Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Qupperneq 17
16 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 + MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1998 17 íþróttir Blaind I poka Stigamót Golfsambandsins til stigameistara karla og kvenna er nú rúmlega hálfnað. Stigahœsti golfarinn er Björgvin Sigurbergsson, GK, með 234 stig. Stigahœsta konan er Ragnhildur Sigurðardóttir með 203 stig. Tiger Woods er stigahœsti kylfingurinn á lista Alþjóða golfsambandsins. Arnar Þór Viöarsson, leikmaður í Belgíu, spilaöi ekki með liði sínu RC Genk um helgina þar sem samkomulag milli Lokeren, fyrrum félags Amars, og Genk náðist ekki fyrir leikinn. Lokeren vill fá góða summu fyrir Arnar sem Genk vill ekki samþykkja. Lokeren hefur því kært félagaskiptin. Leikur ÍBV og FK Oblic fer fram á Hásteinsvelli í dag kl. 18. ÍBV þurfti aö fá undanþágu fyrir þvi að fá leikinn til Eyja þar sem aðstaða fyrir áhorfendur er ekki samkvæmt Evrópustöðlum. ÍBV þurfti aö leggja út talsverðan kostnað til að fá leikinn en aðstæður til sjónvarpsútsendinga eru til að mynda ekki upp á marga fiska i Eyjum. KR-ingar hafa ákveðið að semja ekki við Frakkann Claude Cauvy sem mætti á æfingu hjá þeim í vikunni. Cauvy, sem er hér á vegum umboösmanns, hefur mætt á æfingar hjá fleiri liðum en KR. KR-ingar hafa aftur á móti fengið aftur þá Eið Smára Guðjohnsen og Kristján Finnbogason. Helga Torfadóttir og Hrafnhildur Skúladóttir munu leika með sænska 1. deildar liðinu Bryne á næsta tímabili. Bryne er undir stjórn þjálfarans Einars Guðmundssonar og stóð liðið sig vel á síðasta ári og seldi meðal annars tvær stúlkur í úrvalsdeild. Mario Zagallo, sem þjálfaði lið Brasilíu í heimsmeistarakeppninni hefur ásamt fylgdarliöi sínu verið rekinn. Zagallo sigraði fjórum sinnum í heimsmeistarakeppninni, tvisvar sem leikmaöur og tvisvar sem þjálfari. Zagallo á aó baki 148 leiki sem þjálfari, þar af eru 107 sigrar, 29 jafntefli og aðeins 12 töp. / einum af U.S. 500 kappakstrinum 1 Bandaríkjunum klessti einn bílanna kröftuglega á vegg með þeim afleiðingum að hlutar bílsins hentust í allar áttir og þar á meðal upp í áhorfendastúku. Þrír áhorfendur létu lífið er þeir fengu hjól og aðra hluti f sig og sex aðrir særðust. Bandariska ökusambandiö skoðar nú hvort ekki þurfi að auka öryggi áhorfenda 1 kappaksturskeppnum. Dennis Mitchell spretthlaupari og Randy Bames kúluvarpari eru tvær af stórstjörnum bandarísku fijálsfþróttanna. Þeir voru settir i keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar er sýni sem tekin voru úr þeim innihéldu ólögleg lyf. Banniö stendur yfir meðan unnið er úr seinni sýnum frá þeim, en hin fyrri innihéldu ólögleg lyf. Luis Aragones hefur sagt upp sem þjálfari 1. deildar liðs Real Betis á Spáni. Aragones sagði upp af persónulegum ástæðum. Aragones er annar þjálfarinn til að hætta á Spáni þvl Jose Antonio Camacho hætti þjálfun Real Madrid vegna ósamkomulags. Roger Lemerre hefur verið ráðinn þjálfari heimsmeistara Frakka í knattspymu. Lemerre var aðstoðarmaður Aime Jacquet sem leiddi Frakka til sigurs á heimsmeistaramótinu. Paul Gascoigne spilaói mjög vel fyrir Middlesboro i 1-1 jafntefli við Stockport í fyrsta leiknum á undirbúningstimabilinu. Gascoigne virtist í góðu formi, spilaði boltanum vel og var allt í öllu í spili liðsins. -ÍBE/ÓÓJ Sóknarþungi Víkinganna - skilaöi aöeins einu stigi til liðsins 1-0 Boban Ristic (17.) 