Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Afmæli Ragnar Arnalds Ragnar Arnalds, alþingismaður, fyrrv. ráðherra og fyrrv. formaður Al- þýðubandalagsins, Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði, varð sextugur á miðvikudaginn var. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1958, stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959-61, lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ 1968 og öðlaðist hdl-réttindi sama ár. Ragnar var kennari við Flensborg- arskóla 1958-59, við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1967-69, við Laugalækj- arskóla 1969-70, skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagaflrði 1970-72, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1960, framkvæmda- stjóri Samtaka hemámsandstæðinga og blaðamaður á Þjóðviljanum 1962, landskjörinn alþm. 1963-67 og er alþm. Norðurlandskjördæmis vestra frá 1971, var menntamála- og sam- gönguráðherra 1978-79 og fjármála- ráðherra 1980-83. Ragnar var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1962-63, formaður Alþýðu- bandalagsins 1968-77, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins 1971-74, 1977-78 og 1983-86, sat í stjóm Fram- kvæmdasjóðs 1969-71 í stjóm Fram- kvæmdastofnunar og Byggðasjóðs 1971-78 og for- maður þar 1972-74, i stjórn Byggðastofnunar 1988-95, í stjórnarskrárnefnd frá 1972-95, í Kröflunefnd 1974, var fulltrúi á allsheij- arþingum S.Þ. 1968,1983 og 1986 og á þingi Alþjóða- þingmannasambandsins 1971,1984 og 1985, stjórnar- formaður Kvikmyndasjóðs Islands 1991-93 og hefur gegnt störfum og for- mennsku í fjölda opinberra nefnda. Hann er fyrsti varaforseti Alþingis og situr í sjávarútvegsnefnd þetta kjör- tímabil. Meðal leikrita sem Ragnar hefur samið eru Uppreisn á Isafirði, sýnt í Þjóðleikhúsinu 1986, og Sveitasinfón- ía, sýnt hjá LR 1988. Fjölskylda Ragnar kvæntist 30.8. 1963 Hall- veigu Thorlacius, f. 30.8. 1939, brúðu- leikara. Hún er dóttir Sigurðar Thor- laciusar, skólastjóra í Reykjavík, og k.h., Áslaugar Kristjánsdóttur Thor- lacius skrifstofumanns. Dætur Ragnars og Hallveigar era Guðrún, f. 28.7.1964, hómópat en dótt- ir hennar er Sara Steinþórsdóttir; Helga, f. 6.9. 1967, brúðuleikari í Reykjavík. Albróðir Ragnars er Jón Laxdal Arnalds, f. 28.1. 1935, fyrrv. borgardómari og fyrrv. ráðuneytisstjóri. Hálfbræður Ragnars, sam- feðra, eru Sigurður Stein- grímur Arnalds, f. 9.3.1947, verkfræðingur; Andrés Amalds, f. 4.12. 1948, gróð- ursérfræðingur; Einar Arnalds, f. 6.2. 1950, rithöf- undur; Ólafur Gestur Arn- alds, f. 5.1. 1954, jarðvegs- fræðingur. Háifsystir Ragnars, sammæðra, er Elín Stefánsdóttir, f. 4.12.1953, læknir. Foreldrar Ragnars: Sigurður Am- alds, f. 15.3. 1909, d. 10.7. 