Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastióri og írtgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Augljrsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skrauthúfan hjá Speli Þegar framkvæmdastjóri Spalar hf. afgreiðir slaka niðurstöðu brunaæfingar í HvalQ arðargöngunum með því að kalla æfinguna „skrítið upphlaup“ sem lykti af því að slökkviliðin séu að reyna að ná sér í betri búnað kolfellir hann sjáifan sig á fyrsta öryggisprófinu. Er það „skrítið upphlaup“ að gera alvöruæfingu áður en umferð um göngin er formlega opnuð? Er það „skrítið upphlaup“ að sýna fram á með beinhörðum staðreyndum að enn skortir talsvert á tækjabúnað og samhæfingu ef svo illa færi að slysi bæri að höndum? Að sjálfsögðu ekki. Það er hins vegar skrítið, svo ekki sé fastar að orði kveðið, þegar forsvarsmaður fyrirtækisins sem sér um rekstur ganganna kvartar yfir að fagmenn leiði í ljós að öryggisbúnaði er áfátt og menn séu ekki nægilega búnir til að bregðast við eldi. Það er svo smekkleysa af hæstu gráðu þegar viðkomandi skrauthúfa segir nánast berum orðum að tilgangur brunaæfingarinnar hafi ekki verið að efla öryggi umfarenda, heldur að kría út meiri peninga til að kaupa betri búnað handa slökkviliðunum! Það hefði hins vegar verið bæði undarlegt og ámælisvert hefðu yfirvöld brunamála beðið með æfinguna þangað til einhvem tíma seinna. Það hefði sannarlega verið „skrítið“. Og hvað hefðu menn sagt ef slys hefði hent áður en æfingin var gerð? Þess vegna var það hárrétt að tímasetja brunaæfinguna áður en göngin voru tekin í notkun. Vera má að það kunni að hafa skaðað stemninguna í veisluhöldum Spalar hf. Vera má að það hafi líka pirrað taugakerfi framkvæmdastjórans. En hvað með það? Þeir sem stöðu að æfingunni eiga því skilið hrós fyrir framtakið. Þeir gerðu einfaldlega það sem skyldan bauð þeim, - að reyna að tryggja öryggi borgaranna áður en slys verður. Niðurstaðan sýndi svart á hvítu að þess var sannarlega þörf. Brunamálastjóri var ekki í neinum vafa um niðurstöðu æfingarinnar gagnvart öryggi þeirra sem munu nota göngin. í Morgunblaðinu sagði Bergsteinn Gizurarson orðrétt: „Ef þetta hefði verið slys, hefði farið illa, en þetta var æfing sem við munum læra af.“ Þökk sé honum. Þökk sé slökkviliðum Reykjavíkur og Akraness. Niðurstaða æfingarinnar var nefhilega lexía sem forsvarsmaður Spalar ætti að læra af í stað þess að vera með hótfyndni og láta að því liggja að annarlegar hvatir hafi legið að baki æfingunni. Æfingin leiddi eftirfarandi í ljós: Fjarskiptabúnaður slökkviliðanna dugir ekki í göngunum. Reykköfunar- búnaður þeirra er sömuleiðis ófullnægjandi miðað við þær aðstæður sem kæmu upp ef kviknaði í bíl í göngunum. í göngin vantar viðvörunartæki sem gefur upp staðsetningu elds. Það vantar hitamyndavélar til að slökkviliðsmenn sjái til ef eldur kemur upp. Það vantar aukna samhæfingu slökkviðiliðanna og þjálfun liðs- manna þeirra. Úr öllu þessu verður að bæta. Helst í gær. Það er vert að undirstrika það rækilega að engin bráðahætta er á ferðinni. Göngin undir Hvalfjörð eru bylting í samgöngumálum og eiga sannarlega rétt á sér. En orð brunamálastjóra munu klingja þangað til úrbæturnar hafa átt sér stað. Brunaæfingin í aðdraganda