Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Eyrnalokkagöt Útlönd______________________________________________ Sorg ríkir á N-írlandi í kjölfar morðs á þremur piltum: Nú einnig Nýjung - gull í gegn Oraniumenn ætla 100 gerðr af eyrnalokkum 3 stœrár ABS bremsu- varahlutir þekktir fyrir gæöi, endingu og gott verð! Bíla ,íto Sími 535 9000 ekki að hörfa Óraníumenn ætla ekki að hörfa frá Drumcree á N-írlandi og hyggjast halda mótmælum sínum áfram þar til þeir fá að ganga niður Garvachy-götu í Portadown. Mótmælin hafa nú staðið i átta daga og hefur alda ofbeldisverka fylgt í kjölfarið. Aðfaranótt sunnudags létust þrír ungir piltar þegar íkveikjuárás var gerð á heimili þeirra í bænum Ballymoney. íkveikjuárásan var afar öflug en kaþólskri móður þeirra og stjúpföður tókst að sleppa úr eldhafinu. Þrátt fyrir ákafar tilraunir tókst ekki að bjarga drengjunum sem létust í rúmum sínum. Mikil sorg og reiði greip um sig á N-Irlandi í gær vegna morðanna og ávörpuðu þeir David Trimble, fyrsti ráðherra N-írlands, og talsmaður kaþólskra, Seamus Mallon, David Trimble, fyrsti ráöherra N- írlands, hvatti Óraníumenn í gær til láta af mótmælum sínum og snúa heim strax. Óraníumenn og báðu þá að láta af mótmælum sínum strax. „Það er mín skoðun að óraníumenn eigi að láta af mótmælum sínum nú og sýna í verki að morð drengjanna þriggja í Ballymoney séu ekki tengd þeim,“ sagði David Trimble sem er meðlimur í reglu óraníumanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi ódæðisverkin í gær og sagði þau grimmdarleg. Talsmaður Blairs sagði hann styðja aðgerðir Trimbles og Mallons. Leiðtogar óraníumanna hittust í Belfast í gær og sögðust mundu draga úr mótmælunum en þeir stæðu fast á því að fyrirhuguð hátíðahöld reglunnar í dag færu fram. Nokkuð dró úr fjölda þeirra sem mótmælt hafa við Drumcree í kjölfar fréttarinnar um andlát piltanna. Reuter Lögreglumaöur leggur blómvönd aö grindverki heimilis piltanna þriggja sem létu lífiö í íkveikjuárás aðfaranótt sunnudags. Símamynd Reuter INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fax 562 26 16 - Netfang: 1 U T B OÐ Allar auglýsingar um útboð í gangi er að finna á heimasíöu lnnkaupstofnunar:www.reykjavik.is/innkaupstofnun F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskað eftir tilboðum í frágang utanhúss á félagshúsi Þróttar í Laugardal. Um er að ræða múrkerfi og gluggakerfi. Helstu magntölur: Múrkerfi: 1.500 m2 Gluggakerfi: 380 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 30. júlí 1998, kl. 11.00, á sama stað. BGD 81/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu vegna viðbyggingar Hvassaleitisskóla. Helstu magntölur: Uppgröftur: 1.300 m3 Klöpp: 270 m3 Vinnugiröing: 250 m Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 23. júlí 1998, kl. 11.00, á sama stað. BGD 82/8 Þingkosningar í Japan: Hashimoto segir líklega af sér í dag Líklegt er taliö að Ryutaro Hashi- omoto, forsætisráðherra Japans, segi af sér i dag en flokkur hans, LDP, beið mikið afhroð í kosning- um til efri deildar þingsins í gær. Kosið var um helming þingsæta, alls 252, og hlaut LDP ekki nema 44 þeirra en hefði þurft 17 sæti í við- bót. Úrslitin voru mun verri en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. „Úrslitin