1998, útgef- andi og stórkaupmaður í Reykjavík, og f.k.h., Guðrún Jónsdóttir Laxdal, f. 1.3.1914, kaupkona. Ætt Bræður Sigurðar voru Einar Arn- alds borgardómari og Þorsteinn Am- alds, forstjóri BÚR. Sigurður var son- ur Ara Arnalds, alþm. og sýslumanns á Seyðisfirði, Jónssonar, b. á Hjöllum, Finnssonar, b. þar, Arasonar, bróður Jóns, afa Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra, föður Sveins forseta. Móðir Sigurðar var Matthildur, systir Ragnars, fóður Ævars R. Kvar- an, leikara og rithöfundar, fóður Gunnars sellóleikara. Annar bróðir Matthildar var Einar, afl Guðrúnar orðabókaritstjóra og Hjörleifs borgar- lögmanns. Matthildur var dóttir Ein- ars H. Kvaran rithöfundar. Guðrún var dóttir Jóns Laxdals, tónskálds og stórkaupmanns í Reykja- vík, Jónssonar, hafnsögumanns á Ak- ureyri, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guðrún Grímsdóttir Laxdal, bók- bindara á Akureyri, og Hlaðgerðar Þórðardóttur Thorlacius, b. í Hvammi undir Eyjafiöllum. Móðir Hlaðgerðar var Guðrún Grímsdóttir, b. í Götuhús- um í Reykjavík, Ásgrímssonar, og Vigdísar Sigurðardóttur, b. í Götuhús- um, Erlendssonar, bróður Oddnýjar, langömmu Bjarna, langafa Svanhild- ar, móður Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Móðir Guðrúnar var Elín Matthías- dóttir, skálds og pr. Jochumssonar, b. í Skógum, Magnússonar. Móðir Jochums var Sigríður Aradóttir, syst- ir Guðrúnar, langömmu Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra. Móðir Matthíasar var Þóra Einarsdóttir, systir Guðmundar, fóð- ur Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Móðir Elínar var Guðrún, systir Þórð- ar, fóður Bjöms forsætisráðherra. Ragnar Arnaids. Ásvaldur Andrésson Ásvaldur Andrésson bifreiðasmíða- meistari, Löngubrekku 28, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ásvaldur fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann og bifreiðasmíði hjá Agli Vilhjálmssyni hf., lauk sveinsprófi 1962 og öðlaðist meistararéttindi 1965. Ásvaldur starfaði á yfirbygginga- og réttingaverkstæði hjá Agli Vil- hjálmssyni hf. í tuttugu og sjö ár en þar af var hann verkstjóri i þrettán ár. Hann starfar nú hjá Securitas ehf. Ásvaldur gekk í Félag bifreiða- smiða að námi loknu, sat í samninga- nefndum á vegum félagsins, var gjald- keri þess um skeið og formaður þess i fimmtán ár. Jafnframt sat hann í stjóm Málm- og skipasmíðasambands íslands. Þá sat hann í sveinsprófs- nefnd fyrir Félag bifreiðasmiða og síð- an Bíliðnafélagið á árunum 1972-88. Fjölskylda Ásvaldur kvæntist 4.2. 1956 Ernu M. Jóhannsdóttur, f. 4.2. 1938, inn- heimtufulltrúa. Hún er dóttir Johans Schröders og Jakobínu Schröder, f. Beck, garðyrkjubænda í Birkihlíð við Nýbýlaveg í Kópavogi. Dætur Ásvalds og Ernu eru Hanna S. Ásvaldsdótt- ir, f. 25.5.1956, meinatækn- ir í Reykjavík, gift Gunn- laugi Helgasyni rafeinda- virkja; Regína, f. 30.6. 1960, framkvæmdastjóri í Reykjavík, en maður henn- ar er Birgir Pálsson, lífefna- fræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu; Ragnhildur, f. 5.11. 1966, dagskrárgerðarmaður við ríkissjónvarpið, én hennar maður er Arnar Þór Þóris- son kvikmyndatökumaður. Hálfbróðir Ásvalds var Ragnar, nú látinn, mat- reiðslumeistari í Holly- wood. Systur Ásvalds: Odd- ný, dó i barnæsku; Guðrún, búsett á Akureyri. Foreldrar Ásvalds voru Andrés Rasmussen, f. 25.12. 1896, d. 1945, verkamaður og mótoristi á Seyðisfirði, og Sveinrún Jónsdóttir, f. 15.6. 