Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Fréttir Sameiningarmál vinstrimanna: Ráðast um helgina - almennt taldar líkur á samfylkingu Dagarnir 3.-4. júlí gætu markað þáttaskil í hreyfingu vinstrimanna á íslandi þegar Alþýðubandalagið heldur aukalandsfund sinn. Á fund- inum verður aðeins eitt mál til um- ræðu: hugsanleg samfylking félags- hyggjufólks í kosningum til Alþing- is 1999. Ljóst er að menn munu eiga erfitt verkefni fyrir höndum á aðal- fundinum. Að vísu telja flestir sem Dalasýsla: Sláttur hafinn DV, Hólmavík: „Ég hóf slátt svona snemma til að fá háarbeit fyrir kýrnar. Sprett- an var samt alveg þokkaleg," segir Þröstur Harðarson, bóndi á Kvem- grjóti í Saurbæjarhreppi í Dölum, en hann hóf slátt 16. júní. Hami segir það reyndar óvenju- snemmt þar I sveit. Þó hafi bónd- inn á Bjamarstöðum, nágranni hans, byrjaði slátt tveimur dögum fyrr. Þröstur fékk um 16 rúllur af hektaranum en segir gott aö fá um 20 rúllur. Hann segir mikla veður- sæld vera á þvi svæði þar sem hann býr í Staðarhólsdalnum og oft sé mikiU munur á veðri þar og neð- ar í sveitinni. Heyskapurinn fór ró- lega af stað en í síöustu viku færð- ist kraftur í hann og tugir hektara hafa verið slegnir enda óttast bændur að breytt veðurfar með rigningartið sé á næsta leiti. -Guðfinnur DV hefur rætt við að af samfylkingu Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins veröi. Vandinn er hins vegar að sjá með hvaða hætti það gerist. Víst er að það verður ekki án víðtækra málamiðlana, einkum hvað varðar Evrópumálin en þar ríkir djúpstæður ágreiningur milli flokkanna. Útlit fyrir samfylkingu „Mér sýnist allt útlit fyrir það að af samfylkingunni verði, þótt sjálfur hafi ég verið nokkuð efins um að rétt sé að fara svona hratt í samein- ingu,“ sagði Ragnar Amalds, þing- maður Alþýðubandalagsins, í sam- tali við DV. Aðspuröur um hvað hann sæi samfylkingu helst til fyrirstöðu sagðist Ragnar helst óttast afíoll í fylgi, þá bæði í fylgi Alþýöubanda- lags sem Alþýðuflokks. „Ef ég skoöa málin út frá praktisku sjónarhomi þá tel ég núverandi fyrirkomulag skila listimum betri útkomu í kosn- ingum. Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn hafa ekki starfað mikið saman á undanfórnum ámm og síðastliöin 40 ár hafa þeir ekki verið meira en 4 ár saman í stjóm. Þetta sýnir það að samstarf flokk- anna hefur ekki alltaf verið gott og þess vegna efast ég um að kjósendur þessara flokka séu nægilega vel búnir undir það að standa frammi fyrir sameiginlegum lista. Ef til þess kæmi er hætta á því að kjósendur fari annað. í Reykjavík er til dæmis viss tilhneiging hjá kjósendum Al- þýðuflokksins til hægri sveiflu og hún gæti jafnvel orðið meiri ef sam- eiginlegur listi Alþýðubandalags og Rolling Stones aö endurskipuleggja tónleikaferöalag: Beðið dagsetningar Enn hafa umboðsmenn hljóm- sveitarinnar Rolling Stones ekki staðfest dagsetningu á fyrirhuguö- um tónleikum sveitarinnar á ís- landi. í samtali við DV sagði Ragn- hildur Hanson, forsprakki tónleik- anna, að staðfesting kæmi siðar í þessari viku. Hún sagði einnig að viðbeinsbrot Keith Richards og þrá- lát sýking í hálsi söngvarans, Micks Jaggers, hefði sett tónleikahald sveitarinnar úr skorðum. Hljóm- sveitin hefur því þurft aö aflýsa tón- leikum og fresta öðrum. í ljósi þessa er verið að endurskipuleggja tón- leikafor sveitarinnar í Evrópu en henni lýkur 19. september. Allar líkur eru á því að samfylking vinstrimanna verði samþykkt á auka- landsfundi Alþýðubandalags um næstkomandi helgi. Þó er óljóst í hvaða mynd það verður. Ragnar Arnalds vill að menn fari sér hægar í samfylkinga- rmálum en segir þó meirihlutann ráöa. DV-mynd Pjetur Alþýðuflokks kæmi fram.