Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 31 Merkilegur fundur í geimnum: Eins og að horfa í tímavél - segja vísindamenn um stjörnuna Epsilon Eridani Stjörnufræðingar segja að geim- ryk á sporbaug um stjörnuna Epsilon Eridani sé merkilega líkt halastjörnubeltum á sporbaug um okkar sól. Til dæmis er fjarlægð geimryksins frá stjömunni u.þ.b. sú sama og fjarlægð Kuiper-beltisins frá okkar sól. í Kuiper-beltinu, sem er lengra frá sólu en Plútó, eru um 70.000 stórar halastjömur og milljón- ir lítilla. Þó svo enn hafi ekki fundist sann- anir fyrir því að plánetur séu á spor- baug um stjörnuna þá hafa stjörnu- fræðingar á Hawaii komið auga á ljósan blett í geimrykinu. Þar gæti verið á ferðinni geimryk sem hefur lent á sporbaug um unga plánetu. Epsilon Eridani sólkerfið er talsvert yngra en það sem við búum í. Það er um það bil 500 til 1000 milljón ára gamalt sem er enginn aldur miðað við þá 4,5 milljarða sem okkar sól- kerfi hefur lifað. Þetta fmnst stjömu- fræðingum einstaklega áhugavert. „Af því að sólkerfið er svo líkt Stjörnufræöingar hafa fundiö sólkerfi sem minnir um margt á þaö sem viö búum í. okkar sólkerfi er rannsókn á því eins og að horfa í tímavél. Þarna fáum við í raun að sjá um það bil hvernig okkar eigin sólkerfi leit út fyrir milljörðum ára,“ segir Jane Greaves, ein þeirra sem rannsaka sólkerfið. Vísindamennirnir eru á einu máli um að sólkerfið sé enn of ungt til að jafnvel frumstæðasta líf sé mögulega farið að þróast þar. Enginn veit hins vegar hvað getur gerst á næstu tveimur til þremur milljörðum ára. Epsilon Eridani er tiltölulega stutt frá okkar sólkerfi, í 10 ljósára fjar- lægð. Hún er næstum þvi jafnstór og okkar sól og hægt er að sjá hana með berum augum 1 stjömuþyrpingunni Eridanus.-KJA Byggí á Associated Press. Óvæntur fylgikvilli þess að hætta að reykja: Aukin hætta á vinnuslysum Euronova þvottavél • 3 kg af þvotti • vinduhraði 600 snún./min. eða 800 snún./mín. • til í ýmsum litum • mál 67 x 46 x 45 cm SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboösmenn um land allt EUMENIA lögðu rannsak- endur áherslu á mikilvægi þess að hætta að reykja og sögðu reyklausa dag- inn vera af hinu góða. „Að hætta að reykja er eitt það mikilvæg- asta sem ein- staklingur get- ur gert til að bæta heilsu sína. Sú heilsu- bót sem fylgir því að hætta að reykja veg- ur algerlega upp á móti ör- lítið meiri hættu á slysum fyrst á eftir," segir Waters. -KJA Fólk sem hættir aö reykja ætti aö fara aö öllu meö gát fyrst í staö. EUMENIAX Verð frá kr. 59.900 stgr. Heimilistæki hf Geðsveiflur, pirringur og skortur á einbeitingu eru einkenni sem flestir reykingamenn upplifa þegar þeir reyna að hætta. Breskir vís- indamenn hafa bætt fylgikvilla í safnið — aukinni hættu á vinnu- slysum. Rannsakendur frá Geðsjúkdóma- fræðistofnuninni í London skoðuðu gögn um vinnuslys á þremur mis- munandi dögum í mars. Þar var alltaf um að ræða sama vikudag en einn þessara daga var hinn árlegi reyklausi dagur sem margir nýta sér til að reyna að hætta að reykja. I ljós kom að vinnuslys voru algeng- ari þann dag en hina tvo sem rann- sakaðir voru. Andrew Waters, einn rannsókn- armanna, segir að vissulega sé sá möguleiki fyrir hendi að aðrir þætt- ir, eins og t.d. veður, hafi orsakað þennan mun. Líklegasta orsökin sé samt sem áður fráhvarfseinkenni vegna nikótínskorts og skortur á einbeitingu i kjölfar þeirra. Þrátt fyrir þessar niðurstöður Varhugavert að vera fíll - veðurfar og hegðun manna skipta sköpum Filar í Afríku eru ekki lengur í þeirri útrýmingar- hættu sem þeir voru í fyrir nokkrum árum þegar sett var alþjóðlegt bann á versl- un með fílabein. Á síðasta ári var banninu því aflétt og Namibíu, Botsvana og Simbabve leyft að flytja út filabein að uppfylltum ströngum skilyrðum enda þótti stofnstærð fila í lönd- unum þola veiðar upp að vissu marki. Vemdarsinnar segja þó að ekki hafi verið gengið til góðs þegar banninu var aflétt. í kjölfar þess að versl- un með filabein sé nú ekki alfarið bönnuð hefur veiði- þjófnaður í öðrum Afríku- löndum aukist til muna. Það sem af er árinu er t.d. talið að allt að 100 dýr hafi verið felld af óprúttnum veiði- mönnum í Kenía. Þetta er gífurleg aukning því að á öllu síðasta ári er talið að aðeins 20 dýr hafi verið felld af veiðiþjófum. En aukin hætta á veiði- þjófnaði er ekki það eina sem ógnar fílunum í Kenía. Þar hefur veðurfar verið mjög hagstætt und- anfarin ár, rigning verið talsverð og mikið um æti. Þurrkar verða þó af og til á þessu landsvæði og um leið og vætan bregst er orðið varhugavert að vera fíll. Fólksfjöldi fer nefni- lega ört vaxandi og um leið og mannskepnan er komin í samkeppni við fil- inn um æti er nokkuð ljóst að fíllinn muni tapa þeirri miskunnEU'lausu keppni. -KJA Fílar eru stærstu landspendýr jaröar en þeir þurfa samt sem áöur aö kyngja því aö fram- tíö þeirra velti á gjöröum mann- skepnunnar. Pontiac Trans Sport '91,4 d., ssk., ek. 92 þús. km, grár, > 7 manna. Verð 1.590.000. < Renault Clio Sport '93,3 d., 5 g., ek. 78 þús. km, bíár álfelgur, sóllúga. Verð 690.000. Subaru Legacy Station '91,5 d., 5 g., ek. 116 þús, km, grár, einn eigandi. Verð880.000. BMW 520i '88,4 d., 5 g., ek. 148 þús. km, dökkblár. Verð790.000. Toyota Hiiux bensín '93,4 d., 5 g., ek. 109 þús. km, - rauður, pallhús. Verð 1.480.000. Toyota Hiace 4x4 '91,5 d. 5 g., ek. 104 þús. km, ljósblár. Verð 1.080.000. Renault AE 385.19 Magnium '93,2 d., ek. 450 þús. km, hvítur. Verð 1.970.000. Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511 < vc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.