Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 16
16* )enmng MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Landslagið innra með Nínu Una Dóra Copley og eiginmaður hennar, Scott Jeffries, segjast hafa misst allt álit á skemmtikraftinum Seinfeld þegar þeim er sagt af fúkyrðum hans um ísland. „And we used to like him" segja þau og grínast síðan með að þegar kunningjar þeirra hafi heim- sótt ísland séu þeir yfirheyrðir og vináttan síðan endurskoðuð í sam- ræmi við svörin. Þeir sem segja „æi það var svo kalt og engir skógar" eru ekki í náðinni eftir það. Engum leyf- ist að segja styggðaryrði um landið í þeirra eyru. Una Dóra er, eins og flestum er kunnugt, dóttir Nínu Tryggvadóttur og hún er hingað komin til þess að setja upp sýningu á verkum móður sinnar. Una segir að hún sé hálffegin því að foreldrar hennar skyldu rekn- ir frá Bandaríkjunum á sínum tíma þvi að sú er ástæðan fyrir því að hún er fædd hérna á íslandi. Það hefði ekki verið hálft eins spennandi að vera fædd í New York. „Mamma var líka svona ástfangin af íslandi," segir Una. „Ég man til dæmis eftir því þegar hún keypti íbúð hér og tók mig með sér til þess að sýna mér hana. Húsið var þá langt frá þvi að vera fullklárað en hún sagði: „Jæja, hvernig líst þér á?" Ég ætlaði að spyrja: „Hvar eru her- bergin?" en þá sá ég að hun var að horfa á Esjuna út um gluggann. Hún var í raun að kaupa útsýnið og þaö var aukaatriði að íbúð- in skyldi ekki vera tilbúin." „Mamma fór til íslands til þess að sækja eigur sínar rétt eftir að þau pabbi giftu sig en þegar hún kom til baka var þeim bannað að setjast að í Bandaríkjunum og hún beinlínis sett í fangelsi í nokkra daga vegna gruns um kommúnisma. Þetta var alveg fráleitt því að hún var fyrst og fremst listamaður og húmanisti en alls ekki virk í pólitísku starfi. Þó að foreldrar mínir og vinir þeirra hafi rætt pólitík eins og annað sem vakti áhuga þeirra þá voru þau ekki í neinum uppreisnarhug. Þetta var mömmu gríðarlegt áfall og allt var reynt til þess að ógilda úr- skurð nefndarinnar, meira að segja beittu valdamenn á íslandi áhrifum sínum og skrifuðu bréf þar sem þeir sóru af henni all- an kommúnisma en ekkert gekk." Þegar Nínu var loks leyft að fara inn í land- ið hafði eiginmaður hennar gert starfs- samning við sjúkra- hús á Englandi sem hann gat ekki hlaupist frá og enn þurfti hún að bíða. Una segir að foreldrar hennar hafi verið mjög óheppin aö vera ekki í Bandaríkj- unum á sjötta áratugn- um. Þá hafi blðmstrað áhugi fyrir sams kon- ar myndlist og þau höfðu verið að fást við og margir félaga þeirra oröið frægir. „Þeim leiddist samt alls ekki i Evrópu þó að Bandaríkin hefðu verið draumastaðurinn," segir Una. „Þau voru lagin við að koma sér í hringiðu hlut- anna og það gerðu þau líka í Evrópu. Það var alltaf mikið líf í kringum þau og mikið af fólki sem var að velta fyrir sér sömu hlutum og þau." Þema sýningarinnar er endurkoma Nínu til New York eftir útlegðina og þau verk sem hún gerði eftir 1960. Ein sjálfsmynd er af henni á sýningunni og Una segir þá mynd endurspegla tilhlökkun Nínu að flytja aftur til Bandaríkjanna. Mæ&gurnar Una og Nína á íslandi 1963. „Hún er eins og ný manneskja því að eftir 1960 var hún að gera það sem hana langaði virkilega til þess að gera. Á verkunum sem hún málaði 1965 má vel sjá að hún var ham- ingjusöm. Myndirnar eru svo litríkar og létt- ar. Þá hafði hún nýlega haldið sýningu á ís- landi og fengið feikigóð viðbrögð við því sem hún var að gera, sem var óvenjulegt með abstraktmyndirnar því að íslendingar vildu heldur sjá landslag og mannamyndir. Abstraktmyndirnar voru henni hjartfólgnar og ég held að hún hafi tekið nærri sér að þær féllu ekki í kramið. En þarna bar svo við að hún seldi öll verkin á sýningunni og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Eftir það málaði hún meðan ég var í skólanum var hún á vinnu- stofunni sinni en þegar ég kom heim þá varð hún mamma og hún var mjög góð mamma þó að hún skildi pensilinn aldrei við sig." segir Una og hlær. Þegar spurt er um nöfn einstakra verka segir Una að móðir hennar hafi ekki verið mikið fyrir að nefna verk sín. Hún hafi yfirleitt kallað þau „Abstraktsjónir nr.l, 2, 3..." og svo framvegis. Svo þegar hún varð þess vör að sýningargestir áttu oft erfitt með að ræða um verkin þegar þau hétu ekkert fór hún að gefa þeim nöfn. Stundum gerði hún það jafn- vel á leiðinni á sýninguna. „Mamma var svo mikið fyrir ein- faldleikann. Hún vildi hafa allt hreint, klárt og einfalt og átti mjög erfitt með að setja sig inn í suma hluti sem hún taldi óþarflega