Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Hestar DV Grýlukertin bráðnuðu í Eyjafjarðarsólinni Þegar hestamenn lásufyrstu veöurspár fyrir landsmótiö fengu menn grýlukerti á nefið ogfyrstu dagana virtust spár œtla aö rœtast. Á þriöjudegi hellirigndi, á miövikudegi var rok og kuldi. Útlendingar sem bjuggu í tjöldum vöknuðu eina nóttina er kuldaboli leit inn í tjaldiö hjá þeim og frostrósir sáust aö utan. Eftir þaö batnaöi veöriö og varð Ijómandi gott undir lokin. Dagskráin var rúmgóö og stóöst mjög vel og gaf fólki tœkifœri á aö hittast og rœöa málin. Spár um topphross rœttust aö mestu þó svo aö nokkrir knapar hafi orðið fyrir vonbrigöum meö útkomuna hjá sér. Hvort framfarir hafi oröiö miklarfrá landsmótinu á Hellu er álitamál. Breiddin er meiri og nokkur topphross vöktu mikla athygli, ekki endilega þau sem stóðu efst heldur og önn- ur vígaleg ganghross. Þegar upp er staöiö verða þau efst í minningunni. Meirihluti kynbótahrossa hækkaði verulega „Þaö er tilfínning mín að kynbóta- hross hafi lækkað á fyrsta degi á landsmótum en hækkað síðar í yfir- litssýningu," segir Kristinn Hugason kynbótahrossadómari. Það gekk eftir því meirihlutinn lækkaði í fyrstu dómum á landsmót- inu á Melgerðismelum en á yfirlitssýn- ingu rifu þau sig upp og þegar upp er staðið hækkuðu 54 af þeim 98 hrossum sem mættu í dóm, 14 stóðu í stað og 11 lækkuðu. Einungis 6 af þeim 104 hrossum sem áttu þátttökurétt mættu ekki. 2 sáust ekki á staðnum en hin 4 kepptu í öðr- um greinum. Töluvert var um sætaskipti en flest þeirra hrossa sem komu í efsta sæti héldu sínu sæti. Ailir efstu stóðhestamir héldu sínu sæti, Hamur frá Þóroddstöðum í 6 v. flokknum, Númi frá Þóroddsstöðum í 5 v. flokki og Hrafn frá Garðabæ í 4 v. flokknum, og hjá hryssunum varð ein- ungis breyting hjá 5 v. hryssunum en þar skaust Þoka frá Hólum i toppsæt- ið. í 6 v. flokknum hélt Vigdís frá Feti sinu sæti og stallsystir hennar, Lokka- dís frá Feti, varð önnur og í 4 v. ílokknum var Bella frá Kirkjubæ efst sem fyrr. Framfarir milli móta voru hlutfalls- lega bestar hjá yngstu hryssunum sem sést á því að átta þeirra hækkuðu en einungis tvær lækkuðu og fóru þrjár þeirra yfir 8,00 í aðaleinkunn. Ef litið er á lands- mótslágmörk sést að 51 hryssa náði lands- mótslágmarki í sínum flokki en 9 fóru undir mörkin og 31 stóðhestur náði landsmótslágmarki en 7 fóru undir. Hross Hækkuðu Jafn Lækkuðu Samtals 6 v. hryssur 17 8 12 37 5 v. hryssur 8 0 5 13 4 v. hryssur 8 0 2 10 Samtals 33 8 19 60 6 v. graddar 7 3 5 15 5 v. graddar 7 1 5 11 4 v. graddra 7 2 3 12 Samtals 21 6 11 38 Kynbótahross með afkvæmum Heiðursverðlaunastóðhestar 1. Stígandi frá Sauðárkróki Faðir: Þáttur frá Kirkjubæ. Móðir: Ösp frá Sauðárkróki. 124 stig fyrir 64 dæmd afkvæmi. 1. verðlauna stóðhestar 1. Kraflar frá Miðsitju Faðir: Hervar frá Sauðárkróki. Móðir: Krafla frá Sauðárkróki. 131 stig fyrir 21 dæmt afkvæmi. 2. Oddur frá Selfossi Faðir: Kjarval frá Sauðárkróki. Móðir: Leira frá Þingdal. 127 stig fyrir 19 dæmd afkvæmi. 3. Svartur frá Unalæk Faðir: Hrafn frá Holtsmúla. Móðir: Sera frá Eyjólfsstöðum. 124 stig fyrir 25 dæmd afkvæmi. 5. Baldur frá Bakka Faðir: Náttfari frá Ytra-Dalsgerði. Móðir: Sandra frá Bakka. 123 stig fyrir 34 dæmd afkvæmi. 6. Sólon frá Hóli Faðir: Náttfari frá Ytra-Dalsgerði. Móðir: Blesa frá Möðrufelli. 122 stig fyrir 22 dæmd afkvæmi. 7. Hektor frá Akureyri Faðir: Hervar frá Sauðárkróki. Móðir: Tinna frá Akureyri. 121 stig fyrir 23 dæmd afkvæmi. 8. Hjörtur frá Tjöm Faðir: Kjarval frá Sauðárkróki. Móðir: Fiðla frá Snartarstöðum. 127 stig fyrir 16 dæmd afkvæmi. 4. Toppur frá Eyjólfsstööum Faðir: Dreyri frá Álfsnesi. Móðir: Snegla frá Tjöm 120 stig fyrir 26 dæmd afkvæmi. Heiðursverðlaunahryssur 1. Krafla frá Sauðárkróki Faðir: Gustur frá Sauðárkróki. Móðir: Perla frá Reykjum. 123 stig fyrir 5 dæmd afkvæmi. 2. Sandra frá Bakka Faöir: Hrafn frá Holtsmúla. Móðir: Hetja frá Páfastöðum. 122 stig fyrir 7 dæmd afkvæmi. 