Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 45 Þessa dagana er líf og fjör á fjöl- um Borgarleikhússins. Grease Hugmyndin að Grease kvikn- aði í mars árið 1970. Söngleikur- inn var síðan frumfluttur í The Kingston Mines Theatre í Chicago tæpu ári síðar. í febrú- ar 1972 var Grease frumsýnt í New York og sló þar í gegn. Leikhús Söngleikurinn hefur gengið lengst allra slíkra á Broadway. 1978 birtist Grease á hvíta tjald- inu með John Travolta og Oliviu Newton-John í aðalhlutverkum. Myndin hefur reynst söluhæsta dans- og söngvamynd allra tíma. Skemmtistaðir og skólar víða um land hafa sett Grease á svið en núna gefst íslendingum tæki- færi á að sjá söngleikinn fluttan af atvinnumönnum og það á móöurmálinu en Leikfélag Reykjavíkur fól Veturliða Guðn- asyni að íslenska verkið. Aöalhlutverkin í uppsetningu leikfélagsins eru í höndum Rún- ars Freys Gíslasonar og Selmu Björnsdóttur. Veðurá Faxaflóasvæði næstu viku samkv. tölum fré Veourstofu islands - Mtastig-ál2tímabili 14 C° 2An io/ V nA/ 8 m/ 6 > L « ( 2 0 mán. þri. mlB. fim. fös. mán. þriB. mlB. fím. fós. Úrkoma - á 12 tíma bin 23 mm 16 14 10 8 6 4 1 ll . mán. þrl. miö. fim. fös. í minningu Jóns Sigurðssonar Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafns- eyri í Arnarfirði er opið alla daga til 1. september. í burstabænum á staðnum, sem er hluti af safninu, er rekin greiðasala í samvinnu við Hótel Flókalund í Vatnsfirði. Bær- inn er í stórum dráttum eins og hann var þegar Jón Sigurðsson ólst þar upp fyrir utan að nú eru þar timburklædd gólf en ekki moldar- gólf eins og var áður fyrr. Gott aö- gengi er fyrir fatlaða og fólk í hjóla- stólum bæði utan- og innanhúss. Sýningar Bærinn var opnaður í fyrra en hann hafði þá verið í endurbygg- ingu á vegum Hrafnseyrarnefndar í þrjú ár. Ríkissjóður og ýmis fyrir- tæki greiddu sameiginlegan kostnað við endurbygginguna en bærinn var upphafiega byggður um aldamótin 1800 af afa og alnafna Jóns Sigurðs- sonar. Ýmsir munir frá 19. öld eru til sýnis í bænum en þeir eru úr Byggðasafni Vestfjarða á ísaflrði. Þar á meðal er hinn þekkti brúð- hjónastóll úr Hraunskirkju í Keldu- dal í Dýrafirði og skriftastóll úr sömu kirkju. Safn Jóns Sigurössonar á Hrafnseyri í Amarfiröi verður opið í sumar. Síðdegisskúrir sunnan til í dag verður hæg breytileg vind- átt eða hafgola. Bjart veður verður um mest allt land. Þó verður að Veðrið í dag mestu skýjað á annesjum vestan- lands og sums staðar þokubakkar með austurströndinni. Búast má við síðdegisskúrum sunnan til. Hiti í dag verður 10 til 20 stig, hlýjast sunnan- og suðvestanlands. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjað 13 Akurnes léttskýjaö 12 Bergstaöir Uttskýjaö 13 Bolungarvík alskýjað 13 Egilsstaöir 10 Keflavíkurflugv. skýjaö 13 Kirkjubkl. léttskýjað 14 Raufarhófn heiöskírt 7 Reykjavík hátfskýjað 13 Stórhófói léttskýjað 12 Helsinki skýjað 22 Kaupmannah. skúr á síð. kls. 18 Osló skýjað 17 Stokkhólmur Þðrshöfn rigning 10 Faro/Algarve heiðskírt 34 Amsterdam rign. á síð. kls. 18 Barcelona léttskýjaó 27 Chicago léttskýjaó 19 Dublin rign. á síð. kls. 18 Frankfurt skýjað 19 Glasgow rigning 12 Halffax súld á síö. kls. 13 Hamborg skýjaó 19 Jan Mayen þoka 6 London rign.