Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 Afmæli_____________________ Baldvin G. Baldursson Baldvin Grani Baldursson, bóndi og fyrrv. oddviti í Ljósavatnshreppi, Rangá, Þingeyjarsýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Baldvin er fæddur aö Ófeigsstöð- um í Ljósavatnshreppi. Hann stund- aði nám við Laugaskóla 1941^12. Baldvin byggði sér nýbýlið Rangá á landi Ófeigsstaða og hefur verið bóndi þar frá 1945. Baldvin var formaður ungmenna- félags sveitarinnar um skeið og í stjóm þess í mörg ár. Auk þess var hann formaður Héraðssambands Suður-Þingeyinga um nokkurra ára skeið. Hann var formaður Búnaðar- félags Ljósavatnshrepps í yfir tuttugu ár, sat í sveitarstjórn frá 1970-94 og var oddviti frá 1978-94, í stjóm Kaupfélags Þingeyinga frá 1967-88 og þar af formaður í nokkur ár. Þá sat hann í stjórn Laxárvirkj- unar frá 1971 og þar til hún var lögð niður. Hann var deildarstjóri Kinn- ardeildar Kaupfélags Þingeyinga frá 1972-98, sláturhússtjóri hjá Kaup- félagi Þingeyinga um langt árabil, í stjórn Búnaðarsambands Þingey- inga frá 1973-88, formaður sóknar- nefndar Þóroddsstaðakirkju frá 1978, formaður héraðsnefndar Þing- eyinga frá stofnun 1989-94, var for- maður framsóknarfélags Þingey- inga um skeið og formaður fram- sóknarfélags sveitar sinnar lengi. Fjölskylda Baldvin kvæntist 7.7. 1945 Sig- rúnu Jónsdóttur, f. 17.11.1923, d. 30. 6. 1990, húsmóður. Hún var dóttir Jóns Friðrikssonar, bónda að Hömr- um í Reykjadal, og Friðriku Sigfús- dóttur húsfreyju. Böm Baldvins og Sig- rúnar era fimm. Þau era sr. Jón Aðalsteinn, f. 17.6. 1946, sendiráðsprestur í London, kona hans er Margrét Sigtryggsdóttir og eiga þau Sciman tvö börn en eitt bam átti Jón fyrir; Baldur, f. 13.3. 1948, bifreiðastjóri á Húsavík, kona hans er Sigrún Að- algeirsdóttir og eiga þau þrjú börn; Baldvin Krist- inn, f. 23.2. 1950, bóndi í Torfunesi, en kona hans er Brynhildur Þráinsdóttir og eiga þau tvö böm; Hildur, f. 10.11. 1953, hárgreiðslumeistari á Húsavík, gift Garðari Jónassyni og eiga þau tvö börn; Friðrika, f. 2.2. 1961, aðstoðarmaður tannlæknis á Húsa- vik en sambýlismaður hennar er Stefán Haraldsson og eiga þau eitt bam auk þess sem hún á tvö börn frá fyrrv. hjónabandi. Systkin Baldvins Grana eru Svanhildur, f. 25.4. 1936, gift Einari Krisjáns- syni, bónda á Ófeigsstöð- um, og eiga þau fimm börn; Ófeigur, f. 31.1. 1940, d. 15.5. 1985, lögregluþjónn á Akur- eyri, var kvæntur Þor- björgu Snorradóttur og eignuðust þau eitt barn. Baldvin var sonur Bald- urs Baldvinssonar, f. 8.4.1898, d. 4.7. 1978, bónda og oddvita á Ófeigsstöð- um, og Hildar Friðgeirsdóttur, f. 4.12. 1895, d. 30.7. 1923, húsfreyju. Baldvin Grani Baldursson. Einar Jónsson Einar Jónsson, fyrrv. gjaldkeri Sambandsins, Furagrund 30, Kópa- vogi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Einar fæddist að Reyni í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Hann var fjögur ár í Bama- skólanum í Vík og eitt ár i ung- lingaskóla þar. Einar réðst sem verslunarmaður til Kaupfélags Skaftfellinga i Vík 1928 og starfaði þar til 1930, en flutti þá til Hafnarfjarðar með stjúpmóð- ur sinni, Þórunni Karítas Ingi- mundardóttur, er bæði foreldrar hans voru látnir. Þar stundaði hann verkamannavinnu og síma- vinnu sumarið 1931 og síðan sjó- mennsku. Einar starfaði í vörageymslu SÍS 1932-33, var starfsmaður í vefnaðar- vörudeild SÍS 1933-52 var jafnframt deildarstjóri hjá SÍS í viðlögum á stríðsáranum og kaupfélagsstjóri nýstofnaðs Kaupfélags Suður-Borg- firðinga á Akranesi í nokkra mán- uði 1938. Einar var gjaldkeri í fjármála- deild SÍS 1953-84 en stundaði síðan ýmis störf á árunum 1984-89. Einar sat í stjóm starfsmannafé- lags SÍS um skeið og var formaður TBR og Badmintonsambands ís- lands í nokkur