Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1998 Iþróttir í lauslegri könnun á HM kom I ljós niðurstaða sem fæstum ætti að koma á óvart. Nígería er vin- sælasta liðið á HM í Frakklandi. Þjóðverjinn Lothar Matthaus lék sinn 22. leik í úrslitakeppni HM sem er met. Michel Platini hélt í gær upp á 43 ára afmæli sitt. Hann er formaður framkvæmdanefndar HM og í hópi bestu knattspymumanna sem uppi hafa verið. Mexikóinn Luis Hernandez meiddist á ökkla gegn Belgum. Vonast er til að hann verði orðinn góður fyrir leikinn gegn Hollandi. Það sló i brýnu milli lögreglu og áhangenda þýska liðsins fyrir leikinn gegn Júgóslavíu. Uppþotið byrjaði á kaffihúsi i Lens og mögnuðust lætin þegar í ljós kom að margir Þjóðveijar reyndust ekki hafa aðgöngumiða á leikinn. Suður-Kóreumenn hafa fjórum sinn- um tekið þátt i úrslitakeppni HM. Þeim hefur ekki enn tekist að vinna leik. Cha Bum-kun, sem rekiim var úr starfl sem þjálfari Suður-Kóreu eftir ósigurinn gegn Hollandi, var á sínum tíma besti knattspyrnumaður lands- ins. Hann var um langa hríð leikmað- ur í þýsku Bundeslígmmi. Um 100 knattspyrnuáhugamenn þurftu að leita á sjúkrahús vegna sól- stings um helgina. Hitinn var mestur i suðvesturhluta Frakklands en þar fór hann upp í 37 gráður. Þýskar fótboltabullur réöust að frönskum lögreglumanni og brasil- ískum blaðamanni með þeim afleið- ingum að þeir liggja báðir alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi í Lens. Vonir eru bundnar við að leikur Bandarikjanna og írans i gærkvöldi bæti samskipti þjóðanna sem hafa verið stirð um árabil. -JKS STAÐAN D-riðill Nígeria 2 2 0 0 4-2 6 Paraguay 2 0 2 0 0-0 2 Spánn 2 0 1 1 2-3 1 Búlgaría 2 0 1 1 0-1 1 Næstu leikir: Spánn-Búlgaría............24. júni Nígería-Paragvæ............24. júni Spánn-Búlgaría............24. júni Nígería-Paragvæ...........24. júni F-riðill Þýskaland 2 1 1 0 4-2 4 Júgóslavía 2 1 1 0 3-2 4 íran 2 1 0 1 2-2 3 Bandaríkin 2 0 0 2 1-4 0 Næstu leikir: Þýskaland-íran.............25. júní Bandaríkin-Júgóslavia .... 25. júní Þýskaland-íran............25. júní Bandaríkin-Júgóslavía .... 25. júní S'F-IUSILLi Bandaríkin-Íran 1-2 Sunnudagm-inn 21. júní, Lyon. 0-1 Hamid Estili (40.) 0-2 Medhi Mahdavikia (83.) 1-2 Ernie Stewart (87.) Lið Bandaríkianna: Kelier - Pope, regis, Dooley (Maisonneuve 82.), Hejduk, Jones, Reyna, Ramos (Stewart 58.), Wegerle (Radosavljevic 58.), McBride, Moore. Lið írans: Abedzadeh - Khakpour, Pashazadeh, Zarinche (Saadavi 77.), Mahdavikia, Bagheri, Estili, Mo- hammakhani (Peyravani 76.), Chal, Daei, Azizi (Masourian 74.). Dómari: Urs Meier, Sviss. Áhorfendur: 44.000 íranir unnu þarna sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni HM frá upphafí. Fólk þusti út á götur Teheran þegar leiknum leik, faðmaðist og dansaði. Þrátt fyrir ófarir Spánveija á HM er Clemente, þjálfari þeirra, ekki á því að þátttöku Spánverja verði brátt lokið. „Þetta er ekki búið ennþá. Við erum ekki i dauðariðli HM. Við erum i riðli hjartaáfallanna. Sparið tárin þar til riðlakeppn- inni lýkur," sagði Clemente. Ef Spánn nœr jafntefli gegn Búlgariu og Nigeria vinnur Paragvæ kemst Spánn í 6-liða úrslitin með aðeins tvö stig. Lögreglan í Toulouse hefur miklar áhyggjur af ensku fót- boltabullunum sem þangað eru mættar i þúsunda tali. Fœstar bullurnar hafa húsa- skjól og verða því að lúra undir berum himni. Öll tjaidstæöi borgarinnar eru yfirfull og lög- reglan sagði í gær að hún hefði miklar áhyggjur af framvindu mála. Einhverjar bullurnar eru með réttu ráði. Dave nokkur frá Birmingham sagði í gær: „Við erum ekki komnir hingað til að valda vandræðum. Ef fólk lætur okkur í friði verður allt í stakasta lagi. Um 2000 löggur verða í vinn- unni í kringum leik Englands og ÞIN FRÍSTUND -OKKARFAG INTER BlLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi 510 8020 Rúmeníu i kvöld og enn fleiri óeinkennisklæddar sem reyna að þekkja verstu bullurnar og benda lögreglunni á þær. Óeinkennisklceddu mennirnir eru enskir lögreglumenn sem hafa yfir aö ráða „sérþekkingu“ á ensku fótboltabullunum. -SK í dag G-riðill: Kólumbia-Túnis ............15.30 Rúmenía-England............19.00 italinn Aleassandro Del Piero sagðist um helgina ekki enn vera búinn að sjá það lið sem líklega yrði heimsmeistari. Hann sagói að öll liöin ættu við vandamál að stríða. Hann benti á að þó að Frakkar hefðu unniö Sáda sannfærandi sann- aði það ekki styrk þeirra. Skotinn Colin Cald- erwood snýr til baka ef Skotar komast áfram í keppninni.Hann handar- brotnaði í leiknum gegn Noregi og leitaði lækn- inga í Bretlandi. ítalska liðið Roma til- kynnti um helgina að það hefði fest kaup á Rússan- um Dmitry Alenichev frá Spartak í Moskvu. Danskir fjölmiðlar hafa verið samhljóma í gagn- rýninni á dómarann í leiknum gegn Suður-Afr- iku. Þar var tveimur Dönum sýnt rauða spjaldið og einum Afrikumanni. Þeir vilja allir að dómarinn verði tafalaust sendur heim. Fyrirliði od markvörður íranska liðsins hleypur með íranska fánann ásamt félögum sínum og forráðamönnum liðsins eftir sigurinn gegn Banc aríkjamönnum. Fögnuður írana var gríðarlegur og dansað var fram undir morgun í íran. Símamynd-Reuter Suður-Afríkumaðurinn Alfred Phiri var úrskurðaður i þriggja leikja bann. Daninn Mikos Molnar fékk tvo leiki í bann og félagi hans, Morten Wieghorst, einn leik. Frakkinn Zinedine Zidane leikur ekki næstu tvo leiki eftir brottvísun- ina gegn Sádi-Arabiu. Nú er oröið ljóst að Christopher Dug- arry leikur ekki meira með Frökkum i keppninni. Hann tognaði illa í leikn- um gegn Sádum. Gordan Strachan, stjóri Coventry, sem er staddur á HM, sagði um helg- ina að Ian Brightwell hjá Manchester City væri kominn til félagsins. Frakkinn Stephane Guivarch, sem leikið hefur meö Auxerre, var um helgina keyptur til Newcastle fyrir 3,5 milljónir punda. Guivarc, sem meiddist í fyrsta leikn- um gegn S-Afriku. skoraði 47 mörk i 57 leikjum með Auxerre á síðasta tímabili. Newcastle tilkynnti á sama tíma að félagið heföi selt Danann Jon Dahl Tomasson til hollenska liðsins Feyen- oord fyrir 2,5 milijónir punda. Spcenskir fjölmiðar eru ekki ánægð- ir með gang sinna manna á HM. Þeir segja aö alla leikgleði hafi vantað í spænska liöið auk deyfðrar sem ríkti hjá liðinu. HM er stór markaður knattspymu- manna. Yfir tiu enskir knattspymu- stjórar í úrvalsdeildinni vom um helgina staddir í Frakklandi gagngert til að skoöa leikmenn með kaup í huga. -JKS Þýsk seigla - vann upp tveggja marka forskot Júgóslava Þjóðverjar og Júgóslavar skildu jafnir, 2-2, í söguleg- um leik þjóðanna á HM í gær. Júgóslavar voru miklu betri aðilinn framan af, náðu tveggja marka forystu og virtist allt ætla að stefna í sigur þeirra því Þjóðverjar voru slappir. Þjóðverjar eru hins vegar þekktir fyrir að gefast aldrei upp og það kom svo sannarlega í ljós í gær. Með mikilli seiglu tókst þeim að jafna og sleppa fyrir hom. Júgóslavar hafa á að skipa geysilega skemmtilegu liði og komu þeir Þjóðverjum oft í opna skjöldu með hvöss- um og beittum leik. „Ég var mjög óhress með leik liðsins lengstum í þessum leik. Við náðum að rétta úr kútnum og sýna hvað við getum á síðustu 