýnir að það var mikill almennur áhugi á Einari meðal landsmanna,“ segir Hrafnhildur, „enda höfðu blöðin fylgst vel með honum, sagt frá þegar hann sýndi erlend- is og eftir að hann kom heim.“ Einar var réttur maður á réttum tíma, að mati Hrafnhildar. „Þarna var listamaður sem gat sýnt okkur hina glæstu fortíð, myndgert hana í þrívídd, flutt hana inn 1 rýmið sem við lifúm í sjálf. Hann bjó ekki aðeins til högg- myndir af landnámsmönnum og frjálsræðis- hetjum fomaldar heldur rómantísku skáldun- mn og fyrstu stjómmálaskörungunum. Hann átti stóran þátt í að efla þjóðemisvitundina á fyrstu áratugum aldarinnar. Hann vann líka mikið með þjóðsagnaefni og norræna goða- fræði - efnisgerði þetta söguefni ef svo má Blái salurinn á fyrstu hæð. Einar vildi að gestir kæmu fyrst inn í þennan himneska bláma og gengju svo niður í heitu jarðlitina á neðri hæðinni. Himinn og jörð. Hér má sjá þrjú þekkt verk: Þorfinn karlsefni, Dögun og Útlaga. segja - og það var ákaflega þarft einmitt á þess- um tíma.“ Einar settist að í húsinu nýbyggðu 1923 ásamt sinni dönsku eiginkonu, Anne Marie Jörgensen frá Amager, sem reyndar var systir Franzisku, eiginkonu Gunnars Gvmnars- sonar. Þau giftu sig 1917, þá hafði Anna setið í festum í 16 ár. Þau Einar voru bamlaus. Heimili Einars og Önnu var á efstu hæð hússins og íbúð- in þar er nú alveg eins og þegar Anna flutti endanlega úr henni út í litla húsið í garðinum eftir lát Einars 1954. „Þetta var í rauninni af- Hrafnhildur Schram, forstöðumaður Listasafns Ein- ars Jónssonar: Einar er að upplifa endurreisn sína DV-myndir E.ÓI. nuna. skaplega fá- brotið lista- mannsheim- ili,“ segir Hrafnhildur. „Stigamfr upp á loftið eru þröngir og þar uppi er ekkert rennandi vatn, hvorki salemi né eldhús. Ein- ar skipulagði íbúðina eins og höggmynd - án þess að taka tillit til þarfa líkamans. Það var erfitt að búa þarna uppi og þegar þau eltust fluttu þau svefn- aðstöðu sína á jarðhæðina.“ Brotist úr fjötrum - Hvaða listastefnu tilheyrir Einar Jónsson? „Fyrstu árin meöan hann vinnur með þjóð- sagnaefni vinnur hann út frá raunsæinu," seg- ir Hrafnhildur. „Þá tilheyrir hann stórum hópi myndlistarmanna á Norðurlöndum og víðar sem vinna meö svipað efhi. Smám saman koma svo áhrif táknsæis - sýmbolisma - inn í verk þeirra, í takt við tímann. Verk eins og Útlagar era eiginlega á tveimur plönum; það sýnir á ytra borði veruleikatrúa mynd af utangarðs- manni en dulin undir yfirborðinu er tjáning á angist mannsins sem hefur giatað öllu. Verk eins og Dögun þar sem hann vinnur með söguna af nátttröllinu á glugganum verður túlkun á löngun mannsins til að bijóta af sér bönd efiiishyggjunnar. Stúlkan á höggmyndinni verður tákn mannssálarinnar en tröllið sem heldur henni fanginni er eftiishyggjan. Þessi þrá til að losna úr fjötram efnisins gengur í gegnum mörg verk Einars." Einar kynntist hug- myndum guðspekinnar árið 1910 og eftir það blandast í verkrnn hans kristin og guð- spekileg tákn og þá verða þau oft erfið í túlkun. Hann hélt sig við þá stefnu til æviloka. Upprisan verður þá sterkt þema í myndum hans, hann vísar til guðspjailanna og austurlenskra trúar- bragða en