eru á mína ábyrgð. Eins og allir stjórnmálamenn myndu gera þá mun ég nú hugleiða framtíð mina í stjórnmálum," sagði Has- himoto í gærkvöld en hann neitaði að staðfesta hugsanlega afsögn sína. Líklegir eftirmenn Hashimotos, ef hann segir af sér, þykja vera Obuchi utanríkisráðherra og Seiroku Kaji- yama fyrrum ráðherra. Sigurvegarar kosninganna eru demókrataflokkurinn sem fór úr sex þingsætum í 27 og kommúnista- flokkurinn sem jók við sig níu sæt- um og hefur nú fimmtán. Líklegt þykir aö Hashimoto, forsæt- isráðherra Japans, segi af sér í dag. Á fjármálamörkuðutn hafa menn beðið með óþreyju eftir úrslitunum en sérfræðingar telja að afsögn Has- hiomots kunni að hafa i för með sér að jenið veikist og staða hlutabréfa sé í hættu. Reuter Stuttar fréttir :dv Sætir gagnrýni Aðalsamningamaður Palestínu- manna, Saeb Erekat, sendi Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, tóninn á ráð- stefnu um ör- yggismál lands- ins í gær. Hann sagði Netanya- hu hegða sér eins og friðar- umræðurnar væru leikur enda hefði hann ekki staðið við að afhenda Palest- ínumönnum meira land á Vestur- bakkanum. Jarðsprengjubann Samtök sem berjast gegn jarð- sprengjum hvöttu í gær þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs til að fylgja fordæmi Jórdaníu sem hef- ur skrifað undir alþjóðasamning gegn jarðsprengjum. Nauölending Sænsk leiguflugvél nauðlenti á Arlandaflugvelli í gær eftir að einn hreyfill vélarinnar stöðvað- ist. Alls vom 311 farþegar í vél- inni og sakaði engan. Grunaöir um spillingu Þremur fyrmm ráðherrum i Frakklandi, þar á meðal Pierre Mehaignerie dómsmálaráðherra, hefur verið gert að koma fyrir rétt vegna gmns um spillingu. Ómannúöleg fangavist Moshood Abiola, leiðtogi stjómarandstöð- unnar í Nigeriu, hélt dagbók á meðan hann sat í fangelsi. í henni kemur fram að meðferðin á hon- um var ómann- úðleg og niður- lægjandi. Abiola lést í vikunni sem leið en krufning leiddi í ljós að bana- meinið var hjartaáfall. Matareitrun Að minnsta kosti 15 eru látnir og 61 alvarlega veikur í Alsír í verstu matareitrun sem komið hefur upp í landinu í fimmtán ár. Faraldur Að minnsta kosti 450 manns hafa látið lifið í Nepal á síðustu fjórum mánuðum af völdum sýk- ingar sem talin er berast með drykkjarvatni. Trúa ekki fréttum Meirihluti Bandaríkjamanna segist hafa litla trú á fréttum og telja þær í mörgum tilfellum óná- kvæmar. Ástæðuna telur fólk vera þrýsting fjölmiðla á blaða- og fréttamenn. Inngöngu í Nato flýtt Pólski forsætisráðherrann, Jerzy Buzek, sagði í gær að hugs- anlega myndu Pólland, Ungverja- land og Tékkland fá inngöngu í Nato í janúar á næsta ári. Upphaf- lega var áætlað að inngangan kæmi til framkvæmda í apríl á næsta ári. Buzek flutti yfirlýsing- una að afloknum fundi með ráða- mönnum í Washington. Þúsundir flýja Um 15 þúsund íbúar á Austur- Tímor hafa flúið til vesturhluta landsins af ótta við árásir stjórn- valda. Býður Gaddafi til bæna Yasser Arafat, leiðtogi Palest- inu, hefur formlega boðið Gaddafi, leið- toga Lýbíu- manna, til bænastundar að hætti múslíma þegar Austur-Jerúsal- em verður höf- uðborg Palest- ínu. Leiðtogamir hittust í Lýbíu á dögunum og kvað Gaddafi hafa tekið vel í boð Arafats.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.