“ Að sögn Ragnars er samfylking mun vænlegri kostur í sveitar- stjómarkosningum en alþingiskosn- ingum. í kosningum til sveitar- stjóma nýtast atkvæði flokkanna betur með að bjóða fram samfylk- ingu en í kosningum til Alþingis er nýtingin yfirleitt óbreytt vegna upp- bótarþingmanna. -kjart Hljóp uppi tófu Það er ekki á hverjum degi að maður hleypur uppi tófú. Tófúr eru yfirleitt varar um sig og láta mann- fólkið ekki komast of nærri. Hannes Stígsson lét það þó ekki aftra sér frá því að fanga lifandi tófu í fyrrakvöld. „Ég var að keyra við Miðfell, fyrir austan Þingvallavatn, þegar ég sá tófúna skjótast yfir veginn. Ég fór út úr bílnum og hljóp hana uppi. Það var fúrðu lítill vandi að ná henni," segir Hannes. „Ég átti sumarbústað á þessum stað áður fyrr en hef aldrei séð refi þama. Einu sinni stálu þeir frá mér kjöti sem ég geymdi fyrir utan bústaðinn en létu ekki sjá sig. Ég ætlaði að gefa tófúna í Hús- dýragarðinn en þeir vildu ekki fá hana þar. Þeir svöruðu engu um ástæður. Ég ætla að kanna með ís- lenska dýragarðinn. Þetta er gifúr- lega fallegt dýr. Hún borðar vel og virðist kunna vel við sig hjá mann- fólkinu," segir Hannes. -sf lllgjarnir í kjaradeilum er oft erfitt fyrir utan- aðkomandi almenning að átta sig á réttmæti krafna eöa deiluefninu sjálfu. Fréttir af kjaradeilum snúast oftast um það hvort deiluaðilar tali saman og þá hversu lengi og hvort eitthvað hafi þokast eða hvort líkur séu á að deil- unni ljúki. Nánast aldrei er fjallað um þrætueplið sjálft. Þessi hefur einnig veriö framvindan í máli hjúkrunarfræðinga. Kjaradeila þeirra er þó sérstök að því leyti að þar em samningar í gildi. Hjúkmnarfræð- ingar hafa ekki krafist nýs samnings og þeir hafa heldur ekki boðað formlegt verkfall heldur hafa hjúkrunarfræðing- ar sagt upp störfum af því þeir em orðnir þreyttir á að samningar hafi ekki verið efndir. Eftir því sem manni skilst hafa yfirvöld á spítölunum ekki mótmælt þeirri gagnrýni en hafa sagt á móti að það sé ekki hægt að efna samningana af því að fjárveitingar og fé er ekki fyrir hendi. Það gerir spamaðurinn á spítölunum. Almenningur hefur beðið milli vonar og ótta, og þá einkum sjúklingamir, en að öðm leyti hafa menn ekki tekið afstöðu til deilunnar en vonast til að hún leysist áður en hjúkmnarfræðingar ganga út. Núna er sem sagt komið að því að hjúkmnar- fræðingar gangi út. Þeir nenna ekki að vinna eft- ir samningum sem ekki era efndir. Þeir nenna ekki að vinna fyrir skitalaun. Þeir eru búnir að segja upp og ætla ekki að mæta til að vinna störf sem einskis eru metin í launakerfinu. En nú er líka komið að því að hjúkrunarfræð- ingar fá á „go morgen". Davíð forsætisráðherra segir að hjúkmnarffæðingar séu samviskulaus stétt sem beiti ólöglegum aðferðum og bellibrögð- um til að koma þjáðu og illa veiku fólki í opna skjöldu. Línan er eiginlega sú frá forsætisráð- herra að þetta sé allt skítapakk sem þykist vera að hjúkra veiku fólki en hafi í rauninni enga samúð með því og skilji það eftir hjálp- arlaust og bjargarlaust. Og af því að Davíð forsætisráðherra er vinsæll og veit sínu viti þá má búast við því að sauðsvartur almúginn og óbreyttir kjósendur gangi í lið með sjúklingimum og taki undir með sjálf- um forsætisráðherranum og þá mega nú hjúkrunarffæðingar