Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk„ Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hættumerki Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um nær 17 pró- sent milli mánaðanna apríl og maí. Þetta er mun meira en venja er til á þessum árstíma. Undanfarinn áratug hefur atvinnulausum fækkað milli þessara tveggja mán- aða að meðaltali um tæp 9 prósent. SveifLan hefur ekki verið meiri frá árinu 1987. Ef miðað er við maí í fyrra kemur í ljós hve atvinnu- ástandið fer hraðbatnandi. Atvinnulausir eru nær 34 pró- sent færri en á sama tíma í fyrra. Þetta er fagnaðarefni en um leið viðvörun. Atvinnu- leysi er mikið böl. Þróunin segir okkur að vinnandi hendur fái vinnu. Ástandið er hins vegar orðið þannig, eins og segir í nýju yfirliti um atvinnuástandið frá Vinnumálastofnun, að víða sé farið að bera meira á vinnuaflsskorti en atvinnuleysi. Atvinnuleysi hér á landi var í maí 2,8 prósent og hafði lækkað frá því í apríl úr 3,4 prósent. Þótt tölur liggi ekki fyrir gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir því að enn hafi dregið úr atvinnuleysi í nýliðnum júnímánuði og sama þróun haldi áfram nú í júlí. Stofnunin gerir ráð fyrir 2,5 -2,9 prósenta atvinnuleysi á þessu tímabili. Þjóðhagsstofnun hefur endurmetið efnahagshorfur fyr- ir þetta ár. Þar er bent á ýmis hættumerki efnahagslífs- ins í góðærinu og þeirri miklu þenslu sem fylgt hefur. í skýrslunni kemur fram að útlit er fyrir að viðskiptahalli aukist verulega. Þar segir að viðskiptajöfnuður verði nei- kvæður sem nemur rúmum 24 milljörðum króna. í síð- ustu spá Þjóðhagsstofnunar var gert ráð fyrir tæplega 17 milljarða króna viðskiptahalla. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir hættu á að verð- bólga aukist hér á landi samhliða minnkandi hagvexti verði ekki gripið til ráðstafana til að draga úr eftirspurn og þjóðhagslegur sparnaður aukinn. Seðlabankinn hefur bent á að auka þurfi aðhald ríkisfjármála að innlendri eftirspurn, annaðhvort með hækkun skatta eða með nið- urskurði útgjalda. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að staðið verði við loforð um skattalækkanir sem gefin voru við gerð kjara- samningá. Aðstæður séu að vísu breyttar en við fyrir- heitin verði staðið. Það er því ljóst að til niðurskurðar verður að grípa. Sparnaður í landinu er ekki nægur. Útgjöld aukast tvö- falt meira en tekjur. Því ríður á að allir taki á, einstak- lingar, ríki og sveitarfélög. Við þessar aðstæður verður ríkissjóður að skila umtalsverðum tekjuafgangi. Sveitar- félög verða að sníða sér stakk eftir vexti svo koma megi í veg fyrir hallarekstur. Einstaklingar hafa aukið neyslu sína sem meðal annars má sjá á mjög auknum bílainn- flutningi og ferðalögum. Lán eru tekin til aukinnar neyslu. Nær væri og þjóðhagslega hagkvæmara að auka lífeyisspamað þá er góðærið stendur sem hæst. Ríkið stendur frammi fyrir auknum útgjöldum vegna nýs kjarasamnings við hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt var að ná lendingu í þeirri alvarlegu deilu en áætlað er að samningurinn auki árleg útgjöld ríkisins um 300 millj- ónir króna. Fjármálaráðherra segir hættu á þensluáhrif- um vegna hins nýja samnings þótt skilningur hafi ríkt á sérstöðu stéttarinnar. Því má ekki gleyma að fleiri stétt- ir innan sjúkrahúsanna hafa sagt upp störfum. Þessi hættumerki efnahagslífsins ber að taka alvar- lega. Góðærinu má ekki eyða upp í eyðslu og söfnun er- lendra skulda. Jónas Haraldsson Þetta frelsi ber íslensku þjóökirkjunni aö nýta til aö fara í fararbroddi á sviöi jafnréttismála bæði í eigin starfi og út á viö. Kirkjan og jafnréttið 1 vega þó hin guðfræði- Kjallarinn legurök Varðstaða minnihlutahópa Að kristnum skilningi bera allir menn mynd Guðs og eru því jafnir í augum hans. Alþekkt eru orð Nýja testa- mentisins þess efnis að ekki sé munur á Gyðingi og Grikkja, þræli og frjálsum manni, karli og konu heldur séu allir eitt í Kristi. Sami skilning- ur kom vel fram í fomum íslenskum lög- „Almenn jafnréttislög eru því í fullu gildi í kirkjunni þótt stundum reynist erfítt að breyta í anda þeirra m.a. vegna óbundinna kosninga í embætti, ráð og nefndir.” Á nýafstaðinni prestastefnu var samþykkt ein mikil- vægasta ályktun sem gerð hefur verið á slíkri samkomu um árabil. Felur hún í sér , að sem fyrst verði gengið frá jafh- réttisáætlun þjóð- kirkjunnar sem nú er unnið að. Guðfræðilegu rökin Fjölmargar ástæð- ur