Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 22
 Farsímar hækka blóðþiýstinginn Þeir sem eru sífein með far- símann við eyrað eiga á hættu að blóðþrýstingurinn í þeim hækki umtalsvert, segja þýskir vísindamenn í bréfi til lækna- ritsins Lancet. Þjóðverjarnir, undir forustu Stephans Braunes við tauga- deild háskólasjúkrahússins í Freiburg, fengu tíu unga sjálf- boðaliða til að taka þátt í rannsókninni. Rafsegulbylgj- urnar sem símamir senda frá sér þegar kveikt er á þeim hækkuðu blóðþrýstinginn þannig að marktækt var. Vísindamennirnir telja að rafsegulsviðið frá farsímunum þrengi að öllum líkindum æð- amar og valdi þar með hækk- uðum blóðþrýstingi. Farsímum hefur verið kennt um alls kyns kvilla, svo sem hausverki og jafnvel heilaæxli, en engar sannanir liggja þó fyrir að heilsu fólks stafi al- varleg hætta af þeim. Karlaheilar valda ekki húsverkum Gerald Ford, fyirum Banda- rikjaforseti, er sennilega full- kominn karlmaður. Að . minnsta kosti segja gárungarn- ir að hann geti ekki gert tvennt í einu, það er gengið og tuggið tyggjó í sömu andránni. Það er nefnilega svo að pró- fessor við Iowaháskóla segir að heilar karla séu þannig gerðir að karlanir geti ekki gert marga hluti samtímis. Þar af leiðandi séu karlar ekki gerðir fyrir heimilisverk. Prófessorinn, Michael O’Boyle, hefur gert margar til- raunir sem styðja kenningu hans. Hann lét meðal annars loka sex karla og sex konur inni í eldhúsi í tiu mínútur. Fólkið fekk það verkefni að þvo upp, laga kaffi, rista brauð og búa til eggjahræm, auk þess að strauja skyrtu. Kon- umar stóðu sig vel en aðeins einn karl. „Karlar geta aðeins gert eitt í einu,“ segir prófessorinn. Hjólkoppur úti í geimnum Geimsjónaukinn Hubble hef- ur fangað myndir af ógnar- stórri rykskífu sem lítur út eins og hjólkoppur í geimnum, umhverfis svarthol í hjarta fjarlægrar stjörnuþoku. Skífan er um 3700 ljósár í þvermál og kann að vera leifar áreksturs stjörnuþoka endur fyrir löngu. Næsta vist er talið að svart- holið muni gleypa rykskífuna V eftir nokkrar milljónir ára. Knattspyrnudómarar ættu ekki að sprengja sig um of á vellinum: Flest mistökin gerð í of miklu návígi við boltann Nú er mestu sláturtíð knattspymudómara lok- ið. Stuðningsmenn tapliðanna í nýafstað- inni heimsmeistara- keppni í knattspyrnu i Frakklandi geta sjálfsagt nefnt óteljandi dæmi um dómaramistök á afdrifa- ríkum augnablikxim, mistök sem skildu milli feigs og ófeigs í þessari miklu keppni. Og mistök voru áreiðanlega gerð. Nýjar rannsóknir benda til að knattspyrnudóm- arar gera flest mistökin þegar þeir era of nálægt boltanum eða á of mikl- um harðahlaupum um völlinn. Tímaritið New Scient- ist skýrði frá því á dög- unum að Raymond Ver- heijen við Frjálsa há- skólann í Amsterdam í Hollandi hefði, við rann- sóknir sínar á knatt- spyrnumóti unglinga, komist að þeirri niður- stöðu að dómarar dæmdu rétt þegar þeir væru um það bil sautján metra frá slagnum um boltann. Meðalíjarlægð dómara frá boltan- um þegar þeim varð á í messunni var hins vegar um tólf metrar. „Ef við yfirfærum þetta á venju- legan 90 mínútna leik varð hverjum og einum dómara á nærri 23 sinnum. Það er ótrúlega há tala,“ segir Ver- heijen. Hollenski vísindamaðurinn lumar á heilræði fyrir þá dómara sem vilja draga úr mistökum í starfi. Hann ráðleggur þeim að hægja aðeins á sér í stað þess að rembast við að halda í leikmenn á fleygiferð fram völlinn. Mestar líkur séu á því að dæma rétt þegar yflrferðin sé um tveir metrar á sekúndu. Meðalhraðinn þegar gerð eru mistök sé hins vegar fjórir metr- ar á sekúndu. Niðurstöður þessar ganga þvert á hin ströngu fyrirmæli sem alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gaf dómurunum fyrir heimsmeistara- keppnina. í fyrstu umferð keppninn- ar sýndu dómararnir rauða spjaldið sextán sinnum í 48 leikj- um. Þar með jöfnuðu þeir metið í allri heimsmeist- arakeppninni árið 1990 þegar leiknir voru 52 leikir. FIFA hvatti dómarana til að refsa leikmönnum fyrir tæklingar aftan frá, svo og að refsa markvörð- um fyrir að tefja leikinn. „Ef FIFA vill bæta dómgæsluna í næstu heimsmeistarakeppni ættu samtökin