1-1 Sumarliði Ámason (22. víti) 1- 2 Hólmsteinn Jónasson (31.) 2- 2 Boban Ristic (65. víti) Það hefur fylgt Víkingum í sumar að nýta ekki færin og svo var einnig í gær þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við KVA á Eskifírði. Heimamenn þyrjuðu betur en annars fór leikurinn rólega af stað á meðan Austfjaröaþokan færðist inn Eskifjörðinn. Víkingar svöruðu með tveimur mörkum á 9 mínútum og það seinna gerði Hólmsteinn Jónas- son mjög glæsilega með þrumuskoti af um 20 metra færi. KVA datt aftur á völlinn eftir að komast yfir og sóknarpressa Vík- inga var mikil. Baráttuna vantaði ekki í lið KVA sem hefur komið einna mest á óvart í deildinni í sum- ar. Þegar þeim þótti nóg um pressu Víkinga náður þeir skyndisókn og fiskuðu víti þar sem Boban Ristic, einn af bestu mönnum þeirra, skor- aði sitt annað mark. Flestir heimamenn vörpuðu önd- inni léttar þegar dómarinn flautaði leikinn af og eitt stig var í höfn. Víkingar áttu mörg hættuleg mark- tækifæri og gerðu oft harða hríð að marki heimamanna. Markvörður KVA, Róbert Gunn- arsson, var betri en enginn í þess- um leik og besti maður leiksins. Maður leiksins: Róbert Gunnars- son, KVA -ÞH „Stoppuðum í götin" - þriöja 1-0 tap Stjörnunnar í röð 1-0 Davið Garðarsson (53.) KA-menn mættu Stjörnunni í gærkvöld. KA-menn mættu með til leiks Skotann Gregg Hood sem er til reynslu hjá þeim. Hann var aftastur KA-manna og stóð sig með prýði. KA-vörnin var sterk allan leikinn og náðu Stjörnumenn ekki neinu færi sem getur talist hættulegt. Knattspyma KA-manna i sumar hefur ekki verið verið góð í fagur- fræðilegum skilningi og í gærkvöld varð engin breyting á. Það var ekki fyrr en undir lokin að menn fóm að hafa gaman af leiknum. Stjörnu- menn hafa örugglega spilað betur í sumar heldur en þeir gerðu á móti KA. Það var alveg sama hvað Stjömumenn reyndu að gera það bara tókst ekki neitt. „Það er allt annað að sjá til okkar núna. Við erum famir að stoppa í þessi göt í vörninni," sagði Eggert Sigmundsson, fyrirliði KA. Að- spurður hvort þeir væra sloppnir við fall sagði hann: „Já, ég held það. Við erum að berjast við að fara upp núna.“ Maður leiksins: Magnús Sig- urðsson, KA -JJ Upprisa Skallagríms - sem sneri stöðunni úr 1-3 í 4-3 0-1. Þórhallur Jónsson (5.) 1- l.Villý Þ Ólafsson (13.) 2- 1. Villý Þ Ólafsson (15.) víti 3- l.Guömuundur Gislason (56.) 3-2. Valdimar K Sigurðsson. (59.) 