Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 11 J>V ) Nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga: Griðarleg þorf á úrræðum - segir Bjarni Þórarinsson, ráðgjafi Virkisins Nýtt meðferðarheimili fyrir ung- linga, 16-20 ára, hefur verið opnað í Dugguvogi 12. Meðferðarheimilið ber nafnið Virkið. Sérstakur styrkt- arsjóður verður að baki Virkinu. „Heimiliö er fyrir unglinga sem urðu 16 ára á síðasta ári og alveg k upp í tvítugt. Við einbeitum okkrnr aðallega að þeim unglingum sem eiga við vímuefnavanda að etja. Það geta dvalið 14 manns á heimilinu í einu. Meðferðin er langtímameð- ferð. Ef þörf er á höfum við góðan aðgang að sérfræðingum. Heimilið verður rekið í anda mannúðarsál- fræðinnar,“ segir Bjami Þórarins- son, ráðgjafi og dagskrársljóri með- ferðarheimilisins. „Það er ljóst að vímuefhavandi unglinga er mikið vandamál, gríðar- leg þörf er á úrræðum. Við vonumst til þess að samfélagið bregðist einnig við þessum stóra vanda,“ segir Bjami. -RR Fréttir Bjarni Þórarinsson, ráögjafi og dagskrárstjóri á meöferöarheimilinu Virkinu. DV-mynd Teitur Fjölmenni á landsmóti Sniglanna DV, Fljótum: Mikill fjöldi, víðs vegar af land- inu, var á landsmóti Sniglanna sem fram fór í Fljótum um síðustu helgi ' og var mikil tjaldborg við félags- heimilið Ketilás þar sem bækistöðv- ar mótsgesta voru. Mótið var form- lega sett um miönætti á fimmtudag og þvi lauk um hádegi á sunnudag. Að sögn Jóns Inga Hannessonar, oddvita stjómar Sniglanna, er landsmótið haldið árlega og er það stærsti viðburður þessara samtaka sem oftast ganga undir nafninu Bif- hjólasamtök lýðveldisins. Mótin hafa verið haldin víða um land und- anfarin ár en í fyrsta skipti nú val- inn staður í Skagafirði. Að sögn Jóns Inga gekk samkomu- haldið vel þó svo að veður væri ekki Mótssvæði Sniglanna f Ketilási. DV-mynd Örn I > I > > > Grundarflöröur: Ný hönnun golfvallarins DV.Vesturlandi: Golfvöllurinn í Suður-Bár í Grundarfirði hefur veriö lagfærð- ur og breytt verulega til mikilla bóta síðustu vikumar, að sögn Bjargar Ágústsdóttur, sveitarstjóra í Grundarfirði. „Eigandinn, Marteinn Njálsson, bóndi í Suður-Bár, hefúr unnið hörðum höndum í sumar að endur- bótum vallarins en hann og Golf- klúbburixm Vestarr hafa gert samning um rekstur og afhot vall- arins. Marteinn sér um fram- kvæmdir og rekstur.Veriö er að gera svæðið meira aðlaðandi og búa til kjöraðstæður fyrir golfara, s.s. sandgryfjur, vatnstorfærur og fleira," sagði Björg. Verið er að byggja upp völlinn í samræmi við hönnun sem unnin hefúr veriö af Hannesi Þorsteins- syni, golfvallarhönnuði á Akra- nesi. Svæðið þykir vel staösett, bæði veðurfarslega og svo er þar einstök náttúrufegurð. Ekki spillir það fyrir. Frábært útsýni er efst í vallarsvæöinu. Auk aðalvallarins, sem er níu holu völlur, er æfingasvæði fyrir börn og fúllorðna. í Suður-Bár er einnig rekin ferðaþjónusta bænda, smáhýsi og heimagisting, og tjaldsvæöi. Enn fremur er allt á fúllu hjá Golf- klúbbnum sem stofiiaður var i júlí 1995. Uppgangur klúbbsins er meö ólíkindum og geysimikill áhugi. Reist hefur verið klúbbhús á golf- vellinum með salernum og geymslu. Haldin eru ýmis mót í sumar og einnig sérstök kvenna- kvöld. -DVÓ sem best þar sem fremur kalt var. Haldnir voru tveir dansleikir og far- ið í ýmsa leiki, að sjálfsögðu á bif- hjólum, enda er fólk fyrst og fremst að koma til að skemmta sér og njóta félagsskaparins á svona mótum. Jón Ingi lét þess getið að strang- lega væri fylgst með því að böm og unglingar væru ekki á landsmótinu. Einnig væm öll gæludýr stranglega bönnuð. Þetta ákvæði ætti hins veg- ar aðeins við um landsmót. Samtök- in héldu ýmsar aðrar samkomur þar sem allir fjölskyldumeölimir væm teknir með. -ÖÞ veladeild Frá 1,2-15 tonn. Fyrirliggjandi 1,8 og 2,5 t raf. Laugavegi 170-174, slmi 569 5500 jhlh \ i RYMUM FYRIR NYJUM VORUM OG SELJUM MEÐ GOÐUM AFSLÆTTI: Sjónvarps*æki, inyndÞanisíaefei, sjóiivarpatiiiyiidavclar, Jiljóijif ækjasanosfæc/ur, fercía<aeki# bíltdeki, feilJiáfalara, Þílijiagiiara, Þilíónjafoara, rpagnara, geislaspilara, úívarpsklukkur, fercíageislaspilara, vasadiskó, kaffivélar, Þraucírisíar, áleggsJinífa, örÞylgjuofna, vöfflujárn, Jiandþeyíara, kæliskápa, frysíikisíur, ryksugur, Jiiíaíeppi, Jiradsudukönnur, gufusíraujárn, k°lagrill. Jiárklippiseft, fölvuskjái, sírp.a og ■xp&rgt fleira All< acf 40% afsl. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.