Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Page 5
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 5 Fréttir inn sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps sem er sameinað sveitarfélag Prest- hólahrepps, Fjallahrepps og Öxar- fjarðarhrepps. í hreppnum eru um 400 íbúar. Þegar DV sló á þráðinn til Stein- dórs var hann staddur á skrifstofu sinni á Kópaskeri. Steindór byrjar í sínu nýja starfl í ágúst en hann hefur verið að sinna ýmsum málum síðustu daga fyrir hreppinn. Hans fyrsta verk sem sveitarstjóri var að vera viðstaddur flutning Byggða- stofnunar á Sauðárkrók en hún var opnuð þar formlega nýlega. Stein- dór er framkvæmdastjóri Sérleyfis- og hópferðamiðstöðvarinnar SBK hf. í Reykjanesbæ. Hann hættir því starfi þegar hann flyst alfarið norð- „ Snæfellsnes: Afengiskaup minnka DV, Vesturlandi: Fólk á Snæfellsnesi minnkaði áfengiskaup á síðasta ári ef miðað er við sölu áfengis í vínbúðum ÁTVR í Ólafsvík og Stykkishólmi. Áfengi var selt fyrir 40,5 milljónir í vínbúðinni í Ólafsvik á síðasta ári, árið 1996 fyrir 47,9 milljónir og 54,2 milljónir árið 1995 þannig að Ólsar- ar virðast vera að minnka drykkj- una ár frá ári. í vínbúðinni í Stykkishólmi var áfengi selt fyrir 38,5 milljónir árið 1997, 40,6 milljónir árið 1996 og 41,2 milljónir árið 1995. Þar er því sama sagan og í Ólafsvík. Þá virðist sala á tóbaki standa í stað í Ólafsvík. 1997 var selt tóbak fyrir 41,2 miljónir, 41,1 milljón 1996 og 43,1 milljón 1995. í Stykkishólmi var selt tóbak fyrir 22,6 milljónir árið 1997, 21,7 milljónir 1996 og 23,5 milljónir 1995. -DVÓ nderson 'ington elrose GINGKO BILOBA KXTRAKT 100 my Q/i^ashua aturn 'anyon Eykur blóðstreymið út í fínustu æðarnar er amerísk hágæðavara s fæst aðeins í Húsgagnahöllinni. fæst í fjölbreyttu úrvali áklæða og lita. aras HÚSGAGNAHÖLUN Bftdshöfði 20 -112 Rvík - S:510 8000 SkólavörSustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri LAZY-BOY LAZY-DOY LAZY-BOY Forstjóri í Reykjanesbæ: Ráðinn sveitarstjóri í Öxarfjarðarhreppi DV, Suöurnesjum: „Mér líst vel á starfið. Ég vissi nokkurn veginn hvað ég var að fara út í. Ég er sveitamaður í mér og þekki landsbyggðina nokkuð vel. Það er heilmikið um að vera hér og hér eru góð fyrirtæki og nóg að gera,“ sagði Steindór Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Reykja- nesbæjar, en hann hefur verið ráð- ur í ágúst. Hann hefur verið í rútu- bransanum frá 1966. Hann var bæj- arfulltrúi Njarðvíkur, fyrir samein- ingu, í 8 ár og hefur setið í ýmsum nefndum. Það er ljóst að Öxarfjarðarhrepp- ur fær reyndan og góðan mann i embættið. „Það sem stendur hæst hér í hreppnum og kemur íbúum til góða er hitaveita sem verið er að leggja í Lundarskóla. Síðan verður borað eftir heitu vatni hér á sandin- um. Hugsanlega er þetta eitt mesta háhitasvæði landsins og verða gerð- ar hér tilraunaboranir í haust. Þá er ekki óhugsandi að hér fmnist olíu- svæði,“ sagði Steindór. -ÆMK Steindór Sigurösson. DV-mynd ÆMK Meira drukkið DV, Vesturlandi Akumesingar, Borgnesingar og Borg- firðingar virðast hafa drukkið og reykt örlítið meira á síðasta ári en árið 1996 ef miðað er við sölu áfengis og tóbaks í úti- búi ÁTVR á Akranesi. Áfengi var selt fyrir 126,7 miiljónir árið 1997, 119,4 milljónir 1996 og 124,2 milljónir árið 1995. Tóbak var selt fyrir 103,9 miiijónir árið 1997, 95,4 miiljónir 1996 og 95,9 milljónir 1995. Borgnesingar og nærsveitungar virð- ast heldur ekki vera neinir eftirbátar Akumesinga. í Borgamesi var selt áfengi fyrir 110,3 milljónir árið 1997, 103,5 milljónir 1996 og 97,8 milljónir 1995. Selt var tóbak fyrir 73,7 miUjónir árið 1997,69,4 milljónir 1996 og 66,9 millj- ónir 1995. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.