Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. JULI 1998 Fréttir Kynningarfundur um virkjanir og stóriðju: Mestu möguleikarn- ir á Austfjörðum - sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra DV, Egilsstaðir: í ræðu Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra á fundi sem haldinn var á Egilsstöðum fyrir nokkru kom fram að langmestir virkjunarmögu- leikar eru á Austurlandi eða 9100 gigawattstundir. Þessa orku er hag- kvæmast að nýta austanlands m.a. vegna þess hve dýrt er að flytja ork- una yfir hálendið. Fundurinn var upphafið að kynningu á virkjunum og stóriðju á Austurlandi en enn er ekki séð hvort af virkjunum verður. Aðrir frummælendur voru Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Andrés Svanbjörnsson, yfirverk- fræðingur MIL, Helgi Bjarnason, sóknir fyrir stóriðju á Reyðarfirði eru langt komnar og lengra en sam- svarandi rannsóknir á Keilisnesi. Sú rannsókn er óháð því um hvers konar stóriðju er að ræða. Ákvörð- un um álver á Reyðarfirði verður þó ekki tekin fyrr en á næsta ári. Hins vegar er búið að taka ákvörðun um staðsetningu stóriðjuvers og verður það norðanmegin fjarðarins, rétt utan við bæinn Sómastaðagerði. Fyrirspurnir voru leyfðar úr sal og létu margir heimamenn í ljós ótta við landröskun á hálendinu norðan Vatnajökuls. Skarphéðinn Þórisson nefndi m.a. tvö svæði sem mikilvæg væru fyrir dýralif á svæð- inu. Annars vegar Eyjabakkar, sem Frá fundínum í Valaskjálf á Egilsstööum. deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirkjunar, Elísabet Benedikts- dóttir, forstöðumaður Byggðast. á Austurlandi, Anna Dóra Sæþórs- dóttir landfræðingur, Skarphéðinn Þórisson, líffræöingur á Egilsstöð- um, og Þorvaldur Jóhannsson, for- maður OSSA. Auk þess fengu fund- armenn afhent erindi frá Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra sem ekki gat komið. Fijótsdalsvirkjun árið 2003 Helgi Bjarnason upplýsti að unnt yrði að taka Fljótsdalsvirkjun með stíflu við Eyjabakka i notkun árið 2003. Virkjun í Jökulsá á Dal með stíflu við Kárahnjúka yrði hugsan- lega komin í gagnið árið 2010. Á fundinum kom einnig fram að rann- er fellistaður heiðagæsar, en um 10-12 þúsund fuglar hafa þar aðset- ur meðan þeir eru í sárum. Hins vegar aðalburðarsvæði hreindýra sem færi undir vatn við Hálslón. Skarphéðinn skoraði á ráðamenn að fara sér hægar og sérstaklega standa betur að kynningu á öllum þeim þáttum sem snúa að breyting- um á landi og vötnum. Þá má geta þess að skeyti barst frá ferðaskrifstofunni Ultima Thule sem verið hefur með ferðir á fyrir- huguðu virkjunarsvæði. í skeytinu sagði að ef þarna yrðu stórvirkjanir sem breyttu svipmóti lands þá myndi skrifstofan leita fyrir sér annars staðar að ósnortnu landi fyr- ir sínar ferðir. SB Unnið hefur verið að hleðsiu garðsins frá Ingólfsgarði að Laugarnesi í alls tíu ár. Nú sér fyrir endann á verkinu en stefnt er að því að Ijúka því síðar í þessum mánuði. Á myndinni má sjá vinnuvél sem lýkur við síðustu 500 metra garðsins. _hb Nauðungarsala á lausafé Eftir kröfu Hestamannafélagsins Fáks veröa eftirtalin hross seld nauöungarsölu, sem veröur haldln þriðjudaginn 21. júlí 1998, kl. ________________10.00, að Víðivöllum j Víðidal:________________ Rauður hestur, tveggja vetra; brún meri, tveggja vetra rauð meri; þriggja til fjögurra vetra. Greiðsla við hamarshögg. ________SýSLUMAÐURINN í REYKAVÍK. Messufólk við Knappstaðakirkju. DV-myndir Örn Knappstaðakirkja: ¦¦¦ •• i ¦ "*r Fjolmenni við messuna DV Fljótum: Talsverður fjöldi fólks var við messu í Knappstaðakirkju í Fljótum um síðustu helgi en þá var þar hin hefðbundna sumarmessa. Knapp- Hestamenn fjölmenntu og komu ríðandi til kirkju. staðakirkja er ekki sóknarkirkja en hópur áhugafólks hefur annast kirkjuna síðustu ár, endurbætt og lagað og eftir þær framkvæmdir hefur verið messað þar a.m.k. einu sinni á sumri. Að þessu sinni önnuðust tveir prestar guðsþjónustuna, þeir Bragi Ingibergsson, sóknarprestur Sigl- flrðinga og Fljótamanna, og Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, sem áður þjónaði í Fljót- um um árabil. Undanfarið hefur skapast sú venja að hestamenn fjölmenni á gæðingum sínum til messunnar og svo var einnig nú og hafa líklega aldrei fleiri farið ríðandi frá kirkju aö athöfn lokinni. I þeim hópi voru báðir prestarnir ásamt organistan- um, Stefáni Gíslasyni, enn fremur dönsk fjölskylda sem dvaldi hér í sveitinni um tveggja vikna skeið og stundaði hestamennsku. Má segja að messudagurinn hafi heppnast mjög vel því veður var eins og best verður á kosið sem er mikilvægt því kirkjan rúmar að jafnaði aðeins hluta þess fólks sem kemur til messunnar. Eins og oftast áður var drukkið kirkjukaffi undir berum himni þar sem hinn þykki kirkjugarðsveggur er notaður sem borð undir kræsingarnar. -ÖÞ Messað í Möðrudal DV, Eskifirði: Messað hefur verið undanfarin ár í kirkjunni í Möðrudal á Fjöllum einu sinni á ári og þá oftast í júlí en þá er minnst hætta á snjókomu. Kirkjan í Möðrudal er í einkaeign afkomenda Jóns Stefánssonar sem byggði kirkjuna í minningu eigin- konu sinnar, Þórunnar Guðríðar Vilhjálmsdóttur, sem lést árið 1944. Kirkjan var vígð í október 1949 og hefur verið messað í henni einu sinni á ári í nokkra áratugi. Nú á dögunum var fermingarathöfn í kirkjunni, ungur afkomandi Jóns Stefánssonar, Andri Réyr Haralds- son, var fermdur. Prestur var séra Baldur Gautur Baldurssoh sem ný- tekinn er við prestakallinu og var þetta fyrsta messa hans í kirkjunni í Möðrudal. Altaristaflan í kirkjunni hefur vakið mikla athygli alla tíð og leggja ferðamenn oft lykkju á leið sína til að sjá hana. Jón Stefánsson gerði hana. Hann var faðir Stefáns Stórvals frá Möðrudal sem lést fyr- ir skömmu. -ÞH Frá messunni í Möðrudalskirkju. DV-mynd Þórarinn I I l r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.