3-3. Valdimar K Sigurðsson (68. víti) 3-4. Freyr Bjarnason 82.) Skallagrímsmenn unnu mikil- vægan sigur í gærkvöld. Með sigrin- um forðuðu þeir sér frá því að lenda í fallbaráttu sumar. Leikurinn var hin besta skemmtun frá upphafi til enda og vora alls sjö mörk skoruð. Fyrsta markið í leiknum var glæsi- mark sem var skorað af 40 metra færi í slána og inn. Skallagríms- menn náðu forastu með því marki en HK-menn fóra strax í sókn og fengu tvö góð færi áður en þeir náðu að jafna og komast síðan yfir. Eftir það sóttu bæði lið af krafti og hugsuðu lítið um varnarleikinn. Bæði lið fengu fjölda færa sem höfn- uðu í tréverkinu eða misfórast á annan hátt. Heldur datt hraðinn nið- ur i seinni hálfleik og Skallgríms- menn nýttu sér ákefð heimamanna með vel útfærðum skyndisóknum. Kjartan Máson, þjálfari HK, sagði eftir leikinn að dómarinn hefði veitt gestunum ódýrt viti sem þeir jöfn- uðu úr og að úthaldsleysi leikmanna væri mjög slæmt því þeir hefðu að- eins náð að halda annan hálfleikinn út. Valdimar K. Sigurðsson var besti leikmaður Skallagríms ásamt Þór- halli Jónssyni. Hjá HK bar mest á ívari Jónssyni og Villý Þ. Ólafssyni. Maður leiksins: Valdimar K. Sigurðsson. -BB Goð afmælisgjóf til Péturs, þiálfara FH 1- 0 Hörður Magnússon (38.) 2- 0 Brynjar Gestsson (55.) 3- 0 Guðmundur Sævarsson (57.) Leikmenn FH færðu þjálfara sín- um, Pétri Ormslev, góða afmælis- gjöf í gærkvöld. Pétur, sem hélt upp á 40 ára afmæli sitt, sá leikmenn sína vinna öraggan 3-0 sigur og með honum era FH-ingar komnir í bullandi baráttu um 2. sætið í deild- inni eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð. Leikurinn fór hægt af stað en eft- ir að Þórsarinn Jóhann Þórhallsson misnotaði gott tækifæri á 25. mín- útu náðu heimamenn smátt og smátt tökum á leiknum. Hörður Magnússon kom FH-ing- um yfir í fyrri hálfleik með snotru marki og tvö mörk FH-inga með tveggja minútna millibili í upphafi síðari hálfleiksins reyndust banabiti norðanmanna. í liði FH er sjálfstraustið heldur betur komið i mannskapinn og var Hörður Magnússon mjög sprækur í fremstu víglínu, Davíð Ólafsson gerði marga góða hluti og Daði Lár- usson var öryggið uppmálað í mark- inu. Handboltakappinn Heiðmar Fel- ixsson var langbestur i liði Þórs sem er komið með annan fótinn í 2. deild. Maður leiksins: Hörður Magn- ússon, FH. -GH Falur Harðarson átti mjög góöan leik gegn Finnurr í gærkvöld og skoraði 22 stig. Fyrsti sigur íslands gegn Finnlandi í 17 ár í körfuknattleik karla. ÚRVALSP. KV. Valur 9 9 0 0 38-6 27 KR 9 8 0 1 40-3 24 Breiðablik 9 5 2 2 19-9 17 ÍBV 9 3 2 4 17-20 11 Stjarnan 9 3 1 5 14-19 10 Fjölnir 9 2 0 7 3-30 6 ÍA 9 1 2 6 7-22 5 Haukar 9 1 1 7 3-32 4 Markahœstar: Olga Færseth, KR..................17 Ásgerður Ingibergsdóttir, Val . . 12 Laufey Ólafsdóttir, Val...........12 Ásthildur Helgadóttir, KR..........9 Helena Ólafsdóttir, KR ........... 7 Bergþóra Laxdal, Val ..............6 Kristrún Daðadóttir, Breiðabliki . 6 Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki . . 5 [£») 1. DEILD KARLA Breiðablik 11 9 0 2 22-9 27 Víkingur 11 6 3 2 17-12 21 FH 11 6 1 4 18-12 19 KVA 11 5 3 3 16-11 18 Fylkir 11 5 2 4 17-15 17 Skallagr. 11 4 3 4 19-18 15 KA 11 4 3 4 13-14 15 Stjarnan 11 3 4 4 8-11 13 Þór 11 1 2 8 9-18 5 HK 11 1 1 9 15-34 4 Markahœstir: Atli Kristjánsson, Breiðabliki .... 7 Hörður Magnússon, FH .............6 Valdimar K. Sigurðsson, Skallagr. 