ár. Einar varð fyrsti íslandsmeistar- inn í badminton, þá þrjátíu og sex ára að aldri, og íslands- meistari tvíliðaleiks mörgum sinnum. Hann hætti keppni er hann var fjöratíu og níu ára og vann þá keppni í tvíliða- leik, en stundar þó bad- minton enn þann dag í dag. Einar hefur haldið bókhald um laun sín og skatta alla tíð en segja má að laun hans og skatt- ar segi sögu hans um marga áratugi. Þá hefur hann haldið saman staðreyndum um þær íþróttir sem hann hefur stundað. Einar yrkir þó nokkuð en mætti vera meira að eigin sögn. í frístundum sínum auk badmintons stundaði Einar brigde, og silungs- og laxveiði. Fjölskylda Einar kvæntist 1937 Sigrúnu Þórðardóttur, f 24.8. 1916, d. 1981, húsmóður. Hún var dóttir Þórðar Jónssonar, starfsmanns hjá Pósti og sima, frá Sumarliðabæ í Rangár- vallasýslu, og k.h., Jóhönnu Jó- hannesdóttur húsmóður. Böm Einars og Sigrúnar era Jón Reynir Einarsson, f. 11.4.1940, múr- arameistari og bóndi á Efri-Steins- mýri í Meðallandi, kvæntur Mar- gréti Ólafsdóttur húsfreyju og eiga þau fimm börn; Jóhann Þór Einar- son, f. 4.6. 1947, veggfóðr- ari, búsettur í Kópavogi, kvæntur Bára Magnús- dóttur verslunarmanni og eiga þau eina dóttur; Sigurður Einarsson, f. 23.9. 1949, húsgagna- og húsasmíðameistari, bú- settur í Reykjavík og á Sigríð- ur Einarsdóttir, f. 18.6. 1951, húsmóðir og við heimilishjálp, búsett í Reykjavik, gift Ágústi Ágústssyni múrarameist- ara og eiga þau þrjá syni; Brandur Einarsson, f. 23.6. 1953, stýrimaður, búsettur á Tálknafirði; Einar Ein- arsson, f. 28.4. 1955, sjómaður í Reykjavík. Seinni maka kynntist Einar fyr- ir nokkram árum, Jóhönnu Elínu Aðalbjörgu Árnadóttur, f. 24.7. 1922, húsmóður. Foreldrar hennar vora Árni Hallgrímsson, verkamaður á Akureyri, og k.h., Ingibjörg Þor- steinsdóttir, iðnverkakona. Jó- hanna og Einar giftust árið 1987. Jóhanna á tíu böm sem hafa reynst Einari góðir vinir. Þau era Haukur Björnsson, trésmiður í Reykjavík; Bjami Sveinsson, skip- stjóri á Akranesi; Ingibjörg Sveins- dóttir, húsmóðir i Reykjavík og við heimilisþjónustu; Úndína Sveins- dóttir, hárgreiðsludama í Reykja- vík; Ásmundur Sveinsson, stýri- maður, búsettur í Reykjavík; Ámi Sveinsson, smiður í Reykjavík; Rúnar Sveinsson, bifreiðastjóri í Reykjavík; Sigrún Sveinsdóttir, bankastarfsmaður í Reykjavík; Jón Þór Sveinsson, sölumaður, búsettur í Hafnarfirði; Róslind Sveinsdóttir, sölumaður hjá Olís, búsett 1 Reykja- vík. Alsystur Einars era Sigríður Jónsdóttir, f. 1910, húsmóðir í Hafn- arfirði; Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1912, búsett í Reykjavík; Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1915, lengst af hús- freyja í Mýrdal, nú búsett á Laugar- vatni. Hálfsystkini Einars, samfeðra, era Elin, búsett i Bandaríkjunum; Þorsteinn Jón Jónsson, f. 1926, bú- settur í Kópavogi. Foreldrar Einars vora Jón Ólafs- son, f. 31.5.1881, d. 7.4.1927, kennari í Vík og Reynishverfi, þá var hann líka einkaritari fjögurra sýslu- manna, og f.k.h., Sigríður Einars- dóttir frá Reyni, f. 10.2. 1887, d. 25.5.11. 1916. Ætt Föðurforeldrar: Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Móðurfor- eldrar: Einar Brandsson og Sigríður Brynjólfsdóttir. Einar og Jóhanna ætla að dvelja í Kanada á afmælisdaginn og heyra og sjá sögu Vestur-íslendinga á þjóðhátíðardegi þeirra. Afmælisgreinar um verslunarmannahelgi: Næsta helgarblað DV kemur út föstudaginn 31.7. Upplýsingar vegna afmælisgreina sem eiga að birtast í helgarblaðinu þurfa því að berast ættfræðideildinni eigi síðar en í dag, miðvikudaginn 29.8. Fréttir Þrír á ofsahraða Mikil umferð var víða um land og gekk hún að mestu leyti áfallalaust fyrir sig. Sums staðar freist- uðust ökumenn þó til að stíga aðeins of fast á bens- íngjöfina. Lögreglan á Sauðárkróki tók