3. Gyðja frá Gerðum Faðir: Ófeigur frá Flugumýri. Móðir: Tinna frá Kópavogi. 122 stig fyrir 6 dæmd afkvæmi. 4. Kolbrá frá Kjamholtum Faöir: Hrafn frá Holtsmúla. Móðir: Glókolla frá Kjamholtum. 122 stig fyrir 6 dæmd afkvæmi. Davíð Matthíasson, öruggur sigurvegari í ungmennaflokki á Prata. Hryssan Kringla frá Kringlumýri og Sigurður Sigurðarson gerðu góða ferð úr Mosfellsbæ og sigruðu í töltkeppninni og B-flokki gæðinga. Dv-myndir E.J. Sviptingar — vonbrigði — gleði Gæðingakeppni landsmótsins bauð upp á litróf tilfinninga. Vonbrigði að detta út í fyrstu um- ferð, gleði að komast inn, vonbrigði að detta út í annarri umferð og áfram var haldið. Eftir forkeppni, þar sem fjórir gæð- ingar vom sýndir í einu á brautinni, stóðu einungis 20 gæðingar eftir og fóru þeir í milliriðil. Þar fékk hver hestur að spreyta sig einn í brautinni og voru þar valdir þeir tíu bestu í úrslit. Töluverðar sviptingar voru miHi forkeppninnar og miHiriðilsins og komst einungis í úrslit 31 gæðingur af þeim 50 sem skipuðu tíu efstu sætin i hverjum flokki. Mest voru afTóllin í bamaflokki en þar duttu 5 gæðingar út. Það út af fyr- ir sig þarf að skoða betur. Vonbrigði Fáksmanna voru mikil í B-flokki en þeir misstu þrjá gæðinga út úr tíu efstu sætunum eftir keppni í miUiriðli, þar af Valíant, sem stóð efstur á Hvítasunnukappreiðum Fáks í vor. Valíant hefur verið meiddur og gat ekki beitt sér sem skyldi. í B-flokknum voru sviptingarnar einnig á toppnum en þar hirti stóð- hesturinn Þokki frá Bjamanesi verð- launin fyrir efsta sætið eftir keppni í miUiriðli af 1. verðlauna hryssunni Kringlu frá Kringlumýri en í úrslitum náði Kringla efsta sætinu aftur. Hún sigraði því á tveimur vígstöðum á landsmótinu en kvöldið áður sigruðu Kringla og Sigurður Sigurðarson í tölti. Töluvert hefur verið spurt um hryssuna, hvort hún sé til sölu og vafasamur fréttaflutningur tiltók að boðnar hefðu veriö í hana 15 miUjón- ir. Þessu neitaði eigandinn og sagði engar tölur hafa verið nefndar. í A-flokknum var Galsi í efsta sæti á öUum þremur dómstigum. Senni- lega hefur keppni í A-flokki ekki ver- ið jafnari og sterkari á landsmóti en hver þeirra gæðinga sem var sýndur var glæsUegm- fuHtrúi síns félags. í ungknapaflokkunum var um sætaskipti að ræða nema í ungmenna- flokki en þar stóð sem öruggur sigur- vegari Prati og Davíð Matthíasson. Mikil keppni var í úrslitum í ung- mennaflokki og duttu af skeifm- tveggja keppenda. Annar þeirra, Sig- urðm HaUdórsson, fékk ásetuverð- laun. í unglingaflokki kom veltuhestm- inn Manni frá Vestri-Leirárgörðum á óvart. Hann var í 2. sæti eftir for- keppni en 1. sæti í miUiriðli og því sæti hélt hann aUa leið. Manni lenti í miklu umferðarslysi á leiðinni á mótstað og fór kerran með honum margar veltur. Knapi á honum var Karen L. Mart- einsdóttir. Hún fékk einnig ásetuverð- laun sem voru gefm í minningu Ei- ríks Guðmundssonar sem lést í vor en Daniel I. Smárason hlaut prúð- mennskuverðlaun í unglingaflokki. í barnaflokki voru knapar með góð hross. Börnum er i sjálfsvald sett hvort þau sýna brokk eða tölt í úrsUt- um en öU sýndu tölt sem er framfór frá síðasta landsmóti. Sonja L. Þóris- dóttir, sem varð að hætta keppni eftir að hryssan hennar, Öld, veiktist, fékk ásetuverðlaun í barnaflokki sem eru sárabót. Athygli vakti hve margir stóðhest- ar kepptu í gæðingakeppninni. Að minnsta kosti 47 hestar, sem hafa verið leiddir í dóm sem stóðhest- ar, voru þátttakendur og komust 8 þeirra í úrslit, þar af 6 í A-flokki. 128 hryssur væru skráðar í aUa flokka gæðingakeppninnar, margar með 1. verðlaun. Það er athyglisvert að engin þeirra komst í úrslit í A- flokki og einungis ein í B-flokki. Ásetuverðlaun FT hlutu Leó G. Amarson og Atli Guðmundsson. Hryssurnar Vigdís og Lokkadís frá Feti voru í toppsætunum i flokki 6 vetra hryssna og Hylling frá Korpúlfsstöðum í 3. sæti. Knapar eru frá vinstri: Er- lingur Erlingsson, Guðmundur Björgvinsson og Guðmundur Einarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.