fara að vara sig. Ef þeir ætla að haga sér svona í sjálfu velferðarríkinu, í 7% hagvexti og 7,5% kaupmáttaraukningu, þá er bæði Davíð og þjóðinni að mæta. Það em takmörk fyrir öllu. Það er ólöglegt að segja upp starfi sínu þegar það bitnar á öðram. Það er ólögmætt að ganga út allir í einu. Það er svívirða gagnvart sárþjáðu fólki að yfirgefa það í neyð sinni. Og það er það minnsta sem hjúkrunarfræðingar geta gert í þessari deilu að halda áfram að vinna þótt þeir séu búnir að segja upp. Samning- ar eru samningar og þótt ekki sé búið að efna þá að fullu þá hafa hjúkrunarfræðingar samt fengið borgað kaup og þjóðfélagið hefur verið gott við hjúkrunarfræðinga með því að útvega þeim vinnu og Davíð hefur verið góður við þá og leyft þeim að segja upp, en það er ekki þar með sagt að hjúkrunarfræðingar geti hagað sér eins og dónar og labbað út þegar þeim sýnist. Svoleiðis gerir maður ekki. Dagfari Stuttar fréttir dv Útsölur í fréttapósti Kaupmannasam- taka íslands segir að í Danmörku hafi verslanir í ákveðnum grein- um sammælst um byrjunartíma útsala. Fréttapóstm-inn segir það íhugunarefni hvort þessi leið geti verið heppileg fyrfr íslenska kaupmenn. Gróska Aðalfundur Grósku hefur sent frá sér stjórn- málaályktun þar sem sam- tökin fagna „þeim góða ár- angri sem sam- eiginleg fram- boð“ náðu i ný- afstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þá hvetur Gróska félagshyggjuflokk- ana til frekari samstarfs. Kjötsúpa í skyndibitastaði Bændur vinna nú að markaðs- setningu afurða sinna. Þeir ætla að semja við nokkra skyndibita- staði um að þefr bjóði upp á kjöt- súpu sem skyndibita. Þetta kem- ur fram í Bændablaðinu sem kemur út í dag. Hraöakstur Lögreglan í Borgarnesi hefur tekið nlmlega 100 manns fyrir of hraðan akstur í umdæmi sínu undanfama sjö daga. Morgun- blaöið segir frá. Svifflug íslandsmótið i svifdugi hefst á laugardag, 4. júlí, á Hellu- flugvelli og stendur í átta daga. Keppt verður um fjóra bikara. Kepp- endur verða um tíu, þar á meðal núverandi íslandsmeistari, Steinþór Skúlason. Ekki aögeröir Samkeppnsráð sér ekki ástæðu til þess að grípa til aðgerða vegna niðurgreiðslna Reykjavíkurborgar til eigin leikskólareksturs. Kært var til samkeppnisráðs og bent var á að þessar niðurgreiðslur yllu óeðlilegra samkeppnisaðstöðu gagnvart einkareknum leikskólum. Félagslegt húsnæöi Verulega hefur dregið úr bygg- ingu félagslegra íbúða á síðast- liðnum árum og hefur framlag ríkissjóðs lækkað aö sama skapi mjög mikið. Frá þessu er skýrt í ársskýrslu Húsnæöisstofnunar ríkisins fyrir síðasta árs sem nú er nýkomin út. Sýslumaöur Ólafur Þór Hauksson, sýslu- maður á Hólmavík, sem tekur við sýslumannsembætti á Akranesi 1. júli, verður settur sýslumaður á Hólmavík til 19. júlí. Smuguáhugi Verulegur áhugi er meðal út- gerðarmanna að halda til veiða í Smugunni í Barentshafi þegar líður á sumarið. Margar útgerðir verða þá búnar meö kvóta sína í íslensku lögsögunni. Kært til umboösmanns Gísli Jónsson prófessor hefur sent umboðs- manni Alþingis kæm þar sem hann telur að kjaranefnd hafi gróflega brotið ákvæði laga. Gísli telur að óheyrilegur dráttur hafi orðiö á störfum nefndarinnar. Of fáir kennaranemar Fræðslustjórinn í Reykjavík segir stjómvöld ekki hafa tekið tillit til breytinga í grunnskólum, sem leiði til fjölgunar kennara- starfa. Kennaraháskólinn getur aöeins tekið við helmingi þeirra sem sækja um nám við skólann. -JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.