veisluhaldanna hjá Speli hf. leiddi í ljós galla. Hún kom á hárréttum tíma. Þess vegna á að fagna henni í stað þess að hreyta hótfyndni í þá sem að henni stóðu. Össur Skarphéðinsson Frá hvalskurði f Hvalstööinni. - Púsundir og aftur þúsundir ferðamanna komu á hverju sumri í stööina tii að sjá þessar risaskepnur dregnar á land og fylgjast með hvalskuröinum. Keikó og hvalveiðarnar rúmlega 20 þúsund manns hefðu farið í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári og að tekjur af þeim hefðu munið allt að 860 millj.kr. eða um 42 þús. kr. á hvem farþega að meðaltali. Nú mun algengt verð á þessum ferðum hafa verið 3 þús.kr. Þannig að aðrar tekjur af hverjum hvalaskoðara hafa þá verið 39 þús.kr. Þetta eru náttúrlega yf- irgengilegar ýkjur sem allir hljóta að sjá í gegnum. Reynsla Norömanna Andstæðingar hval- „Að halda því fram að ekki verði veiddur hvalur við ísland þó Keikó komi til Eyja er út í hött. Reyndar er þetta Keikó-mál ein- hver mesta della sem rekið hef- ur á fjörur okkar íslendinga í háa herrans tíð.u Kjallarinn Guðjón Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Það hringdi i mig þaulreyndur togara- skipstjóri af Snæ- fellsnesi fyrir nokkrum vikum. Hann sagði að þegar hann hefði lagt af stað heim af miðun- um kvöldið áður hefði hann talið 24 stróka frá stór- hvelum út um brúar- gluggann og skip- stjóri á öðrum tog- ara, sem var nokkrum sjómílum grynnra á slóðinni, hefði haft sömu sögu að segja. Þaö verður að leyfa hvalveiðar og það strax. Það er ekki hægt að láta hvalinn fjölga sér takmarkalaust, hann er í beinni sam- keppni við okkur fiskimennina," sagði hann og var mikið niðri fyrir. Mér komu orð þessa reynda afla- manns í huga þegar ég las forystugrein DV 20. júní sl. Þar hlakkaði Jónas rit- stjóri yfir þvi að flutningur Keikós til íslands tákn- aði endanlegan sigur hvalavina yf- ir hvalveiðisinnum á íslandi. Þessu er ég algjörlega ósammála. Auðvitað eigum við að hefja hval- veiðar og það strax. Dellan í kring- um Keikó breytir þar engu um. Ýktar hvalaskoöunartekjur f grein sinni segir ritstjórinn að hvalaskoðunarferðir leggi meira til þjóðarbúsins en hvalveiðar myndu gera. Ekki færir hann nein rök fyr- ir þessari fullyrðingu en trúlega hefúr hann lesið þingskjal sem eig- inkona hans, Kristín Halldórsdótt- ir, lagði fram á Alþingi nýlega þar sem hún lagði til að settar yrðu reglur um hvalaskoðun. í greinar- gerð með tUlögimni var fullyrt að veiða tala gjaman þannig að hval- veiðar og hvalaskoðun fari ekki saman. Reynsla Norðmanna er allt önnur. Síðan þeir hófú hvalveiðar að nýju hefur aðsókn í hvalaskoð- unarferðir stóraukist. Þá var Norð- mönnum hótað þvi þegar þeir hófu veiðamar að það myndi bitna á út- flutningi þeirra og feröamanna- straumi til Noregs. Reynslan hefúr sýnt að þessar hótanir voru marklausar og þessar greinar hafa blómstrað myndarlega þau 5 ár sem liðin em síðan hvalveiðamar hófust aftur. Þrenns konar nýting Við íslendingar eigum að nýta hvalinn á þrennan hátt. Fyrst og ffernst náttúrlega með þvi að veiða hann og vinna afurðimar. í öðru lagi með öflugri hvalaskoðun og síðast en ekki sist með því að sýna ferðamönnum hvalvinnslu. Á með- an hvalstöðin í Hvalflrði var starf- rækt