Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 9 DV Linda Tripp bar vitni fyrir kviödómi í gær: Auðvelt að segja sannleikann Linda Tripp var þreytuleg þegar hún yfirgaf dómhúsiö í gær eftir aö hafa borið vitni í misferlismáii Clintons forseta. Símamynd Reuter Linda Tripp, eitt aðalvitnið í rann- sókn saksóknarans Kenneths Starrs á meintu misferli Clintons forseta, kom fyrir rannsóknarkviðdóm í Washington í gær. Linda hefur dvalið á heimili sínu frá því málið komst í hámæli í janú- ar síðastliðnum. Lögmaður Tripp kvað henni létt við að fá loks að bera vitni fyrir kviðdómnum. „Mér þótti ekki á nokkurn hátt erfitt að svara spurningum saksókn- arans í dag,“ sagði Tripp að lokinni vitnaleiðslu. Linda hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa svikið vinkonu sína, Monicu Lewinsky, þegar hún tók upp 20 klukkustundir af einkasamtölum þeirra. Segulbandsupptökurnar af- henti hún síðan Kenneth Starr sem liefur byggt málflutning sinn á þeim. Tripp mun upphaflega hafa ætlað að sanna misferli á forsetann eftir að lögmaðui' Clintons í Paulu Jones málinu efaðist um trúverðugleika hennar í fyrra. Þá hafði Linda Tripp gefið það í skyn í viðtali við tímarit- ið Newsweek að forsetinn hefði átt í sambandi við lærling í Hvíta húsinu. Á meðan vitnaleiðslurnar fóru fram í gær skipaði alríkisdómari í Little Rock í Arkansasríki svo fyrir að vitnisburðir og skjöl í tengslum við mál Paulu Jones gegn forsetanum yrðu gerð opinber. Lögmenn Hvíta hússins ætla að nýta sér tíu daga frest dómarans til þess að kanna réttmæti þess að skjölin verði birt. Máli Paulu Jones var visað frá í apríl síðastliðnum en rannsóknin nú snýst um hvort Monica hafi sagt lögmönnum Paulu ósatt um samband sitt við forsetann og hvort hann hafi fengið hana til að fremja meinsæri í þeim tilgangi. Útlönd Olía Norðmanna þrýtur eftir 9 ár Ekkert olíuframleiðsluríki gengur jafn nálægt olíubirgðum sínum og Noregur. Vinni Norð- menn olíu úr sjó með sama hætti og hingað til verður olían uppur- in eftir 9 ár, að því er segir í frétt norska blaðsins Aftenposten. Olíuframleiðsla Noregs var sú mesta í heimi síöastliðið ár. Nam olíuframleiðslan 4 prósent- um af allri olíuframleiðslu í heiminum. Tölurnar eru fengnar frá breska olíufyrirtækinu BNP sem hefur reiknað út olíuframleiðslu og olíubirgðir olíuframleiðslu- ríkjanna. Talið er ólíklegt að Norðmenn fmni meiri olíu og er spá breska olíufélagsins byggð á þeim forsendum. í tölum breska olíufélagsins kemur fram að Sádi-Arabía telst eiga nóg af olíu til næstu 80 ára. ÞJónustusfni 550 50QQ www.visir.is NYR HtlMUR A NETINU ^öðkaupsveislur — útisamkomur — skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningarog fl. og fl. og fl. I ..og ýmsir fylgihlutir # Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur oa leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Þessir vasklegu piltar sýna litskrúöug föt belgíska tískuhönnuðarins, Dirk Bikkembergs, sem leggur til aö menn veröi klæddir á þennan hátt næsta sumar. Símamynd Reuter. Forseti ísraels: Bíbí hefur oft blekkt mig Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, svaraði í gær gagnrýni Ezers Weizmans forseta og sakaði hann um að standa með aröbum. Haft var eftir Weizman í gær að Netanyahu væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Sagði forsetinn að Netanyahu hefði hvað eftir annað blekkt sig varðandi friðarumleitan- ir við Palestínumenn. Þessi ummæli forsetans komu fram í viðtali í stærsta blaði ísraels í gær. í viðtalinu gagnrýndi Weizman forsætisráðherrann harkalegar en á mánudaginn en þá skoraði hann á Netanyahu að efna til kosninga. „Bíbí lifir í algleymisástandi, í eigin heimi, ekki í tengslum við raunveruleikann. Þjóðin veit ekki hvert forsætisráðherrann er að leiða hana,“ er haft eftir Weizman í viðtalinu. Netanyahu kvaðst í gær ætla að sitja út kjörtímabil sitt sem lýkur ekki fyrr en árið 2000. Samstarfsmenn forsætisráðherrans, sem hafa gagnrýnt hann, hafa ekki fagnað áskoruninni um nýjar kosningar. Amma og mamma eru enn að nota sínar riavamatW80 Ég treysti þeim »Tekur 5 kg »Vindingarhraði: 800/400 snúningar »Ryöfrír belgur og tromla »Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi nýjasta tækni • "Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki »"ÖK0" kerfi (spararsápu) > Öll þvottakerfi »Ullarvagga »Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst "C" f Lavamat W 1Q1Q Verð 59.900,- stgr. J • Tekur 5 kg »Vindingarhraði: 1000/600 snúningar > Ryöfn'r belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. "Fuzzy-Logic" enginn 1 /2 takki > "ÖK0" kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi > Ullarvagga • Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst "C" Verð 69.900,- stgr. J Lavamat 74600 > Rafeindastýrður forskriftarvalsrofi (vélin sem hugsar) > Sýnir í Ijósaborði gang forskriftar • Hægt að seinka gangsetningu forskriftar allt að 19tímum • Sýnir i Ijósaborði of mikla sápunotkun 1 Sérstakur takki fyrir kælingu og aukaskolun > Tekur 5 kg > Vindingarhraði: 1400,1000,800,600 og 400 snúningar • Ryðfrír belgur og tromla > Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni "Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki > "ÖK0" kerfi (sparar sápu) > "UKS" kerfi, jafnar tau í tromlu fyrir vindingu > Froðuskynjunarkerfi (bætir við aukaskolun) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi »Ullarvagga »Þvottahæfni "A" Þeytivinduafköst "B" Verð 89.900,- stgr. ~) B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Örugg þjónusta í 75 ár P*T-*^»*^^*>T>* ‘ah* Vasturlands Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Heimahornið Stykkishólmi. Asubúö, Búðardal. Vaatflróln GeirseyrarDúöm, Patreksfiröi. Rafverk Bolungarvlk. Straumur, Isafiröi NorAurland: Kf. Steingrfmsfjarðar, Hólmavfk. Kf. V-Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA. Dalyik. KEA Olafsfirði. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Urö Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Hjalti Sigurðsson, Eskifirði. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði. Verslunir Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskruösfiröinga, Fáskruðsfirði. KASK, Höfn. KASK, Djupavogi. SuAurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Rafmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Jón Þorbergs. Kirkjubæjarklaustri. Klakkur, Vik. Brimnes, Vestmannaeyium. Raykjanas: Stapalell, Kellavfk. Ralborg, Grindavfk.__________________________________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.