liggja því til grundvallar að kirkj- unni ber ekki aðeins að huga að jafhréttis- málum innan eigin veggja heldur vera öðrum stofhunum til fyrirmyndar og ötull málsvari allra sem berjast fyrir jafnrétti eða liða vegna mis- réttis. í fyrsta lagi starfar þjóðkirkjan í sama lagaumhverfi og á grundvelli sömu alþjóðasamþykkta og aðrar opin- berar stofnanir hér á landi. Al- menn jafnréttislög eru því í fullu gildi í kirkjunni þótt stundum reynist erfitt að breyta í anda þeirra, m.a. vegna óbundinna kosninga í embætti, ráð og nefnd- ir. Þá á kirkjan aðild að ýmsum al- þjóðasamtökum, t.d. Alkirkjuráð- inu og Lútherska heimssamband- inu sem bæði hafa sett jafnrétti á oddinn. Er sérstakur kvennaára- tugur annarra samtakanna nýlið- inn hversu mörg merki sem hann skilur eftir sig hér á landi. Þyngst um þar sem boðið var að skíra alla í nafni Krists og grafa þá í vígðri mold ef þeir höfðu ekki snúið baki við trúnni. Var almenningi jafnvel skylt að færa börn fórukvenna til skírnar á eigin kostnað og kosta útfor umrenninga. Jafnréttismarkmið 12. aldar miðuðu að því að tryggja öllum jafna stöðu í eilífðinni. Nú á dög- um snúast sömu markmið um jafnstöðu á heimili og vinnustað. Þrátt fyrir þetta verður ekki sagt að kirkjan hafl í gegnum tíð- ina verið bólvirki frelsis, jafnrétt- is, bræðralags eða annarra fag- urra hugsjóna sem byggjast á jafn- stöðu allra manna. Oftast hefur varðstaða af þessu tagi þvert á móti komið í hlut minnihluta- hópa, t.d. dulhyggjumanna á jaðri kirkjunnar eða þeirra sem hún hefur dæmt villumenn og úthýst úr sínum röðum. Einstaka páfi veitti slíkum baráttumálum þó lið en þeir komu flestir úr röðum klausturmanna og héldu fast við lífsform þeirra á páfastóli. Sjálf hefur hin stofnunarbundna kirkja lengst af verið allt of háð hinu ver- aldlega valdi til að hún gæti dreg- ið félagslegar ályktanir af hinum trúarlega jafnréttisboðskap sínum. Á eigin forsendum í þessu efni hefur hagur kirkj- unnar mjög breyst til batnaðar. Með eflingu trúfrelsis, tilkomu trúarlega hlutlauss ríkisvalds og þróun hins veraldlega samfé- lags og stofana þess hefur frelsi kirkjunnar aukist Hún er ekki lengur neydd til að vera varð- hundur valdsstjórnarinnar eða skuldbundin til að gegna fjöl- mörgum veraldlegum hlutverk- um með öllum þeim hagsmuna- tengslum sem því fylgdi. Þvert á móti getur hún nú byggt á eigin forsendum í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Þetta frelsi ber íslensku þjóð- kirkjunni að nýta til að fara í far- arbroddi á sviði jafnréttismála, bæði í eigin starfl og út á við. Hér er þó ekki aðeins átt við jafnrétti karla og kvenna heldur baráttu gegn öllu misrétti sem kann að leynast i samfélagi okkar. Hjalti Hugason Skoðanir annarra Islenskur arkitektúr „Arkitektúr á íslandi hefur einna helst einkennst af ákveðinni sundurgerð; í Reykjavik gefur til dæm- is vart að líta tvö hús teiknuð í sama stíl. Hefur sum- um fundist þetta skemmtilegt en öðrum fundist nóg um misleitnina...Þótt það hafi vissulega verið einn af kostum íslensks arkitektúrs hve víða hann hefur sótt áhrif hlýtur það að vera okkur kappsmál að varðveita sérkenni, þekkingu og reynslu okkar í þessu fagi; það verður ekki gert nema með því að is- lenskir arkitektar geti að minnsta kosti hlotið hluta menntunar sinnar hérlendis." Úr forystugrein Mbl. 30. júní. Heilbrigðiskerfið allt undir „Niðurskurður síðustu ára var réttlættur með efnahagskreppu; góðærið kallar á úrbætur og hjúkr- unarfræðingar eru bara fyrstir í langri röð. Ríkis- valdið má ekki líta á þau verkefni sem framundan eru sem afmörkuð launastríð og reddingar fyrir hom. Heilbrigðiskerfið er allt undir. Því er verulegt áfall að missa deiluna við hjúkranarfræðinga út í þann farveg sem hún er nú í.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 30. júní. Sátt um kvótakerfið „Margir halda því fram að kyótakerfið valdi byggðaröskun. En koma slíkir menn með nokkrar tillögur. Auðlindagjald og opinber uppboð myndu aðeins gera illt verra...Úr því mikiU meirihluti landsmanna er sáttur við kvótakerfið í grandvallar- atriðum ættu menn að leggja mesta áherslu á að full- komna það landi og þjóð til blessunar í stað þess að vera sífellt að rífast um arðinn af því. Um hann gilda almennar reglur í þjóðfélaginu, þar sem sjávarútveg- ur er ekkert ööravísi en aðrir atvinnuvegir." Jóhann J. Ólafsson í Mbl. 30. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.