Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 17 ^ I>V Fréttir 5 Evrópskar reglur bæta íslenska flugmenntun: Flugskóli íslands hf. stofnaður - sóknarfæri á erlenda markaði fyrir íslenska flugskóla Flugskóli íslands hf. var form- lega stofnaður í nýliöinni viku. Stofnun hans er liður í róttækri endurskipulagningu flugmenntunar á íslandi. Að skólanum standa, auk ríkis með fjórðungshlut, flugfélögin Flugleiðir og Atlanta, íslandsflug og Flugfélag íslands og flugskólarn- ir Flugtak og Flugmennt. Nú þegar hafa horist hlutafjárloforð fyrir 27 millj. kr. Stefnt er að því að auka hlutaféð síðar. Tilgangurinn með þessu breytta eignarformi skólans, en hann var áður allur í eigu ríkis, er að uppfylla kvaðir sem settar eru í evrópskum reglum. Samkvæmt þeim má ríkið ekki eiga nema fjórð- ungshlut. Þetta er liður í því að skólinn uppfylli ákveðin skilyrði svo nemendur þaðan geti fengið evr- ópsk flugskírteini. Einn öflugur skóli „Kröfur um flugmenntun eru si- fellt að aukast," segir Guðlaugur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugtaks, eins hluthafa skólans. Hann situr í skólastjórn ásamt Jens Bjarnasyni, flugrekstrarstjóra hjá Flugleiðum, og Haraldi S. Kristjáns- Guölaugur Sigurösson, framkvæmdastjóri Flugtaks og einn stjórnarmanna í nýjum Flugskóla íslands hf. DV-mynd S Grundarfjörður: Handverksmiðjan Rún endurvakin DV.Vesturlandi: Þær Hrafhhildur Jóna Jónas- dóttir og Björk Stefánsdóttir hafa endurreist Handverksmiðjuna Rún í Grundarfirði og er hún til húsa að Eyrarvegi 20. Þar eru framleiddir munir úr tré. „Það sem varð til þess að við fórum út I þetta er áhuginn á ís- lensku handverki. Okkur vantaði líka eitthvað að starfa við sem við gætum unnið heima án þess að vera mjög bundnar við það. Við erum aðallega að framleiða muni úr tré og þetta er vinnustof- an okkar," sögðu þær stöllur. Þeim hefur gengið vel og tals- verð sala hefur verið á munum þeirra. Verkin eru til sölu og sýn- is í Gallerí Grúsk í Grundarfirði. Auk þess eru þau seld í blóma- búð á Húsavík og i verslun í Reykjavík. „Við höfum til dæmis verið að búa til sérstaka hluti fyrir fólk. Ef fólk er með hugmyndir þá er það velkomið til okkar og við reynum að vinna úr hugmynd- unum eins og við mögulega get- um. Við erum til dæmis að merkja öll herbergin á Hótel Framnesi, nýja hótelinu hér í Grundarfirði," sagði Hrafnhildur Jóna við DV. -DVÓ ÍAmerísk leiktæki vönduð og ódýr. 3ja stiga, tjald, 3 rólur, rennibraut, sandkassi. Stærð: 5,10 x 4,50 m. Aætlað verð 138 þús. (án vsk.) fc Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir og Ásdís Björk Stefánsdóttir í Handverksmiöj- ^ unni Rún. DV-mynd ITB * Blönduós: ! Nýtt gallerí „Við erum mjög ánægðar með opun gallerísins, það komu 80 manns á fyrsta degi," sögðu þær Þórunn Herdís Hinriksdóttir og Sig- ríður Hjaltadóttir en þær opnuðu gallerí fyrir skömmu í Ljósvakahús- inu á Blönduósi. „Við verðum með ýmislegt á boð- stólum fyrir þá sem vilja föndra og gera eitthvað sjálfir. Svo seljum við peysur og það sem fólk er að gera heima hjá sér. Það eru margir snill- ingar víða um landið sem kunna að Þórunn Herdís Hinriksdóttir í föndra," sögðu þær við opnun gall- blómahafi er hún opnaöi galler-íiö erísins sem hefur vakið töluverða meo Sigríöi Hjaltadóttur frá Sól- athygli á Blönduósi og víðar. bakka í Víöidal. DV-mynd G. Bender Tjald, 3 stigar, 2 rólur, 1 kaðalstigi, rennibraut, sandkassi. . Stærð: 6,60 x 3,0 m. Aætlað verð 118 þús. (án vsk.) Tjald, 3 stigar, 3 rólur, kaðalstigi, rennibraut og sandkassi. Stærð: 5,70 x 3,60 m. Aætlað verð 98 þús. (án vsk.) Einnig minni tæki „pony", verð frá 48 þús. (án vsk.) Öll tækin eru auðveld íflutninguoguppsetningu. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22, sími 544 - 5990 syni, skrifstofustjóra samgöngu- ráðuneytisins. „Þeir sem læra flug i dag þurfa að taka bókleg námskeið á einum stað og verkleg á öðrum. Með stofnun hins nýja Flugskóla ís- lands hf. fer allt flugnám fram á einum stað. Við ætlum okkur að geta útskrifað nemendur með JAA- skírteini. Handhafi þess fær viður- kennda menntun sína alls staðar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta gefur flugnemum aukna atvinnu- möguleika og einfaldar þeim að vinna erlendis. Til þess að geta gefið út þessi skirteini þurfum við að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau varða próf, prófgögn, menntun kennara og kennsluhúsnæði. Þá er fyrirhugað að skólinn kaupi fullkominn flug- hermi. Til þess að geta uppfyllt þessi skilyrði tökum við höndum saman og stofnum hinn nýja Flug- skóla íslands hf. Við vonumst til þess að geta útskrifað nemendur héðan með evrópsk skírteini árið 2000." Ætlunin er að þrír verði i fullri vinnu sem starfsmenn skól- ans. Þá munu 35 verða viðriðnir kennslu og gert er ráð fyrir að um 80 nemendur sæki skólann á ári til þess að óðlast atvinnu-, blindflugs-, kennara- og flugstjórnarréttindi. Sóknarfæri fyrir ísland Guðlaugur segir að með stofnun hins nýja skóla og viðurkenningar hans af hálfu evrópskra aðila opnist sóknarfæri. Það auðveldi úflending- um að læra flug hérlendis. „ísland hefur mikið upp á bjóða fyrir flugnema, sérstaklega ef þeir fá próf sem er viðurkennt í Evrópu. Hér- lendis er ódýrara að læra að fljúga en í flestum Evrópuríkjunum. Þá býður landið upp á marga flugvelli og veðurfarslegar aðstæður sem eru krefjandi." Þannig telur Guðlaugur að hljóti hinn nýi skóli evrópska viðurkenningu verði íslendingar vel samkeppnisfærir í flugkennslu i Evrópu. -JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.