Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1998, Blaðsíða 4
4f ' 22 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 Iþróttir * Bland í Mike Tyson er væntanlegur í hring- inn á ný í nóvember. Stutt bann sem hann var dæmdur í eftir aö hafa bitið and- stæöing sinn, Evander Holyfield, rennur út í nóvem- ber. Bannid sem Tyson fékk var umdeilt en flestir á því aö það væri alltof stutt. íþróttamenn, sem veröa uppvísir aö því að borða and- stæðing sinn, eiga aö finna sér annað viðfangsefni en íþróttir. David Beckham heldur áfram að verða fyrir ónæði vegna brottreksturs- ins gegn Argentínu á HM. Bresk slúðurblöd hafa farið út á ystu nöf i umfjöllun sinni um Beckham og halda mætti að knattspymumanni hefð aldrei áðiu- ver- ið vikið af leikvelli á HM. Enskir sparksér- fbæðingar, sem rita eingöngu um þessa göfugu íþrótt og telja sig allt vita, eru fúlir og engan veginn sér meðvitandi um að styrkur enska liðs- ins á HM var ekki nægilega mikill til að komast lengra í keppninni. Breskir knatt- spymusérfræðingar eru ótrúlegir þegar þeir ná sér á strik. Flestir þeirra hafa fullyrt að enska liðið hefði unnið Argent- ínu ef Beckham hefði ekki verið vís- að út af. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hef- ur miklar áhyggjur af öryggi Beckhams. Frú þvi hefur verið greint í enskum f]öl- miðlum að Beckham megi búast við að verða fyrir ónæði næsta vetur í enska boltanum. Liílu munaði að illa færi þegar 11 ára gömul stúlka varð fyrir einum kepp- anda á Toiu- de France hjólreiða- keppninni. Stúlkan slasaðist al- varlega en er talin úr lífshættu. Hjólreiðamennirn- ir ná oft mjög mikl- um hraða í keppn- inni og í þéttbýli er oft mikil slysahætta fyrir hendi. Mikið verður um að vera í golfinu hér- lendis næstu dag- ana. Meistaramót golf- klúbbanna fara fram vítt og breitt um landið og verðandi meistarar krýndir um næstu helgi. Brasiliumanninum Ronaldo hefur oft verið llkt við hinn eina og sanna Pele. Ronaldo stenst engan veginn þann samanburð, ekki enn að minnsta kosti. Pele skoraði 12 mörk á HM 1958 en þá var hann aðeins 17 ára gamall. Nú tala allir um ungan aldur Ronaldos en hann er 21 árs. Ronaldo hefur enn góðan tíma tU að sýna að hann sé betri knattspyrnumaður en Pele. Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Eng- lands, hefur fengið gylliboð frá liði Mónakó sem leikur í frönsku knatt- spymunni. Forráðamenn liðsins hafa boðið Hoddle 460 milljónir króna ef hann tekur við lið- inu og það sem meira er, upphæðin er skattfrjáls. Mjög htlar líkur eru taldar á því að Hoddle fari til Mónakó en hann lék um tíma með félaginu. Núverandi þjálfari Mónakó, Jean Tigana, hefúr verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara heimsmeistaranna. Hann á að baki marga landsleiki með franska landsliðinu og var um langt árabil einn besti miðjuleikmaður Frakklands. Aime Jacquet er hættur sem lands- liðsþjálfari Frakka. Hann náði frá- bærum árangri með liðið og nú horfa menn til Tigana sem eftirmanns hans. Arsene Wenger, hinn snjalli stjóri Arsenal, er góður spámaður. Hann spáöi því er heimsmeistarakeppnin byrjaði að Frakkar myndu verða heimsmeistarar. Wenger hefur mikla trú á frönskum knattspymumönnum eins og sést á leikmannahópi hans hjá Arsenal. -SK Kvíöinn og taugaspennan eru slík þegar menn eru leiddir að vítapunktinum að það er eins og taka eigi menn af lífi. Að lokum gleðjast þeir sem eru heppnari og engu ræður hvor aðilinn er í raun og veru betri á knattspyrnuvellinum. Frá vítaspyrnumartröð Hollands og Brasilíu á HM