Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Spurningin Valdís Sigurlaug Bragadóttir nemi: Grænn. Ægir Þór Eysteinsson nemi: Blár. Nei, svartur - eða bara bæði. Auðunn Gestsson blaðasali: Rauð- ur er fallegastur. Bob Willows, ferðalangur frá Englandi: Svartur. Alex Paterson, ferðalangur frá Englandi: Rauður. Russell Daw, ferðalangur frá Englandi: Blár. Lesendur Keikó er næstum í höfn Bréfritari telur fæðu á réttum tíma og stroku neðan við uggann vera það sem Keikó læt- ur sér nægja. Konráð Friðfinnsson skrifar: Loks kom að því að ákvörðun var tekin. Keikó er að koma. Þó ekki til Eskifjarðar eins og staðið hafði til heldur til Vestmannaeyja. Eyja- menn hýsa því hinn fræga háhyming. Hann er næstum í höfh. Hús- næðið sem dýrið mun búa í er komið til lands- ins og undir herlegheit- in þurfti hvorki meira né minna en heila her- flutningaflugvél, þá stærstu sem völ er á. Á síðustu misserum kvaö Keikó hafa verið í þjálfun sem felst einkum í því að kenna honum að afla sér fæðu á eigin spýtur. En því hafði skepnan vitaskuld gleymt eftir alla sæluvistina í laug á erlendri grundu með hóp „sérfræðinga" sér til halds og trausts og sáu um heill og ham- ingju þessa blauta vinar þeirra. Nú er vistin í upphitaðri lauginni senn á enda og við tekur ískaldur særinn við strendur íslands, að vísu í skjóli klettabeltis við Vestmanna- eyjar. Talið er að um einn milljarður manna fylgist með flutningi dýrsins til íslands. Og slíkt gerist aðeins með hjálp nútímatækni, þ.m.t. gervihnattasjónvarps. Sagt er að ferðamenn séu í startholunum. Þeir muni flykkjast til landsins vegna Keikós. Það munu því verða Vest- mannaeyjar, fyrst og fremst, sem njóta munu góðs af þessum ferða- mannastraumi. Nú velta menn því fyrir sér hvort Keikó kunni lengur leikina í heimi sjávarins. Aðlagast hann öðrum hvölum? Abbast hann upp á trillu- karlana til að sníkja af þeim eitt- hvað gómsætt, og klapp á hausinn á eftir? Líkt og hann býr við í dag. Um þetta er auðvitað ekkert hægt að fullyrða. Tímninn leiðir hið sanna í ljós eins og ævinlega. Svo er spurningin: Hvernig líður Keikó sjálfum? Er hann jafnspennt- ur og mennimir í kringum hann? Ég tel svo ekki vera. Hygg reyndar að hann láti sér hugmyndir mann- anna sér í léttu rúmi liggja, fái hann fæðuna á réttum tíma og stroku neðan við uggann. Hvalfjarðargöngin og sérstaða Akraness Kristján Árnason hringdi: Margir spyrja sem svo: Hvað hafa Akumesingar gert til þess að skapa sérstöðu sinnar byggðar með til- komu Hvalfjarðarganganna? Eða er hægt að skapa einhverja sérstöðu Akraness með tilkomu ganganna? Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa satt að segja lítið gert til að skapa bæn- um sérstöðu með Hvalfjarðargöng- unum og laöa að fleiri ferðamenn þegar Akraborgin hættir ferðum. Einhverjir hafa að undanfomu látið í ljós áhyggjur sínar um að Akranes verði smám saman áð ein- hvers konar draugabæ eftir að Akraborgin hættir ferðum sínum með farþega. Sannleikurinn er sá að útlendingar þeir sem til Akraness hafa komið að sumrinu hafa flestir komið með Akraborginni, ýmist á ferð þangað og til baka aftur síðar sama dag eöa þá á ferð lengra, en stansað í bænum og keypt þar ýms- an útbúnað til áframhaldandi ferða- lags, gangandi eða á reiðhjólum sín- um sem hentugt var að taka með á Akraborginni. Á meðan ekkert er tilkynnt um hvernig Akurnesingar ætla að bregðast við brotthvarfi Akraborg- arinnar og einungis einblínt á það hversu fljótt Akurnesingar sjálfir komast til og frá Reykjavík þá er auðvitað ekki von á neins konar átaki í Akranesbæ, hvorki fyrir hann né til hans. - Víst er þó að margir bæjarbúar líta framtíðina ekki of björtum augum með tilkomu Hvalfjarðarganga. Gagnstætt þvi sem ætti þó að vera. ÁTVR áttar sig í áföngum Hvenær lýkur hinu þögla stríði í þrúguðu andrúmslofti ÁTVR-verslananna? Einar Ámason skrifar: Það er ekki seinna vænna að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áttar sig á því að viðskiptavinir þessa einokunarfyrirtækis er sama fólkið og notar greiðslukort sín í við- skiptum við önnur verslunar- og þjónustufyrirtæki í landinu. Og er búið að gera árum saman. í ÁTVR- verslununum hefúr þetta sama fólk þurft að lúta í duftið fyrir framan kassafólk vínbúðanna og skrifa ávís- un upp á