Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Side 10
★ * lfr. ■* ★ * wnning MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1998 Erótík í íslenskum bókmenntum Þér viö lendar Ijúfa frú lœt ég endast nótt án trega allvel kenndur er ég nú og mér stendur bœrilega „Bókin hefst á því að söguhetjan, sem er kona, finnur þessa beinakerlingarvísu innan í vörðu. Hún fær síðan fylgd manns, sem hún síðar upp- götvar að er Loki Laufeyjarson, en hann verður elskhugi hennar og leiðsögu- maður um erótíska stigu íslenskra bók- mennta." Þetta segir Guðrún M.H.Kloes, en hún hefur nýlega gefið út bókina Erotisches Island, sem er nokkurs konar sýn isbók eró tíkur í ís lenskum bók menntum en þó ekki tæmandi yfirlit. Guð rún skrifar á móðurmáli sínu, þýsku, en samtímis kemur bókin út í enskri þýðingu. Þetta er fjórða bók hennar um ísland en hún hefur áður gefið út þrjár landkynning- arbækur sem seldar voru í Þýskalandi. Á ís- landi hefur hún búið síðan 1982 og að sögn byrjaði hún að skrifa landkynningarefni um leið og hún fluttist hingað til lands. Þegar Guðrún er spurð að því af hverju aðeins þýsku- og enskumælandi lesendur fái að njóta bókarinnar segist hún ekki viss um aö hún hafi nokkuð að segja íslending- um í þessum efnum. En útlendingunum sé hún hins vegar að kynna íslenskar bók- menntir. „Ég bý í Miðfirði í Húnaþingi og fæst við ferðaþjónustu, ég er umvafin ferðafólki á sumrin og er orðin svolítið þreytt á þessari landslagsdýrkun. Menn eru endalaust að einblína á hesta og landslag en vilja gleyma því að hér býr þjóð sem á sér sögu. Það get- ur verið erfitt að koma fólki í skilning um það þvi að það er svo upptekið af jöklunum og eyðimerkurlandslaginu. Við leiðsögu- menn getum lagt okkar af mörkum til þess að benda ferðamönnum á fólkið í landinu en þeir ferðamenn sem eru hér á eigin vegum eru mjög oft bara eyðimerkurdýrkendur," segir Guörún. Ásamt sögukonu leiðir Loki Laufeyjarson les- endur áfram um ýmis svæöi hins erótíska íslands í bók Guðrúnar með spumingum og vangaveltum. Guðrún segist hafa heillast af Loka í bókmennta- sögunni vegna þess að hann sé í raun tímalaus maður. Hann sýni líka margbreytileika þjóðarinn- ar. „Loki er litríkur og skemmtilegur karakter og hann er líkur nútímakarlmanninum að því leyti að hann er svo útsmoginn. Hann getur verið bæði leiðinlegur og vondur en stundum er hann sjar- merandi og góður. Það væri líka hægt að kalla hann dæmigerðan pólitíkus þar sem hann notar aðra til þess að gera það sem hann vill ekki fram- kvæma sjálfur. Mér þykir óraunhæft að einblína á draumaprinsinn sem er góður í gegn og ég valdi Loka vegna þess að hann er síbreytilegur. Hann getur verið sá sem ekkert veit og sá sem allt veit og hann getur verið kvennagull og hann getur verið hommi.“ Guðrún segist eingöngu lesa íslenskar bók- menntir nú til dags og af þeim heillist hún afskap- lega mikið. Hún vinnur líka sem þýðandi og það eru aðeins örfáar bækur aðrar en íslenskar sem hljóta náð fyrir augum hennar. Þegar hún er spurð um væntingar varðandi bókina segist Guðrún vona að þrátt fyrir upprunann hafi henni tekist að skrifa svolítinn húmor inn í söguna: „Það hefur jafnvel stundum verið sagt um okkur Þjóðverja að við séum húmorslausir en með þess- ari bók reyni ég að sýna fram á annað,“ segir Guð- rún að lokum. Guörún M.H. Kloes segist orðin þreytt á landslagsdýrkun þeirra sem ferðast um ísland. Sá ljóðræni Ég hef því miður ekki fylgst nægilega með skáldferli Aðalsteins Svans Sigfússonar til að segja til um hvort nýjasta ljóðabók hans, Kveiki- steinar, marki spor á skáldferli hans. Af sömu ástæðu verður því ekki um neinn samanburð við fyrri verk höfundar. Kveikisteinar sýna þó ljós- lega aö Aðalsteinn er enginn nýr sáðmaður á ljóðakri og kann um margt vel til verka. Þetta er ekki mikil bók vexti frekar en ljóða- bækur eru yfirleitt, 36 ljóð á 46 síðum og skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn einkennist nokkuð af fortíðarþrá, þar er lýst gömlum _________________ vinnubrögðum til sjávar og sveita í ljóðum eins og Fengur og Slátturýí tveimur ljóðum, Fixer- að og Eimur, eru skemmtilegar líkingar þar sem framköllun ljós- mynda kallar fram minningarn- ar, í hinu fyrmefnda er andstæðum skemmtilega beitt: Fixeraö Man glerhaf gárast undan silfurperlum milli áratoga meö rauósprettunum haföi slœöst gaddaskata halinn ógnvekjandi í