Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 íþróttir unglinga Sigurvegarar í 60 metra hlaupl stelpna. Frá vinstri: Linda B. Ingvadóttir, Aftureldingu, hafnaöi í þriöja sæti, Sigurbjörg Ólafsdóttir, USVH/USAH, varö sigurvegari og Olga Sigþórsdóttir, UFA, hafnaöi í ööru sæti. Unglingalandsmót ungmennafélaganna fór vel fram: Ungmennafélagsandi - margir efnilegir íþróttamenn komu fram Unglingalandsmót UMFÍ fór fram fyrir stuttu þar sem keppt var í frjálsum íþróttum, knattspymu, körfubolta, glímu, skák, sundi og golfi. Mótið fór mjög vel fram þrátt fyrir að fá met hefðu fallið sökum veðurs. UNÞ prúöasta liöiö Sveit Ungmennasambands Norð- ur-Þingeyinga fékk verölaun fyrir að vera valið prúðasta liðið á mót- inu. Keppni í glímu fór mjög vel fram og sigraði Halldór K. Guðjónsson, Fjölni, í flokki 11-12 ára stráka, Júl- íus Jakobsson, Víkverja, í flokki 13-14 ára, og Guðmundur Þór Vals- son, UÍA, í flokki 15-16 ára. í flokki 11-12 ára stelpna sigraði Kristrún Ósk Vilmundardóttir, HSK, í flokki 13-14 ára sigraði Hildigunnur Kára- dóttir, HSÞ, og í flokki 15-16 ára Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ. Knattspyman fór fram í mikilli rigningu og unnu lið HSH, Fjölnis og gestalið ÍBR gull. Mótið var mjög skemmtilegt í heild og krakkamir undu sér vel. Ungmennafélagsandinn var í heiðri hafður þegar verðlaunahafar vom kallaðir fram við undirspil tónlistar og afhent verðlaunin og setti þetta skemmtilegan svip á mótið. Óánægjuraddir um skipulag Þjálfarar og fararstjórar voru sumir óánægðir með skipulag móts- ins. Til dæmis var seinkun um rúma klukkustund í knattspymu stúlkna en þær þurftu að bíða renn- blautar eftir liði sem síðan var ekki til. Keppendumir sjálfir höfðu fyndna sögu að segja. „Skipulagið er búið að vera smáklúður. Vinkona okkar var skráð með strákum í flokk í langstökki svo að það vom pínu vandræði þannig að hún var ekki alveg nógu ánægð. Hún fékk síöan að fara í flokkinn okkar. Reyndar kom ekki upp tíminn hennar eða neitt þannig aö hún var að spá í að fá bara gjaldið sitt til baka aftur,“ sögðu Anna Ólafsdóttir og Anna Ámadóttir, UFA. Skákmeistararnir úr UMSE, Eggert Gunnarsson, Sigfús Fossdal, Gunnar Haröarson og Ingi Þór Jónsson. Skákmeistararnir í skýjunum: Náðu markmiðinu Keppnin í skák á unglingalands- mótinu fór mjög vel fram. í liða- keppni drengja vann lið IJMSE. Þeir vom ánægðir þegar þeir tóku við verðlaunum sínum. „Ég kom nú hingaö aðallega til að hirða verðlaunin á öðm borði en við fór- um lengra en ég átti von á,“ sagði Sigfús Fossdal sem keppti á ööru borði. Eggert Gunnarsson, félagi hans af fyrsta borði, vonaðist eftir góðum árangri: „Að lenda í verö- launasæti, helst að vinna," sagði hann. Skák er tímafrek íþrótt og erfitt að komast á skipulagðar æfingar eftir að grannskóla lýkur. „Ég er ekki viss um að maður hafi þetta nema sem áhugamál héöan í frá. Maöur er aö verða búinn i gmnn- skóla, ég á eftir eitt ár. Ég ætla að tefla út grunnskólann og aldrei að vita nema maður haldi áfram. Ég læröi mannganginn 6 ára en held ég hafi ekki byrjaö aö æfa fyrr en 8 ára,“ sagði Sigfús. Eggert byrjaöi einnig 1 skák um átta ára aldurinn. Spennandi körfubolti á landsmóti: Komu á óvart Efri röö frá vinstri: Pálmi