Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Eldgos Þeir sem vilja vita allt um eldgos og ýmsar aðrar jarð- hræringar ættu að athuga hvað heimasíðan http://volcano.und.nodak.ed u hefur upp á að bjóða. Heimsins verstu bíó- myndir Áhugamenn um lélegar bíó- myndir geta nálgast ýmsan fróðleik um hörmulegustu afurðir kvikmyndasögunnar á heimasíðunni http://www.ohthehuman- ity.com Klósettskrift Bókmenntir ritaðar á salem- isveggi hafa oft á tíðum verið vanmetnar af fræðingum. Snilldin er þó oft til staðar eins og sjá má á http://home.eart- hlink.net/~thehead Þýðingarvál Á heimasíðunni http://www.rinkworks.com/ dialect er hægt að slá inn setn- ingar á ensku og fá þær þýddar á ýmsar athyglisverðar mál- | lýskur. Afsakaðu mig á meðan ég... Jimi Hendrix söng: „Excuse me, while I kiss the sky“ í den, en mörgum heyrist hann segja „Excuse me, while I kiss this guy“. Þeim er tileinkuð heima- síðan http://www.kisst- hisguy.com þar sem skráð er hvernig fólk hefur misskilið lagatexta. Vond byrjun Hvernig á ekki að byrja skáldsögu? Heimasíðan t http://www.bulwer- lytton.com veitir fjöldann all- an af svörum við þeirri spurn- ingu. á yfirmannin- Þeir sem eru orðnir þreyttir á yfirmanninum komast að því að þeir eru ekki einir í heimin- um ef þeir skoða http://www.myboss.com Löggusamtö! Það gerist margt á lögguvakt- inni í New York, Los Angeles og á fleiri stöðum. Ef þú vilt hlera löggutalstöðvar í þessum borgum þá geturðu farið á http://www.policescann- er.com og hlustað á beinar út- sendingar i RealAudio. Fjarlægðir Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hve langt sé á milli Chicago og Jakarta? Eða einhverra tveggja staða? Svarið færðu á http://www.indo .com/distance -KJA Könnun á tölvuglæpum: Meðalfyrirtæki verður fyrir 15 árásum árlega - í fæstum tilfellum uppgötvast glæpurinn Hvað eru þeir margir? Samkvæmt nýlegri könnun alrik- islögreglunnar FBI og Tölvuöryggis- stofnunarinnar í Bandaríkjunum (Computer Security Institute) eru tölvuglæpir ótrúlega algengir um þessar mundir. Tölvukerfi meðaifyr- irtækis þar í landi verður fyrir 12 til 15 árásum tölvuglæpa- manna (hakk- ara) á ári hverju. Af þeim 563 fyrirtækjum sem svöruðu könnuninni sögðu 73% að hakkarar hefðu komist inn á tölvu- kerfi sín. Auk þeirra sögðu 18% svarenda að þeir hefðu ekki hugmynd um hvort eða hversu oft ráð- ist hefði verið inn í tölvukerfí sín. Að sögn DISA-stofnunarinnar (Defense Information Systems Agency) í Washington, sem stendur fyrir „prufuinnrásum" í ýmis fyrir- tæki og stofnanir til að kanna öryggi tölvukerfa þeirra, er ástandið ekki gott. Sum fyrirtæki standa svo illa að öryggismálum að þau verða að- Áhugamerm Efni i atvinnuhakkara Tölvuglæpamenn á heimsmælikvarða eins vör við 2% þeirra tölvuárása sem þau verða fyrir. Að auki segir DISA að ýmsar opinberar stofnanir verði ekki varar við nema 30% árása, þó svo menn séu sér meðvit- andi um nauðsyn þess að halda glæpamönnum fyrir utan tölvukerfi sin. Winn Shcwartau, einn eig- enda fyrir- tækisins The Security Ex- perts, segir lítið vanda- mál að upp- götva sumar árásir eins og t.d. „tölvu- póstsprengj- ur“ og vírusa. Hins vegar geti fá fyrir- tæki tekið eft- ir eða komið í veg fyrir skipulagðar árásir atvinnutölvu- glæpamanna. Á grafinu hér til hliðar má sjá að sem betur fer eru „at- vinnuhakkarar" fremur lítill hluti allra þeirra sem fremja tölvuglæpi í dag. En á móti kemur að geysilega erfitt er að verjast þeim bestu. Fyrir- tæki Shcwartaus ræðst inn í tölvu- kerfi viðskiptavina sinna til að frnna galla í öryggiskerfi þeirra. „Á síðustu árum höfum við gert um 2.300 árásir. Einungis tvisvar hefur okkur mistekist að komast í gegnum varnir við- komandi tölvukerfa," segir hann. Til eru nokkrar tiltölulega augljósar vísbendingar um að óprúttnir aðilar séu búnir að brjótast inn í tölvukerfí og gera þar einhvern usla. Ef t.d. erfiðlega gengur fyrir lögmæta notendur að tengjast kerfinu, hvort sem er á vinnustað 1 með inn- hringisambandi, getur það bent til myrkraverka. Óeðlileg „hrun“ á tölvukerfum, óleyfilegar breytingar á hugbúnaði eða kerfismöppum og mikil virkni tölvukerfisins þegar engir þekktir notendur eru tengdir því