kjalsoginu og brosiö undirfuröulegt og hvítt. En þótt skáldið lýsi harðbýlu landi og kvíða fyrir löngum vetri er i þessum ljóðum eftirsjá sem kemur skýrt fram í lokaljóði þessa fyrri hluta bókarinnar Lýsingu: Nú er svo komiö aö brim hefur mulió bryggjuna naustiö falliö og gaddavír er égfyrrum þandi sem fiölustreng ryögar sem bitlaus í sinu. Símalínur úr túnum og bikuó trén. Síðari hluti bókarinnar er tengdari nútíman- _______________ um; það er grillað í kvöld, bíllinn gengur og stutt er í fréttir, slökkt er á stillimynd- inni, þurrkað af sjónvarpinu og uppvaskið bíður. En granntónninn er enn hinn sami: treginn sem kemur Ljóðlist Geirlaugur Magnússon hvað greinilegast fram í Haustljóði: Sœtbeiskur keimur af trega haustsins nœstum raunverulegur Ijóörœna áleitin en hvorki söknuöur né harmur tiltœkur. Og þessi ljóðræni tregi vekur ýmsar áleitn- ar spurningar, ekki aðeins um þessi ljóð held- ur um nútíma ljóðagerð almennt. Er treginn að verða yfirþyrmandi tilfinning íslenskra ljóða? Hvar er söknuður og harmur? Hvar er gleði og fognuður? Hvar er heilög reiði og vandlætn- ing, hrópandi hrifn- ing og heimsins dýrð? Aðalsteinn Svan svarar ekki þeim spuming- um né verður við hann einan að sakast. En hjá því verður ei komist að hug- leiða hvort ný hefð sé að ryðja sér til rúms í ljóða- gerð: tregahefðin. Vissu- lega væri æskilegt að ljóðskáldin færu víðar yfir tilfinningaskalann. En þrátt fyrir þessar almennu aðfinnslur eru Kveikisteinar Aðalsteins Svans ljóðabók sem fengur er að og besta ljóð bókarinnar Flug er ljóð sem hvert skáld gæti verið fullsæmt af: Flug Stóö á brún hengiflugs teygöi út armana lét fallast fram af. Fannfingur lengjast fanir lœsast saman kjálkana vaxafram. Flaug út yfir hafiö í sólarátt. Aðalsteinn Svanur Sigfússon Kveikisteinar 46 bls. Mál og menning 1998. Ýmislegt á Rás 1. í dag kl.13.05 verður flutt leikritið Enginn venjulegur þjónn eftir franska rithöfund- inn Fernand Millaud í þýðingu Óskars Ingimarssonar. Emile er orðinn mik- ill mannþekkjari eftir að hafa verið þjónn í tuttugu ár. Dag nokkum ákveður hann að gerast örlaga- valdur í lífi tveggja gesta sem sitja og bíða eftir borðfélög- um sínum. Leikendur eru Lárus Pálsson, Gísli Alfreðsson og Bryndís Schram. Leikstjóri er Ævar R. Kvaran. Leikritið var frumflutt árið 1962. Gömul leikrit úr safni Útvarpsleikhússins eru flutt alla miðvikudaga undir dag- skrárheitinu Minningar í mónó. Á morgun kl.10.15 verður svo fluttur fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar sem nefnist Úr sögu lýðveldisins. Fjallað er um að- draganda myndunar nýsköpun- arstjómarinnar, helstu verk hennar og gerð Keflavíkur- samningsins. í næstu þáttum er sagt frá „Stefaníu", sam- steypustjóm Sjálfstæðis- flokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðu- flokks á árun- um 1947-1949, og Marshall- aðstoðinni, aðild íslands að henni og áhrifum henn- ar á efnahagslif hér og erlendis. Valur Ingimundarson sér um þáttinn. Brecht á leiklistar- hátíðinni í Tampereen Á leiklistarhátíðinni í Tampereen í Finnlandi, sem hefst þann ellefta ágúst og stendur til þess sextánda, verð- ur ásamt mörgu öðru gómsætu boðið upp á dagskrá helgaða Bertolt nokkrum Brecht sem á hundrað ára fæðingarafmæli um þessar mundfr. Hin þýska Carmen-Maja Antoni mun m.a. flytja dagskrá í samvinnu við Goethe-stofnunina þar sem hún fer með nær öll aðalkvenhlut- verk úr verkum Brechts. Einnig flytja Kaisa Korhonen og Jussi Tuurna söngva hans sem bera yfir- skriftina I stríði og friði. Samkvæmt kynningu skrifaði Brecht á stríðstím- um um allt sem máli skipti í heimin- um; peningana, ást- ina og dauðann. Þegar Brecht ber á góma getur maður samt ekki varist því að hugsa hvort hann hafi virki- lega verið skíthæll sem skrifaði ekki verkin sem hann varð frægur fyrir heldur neyddi kon- ur til þess og hirti svo sjálfur heiðurinn og peningana...eða hvort kallinn sé bara fórnar- lamb öfugsnúinnar sagnfræði. Að vísu hníga ansi sterk rök aö því fyrmefnda og það yrði held- ur ekki í fyrsta sinn í sögunni sem karlar hafa rænt konur verkum þeirra. Helmingurinn af þeim níðingshætti á vafa- laust eftir að koma í ljós. Verkin standa þó fyrir sínu, hvort sem þau voru skrifuð af konum undir þrældómsoki eða Brecht sjálfum óg það getur fólk fengið að sjá í Tampereen í ágúst. Umsjón Þórunn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.