að hvetja dómara til að fylgjast með leiknum úr fjarlægð í stað þess að keppast við að halda í við boltann," segir Verheijen. Hann segir einnig að misráðið sé að láta dóm- ara hætta störfum þegar þeir verði 45 ára ef þeir gera meira ógagn en gagn með þvi að halda í leik- mennina sem eru með boltann hverju sinni. „Áherslan gæti flust frá líkamlegu atgervi yfir á aðra þætti, eins og inn- sæi,“ segir Raymond Ver- heijen. Við biðum spennt eftir að flautað verði aftur til leiks eftir fjögur ár. Vísindamenn greinir á um hvort hákarlar geti fengið krabbamein. Hitt virðist þó ljóst að efni sem unnið er úr hákarla- lifur getur stöðvað vöxt heilaæxla í rottum með þvi að stöðva til þeirra blóðflæðið, ef marka má niðurstöður rannsókna við hinn virta Johns Hop- kins háskóla í Bandaríkj- unum. Frá þessu eru sagt í tímaritinu Cancer Re- search. Umrætt efni, skval- amín, dregur umtalsvert úr vexti æða sem sjá slík- um æxlum fyrir næringu. Lyfjafyr- irtækið Magainin í Pennsylvaniu vinnur nú að þróun efnisins. Vísindamennirnir uppgötvuðu að skvalamín hægði um 75 prósent á vexti ákveðinnar tegundar heila- æxla þegar æxlunum var komið fyr- ir í tilraunastofurottum. „Niðurstöður okkar benda til að skvalamín sé vel til þess fallið að lækna heilaæxli i mönnum og aðra sjúkdóma sem einkennast af og era háðir vexti nýrra æða,“ segir Henry Brem, yfirmaður krabbameinsheila- skurðlækninga við Johns Hopkins, sem vann að rannsókninni. „Það dró umtalsvert úr æðamyndun án þess að skaða heilbrigðar framur eða þroska fósturvísa." Skvalamínið er fengið úr smá- vöxnum háfum og er nafn efnisins dregið af latnesku vísindaheiti há- karlsins. Sýnt hefur verið fram á að það búi yfir eiginleikum bæði sýkla- og krabbameinslyfia. „Gögn þessi hafa vissulega aukið skilning okkar á því hvernig skvalamín virkar í baráttunni gegn æxlavexti," segir Michael Zasloff, aðstoðarforstjóri Magainin og sá sem þróaði lyfið, í yfirlýsingu sem hann lét frá sér fara. Zasloff og félagar hans stofnuðu Magainin eftir að þeir uppgötvuðu eiginleika skvalamínsins á árinu 1992. Efnið grípur á nokkrum stöð- um inn í þá atburðarás sem leiðir að lokum til myndunar nýrra framna. Verið er aö gera fyrstu tilraunir með skvalamín á mönnum og fara þær fram við Texasháskóla í San Antonio og við Georgetownháskóla í Washington D.C. Vísindamenn segja að hákarlar framleiði nokkur áhugaverð efni sem hugsanlega megi þróa til að berjast gegn krabbameini. Sérfræð- ingar vísa þó á bug sumum fréttum þess efnis að hákarlar njóti ein- hverrar náttúralegrar verndar og fái ekki krabbamein. Mittismálið segir til um heilsufarið Mjótt mitti er ekki bara til mikillar prýði heldur er það líka allgóð vísbending um að heilsu- far viðkomandi sé betra en það er hjá honum Sigurjóni digra. Skoskir og hollenskir vísinda- menn komust að því að fólk sem er mikið um miðjuna er gjarnara að vera með mikið kólesteról í blóðinu og háan blóðþrýsting, veikjast af sykursýki og jafnvel ákveðnum tegundum krabba- meins. Fyrir nú utan að hvers- dagsleg verk reynast því erfiðari en hinum mittismjóu. Michael Lean, prófessor við há- skólann í Glasgow, og samverka- menn hans mældu mittið á meira en tólf þúsund körlum og konum á aldrinum 20 til 59 ára og báru tölurnar saman við almennt heilsufar þeirra. í ljós kom að karlar með meira en 102 sentí- metra í mittismál og konur með meira en 88 sentímetra voru mjög líkleg til að fá áðurnefnda kvilla. Aðeins 9,5 prósent karla sem voru minna en 94 sentímetrar um mittið voru með hátt kólesteról. Sú tala komst í 18 prósent þegar mittismálið var komið upp í 101,9 sentiímetra og 26,4 prósent hjá þeim sem voru 102 sentímetrar um mittið. Hlutfallslega sama aukning varð á tíðni sykursýki og hás blóðþrýstings. Lean segir að mælingar á mitt- isummálinu verði sífellt vinsælli aðferð til að meta heilsufar fólks þar sem mittismálið endurspegli fitusöfnun líkamans. Hann mælir eindregið með því að mittisdigrir reyni nú að losa sig við fimm til tíu sentiímetra af mittinu til að bæta heilsuna. Efni úr hákarlalifur getur stöðvað vöxt heilaæxla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.