25 mínútum leiksins. Ég held að bæðin liðin geti verið sátt með niðurstöðuna en þau eru langsterkustu liðin í riðlinum," sagði Berti Vogts. Júrgen Klinsmann var borinn vankaður af leikvelli eftir að hafa fengið boltann i sig. Hann fór beint í læknisskoðun og var talið að hann væri ekki al- varlega slasaður. „Þetta voru þokkalega úrslit en við vorum nær sigri. Við vissum vel að þýska liðið gefst aldrei upp og það kom á daginn. Ég er bæði ánægður og dapur,“ sagði Slobodan Santrac, þjálfari Júgóslava. „Þakka guði sigurinn" Allt ætlaði um koll að keyra meðal leikmannahóps írana þegar dómarinn flautaði til leiksloka í leiknum gegn Bandaríkjamönnum í Lyon í gærkvöldi. Með sigrinum eiga Iranir möguleika á að komast áfram en til þess að það geti orðið að veruleika verða þeir að vinna Þjóðverja i næsta leik. íranir sýndu það í gærkvöld að þeir eru sýnd veiði en ekki gefín. Þeir kunna ýmislegt fyrir sér og voru beittari en Bandaríkjamenn. Þjóðverj- ar mega varast írani og í það minnsta verða þeir að leika betur en þeir gerðu gegn Júgóslövum. „Ég þakka guði sigurinn gegn Bandaríkja- mönnum. Einnig hefur stuðningur frá írönsku þjóðinni haft mikið að segja í baráttu okkar. Samheldnin í herbúðum okkar er einstök og við erum mjög hamingjusamir," sagði Jalal Talebi, þjálfari írana, eftir leikinn í Lyon. „Við fengum tækifærin en fórum illa með þau. Sókn- arleikurinn var settur á oddinn og auðvitað eru það sár vonbrigði að tapa leiknum. íranir léku vel í leiknum," sagði Steve Sampson, þjálfari bandaríska liðsins. -JKS D - RBILL Spánn-Paraguay 0-0 Föstudagurinn 19. júní, St. Etienne. Lið Spánar: Zubizarrete - Alkorta, Abelardo (Celades 56.), Sergi, Aguilera, Hierro, Amor, Enrique, Pizzi (Morientes 53.), Raul (Kiko 66.), Etxeberria. Lið Paraguav: Chilavert - Arce, Gamarra, Ayala, Sarabia, Caniza, Acuna (Yegros 74.), Benetez, Enciso, Aranda (Ramirez 84.), Campos (Paredes 46.). Dómari: Ian McLoud, Suöur-Afríku. Áhorfendur: 36.000. Spánverjar voru lengstum betri aðil- inn en Chilavert, markvörður Paragvæ, varði geysilega vel í leikn- um. Það ræðst ekki fyrr en i lokaum- ferðinni hvaða þjóð fer með Nigeríu upp úr riðlinum. D-RHXU Nígería-Búlgaría 1-0 Föstudagurinn 19. júní, Stade De Prince Paris. 1-0 Victor Ikpeba (27.) Lið Nigerlu: Rufai - Babayaro, Okechukwu, West, George (Babangida 85.), Adepoju, Okocha, Lwal, Oliseh, Ikpeba (Yekini 76.), Amaokachi (Kanu 68.) Lið Búlgariu: Zdravkov - Ivanov, Kishishev, Petkov, Ginchev, Hristov (Borimirov 46.), Yankov (Bachev 85.), Balakov, Iliev (Penev 69.), Kosta- dinov, Stoichkov. Dómari: Mario Sanchez, Chile. Áhorfendur: 50.000. Með sigrinum tryggði Nígería sér sæti í 16-liöa úrslitum. Sigur liösins var sanngjam og var vel að sigur- markinu staðið. Engum leikmanni var vikið af af leikvelli. fF-BMUl Þýskaland-Júgóslavía 2-2 Sunnudagurinn 21. júni, Lens. 0-1 Dejan Stankovic (13.) 0-2 Dragan Stojkovic (54.) 1- 2 Sinisa Mihajlovic (74. sjálfsm.) 2- 2 Oliver Bierhoff (80.) Lið Þvskalands: Köpke - Thon, Köhler, Wörns, Heinrich, Möller (Kirsten 55.), Jeremies, Hamann (Matthaus 46.), Ziege (Tamat 67.), Klinsmann, Bierhoff. Lið Júgóslavíu: Kralj, Djorovic, Mihajlovic, Komljenovic, Petrovic (Stevic 74.), Jokanovic, Stojkovic, Stankovic (Govedarica 68.), Juguvic, Mijatovic, Kovacevic (Ogrjenovic 58.). Dómari: Kim Nielsen, Danmörku. Áhorfendur: 40.000 Mjög liklegt er að Lothar Matthaus verði í byrjunarliði Þjóðverja gegn írönum í næsta leik liðanna og siðasta leik þeirra i riðlakeppninni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.