vom ferðir þangað einhverjar vinsælustu ferðir sem hótel og ferðaskrifstofur í Reykjavík buðu upp á. Þúsundir og aftur þúsundir ferðamanna komu á hverju sumri í hvalstöðina til að sjá þessar risa- skepnur dregnar á land og fylgjast með hvalskurðinum. Keikó Að halda því fram að ekki verði veiddur hvalur við ísland þótt Keikó komi til Eyja er út í hött. Reyndar er þetta Keikó-mál ein- hver mesta della sem rekið hefur á ijörur okkar íslendinga í háa herr- ans tíð. Eigendur háhymingsins hafa grætt í honrnn morð fjár en nú er hann hættur að trekkja og þá finna þeir upp á þessu snjall- ræði - að flytja hann heim i átt- hagana og safna til þess fé. Auð- vitað er þetta allt bullandi bis- ness en klætt í þann búning að þetta sé gert af umhyggju fyrir dýrinu. Hvilík hræsni. Ég skii hins vegar vel áhuga Eyjamanna á þessu máli. Þeir sjá þama möguleika á auknrnn ferðamannastraumi og miklum tekjum. Vonandi tekst þeim að hafa sem mest út úr Kananum en trúlega verður það að gerast fljótt því ekki er talið líklegt aö Keikó gamli tóri lengi við breyttar að- stæður. Fiskveiðar í hættu Nú hafa sum þeirra svokölluðu innhverfisvemdarsamtaka sem mest hafa hamast gegn hvalveiðum á undanfómum árum hafið mikla áróðursherferð gegn fiskveiðum. Haldi sjávarútvegsþjóðir áffarn undanlátssemi sinni gagnvart þessu liði gæti farið eins fyrir fisk- veiðum okkar og fór fyrir hvalveið- unum og það fyrr en margan grun- ar. Á því þurfa undanlátsmenn að átta sig. Guðjón Guðmundsson Skoðanir armarra Laun háskólaprófessora „Seint verður lögð nægilega mikil áhersla á mik- ilvægi þess að íslendingar eigi sterkan háskóla. Há- skóli íslands gegnir gmndvallarhlutverki við mennt- un þjóöarinnar og hefur unnð þar geysilega gott starf...Vonandi er þessi leiðrétting á launum prófess- ora til merkis um að hugarfarsbreyting sé að verða hér á landi til háskólans og hlutverks hans...Og í hugarfarsbreytingunni felst m.a. að ekki komi ffarn kröfur um að aðrar stéttir fylgi í kjölfarið og fái sömu launahækkanir, enda er hér um kjaraleiðrétt- ingu að ræða.“ Úr forystugreinum Mbl. 10. júlí. Málsvarar almennings „Það er enginn skipulagður áróður í gangi gegn Kára Stefánssyni persónulega eða íslenskri erfða- greiningu af hálfú læknasamtakanna. Málið snýst ekki um þetta, heldur um gagnagrunnsfrumvarpið sem lagt var fram í vor og er nú verið að endur- skrifa. Þar eru grundvallaratriði sem óásættanleg eru fyrir flesta lækna og vísindamenn. Við höfum viijað vera málsvari almennings í landinu og gæta hagsmuna hans til að tryggja að upplýsingar um heilsufar einstaklinga verði ekki misnotaðar." Guðmundur Björnsson í Degi 9. júlí. Nauðsynlegt lýðræðinu „Nú þegar umtalsveröur hluti íslenskra vinstri- manna hefúr afráöið að leita að nýjum sameiginleg- um tilverugrundvelli nærri miðju stjómmálanna er lýðræðinu nauðsynlegt að flokkamir í landinu skýri og skerpi helstu baráttumál sín. Ekki er unnt að líta á fyrirsjáanleg endalok Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennalista sem afinarkaðan pólitískan við- burð heldur mun áhrifa hans gæta í öllu stjómmála- lífi íslendinga." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 10. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.