Sigurösson aöstoöarþjálfari, Hermann Freyr Guöjónsson, Leó Kristberg Einarsson, Björn Þór Hermannsson og Garöar Geirfinnsson þjálfari. Fremri röö frá vinstri: Vilmar Þór Vfglundsson, Einar Örn Rafnsson, Valur Már Eyjólfsson og Daníel Geir Sigurösson. Samansett lið USVH/USAH vakti nokkra athygli í körfuknatt- leiknum. „Viö þjálfuð- um þá fyrir mótið bara á Skagaströnd og svo em þeir með æf- ingar á Hvamms- tanga og svo bara mætrnn viö á mót og púslum sam- an liði,“ sagði Garðar Geir- finnsson þjáfari en hann valdi liöiö daginn áöur en farið var á mótið. „Við erum náttúrlega með sterka einstaklinga. Það gekk mjög brösulega í fyrsta leiknum en þetta em allt saman strákar í þessu liði sem skilja vel iþróttina og em þokkalegir í körfu- bolta. Það era tveir eða þrír sem gætu orðið mjög góðir,“ sagði Garð- ar að lokum. Liðið náði góðum ár- angri á mótinu, lenti í öðm sæti í flokki 13-14 ára á eftir HSH og gestaliði ÍBR sem bæði lentu í fyrsta sæti. Lið Fjölnis og HSK unnu hina tvo drengjaflokkana en í stúlkna- flokkunum sigruðu lið UNÞ og UMSK. DV Stefnir að góðum árangri Guölaugur Hrafii Ólafsson, Aftur- eldingu, lenti í þriðja sæti í hástökki á landsmótinu. Hann bætti persónulegt met úr 1,55 metrum í 1,60 metra. „Ég er búinn aö æfa í þrjú ár. Ég stefni bara að þvi aö ná góðum árangri í frjálsum. Ég bjóst nú aldrei við að verða 1 þriðja sæti,“ sagði Guðlaugur sem var mjög ánægður með sinn ár- angur i mótinu. Stúlkurnar f boöhlaupssveit UMSB skemmtu sér vel á mótinu. „Aö vera meö og keppa er skemmtilegast," sögöu þær sposkar á svip. Frá vinstri: Iris Sigmarsdóttir, Anna Dís Þórarinsdóttir, Valgeröur Friöriks- dóttlr og liggjandi er Heiðrún Hall- dórsdóttir. Landsmótssund: Persónuleg met féllu Keppnin í sundi var hörð og einstaklega skemmtileg þar sem sundmenn af landsbyggð- inni voru í aðal- hlutverkum. Dagný Sif Stefánsdóttir úr Ungmennafélag- inu Glóa á Siglufirði var nýkom- in upp úr veikindum en lét það ekki stoppa sig og keppti samt. „Ég var bara aö keppa við eina stelpu i bakskriöi og var i öðra sæti í mínum riöli. Ég var búin að mæta á tvær æfingar fyrir mótið.“ Hún skemmti sér vel um helgina og fannst diskótekið skemmtilegast. í fýrsta skiptið í keilu Jón Örvar Gestsson var at- kvæðamestur í hópi 13-14 ára drengja í sundi. Hann sigraði 1 fjórum grein- um, 100 metra fjórsundi, 100 metra skriðsundi, 100 metra bringusundi og 50 metra flugsundi. „Ég bjóst nú ekki viö þessu,“ sagöi Jón Örvar hógvær en hann bætti nokkur persónu- legt met á mótinu. Honum finnst félagsskapurinn í sundinu skemmtilegur og honum fannst gaman að fara í bæinn í Reykja- vik. „Ég var að fara í fyrsta skiptið í keilu,“ sagði hann og sigraði félaga sína í smákeppni. Þeir sundmenn sem stóðu upp úr á mótinu em Arnar Guðjóns- son, UMSB, sem sigraöi í þrem- ur greinum í flokki 11-12 ára. Hjá stúlkunum var Rannveig Einarsdóttir í flokki 11-12 ára at- kvæöamest en hún sigraði í fjór- um greinum. I flokki 13-14 ára stóö Eyrún Hauksdóttir, USVH/USAH sig vel og vann fjórar greinar. í hópi 15-16 ára stóðu þær Helga Elísa Þorkels- dóttir, UMSS, og Elín Anna Steinarsdóttir, UMSB, sig best í annars jafnri og skemmtilegri keppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.