á síð. kls. 17 Lúxemborg súld 15 Malaga heiöskírt 30 Mallorca léttskýjað 28 Montreal heiðskírt 19 París skýjaö 23 New York Uttskýjaö 21 Orlando þokumóöa 24 Róm Vín skýjað 23 Washington léttskýjað 18 Winnipeg þoka 22 Píanótónar í Lista- safni Sigurjóns Þriðju tónleikarnir í sumartón- leikaröðinni í Sigurjónssafni verða á morgun, 14. júlí, kl. 20.30 en þá kemur fram Jón Sigurösson píanó- leikari. Mun hann flytja Enska Tónleikar svítu í e-moll BWV 810 eftir J.S. Bach, sónötu í as-dúr op. 26 eftir Ludwig van Beefhoven og Sónötu í b-moll op. 35 eftir Chopin. Jón nam píanóleik hjá Helgu Lax- ness og síðar hjá Halldóri Haralds- syni viö Tónlistarskólann í Reykja- vík. Undir hans leiðsögn lauk hann kennara- og burtfararprófi. Jón stundaði framhaldsnam hjá Eriku Haase í Þýskalandi og hjá Caio Pagano í Bandaríkjunum. Hann lauk síðan meistaraprófi frá Arizona State Undiversity. Jón starfar nú sem pianókennari og meðleikari. Jón Sigurösson pfanólelkari heldur tónleika á morgun f Listasafnl Sig- urjóns. Þriðja barnið fætt Auöur Baldursdóttir og Erling Erlingsson eignuö- ust þriðja barn sitt, dótt- Barn dagsins ur, 27. júní á Fæðingar- deild Landspítalans. Litla daman á tvo stóra bræð- ur. Erling er 10 ára og Atli er 9 ára. Þegar litla daman fæddist var hún 3.565 g og 50 sm. 'TJk' ,**^' onn • * Adam Sandler leikur seinheppinn söngvara. Brúðkaups- söngvarinn The Wedding Singer, sem sýnd er í Laugarásbíói, er um frekar seinheppinn söngvara á nlunda áratugnum sem vinnur viö aö syngja i brúðkaupum. Aðalhlut- verkið er 1 höndum Adams Sandlers. Hann er ekki mjög þekktur utan Bandaríkjanna þar sem hann hefur öölast talsverðar vinsældir í gegnum sjónvarpið. Frammistaöa hans í Bruðkaups- söngvaranum þykir gefa til kynna að hann eigi framtíð fyrir sér íkvikmyndum. j> Mótleikkona______^jl' Kvikmyndir Sandlers í myndinni er Drew Barrymore sem komin er af Jrægustu leikara- fjölskyldu í Hollywood. Hún var aðeins sex ára þegar hún varð heimsfræg en þaö var eftir að hún lék í E.T. í kjölfariö fékk hún stór hlutverk en hvarf af sjónarsvið- inu um tíma vegna neyslu áfengis og eiturlyfja. Nýjar myndir: Stjörnubió: Lost in Space Bíóborgin: Armageddon Háskólabió: Twilight Regnboginn: The Object of my Affection Laugarásbíó: Lost in Space ^ Krossgátan * 5 IV g K W^ L t l l fen Wt í j Lárétt: 1 morgunn, 6 varöandi, 8 ímyndun, 9 dimmviöri, 10 glufur, 11 árstiöir, 13 kind, 14 karlmannsnafn, 16 skel, 18 klókindi, 21 heppnist. Lóðrétt: 1 dolla, 2 fátækum, 3 at- hygli, 4 gremja, 5 spil, 6 tal, 7 skor- dýr, 11 áhlaup, 12 bleyta, 15 álpast, 17 eðli, 19 borðandi, 20 umdæmis- stafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hörgull, 8 ýsur, 9 núa, 10 ragan, 12 iö, 13 dul, 14 muna, 15 æðra, 17 sær, 19 snart, 21 tá, 23 akk, 24eitt. Lóðrétt: 1 hýr, 2 ös, 3 rugl, 4 grama, 5 unnusti, 6 lúin, 7 iaðar, 11 auðn, 13 dæsa, 16 rak, 18 ætt, 20 re, 22 ár. Gengið Almennt gengi Lj 10. 07. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala TollBBnai Dollar 71,950 Pund 117,440 Kan. dollar 48,740 Dönsk kr. 10,3420 Norsk kr 9,2930 Sænsk kr. 8,8750 Fi. mark 12,9580 Fra. franki 11,7520 Belg. franki 1,9101 Sviss. franki 46,6400 Holl. gyllini 34,9500 Þýskt mark 39,4100 It. lira 0,040120 Aust. sch. 5,6000 Port. escudo 0,3851 Spá. peseti 0,4644 Jap. yen írskt pund 0,508800 99,130 SDR 94,090000 ECU 77,9300 72,310 72,170 118,040 120,320 49,040 49,120 10,3960 10,4610 9,3450 9,3900 8,9230 9,0420 13,0340 13,1120 11,8190 11,8860 1,9215 1,9325 46,9000 47,3300 35,1500 35,3600 39,6100 39,8500 0,04036 0,040460 5,6340 5,6660 0,3875 0,3894 0,4672 0,4694 0,51180 0,508000 99,750 100,310 94,66000 95,910000 78,3900 78,9700 Símsvari vegna gengisskréningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.