Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Side 6
6 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Fréttir Forsvarsmenn landsmótsins á Melgeröismelum: Erum stoltir, ánægð- ir og þreyttir DV, Akuieyri: „Sú tilfmning sem nú er efst í huga okkar er feginleiki yfir því að þetta skuli allt hafa gengið jafn vel og raun ber vitni. Við erum stoltir, ánægðir og jafnframt þreyttir," sögðu þeir Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Melgerðismelum og Sigfús Ólafur Helgason, fram- kvæmdastjóri Melgerðismela, þegar landsmótinu var að ljúka þar í gær. Það var létt yfir þeim félögum sem hafa leitt það geysilega uppbygging- arstarf sem unnið hefur verið á mótssvæðinu og framkvæmd móts- ins sjálfs sem allir eru sammála um að hafi tekist gríðarlega vel. „Ég held að við getum verið stolt- ir yfir því hvernig til tókst og að allt gekk áfalla- og slysalaust fyrir sig. Við lögðum geysilega mikið undir og léttirinn nú í mótslok er mikill. Það leit ekki vel út hér þegar mótið var að hefjast, rigningar, kuldi og slæm veðurspá var ekki beint upp- örvandi en það sem fylgdi í kjölfar- ið hefur verið lygasögu líkast, geysi- lega gott veður, margt fólk og iðandi mannlíf. Þetta var erfið fæðing og það hefur oft verið erfítt fram und- an á þessari leið, hrossasóttin varð t.d. til þess að setja mótshaldið í tví- sýnu, en við misstum aldrei móð- inn,“ segir Sigfús Ólafur. Gengur upp fjárhagslega Nákvæmar tölur um fjölda móts- gesta lágu ekki fyrir í gær en talið er að þeir hafi verið liðlega 8 þús- und, sem þýðir að mótshaldið sjálft hefur staðið undir sér og e.t.v.örlít- ið gott betur. „Kostnaðurinn við mótshaldið er um 30 milljónir króna og framkvæmdir hér á svæðinu sem eru auðvitað fjárfesting til framtíð- ar hafa kostað annað eins. Þrátt fyr- ir ýmsan ófyrirséðan aukakostnað sem kom upp á síðustu dögum fyrir mótið hefur þetta sloppið, við feng- um þann fjölda fólks hingað sem til þurfti," sagði Jón Ólafur. Kærkomin hvíld „Nú liggur fyrir að ganga frá öll- um málum varðandi mótshaldið og frá mótssvæðinu. Þetta tekur ein- hverja daga og síðan tekur við lang- þráð sumarfrí," sagði Sigfús Ólafur. „Það fara nokkrir dagar í frágang en síðan er það hversdagsleikinn aftur,“ bætti Jón Ólafur við. Hann sagði að vissulega væri það skrítin tilfinning að þetta væri allt yfirstað- ið. „Þetta hefur verið ævintýri lík- ast, erfitt en oftast skemmtilegt. Það var þó ýmislegt sem bærðist innra með manni daginn fyrir mótið þeg- ar svæðið virtist vera að rigna nið- ur og vellirnir voru allir komnir á flot,“ sagði Sigfús Ólafur, og Jón Ólafur bætti við: „En það var líka rosalega gaman þegcir fór að skína upp og mannlífið hér lifnaði við. Gestir okkar hafa nánast undan- tekningarlaust verið afar þakklátir og það hefur varla farið af þeim brosið. Þá hefur svæðið á Melgerðis- melum heldur betur sannað sig, þetta er líka stórkostlegt svæði fyr- ir útihátíðir." -gk Grcioslntbiluiálar viA allra lnrfi. Skuldabrcf tll alll ad iifi raán. staogFeitt HófðalíífM 17 •IO'j Rijykjín/jk * SÍíím V>7 (//()() V>7 S/S/ Melgerðismelar: Geysi- lega vel heppnað mót, að sögn lögreglu DV, Akureyri: „Þetta hefur verið alveg meiri háttar og geysilega vel heppnað alit sarnan," sagði Daníel Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn á Ak- ureyri, I gær en Akureyrarlög- reglan sá um löggæslu á lands- mótssvæðinu á Melgerðismelum. Fyrir mótið höfðu menn áhyggjur af umferðarþunga á veg- inum frá Hrafnagili inn á móts- svæðið en vegurinn er mjög mjór á þeirri leið og þar eru m.a. þrjár einbreiðar brýr. Hámarkshraði á þessari leið var lækkaður i 70 km og öflug gæsla viðhöfð gagnvart hraðakstri. Daníel sagði að um- ferðin hefði gengiö mjög vel, hraðakstur hafi verið í lágmarki. Inni á mótssvæðinu sagði Daníel að allt hefðii gengið mjög vel, ölv- un hafi reyndar verið talsverð fostudags- og laugardagskvöld en allt gengið áfallalaust fyrir sig. „Þetta hefur ekki verið neitt öðruvísi en við áttum von á. All- ur bragur á hestamannamótum hefur farið stigbatnandi undan- farin ár og hér hefur allt farið fram eins og við vonuðumst eftir. Hér hafa ekki komiö upp nein þjófnaðarmál, engin skemmdar- verk verið unnin og engin ofbeld- isverk verið framin. Ég er því mjög sáttur,“ sagði Daníel Guð- jónsson. -gk Viö erum stoltir, ánægðir og jafnframt þreyttir,“ sögðu þeir Jón Óiafur Sigfússon, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Melgerðismelum, og Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Melgeröismela, þegar