benda einnig til hins sama. „Án talsvert umfangsmikils örygg- iskerfis getur enginn verið öruggur um að tölvukerfi þeirra séu laus við ágengni tölvuþrjóta," segir Schwartau. „Eins og staðan er í dag vita mörg fyrir- tæki ekki einu sinni af því að glæpamenn séu komnir inn á tölvukerfi þeirra og valsi þar um á skitugum skónum." - KJA Byggt á Computerworld Tæknin var eitthvaö aö stríöa Kasparov á síöasta ári en á þessu ári ætlar hann aö stríöa öörum skákmönnum meö hjálp tækninnar. ^ Kasparov opnar heimasíðu Viltu skora á stórmeistara? Garry Kasparov, sem flestir telja besta skákmann heims i dag, opnar innan skamms heimasíðu á Netinu þar sem áhugamenn um skák munu finna margt við sitt hæfi. Gríska fyrirtækið HellasNet mun sjá um hönnun og viðhald heimasíðunnar. Eins og mönnum er enn i fersku minni tapaði Kasparov skákeinvígi sínu við tölvuna Dimmblá á siðasta ári. Hann lét það fara talsvert í taugarnar á sér þá en hefur nú ákveðið að snúa blaðinu við og taka tæknina í sina þjónustu. Á heima- síðu hans munu skákáhugamenn geta fylgst með ýmsum skákein- vígjum í beinni auk þess sem mögu- legt verður að skora á ýmsa stór- meistara að tefla eins og eina Net- skák. Heimasíðan, sem opnuð verður í október, mun bera nafnið Kasparov- klúbburinn (Club Kasparov). Fyrsti viðburðurinn á síðunni verður skákeinvígi milli Kasparovs og Al- exeis Shirovs og verður gaman að sjá hvemig skáksnillingamir taka sig út á Netinu. Slóðin á heimasíðu Kasparov- klúbbsins er www.clubka- sparov.org. -KJA Byggt á cdmag.com Netviðskipti lítil í Evrópu Um 85% þeirra fjármuna sem notuð voru til verslunar á síðasta ári á Net- inu fóru til Bandaríkjanna. Evrópsk fyrirtæki standa langt aö baki þeim bandarísku vegna þess að þau hafa hvorki nægilegan stuðning frá stjórn- völdum né iðnaðinum í heild. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um net- viöskipti í Evrópu. Helstu ástæður þessa eru að tölvunotkun er ekki jafn almenn í Evrópu og Bandarikjunum. Hátt verö á töivum og símatenging- um ræður miklu um það. Að auki bætist við hræösla Evrópubúa um aö öryggi sé ábótavant á Netinu og vandræöi sem skapast vegna fjölda tungumála og mismunandi “ gjaldmiðla. Netfyrirtæki í sókn Undanfariö hafa bandarísk fyr- irtæki, sem starfa á Netinu, veriö í geysilegri sókn á verö- bréfamörkuðum. Ástæðurnar eru mikii aukning á viðskipt- um sem fara fram á Netinu og risa- samningar netfyrirtækjanna viö ýmis fjölmiölafyrirtæki. Fyrirtæki sem eru í mikilli sókn um þessar mundir eru Yahool, Amazon.com og Netscape Communications. En fyrirtækiö sem hvað mest sækir í sig veöriö heitir DoubleClick Inc. Þaö jók gildi hluta- bréfa sinna úr 50 Bandarikjadölum í 64 á einum degi í síðustu viku í kjöl- far þess að fyrirtækið tilkynnti að það heföi aögang að þriöja stærsta not- endahópnum á Netinu. Aðeins Ya- hoo! og America Online geta státað sig af stærri notendahópum. Frk. Croft loks á skjáinn Paramount Pictures nappaöi kvik- myndaréttinum á Tomb Raider, ein- um alvinsælasta tölvuleik allra tíma, fyrir skömmu. Fyrirtækið hefur ákveð- iö að kvikmyndin verði leikin og ekki farið út í að gera kjánalega ævintýra- teiknimynd eins og margir aðdáend- ur Löru Croft höfðu óttast. Búiö er að ráða reynda framleiðendur hasar- mynda til að koma flottasta fornleifa- fræöingi í heimi á hvíta tjaldið. Þetta eru þeir Larry Gordon og Lloyd Levin en þeir hafa myndir eins og Field of Dreams, 48 hrs., Die Hard log 2, Predator 1 og 2,og Event Horizon auk fjölda annarra mynda á afrekaskrá sinni. Og svo þarf bara aö leggja hugann í bleyti: Hvaða leikkona á jaröríki getur mögulega tekist á við aðalhlutverkið? Margmiðlunar- koppafeiti Nú gengur Grease-æöi yfir landiö ööru sinni og því ætti aö gleöja marga að f tilefni 20 ára afmælis kvikmyndar- innar veröur gefinn út margmiðlunar- diskur. Hann mun innihalda alla tón- list úr kvikmyndinni auk þess sem textar, atriöi úr myndinni og fleira skemmtilegt fýlgir á tölvutæku formi. Búiö er aö hljóðvinna tónlistina upp á nýtt og friska upp á hana stafrænt. Þeir sem vilja vita meira um máliö geta kíkt á heimasföuna http://www.greasemovie.com -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.