vinnur þó áfram með norræna goðafræði. Einar vann á jarð- hæð hússins. Þar gerði hann frum- myndir sínar í leir og tók svo afsteypur í gifsi. Gifsið er líka forgengilegt og unnið er að því að steypa allar höggmyndir hans í brons. Nú era að mestu gifsmyndir inni í safhinu en í garðinum umhverfis húsið era 26 brons- styttur. Ein lítil mynd er til frá skólaárum Einars úr marmara: Drengur á bæn. - Hver finnst þér vera staða Einars í ís- lenskri myndlist núna? „Ég er búin að vera hér á safninu í sjö ár og mér finnst áhuginn á honum og list hans hafa aukist mikið,“ segir Hrafh- hildur. „Margir hafa nú á tímmn áhuga á dulrænum efnum og athyglin beinist að einstaklingnum. Mér finnst Einar eiga þennan áhuga skilinn. Hann er frumherji og virtur listamaður, og þó að hann hafi aldrei orð- ið listamaður þjóðar- innar á sama hátt og Kjarval verða allir fyrir áhrifum frá honum, ef til vill vegna hins sterka trúarlega þáttar í verkum hans. Ef til vill á þetta safn sinn þátt í því að hann hefur lent svolítið utangarðs i íslenskri mynd- list,“ heldur Hrafnhildur áfram. „Mönnum fmnst hann bara vera hér á safninu og reyna ekki að setja hann í annað samhengi. Fyrir tveimur árum var endursköpuð sýning sem var haldin í Danmörku árið 1905. Þar sýndi Einar með helstu myndhöggvuram Norður- landa, m.a. Dananum Rudolph Tegner, og við sendum tvær myndir af þremur sem Einar hafði átt þar. Þá þriðju hafði hann eyðilagt og grafið héma í garðinum. Það var gaman að sjá hann innan um sína samtímamenn, og hann kom mjög vel út. Mér finnst eins og Einar sé að upplifa sina endurreisn núna. Safnið er orðið samkeppnis- fært við önnur söfn eftir endurbætiunar; hús- ið, heimilið, verkin og garðurinn, þetta er í rauninni eitt allsherjarlistaverk - gesamtskun- stwerk - sem ber að skoða í heild og fólk verð- ur fyrir afar sterkri upplifun.“ Á Skólavöröuholtinu er öðravísi um að litast en fyrfr 75 árum. Þar standa nú þrjár merkar listastofnanir, Hallgrímskfrkja, Listasafn ASÍ og Listasafh Einars Jónssonar sem sífellt fleiri koma til að skoða. Hér verður einn af helstu miðpunktum höfuðborgarinnar menningarárið 2000 og það hæfir Einari vel; aldamót era hans tími. SA Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. ji HnarBragi Vaikke jichkki j. jávkkodivccii | • teniÁnf/n dikten Jinnni 'Mugg! htkhvi Hvíld eftir Einar Jónsson. Undir grófu yfirboröinu býr hiö rétta andlit manns- ins - og undir því stendur sjálfsmynd af listamanninum. íslensk Ijóð á samísku Samíska ljóðskáldið Rauni-Magga Lukkari hefúr að undanfomu þýtt mörg ljóða Éinars Braga á samísku. Lukkari þýðir ýmist úr finnsku, sænsku eða norsku og hefur nú gefið út ljóðasafn hjá bókaútgáfunni Davvi Girji, sem gefur út samískar bókmenntir. Ljóðasafn- ið ber nafnið Vaikke jiehkki jávkkodivööii og ljóðin í því hafa birst í sjö ljóðabókum Einars Braga. Sem kunnugt er hefur Einar Bragi verið mikilvirkur i að þýða verk norrænna höfunda svo sem Ibsens og Strindbergs, en einnig er framlag hans til þess að kynna samískar bókmenntir hér á landi mikið. í bókinni Hvísla að klettin- um, sem gefin var út 1981 af Menningarsjóði, era þýðingar Einars Braga á