þá upphæð sem það verslar fyrir eða sýna skilríki um að það eigi nægilegt fé inni á sparisjóðsbók- um sínum til að geta keypt rauðvín með steikinni eða bara bitterbrenni- vín til bragðbætis á döprum dögum í skattpíningarsamfélaginu. Nú hefur ÁTVR sem sé áttað sig á málinu að þessu leyti. Korthafar geta þvi keypt sér sitt vín að vild gegn hinum viðteknu kortum sem hér hafa verið í umferð um allt þjóð- félagið nema í ÁTVR. Hins vegar hefur ÁTVR ekki áttað sig á því að fólk vill líka geta gengið inn í þess- ar verslanir á sama tíma og aðrar verslanir sem selja neytendum varning alla daga. Jafnt laugardaga og sunnudaga sem aðra. Þarna er ÁTVR skrefi á eftir í þjónustu við almenning. Reyndar lýkur ekki hinu þögla stríði neytenda við ÁTVR að fúllu fyrr en þessum ríkisverslunum hef- ur verið lokað fyrir fullt og fast, og vín og aðrir áfengir drykkir bjóðast fólki í almennum matvöruverslun- um með öðrum neysluvörum. - Að því kemur vonandi áður en sú rík- isstjóm sem nú situr fer ffá því fast- lega má reikna með að í tið næstu ríkisstjómar, hver sem hún verður, fari allt í baklás á ný, hvað það varðar að opna gluggana sem snúa í átt að frelsi og einkaframtaki. Hóp- ur róttækra þjóðernissinna og kúg- ara býður með öndina í hálsinum eftir því að fá tækifæri til stöðva allt sem hrærist og ber okkur til bjargálna. I>V Einn bankastjóri í Seðlabanka? Hafliði Helgason skrifar: Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri segir nú að ekki þurfi nema einn bankastjóra í bankanum. Þetta sá hann ekki þegar hann hoppaði á hækjum á eftir Sighvati Björgvinssyni hvert fótmál til aö fá seðlabankastjóra- stöðuna á sínum tíma. Hvað hefur skotið upp i kollinum á Stein- grími nú skyndilega að hann skuli hafa uppi þetta álit nú? Eða hvers vegna hætti hann ekki þeg- ar hann fór að hugsa svona skýrt? Hvað skyldi nú þessi seðlabanka- stjóri fá í eftirlaun á mánuði sem fyrrum þingmaður, ráðherra og bankastjóri? Þetta myndum við skattborgarar gjarnan vilja fá upplýst. Skattahækkanir eðlilegar - á fyrirtæki Kristlnn Sigurðsson skrifar: Eitt hið sótsvartasta íhaldið hjá VSÍ boðaði að fólk heföi það alltof gott og skattleggja þyrfti launþega meira en nú er svo þeir eyddu ekki hverri krónu. Þessi ágæti maður vill skattleggja þá sem hafa 60-90 þúsund krónur á mánuði. Mér þykir eðlilegra að fyrirtæki sem velta hundruöum milljóna eða milljörðum greiddu hærri skatta. Það var þó annað hijóð í forsætis- ráðherra hinn 17. júní. Farið vel meö góðærið, sagði hann. Vel mælt eins og hans er von og vísa. En ég spyr nú samt: Hvar er góð- ærið? Fyrir láglaunafólkiö er ekk- ert góðæri, því miður. Barnungir brennuvargar Sólveig hringdi: Það er óhugnanlegt að heyra í fréttum af ungum drengjum, ekki nema 11 ára gömlum, sem leggja eld í skóla með skipulögðum hætti. Þetta heyrði maður í morg- un er maður opnaði augun (mánud. 29. júní). Hér eru á ferð ekkert minna en bamungir brennuvargar sem þarf að taka til bæna á skipulegan og faglegan hátt. Þessir ungu drengir þarfnast sérstaks uppeldis þar tfl þeir hafa tekið út þann þroska sem hvetur þá til eðlilegrar umgengni við samfélagið. Ég trúi ekki að for- eldrar drengjanna séu tiltækir til þessa uppeldis. Hér verður að stemma á að ósi og það sem fyrst. Einkavæðum spítalana Hjálmar hringdi: Ég hef ekki trú á núverandi heilbrigðiskerfi. Það verður aldrei til friðs úr því sem komið er. Þetta kerfi sem við búum við í því þjóðskipulagi sem hér tíðkast, og er svo langt frá öðrum samfé- lögum hvað varðar skyldur og ábyrgð, siðferði og þegnskyldu borgaranna, hefúr brugðist gjör- samlega. Ég legg til að sjúkrahús- in verði einkavædd og þar taki við læknar sem hafa dug og þor til að reka þau samkvæmt hag- kvæmustu formúlu. Þeir réðu til starfa hjúkrunarfólk og annað sem til þarf aö reka einn spítala. - Þetta hlýtur að geta gengið upp hér eins og annars staöar þar sem sjúkrahús eru einkarekin. Þakklæti til fiskbúðar í Skipholti H.H. skrifar: Það er fiskbúðin Hafrún í Skip- holti þar sem ég kem stundum og fæ frábæra þjónustu. Þar er fisk- úrval á mjög góðu verði og því legg ég leið mína þangað þegar mig langar í nýtt fiskmeti. Ég þakka eigendum þessarar versl- unar þjónustuna gegnum tíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.