Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 15 Að misnota verka- lýðshreyfinguna Eins og GÁS ætti aö vita er verkalýöshreyfingin samansett af fólki úr ölf um pólitiskum flokkufn eða samtökum, segir m.a. í grein Magnúsar. Guömundur Ámi Stefánsson alþingismað- ur skrifar grein í DV 22. júlí sl. í tilefni af um- mælum sem eftir mér vora höfö í ríkissjón- varpinu þann 6. júlí sl., vegna ummæla for- manns Alþýðubanda- lagsins, þar sem sagt var að undirbúningur að sameiginlegu fram- boði vinstriflokkanna hefði verið unninn í samvinnu við verka- lýðshreyfinguna. f umræddri frétt Sjónvarpsins var sagt: „Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfínguna vera faglega hreyfingu fólks úr öllum stjórnmálaflokkum. Það yrði því skref aftur á bak ef gera ætti verkalýðshreyfinguna að verkfæri stjórnmálaflokka. Það væri löngu liðin tið sem ekki hefði gefist vel. Hann segir Margréti for- m£mn því hafa talað heldur óvar- lega um þessi mál.“ GÁS segir þessi ummæli tilefni greinar hans þar sem hann segir m.a.: „Mér þótti þetta kröftuglega mælt hjá þessum forystumanni i verkalýðshreyfmgunni sem í gegn- um árin hefur einnig verið í fremstu röð í Sjálfstæðisflokknum og eftir því sem ég best veit ekki haft samviskubit vegna þeirra tengsla." Þessi setning segir allt um viðhorf GÁS til pólitískra tengsla verkalýðshreyfingarinnar. Ekki fulltrúi verkalýðs- hreyfingarinnar Þetta viðhorf kom einnig vel fram á flokksstjóm- arfundi Alþýðu- flokksins þann 5. júlí sL, þar sem samþykkt var að standa að sameigin- legu framboði. Signý Jóhannes- dóttir, formaður Vöku á Siglufirði, var beðin að ávarpa fundinn og þegar hún var kynnt var sagt að hún talaði fyrir hönd ASÍ! Hér er verið að gefa í skyn, að verkalýðs- hreyfingin standi að sameiningartil- raunum A-flokk- anna. Hér er Al- þýðuflokkurinn að misnota verkalýðshreyfinguna í flokkspólitískum tilgangi. Signý setti ofan í við Alþýðuflokkinn eft- ir frásögn fjölmiðla af fundinum og sagði í Mbl. 8. júlí: „Auðvitað er ég formaður í verkalýðsfélagi og varamaður í miðstjórn Al- þýðusambands- ins en ég leit aldrei á mig sem neinn sérstakan fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar og hef ekkert vægi sem slík.“ í verkalýöshreyfingunni er fólk úr öllum flokkum Eins og GÁS ætti að vita, er verkalýðshreyfingin samansett af fólki úr öllum pólitískum flokkum eöa samtökum. Og það er vel þekkt að einstakir forastumenn í verkalýðshreyfingunni hafa valist meðal forustumanna í einstökum pólitískum flokkum og átt sæti í sveitarstjómum og Alþingi sem fulltrúar pólitiskra flokka en ekki sem fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar. Ég kannast ekki við að undir- búningiu- að sameiginlegu fram- boði A-flokkanna hafi verið rædd- ur á vettvangi verkalýðshreyfing- arinnar. Enda áréttaði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, það eftir að ég hafði gert athugasemd við þau ummæli að verkalýðshreyfingin ætti aðild að sameiningarmálunum, að svo væri ekki, heldur væri það fólk sem væri að vinna innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem hefði tekið þátt í undirbúningnum. Á þessu er grundvallarmunur. Afstaöa forseta ASÍ Afstaða Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, er mjög skýr og af- dráttarlaus þegar hann svarar spumingu Steingríms J. Sigfús- sonar um flokksleg tengsl ASÍ við stjórnmálasamtök félagshyggju- fólks. Forseti ASÍ segir orðrétt í svari sínu í Mbl. 1. júlí sL: „Þú spyrð hvort vænta megi beinna flokkslegra tengsla ASÍ við stjórn- málasamtök félagshyggjufólks. Því er fljótsvarað: Nei. Verkalýðs- hreyfingin hlýtur að starfa sjálf- stætt en ekki með flokksleg tengsl við stjórnmálaflokka." Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að ég er ekki einn um þá skoðun að verkalýðshreyfingin á ekki að vera flokkslega tengd við stjómmálaflokka. „Alþýðuflokksmenn hugsa meö skelfingu" Ef Guðmundur Ámi Stefánsson telur að það verði launþegum til góðs að leggja Alþýðuflokkinn nið- ur, þá hef ég auðvitað ekkert við það áð athuga. Kannski að eitt- hvað sé til í því sem sagt var í fréttum Sjónvarpsins fyrir nokkram dögum, þegar rætt var um sameiningartilraunir vinstri manna, þar sem sagt var: „Ög- mundur Jónasson, þingmaður Al- þýðubandcdagsins og óháðra, segir marga alþýðuflokksmenn hugsa með skeifingu til þess hvemig Sig- hvatur Björgvinsson og forysta flokkins hélt á málum, til að mynda heilbrigðismálum, síðast þegar flokkurinn var í ríkis- stjóm." Magnús L. Sveinsson Kjallarinn Magnús L. Sveinsson formaöur VR „Ef Guðmundur Árni Stefánsson telur að það verði launþegum til góðs að leggja Alþýðuflokkinn niður, þá hef ég auðvitað ekkert við það að athuga Of háir vextir í Biblíunni er talað um 1-3% vexti sem hæfilega ávöxtun á ppn- ingum. Menn hafa hér gengið undir manns hönd við að lækka 8% vexti, ýmist með handafli eða með tilvísun til lágra vaxta erlend- is. Forsætisráðherra landsins fékk bágt fyrir að skrifa aðalbanka- stjóra ríkisbankans bréf þar sem tekið var á vandamálunum þá með þeim tökum er ein dugá í kerfi með mörgum prinsum. Ráðherra fór þá með sigur af hólmi eins og góðum stjórnanda sæmir og vext- irnir lækkuðu daginn eftir. En markaður- inn er óvirkur til frekari lækkunar á vöxtum í kerfi þar sem ríkisbank- ar ráða stærstum hluta lánamarkað- arins. Tilvist Is- landsbanka og hálfopinberra sparisjóða nægir ekki til að skila almenningi lægri vöxtum. Stöönun fram undan? Peningar hrúgast inn í bankana og innlánsvextir era eins og í Jap- an um 1%. en útlánsvextir um 10% með verðtryggingu. Mismunurinn er hafður til að reka óskilvirkt kerfi sem gengið er sér til húðar. En á sama tíma er markaðurinn á neysluvarningi að mettast. Ekki er endalaust hægt að framleiða fyr- ir þá er hafa allt af öllu. Við sjáum það í húsgagnasölu, í byggingu at- vinnuhúsnæðis, í hestasölu, á listaverkamarkaði, að Rín tekur ekki endalaust við. Yngri kynslóö- ifTIeggur meiri áherslu á gæöi og það er í tísku að nýta góða nytja- hluti genginna kynslóöa. Á lista- markaðinum hafa menn eftir- þanka af viðskiptum með fólsk verk gamalla meistara en bankam- ir, græningjamir hjá opinberum söfnum og hinir nýríku, héldu uppi háu verðlagi. Kaupmenn ótt- ast ekkert eins og hálftómar Kringlur og víst er að sú banka- kreppa sem hófst í Japan er ekkert „Að hér skuli verðlag vera með því hæsta í heimi má eflaust að einum þriðja rekja til miðstýring■ ar í bankakerfinu og hárra vaxta en tveimur þriðju til legu iands■ ins, fákeppni í flutningum og strjálbýlis einstakt austurlenskt fyrirbrigði. Ofgnóttin knýr á um breytingar og nýtt verðmætamat. Þegar arðsemin verð- ur lítil verður erfitt að greiða jafnvel lága vexti. Unga fólkiö borgar Ömurlegt er því nú að horfa upp á ungt fólk taka framtíðarlán sem hljóða upp á 10% vexti með verðtrygg- ingu hjá lánastofnun- um þegar fyrirsjáan- legt er að vextir eiga eftir að lækka, en hægt að greiða upp flest ný lán á lánstím- anum ef menn þess óska. Dráttarvextir 16% era helmingi of háir og furðulegt er að fyrirtæki og einstaklingar með tryggingu