ljóðum, jojki, þjóðsögum og ævintýrum úr fór- um Sama. I bókinni era m.a. fimm af ljóðum Rauni-Magga Lukkari ásamt ljóðum annarra samískra ljóðskálda. Rauni-Magga Lukkari er eitt fremsta ljóð- skáld Sama og hefur sent frá sér fjölda ljóða- bóka. Ljóð hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og hafa birst í ýmsum safnritum. Auk þess að vera ljóðskáld hefur hún lagt gjörva hönd á margt, verið blaðamaður, út- varpsmaöur og rithöfundur. Rauni-Magga Lukkari var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 1987. Á laugardaginn var útkomu ljóöasafnsins fagnað í Norræna húsinu og lásu þau Lukkari og Einar Bragi úr verkum sínum. Bókasafnið Út er komið tímaritið Bókasafnið í tuttug- asta og annað sinn. Þetta rit er gefið út af Bókavarðafélagi íslands, Félagi bókasafns- fræðinga og Bókafúlltrúa ríkisins. Ritstjóri er Áslaug Agnarsdóttir. Meðal efúis er grein eftir Ás- laugu Agnarsdóttur um það hvort dagar bókarinnar séu tald- ir, smásaga eftir Einar Ólafsson og grein Ágústu Pálsdóttur um viðhorf og lestur, sem byggist á rannsóknarverkefni hennar, Lestur í íslenskum fjölskyldum. Af öðru efni má nefna þýddan kaíla úr ritinu The Philobiblon of Richard de Bury, sem samið var á síðustu öld og fjallar um það hvemig skal sýna tilhlýðilega ráövendni við umsjá og hirðu bóka. Höfúndur ritsins segir skólanem- endur „illa upp alinn lýð“ og tiltekur ýmsar aðstæður þar sem sérstaklega ætti aö gæta sín að bía ekki bækur út i munnvatni og matvæl- um. Heimilistónar í affileikhúsinu Annað kvöld klukkan 22 munu leikkonu- popparamir, Elva Ósk Ólafsdóttir (bassi), Halldóra Bjömsdóttir (söngur), Ólafia Hrönn Jónsdóttir (trommur), og Vigdís Gunnarsdótt- ir (píanó), standa fyrir skemmtikvöldi í Kaffi- leikhúsinu. Þær stöllur munu syngja og dansa, fá til sín góða gesti úr borgarlífinu og bregða á leik með ýmiss konar brellum og óvæntu glensi auk þess sem þær vekja til lífs- ins þekkt er- lend lög frá sjötta og sjö- unda áratugnum sem þær flytja við nýja ís- lenska texta. Auk þess að syngja og dansa bjóða þær stöllur upp á óvænt skemmtiatriði. Á staðnum verður m.a. „eldhúsborðið" henn- ar Ólafiu Hrannar og þangað fær hún til sín í kaffispjall gesti sem koma á óvart, t.d. með því að taka lagið með hljómsveitinni. Skemmtun- inni lýkur síðan með dansiballi sem stendur til tvö um nóttina. Miðasala og pantanir era í Kaffileikhúsinu í síma 551 9055 en miöar verða einnig seldir viö innganginn. Kjarval í viðtali A morgun kl. 13.05 verður á rás 1 flutt við- tal Vilhjálms Þ. Gíslasonar við Jóhannes S. Kjarval Ðmmtugan árið 1935. Viðtalið er eitt hið fyrsta sem hljóðritað var á plötuskurðar- tækni Útvarpsins og verður flutt í þættinum Perlur sem Jónatan Garðarsson mun sjá um í sumar. Jónatan ætlar að halda sig við fágætar hljóðritanir úr safni Útvarpsins í þáttum sín- um, hvort heldur era tónlistarapptökur eða merkileg viðtöl, erindi eða frásögur. I þættin- um á morgun verður enn fremur flutt brot úr erindi Gimnars Friðrikssonar um sápugerð frá árinu 1949, leikin tónlist með Jan Morávek og flutt vinsæl lög með Óðni Valdimarssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.