þrjá öku- menn um helgina fyrir ofsaakstur á meira en 130 km hraða. Á Selfossi voru einnig nokkrir teknir fyr- ir of hraðan akstur og tveir fyrir ölvunarakstur. -GLM Róleg helgi Lögreglumenn víðs vegar um land era sammála um að nýliðin helgi hafi verið ákaflega róleg að flestu leyti. Umferðin gekk að mestu leyti vel fyrir sig og lítið var um óspektir. Lögreglumenn óttast þó að helgin nú hafi verið lognið á undan storminum, fólk hafi einfaldlega verið að safna kröftum fyrir verslunarmannahelgina. -RR Sumarbridge í Mitchell-tvímenning 23. júlí spiluðu 32 pör Mitchell tvímenning. Spilaðar vora 14 umferðir. Meðalskor var 364 og þessi pör urðu efst: NS 1 .Gísli Steingr. - Hróðmar Sigurbjöms. 427 2. Þorsteinn Erlings. - Alfreð Kristjáns. 410 3. Helgi Viborg - Agnar Kristinsson 402 AV 1. Magnús Odds. - Láras Hermanns. 432 2. Pétur Antons. - Vilhjálmur Sigurðs. jr. 418 3. Þórður Sigurðs. - Guðmund. Gunnars. 387 4. Svala Pálsd. - Hanna Friðriksd. 384 Föstudaginn 24. júlí mættu aftur 32 pör til leiks. Árangur efstu para varð þessi: NS 1. Jón V. Jónmunds. - Leifur Aðalsteins. 503 2. Þröstur Ingimars. - Siguijón Tryggva. 483 3. Svala Pálsdóttir - Gísli Torfason 457 4. Stefania Skarphd. - Aðalsteinn Sveins. 417 AV 1. Sigurður Steingrs. - Gísli Steingríms. 423 2-3. Sigrún Pétursd. - Ámína Guðlaugsd. 388 2-3.Ómar Olgeirsson - Kristinn Þórisson 388 Eftir tvímenninginn var að venju spiluð út- sláttarsveitakeppni. Tólf sveitir vora skráðar til keppni. Spilaðar voru 4 umferðir og til úrslita spiluðu sveitir Svölu Pálsdóttur (Gísli Torfason, Dúa Ólafsdóttir og Þórir Leifsson, auk Svölu) og Eyjólfs Magnússonar (Kristján B. Snorrason, Jón Viðar Jónmundsson, Leifur Aðalsteinsson, Alda Guðnadóttir og Hermann Friðriksson, auk Eyj- ólfs). Lokatölur urðu 40-13 fyrir sveit Eyjólfs. Til hamingju með afmælið 29. júlí 90 ára____________ Ingiríður M. Bjömsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Victor J. Gestsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Guðrún Sigurðardóttir, Lækjarhvammi 7, Búðardal. Hálfdán G. Viborg, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára Ólafur Thoroddsen, Álfheimum 15, Reykjavík. 75 ára Jóhanna Anna Einarsdóttir frá Dunk, Vallhólma 10, Kópavogi, varð sjötíu og fimm ára s.l. mánudag. Eiginmaður hennar var Gestur Sigurjónsson, bóndi á Dunk. Þessi tilkynn- ing féll niöur s.l. mánud. vegna mistaka og er beðist velvirð- ingar á því. Guðrún Jónsdóttir, Hellisgötu 19, Hafnarfirði. Guðrún Nieísen, Lerkihlíö 2, Reykjavík. Kristrún Magnúsdóttir, Kjarrhólma 22, Kópavogi. Sólveig B. Guðmundsdóttir, Sunnubraut 12, Keflavík. Stella Guðmundsdóttir, Hófgerði 8, Kópavogi. 70 ára Ragnheiður Blöndal, Brúsastöðum, Áshreppi. 60 ára Áslaug Hafsteinsdóttir, Klettagötu 2, Hafnarfirði. Halldóra Marinósdóttir, Þórólfsgötu 16, Borgamesi. Hrefna Gunnarsdóttir, Stifluseli 5, Reykjavik. 50 ára Guðmundur Sigurjónsson, launafulltrúi hjá SVR, Fiskakvísl 1, Reykjavík. Eiginkona hans er Margrét Sverrisdótir, starfsm. hjá Nýherja. Hann tekur á móti ættingjum og vinum að Dugguvogi 12,1 dag milli kl. 20.00 og 22.00. Amdís Finnbogadóttir, Eyrargötu 6, ísafirði. Sigrún Bjömsdóttir, Ásgötu 12, Raufarhöfn. Sigui ður Eyþórsson, Skúlagötu 78, Reykjavík. 40 ára Ingi Gunnar Jóhannsson, leiðsögumaður og tónlistarmaður, Tjarnargötu 10, Reykjavík. Hann mun halda upp á daginn á Rolling Stones-tónleikum í Kaupmannahöfh. Anna Björk Eðvarðsdóttir, Fomuströnd 17, Seltjamamesi. Guðbjörg Kristín Amardóttir, Hátúni 6, Reykjavík. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Bræðratungu, ísafirði. Sigurjón Héðinsson, Suðurvöllum 16, Keflavík. Víðir Gissurarson, Árbakka 4, sameinað sveitar- félag, Vestur-Húnavatnssýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.