6 Boban Ristic, KVA.................5 Hjörtur Hjartarsson, Skallagr. ... 5 Steindór Elíson, HK...............5 Brynjar Gestsson, FH..............5 Sumarliöi Ámason, Víkingi........5 Norðurlandamótið í körfuknattleik karla í Danmörku: - fyrsti sigur íslendinga Islenska landsliðið í körfuknattleik vann í gær sögulegan sigur á liði Finna á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku. Lokatölur urðu 68-65 en staðan í leikhléi var 36-31, íslandi í vil. Þetta var annar sigur okkar á Finnum í körfuknattleik karla frá upp- hafi. Fyrri sigurinn vannst árið 1981 í Keflavík en þá sigr- aði ísland með tveggja stiga mun. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur, skyn- semi og mjög góð hittni sem skóp sigur íslenska liðsins. Litlu munaði þó í lokin að okkar menn misstu gott for- skot í tapaðan leik. Island var 10 stigum yfir, 66-56, en Finn- um tókst að minnka muninn í aðeins eitt stig, 66-65. Það var Herbert Arnarson sem tryggði íslenskan sigur með tveimur öraggum vítaskotum þegar aðeins 22 sekúndur byrjun á liði Finna síðan í Keflavík árið 1981 vora eftir. Þriggja stiga skot Finna í blálokin missti marks og íslendingar fögnuðu góð- um sigri. Frábær hittni Fals og Helga Jónasar Helgi Jónas Guðfmnsson og Falur Harðarson áttu frábær- an leik og hittu mjög vel allan leikinn. Guðmundur Braga- son og Friðrik Stefánsson léku einnig mjög vel í vöm- inni. Þá var Herbert Arnarson mjög ógnandi í sókninni og traustur i varnarleiknum. Finnar hafa sterku liði á að skipa og með liðinu leikur miðherji, Hanno Möttöla, sem er 2,08 metrar á hæð. Hann hefur leikið með háskólaliði Utah sem komst í undanúrslit háskólakeppninnar í Banda- ríkjunum sl. vetur. Guðmundi og Friðrik tókst að stöðva hann lengst af en hann var stigahæstur Finna með 16 stig. Sigurinn gegn Finnum lof- ar góðu um framhaldið en erf- iður leikur bíður íslenska liðsins í dag. Þá verður leikið gegn Svíum en þeir sátu yfir í gær. Stig íslands: Helgi Jónas Guðfinnsson 22, Falur Harðarson 19, Guð- mundur Bragason 12, Herbert Arnarson 8, Hermann Hauks- son 3, Guðjón 2 og Friðrik 2. -SK/-BL Sigurður Grétarsson, þjálfari Blika var í banni í gær og varð að fylgjast með af pöllunum. Hann lifði sig vel inn í leikinn. DV-mynd Hilmar Úrvalsdeildin, hér koma Blikarnir 0-1 Atli Kristjánsson (22.) 0-2 Kjartan Einarsson (63.) 0-3 Atli Kristjánsson (73.) Breiðablik vann sinn sjötta deildarleik í röð er liðið lagði Fylki, 3-0, á útivelli í gær- kvöld. Um leið unnu Blikar sinn 9. sigur- leik í röð því þrír bikarsigrar á þessum tíma hafa skilað liðinu í undanúrslit bikars- ins. Breiðablik er nú komið með 6 stiga for- skot á liðið í öðru sæti og 8 stiga forskot á liðið í 3. sæti og geta Kópavogsbúar farið að búa sig undir að hýsa efstudeildarleiki að nýju næsta sumar. Þeir nýttu færin vel í gær en leikur Breiðabliks var áberandi markvissari en leikur Fylkis sem á við sannkallaðan heimavallarskrekk að stríða. Fylkismenn hafa aðeins unnið 2 af 6 heimaleikjum en 3 af 4 leikjum á útivelli. Atli Kristjánsson lék með Blikum að nýju eftir meiðsli sem hann hlaut