Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 32
r > o o UJ 2 O FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR o 2 LD < !/) O Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 55M MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1998 Höföu frest til hádegis: Neyðar- ástandi - aflýst „Það er ekki neyðarástand í hús- inu eins og er,“ sagði Tryggvi Ás- mundsson þegar DV náði tali af honum í morgun. Hjúkrunarfræðingar höfðu frest til hádegis í dag að draga uppsagnir sínar til baka. Vitað var um þó nokkurn fjölda hjúkrunarfræðinga sem ætlaði ekki að draga þær til baka vegna óánægju með kjör. Að sögn Bergdísar Kristjánsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra lyf- lækningasviðs Landspitalans, hafa hjúkrunarfræðingar frest til hádeg- is í dag til að draga uppsagnir til baka. „Það gengur hægt og sígandi i »ið fá hjúkrunarfræðinga til starfa aftur,“ sagði Bergdís. Siðar í dag skýrist hversu márgir hjúkrunar- fræðingar drógu uppsagnir sínar til baka. -hb Vondar merkingar: Ekki reglu- bundið eftirlit Eins og fram kemur á neyt- endasíðu DV í dag er merkingum á efnavöru stórlega ábótavant en í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að einungis 19% var- anna sem skoðaðar voru reyndust vera rétt merktar. Vegna þessa hafði DV samband við Sigurbjörgu Gísladóttur, for- stöðumann eiturefnasviðs Holl- ustuvemdar ríkisins, og spurði hana hver gæti verið skýringin á þessari sláandi niðurstöðu. Hún nefndi að mikil umskipti væru í innflutningi, gamlar vörur '^tféllu út af markaði og nýjar kæmu inn og að eftirliti með inn- ílutningi á vörum væri töluvert ábótavant: „Eftirlitið er með verslununum, sölustööunum." - Ekki með innflytjendum? „Jú, það er það líka í sjálfu sér en það er ekki reglubundið eftir- lit. Það er ekki fyrr en að varan er komin í verslanir að einhver rekst á hana vanmerkta þar.“ Sigurbjörg sagði að nauðsyn- legt væri að efla vitund almenn- ings og verslunareigenda en fyrst og síðast þyrfti að setja ákveðnar reglur sem stoppuðu af vanmerkt- ar vörur strax í innflutningi. -esig í gær var byrjað að rífa gamla KR- braggann við Frostaskjól. Áætlað er að verkið taki nokkra daga. Kona sem á árum áður var dæmd fyrir að stinga karlmann: Ákærð fyrir að stinga sama mann nú tvisvar Rúmlega fertug kona hefur ver- ið ákærð fyrir að stinga mann tvisvar sinnum við ólík tækifæri. Konan var á árum áður dæmd í fangelsi fyrir að stinga sama mann. Konunni er í fyrsta lagi gefið að sök að hafa stungið manninn á heimili sínu í Kópavogi þann 1. mars. Lagið kom i brjósthol og missti maðurinn mikið blóð. Kon- an var úrskurðuð í gæsluvarðhald en síðan var henni sleppt. Konan er síðan ákærð fyrir að hafa stungið manninn aftur - tæp- um tveimur mánuðum eftir fyrri árásina - síðast í apríl. í því tilfelli er henni gefið að sök að hafa stungið manninn aftanvert á háls. Ekki var farið fram á að konan sætti gæsluvarðhaldi eftir seinni árásina. Samkvæmt upplýsingum DV reyndist umræddur maður ekki mjög fús til að kæra konuna. Lög- reglan rannsakaði málið engu að síður með það fyrir augum að upp- lýsa það til þess að hægt yrði að ákæra þann sem veitti manninum áverkana. Umrætt fólk hefur þekkst mjög lengi og gjarnan komist í kast við lögreglu á sama tíma. Ölvun hefur tengst þeim atburöum sem um er að ræða. Eins og fyrr segir var konan dæmd á árum áður fyrir að stinga manninn. Hún afplánaði fangelsisrefsingu fyrir það brot. Ákæruvaldið fer fram á að kon- an verði dæmd fyrir stórfellda lík- amsárás að því er varðar atvikið í mars en fyrir minni árás fyrir það brot sem konan er ákærð fyrir að hafa framið í apríl. -Ótt Mikil sigurhátíð braust út í Bu- enos Aires, höfúðborg Argentínu í gærkvöld, í kjölfar sigurs Argent- ínumanna á Englendingum í heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu. Ríkisendurskoðandi: Sigurður endurráðinn Forsætis- nefnd Alþingis kemur saman í dag til að taka ákvörðun um ráðningu ríkis- endurskoð- anda. Nefndin getur ráðið hvaða löggilta endurskoðanda sem er og ekki er gerð krafa um að viðkomandi sæki um embættið. Samkvæmt upplýsingum stendur ekkert ann- að til en að Sigurður Þórðarson, núverandi ríkisendurskoðandi, verði endurráðinn. Ríkisendur- skoðandi er ráðinn til sex ára í senn. -kjart Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í miðborginni og fékk lög- reglan við ekkert ráðið. Þrír ung- ir menn tróðust undir og létu lífið og tugir manna slösuðust, þar á meðal lögreglumenn. Fjöldi manns var handtekinn. Fólkið sleppti sér alveg í sigur- gleðinni sem fór á tímabili alveg úr böndum. Skemmdarverk voru einnig unnin víða í borginni. -JKS «SUBWRY* Veðrið á morgun: Skúrir um allt land Á morgun verður suðvestan og vestan gola eða kaldi og rigning eða skúrir um mest allt land, þó síst sunnantil. Hiti verður á bil- inu 8 til 18 stig, hlýjast austan- lands. Veðrið í dag er á bls. 29. Sigurhátíð í Buenos Aires endaði með ósköpum: Þrír tróðust undir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.