1897, d. 1988, húsmóðir. Ásvaldur Andrésson. Ólafur Grétar Óskarsson Ólafur Grétar Óskarsson verkstjóri, Miðholti 9, Mos- fellsbæ, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Hnausa- dal í Austurárdal í Húna- vatnssýslu og ólst þar upp til sex ára aldurs. Hann flutti þá í Mosfellsbæ og hefur átt þar heima síðan. Að loknum grunnskóla stundaði Ólafur almenn sveitastörf til nítján ára ald- urs. Hann vann síðan á þungavinnuvélum í tvö ár en 1959 hóf hann störf i ullariðnaði hjá Álafossi og hefur stundað slík störf síðan, nú hjá ístex hf. Ólafur hefur gegnt ýmsum trúnað- ar- og nefndarstörfum fyrir Verk- stjórafélag Reykjavíkur. Fjölskylda Ólafur kvæntist 5.6. 1960 Steinunni Thorarensen, f. 6.7. 1940, húsmóður. Hún er dóttir Axels Thorarensen, sjómanns og vitavarðar á Gjögri á Ströndum, og Agnesar Gísladóttur húsmóður. Böm Ólafs og Steinunnar eru Margeir Steinar Ólafs- son, f. 27.10. 1960, starfs- maður hjá Mark- aðskjúklingum, en börn hans eru Sölvi Már, f. 19.1. 1980, og Steinunn Erla, f. 18.10. 1983; Ólafur Agnar Hraundal Thorar- ensen, f. 3.8. 1962, starfs- maður hjá Sigurplasti og Atlanta; Axel Thorarensen Hraundal, f. 26.5.1973, tæknimaður í Mosfellsbæ, en sambýliskona hans er Kolbrún Kristinsdóttir og eru dætur þeirra Aníta Erla, f. 9.10.1993, og Diljá Sól, f. 5.9. 1995; Grétar Fannar Ó. Thoraren- sen, f. 22.8. 1980, starfsmaður hjá Markaðskjúklingum en unnusta hans er Eydís Sól Jónsdóttir. Hálfbræður Ólafs, sammæðra: Ólafur Grétar Óskarsson. ^úðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýnlngar—kynningar og fl. og II. og fl. I iis@tjð9ci - ¥@isiufjél€BM I “°9 ýmsir fylgihlutir SkÍDU ö M°ld fíjald; Ekki treysta á veðrið þegar F skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum slœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. lalelga slcáta ..méO skátum á heimavelli síml 562 1390 • fax 552 6377 Sveinbjörn Benediktsson, bóndi að Krossi í Landeyjum; Helgi Benedikts- son, bóndi i Austvaðsholti í Land- sveit; Jón Gunnar Benediktsson, bóndi í Austvaðsholti; Hjörtur Bene- diktsson, garðyrkjumaður í Hvera- gerði. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra: Sig- rún Óskarsdóttir verslunarmaður; Ludvik Hraundal sölumaður; Sigur- laug Kristín Hraundal húsmóðir. Foreldrar Ólafs era Óskar Hraun- dal, f. 28.10. 1915, bifreiðarstjóri og ökukennari, og Ólöf Helgadóttir, f. 30.1.1918, húsmóðir. Ólafur er að heiman. Ólöf Gíslína Karlsdóttir Ólöf Gíslína Karlsdótt- ir, ræstitæknir við Sjúkrahús Suðurnesja, Vatnsholti 18, Keflavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Ólöf fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún flutti í Innri-Njarðvík 1976 og átti þar heima til 1995 er hún flutti aftur til Kefla- víkur. Auk húsmóðurstarfa hefur Ólöf stundað fisk- vinnslustörf og ræstingar. Fjölskylda Ólöf giftist 28.9. 1967 Val Grétari Þorgeirssyni, f. 14.11.1946, vaktmanni í Helguvík. Hann er sonur Þorgeirs Þorgeirssonar og Ragnheiðar Valdi- marsdóttur í Keflavík. Börn Ólafar og Vals Grétars eru Karl Halldór, f. 16.1. 1968, kvæntur Kolbrúnu Lind Karlsdóttur og eru börn þeirra Þorsteinn Ingi, f. 18.10. 