geti ekki farið yfir á reikning án þess að fá mörg prósent sektar- greiðslur. Unga kynslóðin hefur ekki tima til umbyltinga á meðan hún kemur undir sig fótunum og stendur í barnauppeldi en hún borgar meðan hún getur. Þegar hún þroskast og fær yfirsýn koll- varpar hún væntanlega þessu Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri kerfi sem hefur blómstrað í skjóli miðstýringar. Hátt verölag Háir vextir eru öðr- um þræði ávísun á hærri launakröfur og meiri greiðslur fyrir alls konar þjónustu. Að hér skuli verðlag vera með því hæsta i heimi má eflaust að einum þriðja rekja til miðstýringar í bankakerfinu og hárra vaxta en tveimur þriðju til legu landsins, fá- keppni í flutningum og strjálbýlis. En ekki er endalaust hægt að gera kröfur til hærri þóknunar í heimi sem smækkar óðum. Norðurlönd og Sviss verða ekki endalaust sér á báti hvað verðlag snertir. Það er ekki sjálfgefið að vextir lækki ef bankamir verða seldir til ólíkra aðila í þjóðfélagi fámennisins. Handaflsaðferðin getur virkað ef aðrar aðferðir ná ekki fram að ganga. Til þess kusum við ráða- menn að þeir geti stjórnað. Sigurður Antonsson Með og á móti Eiga útihátíöir rétt á sér? Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Halló Ak- ureyri. Bærinn blómstrar „Eg miða eðlilega um- fram allt við Halló Akureyri sem ég er framkvæmda- stjóri fyrir. Með tilkomu Halló Akureyri áriö 1994 var brotið blað í sögu útihátíða að því-leyti að svokallaðar útihátíðir um verslunar- mannahelgina, hverjar voru eftir- litslitlar haldnar á víðavangi, voru færðar inn í bæinn. Við það gjörbreyttist bæjarlífið um versl- unarmannahelgina. Áður hafði bærinn verið heldur daufur þessa helgi og lítið um að vera. Þá sótti einkum yngra fólk eittlivert ann- að, t.d. í Húnaver hér fyrir norð- an, en eftir að Halló Akureyri kom til sögimnar hefur dæmið snúist við. Með hátíðinni höfum við í raun útvíkkað ferðaþjónust- una í bænum. Aðilar í ferðaþjón- ustunni hér, s.s. hótel, veitinga- staðir, verslanir og aðrir hafa not- ið góðs af þessari hátíð sem fyllt hefur bæinn af fólki og lífi. Einnig má segja að með því að halda Halló Akureyri inni í bæn- um getum við veitt mun betri lög- gæslu og sjúkraþjónustu heldur en úti á víðavangi og bæjarbúar sjálfir veita visst aðhald. Það má því segja að með því að halda há- tíðina í bænum höfum við betri stjóm á henni og getum veitt virkara og betra aðhald en ella.“ Vímuefna- neysla á úti- hátíðum „Ég er á móti því að ungling- ar sem era ekki sjálfráða fari einir á útihátíð- ir. Það er allt of oft sem ég fæ unglinga sem komnir era á kaf í vímuefhi sem segjast hafa byrjað vímuefhaneysl- una um versl- unarmanna- helgina. Þess'i krakkar fara hratt niður í neyslunni. Flestum ef ekki öllum fullorðn- um finnst að unglingar eigi ekki að neyta vímuefiia en það vantar oft á að foreldrar fylgi því eftir. Það að segja „NEI elskan mín, þú ferð ekki án okkar á útihátíð um verslunarmannahelgina," ætti að duga. En ég fæ mörg simtöl þar sera foreldrar segja að ef þau segi nei verði allt vitlaust, hvað með það? Allt gæti orðið enn þá vitlaus- ara ef unglingamir fara. Unglingadrykkja á íslandi er þjóðarskömm og foreldrar verða að vera samstiga og fá stuðning frá hver öðrum. Foreldrar ættu að vita það að unglingadrykkja leiðir oft til kynlífs sem getur haft alvar- legar afleiöingar fyrir bam þeirra.“ -GLM Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráögjafi og forstööu- maóur Vímu- lausrar æsku. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.