í bikarleik gegn Fylki á dögunum og var þeirra besti maður. Atli er nú markahæstur í deildinni með 7 mörk í 9 leikjum. -ÓÓJ t > Meistaradeild kvenna í knattspyrnu: Valsstúlkur ósigraðar - en KR fylgir þeim fast eftir Valur heldur forystu sinni í efstu deild kvenna en 9. umferð lauk í gærkvöldi með þremur leikjum. Einvígi Vals og KR heldur áfram en markatalan batnaði til muna hjá KR-stúlkum þó svo að þær skorti þrjú stig til að standa jafnfætis Valsstúlkum. í Garðabæ tók Stjarnan á móti Val. Leikurinn fór rólega af stað en smá saman náði Valur tökum á leiknum og eftir nokkrar þungar sóknarlotur skoraði Laufey Ólafs- dóttir frábært mark með þrumu- skoti af 27 metra færi, í þverslána og inn. Stórkostlegt mark sem án efa er eitt það glæsilegasta í sumar. Valur bætti við öðru marki þegar nokkuð var komið fram yfir venju- legan leiktíma í fyrri hálfleiknum en þá skoraði Ásgerður Ingibergs- dóttir með hælspyrnu úr markteig eftir góða sendingu Laufeyjar. Þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknir beggja liða í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki og fögnuðu Valsstúlkur þremur dýr- mætum stigum. Laufey Ólafsdóttir og Ásgerður léku best í liði Vals en hjá Stjöm- unni átti María Ágústsdóttir mark- vörður frábæran leik. Fyrsti sigur Hauka í Grafarvogi fékk Fjölnir Hauka í heimsókn í botnslag deildarinnar. Haukarnir tryggðu sér sigurim með marki frá Ragnhildi Ágústs- dóttur skömmu fyrir leikslok. Sig- urinn var hinn fyrsti hjá Haukuni í sumar en hann dugði þeim þó ekki til að komast úr botnsæti deildar- innar þar sem þær eru með 4 stig Stórsigur KR KR vann stórsigur á ÍA í Frosta- skjóli, 6-0. Olga Færseth skoraii sína fjórðu þrennu í sumar, Ásthiid- ur Helgadóttir og Ragna Lóa Stef- ánsdóttir gerðu sitt markið hvor en eitt marka ÍA var sjálfsmark. Staö- an í hálfleik var 4-0 fyrir KR. Með sigrinum lagaði KR marka- tölu sína nokkuð en liðið hefur rú 37 mörk i plús en Valsstúlkur hafa gert 32 mörk. -ih Iþróttir Biand í Hinn sœnski Jesper Blomqvist er nú kominn yfir í Manchester United frá * Parma. Blomquist sagðist heföu viljað vera áfram hjá Parma í stað þess að fara til Manchester. Hins vegar höfðu þjálfarar Parma ekki not fyrir hann. Manchester United er nú í æfinga- ferö um Noreg og keppir þar þrjá æf- ingaleiki. Fyrsti leikur United fór fram í gær á móti Valerenga í Ósló og endaði leik- urinn 2-2. Roy Keane spilaði í fyrsta skiptið meö United eftir meiðsin sem hann er aö ná sér eftir. Keane þarf enn aö bíða eftir að kom- ast í sitt gamla form. Lítið bar á hon- um í leiknum og fyrir utan gult spjald sem hann fékk setti hann ekki mark á leikinn og var því tekinn út af í hálfleik. Brœöurnir Frank og Ronald De Boer vilja losna frá Ajax, en þeir eru báðir samningsbundnir til ársins 2004. Barcelona hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá Frank 1 sínar herbúðir. Arsenal hefur mikinn áhuga á Ronald. Þrátt fyrir þaö sagöi Arsene Wen- ger, framkvæmdastjóri Arsenal, að hann vildi ekki að Ronald brytist undan samningi hjá Ajax. „Hver er þá tilgangur