1994, og Thelma Lind, f. 14.2.1997; Þor- geir Ragnar, f. 16.6. 1970; Súsanna, f. 4.11. 1973, gift Jóni Ægis- syni og eru böm þeirra Ást- þór Ingi, f. 28.12. 1991, og Berglind, f. 7.4. 1998; Ásdís Ósk, f. 3.4.1984. Systkini Ólafar eru Halldór, f. 9.9.1950, en dóttir hans er Viktoría; Þorlákur, f. 30.11. 1952, en sonur hans er Kristinn; Guðrún Pálína, f. 24.5. 1955 en börn hennar eru Georg, Karl Halldór, Svanhildur og Pétur; Pétur Þór, f. 4.4. 1957, d. 16.8. 1977 en sonur hans er Ólafur; Súsanna Karlotta, f. 25.12. 1958 og á hún þrjár dætur, Karlottu, Guðrúnu og Jenný; Andrea, f. 4.2. 1964 og era dætur hennar Agnes og Regína. Foreldrar Ólafar: Karl Halldórsson, f. 24.3. 1925, d. 18.6. 1975, verkstjóri í Keflavík, og Súsanna Þorláksdóttir, f. 17.3.1929, húsmóðir. Karl var sonur Halldórs Halldórs- sonar og Ólafar Gisladóttur úr Þykkvabæ. Súsanna er dóttir Þorláks Guðmundssonar og Guðrúnar Jó- hannsdóttur frá Siglufirði. Ólöf er á niðjamóti. Ólöf Gíslína Karlsdóttir. DV Hl hamingju með afmælið 13. júlí 90 ára Gísli Högnason, Hverahlíð 17, Hveragerði. Jón Hallsson, Silfrastöðum, Akrahreppi. 85 ára Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Hjörtur Hafliðason, Dalbraut 23, Reykjavík. 80 ára Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Bakkagötu 15, Kópaskeri. Maður hennar var Kristján Bjamason sem er látinn. Hún tekur á móti gestum í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík, í dag, frá kl. 19.00. Jónína Guðjónsdóttir, Dvalarh. Naust, Þórshöfn. 75 ára HaUdóra Gunnarsdóttir, Brekkubraut 4, Akranesi. Hólmfríður Gestsdóttir, Logalandi 32, Reykjavík. Jóhann Jónsson, Álfaskeiði 80, Hafharfirði. Jón Ámi Haraldsson, Holtsgötu 6, Hafharfirði. María Hermannsdóttir, Smáratúni 20, Keflavík. 70 ára Guttormur Vigfússon, Laufvangi 5, Hafnarfirði. 60 ára Bemice Lovetha Svavarsson, Freyjugötu 34, Reykjavík. Edda Guðmundsdóttir, Vesturgötu 15, Ólafsfirði. Guðmunda Jónsdóttir, Suðurhólum 14, Reykjavík. Gimnsteinn Kjartansson, Skipasundi 17, Reykjavík. Ingibjörg Jóna Helgadóttir, Seiðakvísl 14, Reykjavík. Sigrún Danielsdóttir, Gerðum, Vestur-Landeyjum. Skúli Kristinn Gíslason, Birkihlíð 2 A, Hafnarfirði. 50 ára Benedikt Rúnar Benediktsson, Heiöarbóli 1, Keflavík. Erlingur Haraldsson, Vallholti 41, Selfossi. Eyþór Eliasson, Selási 3, Egilsstöðum. Friðrik Hans Friðjónsson, Laugarvatni, Laugarvatnshr. Guðbjörg Emilsdóttir, Sæbólsbraut 6, Kópavogi. Jóhanna L. Stefánsdóttir, Birkihvammi 17, Kópavogi. 40 ára Eggert Tryggvi Helgason, Kársnesbraut 17, Kópavogi. Elísabet Á. Oddsdóttir, Barónsstíg 51, Reykjavík. Heiðar Þór Guðmundsson, Laufengi 25, Reykjavík. Kristín María Björnsdóttir, Miðgarði 4, Egilsstööum. Magnús Atli Guðmundsson, Hálsaseli 22, Reykjavík. Ólafur Ólafsson, Laugarásvegi 29 A, Reykjavík. Óskar L. Guðmundsson, Eyvindarst., Bólstaðarhlhr. Páll Haraldsson, Akraseli 27, Reykjavík. Sigríður Birgisdóttir, Hraunbæ 50, Reykjavík. Sólrún M. Henriksdóttir, Holtsgötu 1, Sandgerði. Svandís Ebba Stefánsdóttir, Tungusíðu 19, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.