þar sem Brasilía vann heppnissigur. Reuter - vítaspyrnukeppnir settu ljótan blett á HM og þeim þarf að útrýma 1 nýliðinni heimsmeistarakeppni í knattspymu réðust úrslit margra leikja í vítaspymukeppnum og framlengingum. Framlenging leikja er sjálfsögð en öðm máh gegn- ir um vítaspymukeppnir. Þær em ljótur blettur á stórmóti eins og heimsmeistarakeppni í knattspymu. Það er með hreinum ólíkindum að úrslit skuli geta ráðist á því eina atriði hvemig þessum eða hin- um knattspymumanninum tekst að skjóta á_ markið frá vítapunktinum. Það að framkvæma vítasymu er að- eins örlítill hluti af leiknum. Og útkoman úr flmm vítmn á ^ ekki að ráða því hvort landslið í fremstu röð í heiminum þarf að pakka saman og hunskast heim á leið. Golf er sú íþróttagrein sem að mjög mörgu leyti er til fyrirmyndar og forystumenn annarra íþrótta- greina geta margt af golfinu lært, bæðr hérlendis og erlendis. Á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum leit lengi vel út fyrir ð tveir kylfmgar yrðu jafnir eftir 72 holur. Hvemig bregðast menn þar á bæ við jafnri stöðu tveggja kylfmga eða fleiri? Ekki með því að siga mönnum á teig og athuga hver slær lengra með trékylfúnni. Menn era ekki settir á flötina og athug- að hvor púttar betur. Nei. Ef tveir kylfmgar verða jafnir eftir 72 holur á þessu móti þurfa þeir að leika 18 holur daginn eftir til að komast að því hvor er betri. Með öömm orðum: Allir þættir golfsins eru teknir inn í myndina en ekki bara einstakir liðir eins og vítaspymumar í knatt- spymunni. Þetta er til eftirbreytni og ætti að vera mönnum umhugsunarefhi. HM í Frakklandi stóð yfir í á fjórða tug daga. Á öll- rnn þessum tíma hlýtur að flnnast tími til að láta lið mætast á ný ef ekki tekst að knýja fram úrslit í venju- legum leiktíma eða framlengingu. Smánarbletturinn sem víta- spyrnukeppnimar era hlýtur að hverfa fljótlega. Mig varðar lítið um það hvemig mönnum tekst til á / \J vitapunktinum nema innan venjulegs -----leiktíma eða í framleng- ingu. Um gullmarkiö svokallaða þarf ekki ræða. Það er svo vitlaus hugmynd að engu tali tekur. Margt kom á óvart á HM. Frábær ffammistaða Króata var mesta gleðiefnið. Framganga forseta FIFA verður mönnum lengi minnisstæð. Sá maður á mik- ið eftir ólært. Meðal annars það að dómgæsla á HM kemur honum ekki við. Danir komu á óvart, sérstaklega nettur og beittur sóknarleikur þeirra. Flinkir leikmenn í fremstu röð settu mark sitt á danska liðið svo unun var á að horfa. Fóra þar Laudrap-bræðumir fremstir í flokki. Ronaldo, þessi milljarða dekurdrengur, gat lítið sem ekkert. Kom í ljós enn einu sinni að hann er engra milljarða virði frekar en aðrir íþróttamenn í ffemstu röð í heiminum. Því síður landi hans, Denil- son, sem ku vera dýrasti knattspymumaður heims í dag, einhverra þriggja milljarða virði eða sem svarar til andvfrðis 300 dýrastu og bestu graðhesta íslands. Menn bundu miklar vonir við þenn- an Denilson. Þótt hann eigi að gagn- ast til annarra hluta en íslensku graðhestamir á hann langt í land eins og margir ofmetnir íþrótta- menn. Lið Brasilíu kom illa út úr HM. Þetta endalausa sambabull beið slíkan hnekki í keppninni að vonandi heyrir maður ekki á það minnst oftar. Brasilíu- menn mega þakka fyrir hve langt þeir náðu. Þeir vora mjög heppnir aö komast yflrleitt eitthvað áffam í keppninni. Mörg lið stóðu þeim fyllilega á sporði enda höfðu þeir ekki í frammi neina sambatakta á HM. Slíkt dugir ekki lengur til að ná árangri á stór- mótum knattspymumanna. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.