Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 29 4 *4 b U3J1U VS) Netið veldur byltingu í atvinnumálum: Úr jakkafötunum í stuttbuxurnar Nútímatækni gerir fólki kleift aö vinna flókna tölvuvinnu á meðan það flatmagar á ströndinni. í afskekktu kaffi- húsi í bænum Gualala á Mendocino-strönd- inni í Kalifomíu skipt- ast eigendurnir Pat Kelly og Bonnie Si- mons á um að skenkja gestum kaffi og is. Þegar lítið er að gera vinda þau sér svo í að leysa 2000-vandamálið fyrir stórt hugbúnað- arfyrirtæki sem er í 200 km fjarlægð. Fyrir fimm árum ákváðu þau að segja skilið við stórborgar- lífið í San Francisco og flytja í sveitina. Þar með sögðu þau þó ekki skilið við frama sinn á hugbúnaðarsviðinu. Góð nettenging á Mendocino-ströndinni gerir þeim nú kleift að vinna að hugbúnaðargerð á bak við þunnt tjald sem skilur að kaffihúsið og skrifstofuna. Engin þörf er lengur á að ösla í gegnum mannþröngina klukkan 8 að morgni til að komast í rándýrt skrifstofuhúsnæðið á 14. hæð. Þau hafa góðar tekjur af að búa til ýmis forrit á ferðatölvur sínar fyrir Forecross-fyrirtækið um leið og draumur þeirra um að búa við hina fallegu norðurströnd Kaliforn- iu rætist. En þau em ekki eina dæmið um fólk sem skiptir jakkaföt- unum út fyrir stuttbuxurnar. Hin 130 km langa Mendocino-strönd hef- ur oft verið kölluð Silicon-ströndin vegna þess hve stór hluti íbúanna nýtir sér tölvur í hinu daglega lífi. Um 3.600 tölvin- eru í notkun á ströndinni en heimilin þar em ein- ungis 6.000. „Fólk heldur eflaust að hér búi bara sveitalubbar en raunin er að á Mendocino þrífst hátækni- iðnaður sem jafnast á við það besta í stórborgunum," segir einn ibú- anna. Ótrúleg breyting Þannig hefur net- og tölvuvæðing- in breytt daglegu lifi á Mendocino geysilega mikið á einungis örfáum árum. Strandbúar unnu áður aðal- lega við fiskveiðar og skógarhögg sem hafði ekki gefið mikið í aðra hönd. Þegar ákveðið var fyrir fjór- um árum að leggja út í nokkuð öfl- uga en kostnaðarsama tölvuteng- ingu strandarinnar við umheiminn áttuðu sennilega fæstir sig á því hve mikil áhrif það myndi hafa á þetta litla samfélag. Saga Mendocino-strandarinnar gefur okkur innsýn í það hvemig áframhaldandi netvæðing og bætt tækni í þessum efnum getur haft mótandi áhrif á búsetu og lífsmáta fólks í framtíðinni. Fólk er ekki lengur jafn bundið við viðskipta- hverfi stórborganna og áður sem þýðir að draga mun úr flutningi fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Við sem búum hér í landfræði- legri einangrun á klakanum getum ekki annað en glaðst yfir þessari þróun. í framtiðinni verður mun auðveldara fyrir íslendinga að starfa á alþjóðlegum vinnumarkaði án þess að þurfa nokkurn tímann að flytjast af landi brott. -KJA Byggt á San Francisco Examiner. Nýstárleg lausn á 2000 vandanum: Spurning um stærðfræði - ekki dagsetningar Þó lausn Allens Burgess virki ekki á öll tölvukerfi sem munu koma til með að lenda í vandræðum vegna „2000-vand- ans“ vel þekkta þá kemur hún sér vel í mörgum tilfellum. Lausn hans er ný- stárleg og hann lýsir tilkomu hennar svona: „Ég hreinlega vaknaði nótt eina með hugmyndina í kollinum. Ég sá vandamálið í nýju ljósi. Þetta er ekki spurning um dag- setningar heldur stærðfræði. Við þurf- um einfaldlega að nýta okkur stærð- fræði við lausn 2000 - vandans." í kjölfarið vann fyrirtækið Data In- tegrity hugbúnað sem kallast „Árþús- undalausnin" (Mil- lenium Solution) og verður notuð af fyrir- tækjunum Citibank, Credit Suisse, First Boston, NationsBank auk annarra. Þessi einfalda lausn hefur, svo dæmi séu tekin, gert Citi- bank kleift að prófa og laga á einum degi hugbúnað sem annars hefði tekið einn mánuð að laga. Ein helsta virkni „Ár- þúsundalausnarinnar" er að leita að útreikning- um í hugbúnaði. Ef dag- setning sem byggist að- eins á tveimur tölum úr ártali er hluti af útreikn- ingum gripur „Lausnin" inn í og bætir ákveðnum þáttum við útreikning- ana til að þeir verði rétt- ir. Eftirfarandi dæmi sýnir hvemig farið er að. Við ætlum að finna út aldur manns árið 01 (þ.e. 2001) og segjum sem svo að hann sé fæddur 67 (þ.e. 1967). Útreikning- ar tölvunnar veröa þá 01 - 67 = -66. Þá kemur „Ár- þúsundalausnin" til skjalanna og bætir við 50. Og svo aftur 50 (af því tölvan ræður aðeins við tveggja stafa ártöl). Svarið verður þá: 34 ára gamall. -KJA Byggt á USA TODAY GRUÍIDIG • Bílageislaspilari með RDS • Útvarp og stöðvaminni • 4 x 40 watta magnari • Loudness • Þjófavörn ofl. ORYGGIÐ ER LYKILATRIÐI SCD3390 Sjónvarpsmiðstödin 4x40 w i Þú átt eftir dö aá laagt Auktu notkunarmöguleika OG LANGDRÆGNI FARSÍMANS. Úrval loftneta og aukabúnaðarfyrir GSM og NMT i bústaðinn, bilinn og bátinn. SÍMINM Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiöslustaöir Islandspósts um land allt V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.