samnings?" spurði Wenger sem sagði jafnframt að knattspyrnan í heiminum væri í hættu ef bræðurnir brytust undan samningi og settu þannig fordæmi. NM í körfu: Óánægja með aðbúnaðinn Hart barist um boitann í leik Fjölnis og Hauka í gær. DV-mynd Hilmar „Sætur og lang- þráður sigur" „Fyrirfi'am var alls ekki búist við sigri okkar enda hafði okkur aðeins einu sinni tekist að sigra Finna fyrir leikinn. Þess vegna var þetta sætur og langþráður sig- ur,“ sagði Jón Kr. Gíslason, lands- liðsþjálfari í körfuknattleik, eftir sigurinn gegn Finnum í gærkvöld. „Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið á mót- inu. Við ákváðum fyrir mótið að taka einn leik fyrir í einu og við munum halda því áfram. Leikur okkar gegn Svíum verður mjög erfiður. Þeir sátu yfir í dag og okk- ur tókst ekki að sjá þá leika. Við reynum að vinna úr því eins og við gerðum fyrir leikinn gegn Finnum,“ sagði Jón Kr. „Létti mikið þegar síðara skotið fór rétta leið“ „Einþeitingin magnaðist veru- lega á vítalínunni í lokin. Það var gaman að fá tækifæri til þess afl tryggja okkur sigurinn og mér létti verulega þegar ég sá síðara skotið fara rétta leið,“ sagði Her bert Arnarson sem tryggði íslensk an sigur með vítaskotum þegar 22 sekúndur voru eftir. „Ég er mjög ánægður með að við skyldum halda haus þrátt fyr ir bakslag í leik okkar í lokin Vörn okkar var góð, 65 stigir þeirra sýna það. Þeir pökkuðu vel inn í teig og við þurftum ekki að hafa áhyggjur af skyttum þeirra Þeir áttu ekkert svar við mjög góð um leik þeirra Helga Jónasar Guð finnssonar og Fals Harðarsonar sem hittu mjög vel. Það hefur ofi vantað herslumuninn hjá okkur í jöfnum leikjum en nú tókst okkur að klára verkefnið og sigurinn var mjög góður og sanngjarn,“ sagði Herbert Arnarson. -SK/-BI íslenska landsliðið dvel- ur í dapurri heimavist á meðan á Norðurlanda- mótinu í körfu-knattleik karla stendur í Dan- mörku. Öll lið mótsins dvelja á heimavistinni sem þyk- ir ekki boðleg. Hafa for- ráðamenn liðanna hótað að hætta þátttöku ef ekki verður gripið í taumana og aðstæður gerðar viðunandi. Þrír leikmenn sem léku með finnska liðinu í gærkvöld leika með bandarískum háskólum. Sex leikmenn í finnska liðinu eru yfir tveir metrar á hæð. íslenska liðið skoraði 10 þriggja stiga körfur gegn Finnum en Finnar 5. ísland var með 45% nýtingu en Finnar 33%. Heildarhittni beggja liða var 42%. Vítanýting íslands var 84%, Finnlands 75%. ísland tók 8 sóknarfráköst, Finnar aðeins 4. -SK/-BL 100 markið hjá Olgu Olga Færseth skoraði sína fjórðu þrennu í sumar gegn Skagastúlkum í gær og um leið og hún skoraði sitt annað mark í leiknum varð hún fjórða íslenska knattspyrnukonan til að skora 100 deildarmörk. Olga hefur nú skorað 101 mark í 79 efstu deild- arleikjum, 56 fyrir KR og 45 fyrir Breiðablik. -ÓÓJ Ikvöld Úrvalsdeildin í knattspyrnu: Þróttur-Valur..............20.00 Evrópukeppni: ÍBV-FK Obilic..............18.00 Zhalgiris-ÍA.................... Norðurlandamótið í körfubolta: Ísland-Svíþjóð.............20.00 ► ♦ * l * i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.