flókna. Ég man til dæmis eftir því að hún átti gamla saumavél, skrapatðl sem hún notaði mikið. Pabbi vildi létta henni störfin og keypti því nýtísku rafmagnsvél en mamma komst aldrei upp á lag með að nota hana. Hún gat bara ekki lært það. Hennar megineinkenni sem listamanns var líka það að hún vildi losna við hið ónauðsynlega. Hún lagði sig fram um að komast að kjarna hlutarins eða tilfinningar- innar sem hún var að fást við og vildi ekki sjá neitt óþarfa skraut í kring. Enda sést það á þessari sýningu. Hér er ekki pensildráttur sem má missa sín." Una segir að lokum að Nína hafi elskað ís- land og hún hafi aldrei orðið bandarísk en það megi ef til vill rekja til þeirrar stað- reyndar að hún var neydd til þess að yfirgefa Bandaríkin þegar það var ekki hennar vuji. Hún hafi hrifist mjög af íslenskri náttúru og Una Dóra me& sjálfsmynd af móöur sinni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. DV-mynd E.ÓI glaðlegar og bjartar myndir og hafði þá líka efni á litum sem voru dýrari en jarðlitirnir sem hún notaði annars mikið. Þó að þú eig- ir ekki peninga fyrir litum þýðir það ekki að þú getir hætt að mála. Sérstaklega ef þú ert listamaður eins og mamma var, sem málar af brennandi þörf á hverjum degi. Alla daga merki þess megi sjá á verkunum. „Mamma talaði líka svo oft um landslagið innra með sér. Þó að myndir hennar séu abstrakt finn- ur maður nærveru landslagsins og það landslag er íslenskt. Á því leikur enginn vafi." Dramatík við Öskjuvatn Mál og menning hefur sent frá sér bókina Ráðgátuna eftir Geirrit Jan Zwier en bókin er byggð á sannri sögu um hvarf tveggja þýskra vís- indamanna sem voru við rannsóknir á Öskjuvatai árið 1907. Ári síðar kom i unnusta annars hinna horfnu til ís- lands til þess að grafast fyrir um ör- lög hans og reisti að lokum vörðu til minningar um mannsefni sitt. í sögu- legri skáldsögu Zwiers er heimsókn unnustunnar uppistaðan en jafn- framt er þess freistað að varpa Ijósi á ferö Þjóðverjanna og leysa ráðgátuna um mannshvörfm. Að auki geymir sagan frjóa sýn útlendings á ísland og íslendinga. Höfundurinn Gerrit Jan Zwier er hollenskur mannfræðingur og þekkt- ur rithöfundur sem hefur m.a. skrif- að fjölda ferðabóka. Um Eyrarbakkahrepp Út er komin bókin Margur í sand- ! inn hér markaði slóð — Eyrarbakka- hreppur 1987—1998 eft- ir Ingu Láru Baldvins- dóttur sagnfræðing. í bókinni, sem er einkar falleg, eru 50 Ijósmynd- ir og jafnmargir þættir. Þættirnir eru helgaðir atvinnu- og félagslífi í sveitarfélaginu á því 101 ári sem Eyr- arbakkahreppur var við lýði og með- al efnis má nefna þætti um stofnun hreppsins, verkalýðsfélög, hafnargerð og bindindisfélög. Auk þess er í bók- inni hreppsnefndarmannatal, odd- vitatal og sveitarstjóratal. Útgefandi er Sjóminjasafnið á Eyr- arbakka. Annar Rimbaud Eins og margir vita var Arthur Rimbaud skáld i Frakklandl á nítj- ándu öld og orti þar ódauðleg hóð sem menn halda enn ekki vatni yfir. Hann er oft talinn tilheyra mýtunni um skáld sem dóu ung þó aö hann hafi ekki dáið neitt sérlega ungur heldur tekið sig upp tvítugur, hætt að yrkja og fariö til Afriku. Þar byrjaði hann aö braska með hitt og þetta og þóttist ekkert kannast við fortíð sina. Þegar hann var spurður sagði hann ritverk sin bernskubrek og afgreiddi frægt ástarsamband sitt við skáldiö Paul Verlaine sem fyllirísrugl. Nú er komin út bók eftir Charles Nicholl sem ber heitið Somebody Else og vísar þar til fleygustu orðanna úr skáldskap Rimbauds „Je est un autre" eða „ég er ann- ar". Nicholl heldur því nefnilega fram aö á Afríkuárun- um hafi annaö sjálf Rimbauds látið á sér kræla. Heimildir hans eru bréf drengsins til móður sinnar og vitnis- burður annarra sem bröskuðu í Afr- íku en lif Rimbauds þar mun hafa verið hörmulega óspennandi og veru- lega ólíkt bóhemlífinu sem hann lifði fyrir tvítugt. Hann viröist hafa ein- beitt sér að peningum og daglegu amstri og samkvæmt bréfunum las hann ekki einu sinni blöðto. í einu bréfinu til mððurinnar segist hann vinna eins og húðarklár og ástæður þess að hann skrifi henni ekki oftar séu þær að hann sé alltaf útkeyrður og svo gerist bara ekki neitt sem hægt sé að skrifa um. í umfjöllun um bókina i Weekenda- visen segir Benni Bodker að eltingar- leikurinn við Rimbaud í Afriku minni einna helst á leynilögreglu- sögu. Þó varpi hún nokkru hosi á ástæðurnar fyrir útlegðinni og þrálát- um mýtum um Rimbaud sé þar líka blessunarlega eytt, eins og þeirri að hann hafi notað ævikvöldið til þess að versla með þræla. w, X i w w \ Umsjóti Þórunn Hrefna i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.