landsmótinu var að Ijúka þar í gær. Stórkostlegt mót - segir framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga Mótshaldið tókst geysilega vel og varla hægt að finna á því neina hnökra. Það væri einna helst varð- andi upplýsingamiðlun en þess ber þó að geta að áhugi fjölmiðla hefur aldrei verið meiri en núna og því meira verk að sinna þeim. En þegar á heildina er litið geta mótshaldarar ekki verið neitt annað en ánægðir sem og hestamenn allir. Þetta hefur verið alveg stórkostlegt og hesta- mennskunni mjög til framdráttar," sagði Hallgrímur. Landsmót hestamanna verða héð- an í frá haldin á tveggja ára fresti í stað fjögurra ára eins og verið hefur um áratugaskeið, eða síðan mótiö var fyrst haldið. Hallgrímur segist ekki óttast það að umfang mótanna minnki og færri sæki mótin, t.d. út- lendingar. Hann segir áhuga þeirra geysilegan og þeir hafi t.d. sótt fjórð- ungsmót hér á landi mjög vel þegar þau hafi verið haldin á milli lands- móta. Erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra útlendinga sem nú voru á landsmótinu, en menn voru að giska á að þeir hefðu verið hátt i þrjú þúsund talsins. -gk DV, Akureyri: „Þetta er búið að vera stórkost- legt mót. Gæði hrossanna hafa aldrei verið meiri og breiddin ekki heldur. Mótssvæðið er alveg stór- kostlegt og á Melgerðismelum hefur verið unnið kraftaverk og það er full ástæða til að óska þeim sem að því hafa starfað, sem og mótshöldur- um, til hamingju," sagði Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri Lands- sambands hestamannafélaga, þegar landsmótinu á Melgerðismelum var að ljúka i gær. „Ég leyfi mér að fullyrða að keppni á landsmóti hefur aldrei ver- ið eins jöfn og spennandi og nú. Þá er það líka áberandi hversu miklar framfarir hafa orðið í reiðmennsku og það á ekki hvað síst við um þá sem hér kepptu í yngri flokkunum. fII Ö S fi ö g n) ák lurtyíi Systursonur Tyígir me Eftir að Steingrimur J. Sigfús- son sagði sig úr Alþýðubandalag- inu, tóku nokkrir ungliðar flokks- ins upp á því sama. Það mun ekki hafa komið neinum á óvart að Steindór Heiðars- son, formaður ung- liðahreyfingar alla- balla í Reykjavík og einn nánasti stuðningsmaður Steingríms, skuli hafa fylgt sínum manni. Það mun einkum hafa ver- ið ást Steindórs á kvótakerfinu og tillitssemi við greifa hafsins sem auðveldaði honum ákvörðunina en Steindór hefur staðið i hatrömmum deilum við ungliðahreyfingu krata og Grósku. Annar ungliði, Sigfús Ólafsson, var heldur ekki í vafa enda varla annað í stööunni fyrir strákinn þar sem Sigfús er systur- sonur Steingríms J. Sigfússon- ar.. Skilur ekki... Fjölnir Þorgeirsson, fyrrver- andi kryddstaukur og fjöllþrótta- maður, var nýlega dæmdur í hér- aðsdómi fyrir sýningu á hnefaleik- um. Hann segist hafa talið sig vera að keppa á íslands- móti í hnefaleikum og flaug frá Istan- bul í því skyni. Aðstandendur hugðust hins veg- ar setja á svið sýningu á hnefa- leikum fyrir blaðamanna- fund í tilefni af út- gáfú nýs geisladisks með Bubba Morthens. Fjölnir vildi halda titli Islandsmeistara í hnefaleikum í fjölskyldunni en föðurbróðir hans var titilhafi áður en box var bann- að. Fjölnir virðist hafa misskilið tilgang mótshaldara því í stað pots eða lausra högga sem átti að nota veitti Fjölnir föst högg og blóðgaði mótherja sinn strax. Yfirvöld sáu líka rautt og svo fór sem fór... Allaballar í ham Á Norðurlandi eystra velta menn fyrir sér upprööun efstu manna á lista sameignlegs lista A- flokkanna eftir að Steingrimur J. Sigfússon hljóp í brott. Talið er líklegt að Ásgeir Magnússon, efsti maður á lista Ak- ureyrarlistans, hafi áhuga á fyrsta sæti flokksins í kjör- dæminu en hann hefur löngum verið oröaður við stól á Alþingi. Hann gæti þó átt von á samkeppni um sætið þar sem margir vilja sjá Sigríði Stefáns- dóttur, fyrrv. bæjarfulltrúa á Ak- ureyri og frambjóðanda til for- manns Alþýðubandalagsins árið 1987, leiða slíkan lista... Mannlíf Tímaritið Mannlíf leggst nú í mánaðardvala, en kemur svo út að nýju í byrjun september. Rithöfundurinn Gerður Kristný Guðjónsdóttir, er tekin við rit- stjórastarfi Mann- lífs en margir bíða spenntir að sjá og dæma hennar verk. Guðrún Gunnarsdóttir hættir því sem ritstjóri tímarits- ins en hún hefúr ráðið sig til starfa sem tónleika Rolling Stones hér á landi eftir að hafa birt fjölda greina um rokksveitina meðan hún gegndi stöðu ritstjóra Mannlífs... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.