Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 T*y onn Ummæli Hverjir eiga að fá að lifa? „Heilbrigðismálin eru hægt en örugglega að breyt- ast úr því að öllum eigi að líkna og alla beri að lækna í það að forgangsraða eigi eftir ýmsum leiðum en umfram allt, leggja beri efnahagslegt mat á hverjir fá að lifa.“ Hrafnkeil A. Jónsson héraðs- skjalavörður, í Morgunblaðinu. Þorskur og ekki þorskur „Aldrei í manna minnum hef- ir verið jafnmikill þorskur í sjón- j um um allt land og nú. Vegna verðlags á þorski koma bátar ekki að landi með smærri fisk en 9-10 kíló. Menn eru ekki að eyða dýrkeyptum kvótum á ruslfisk sem skilar allt of litlu í verði.“ Önundur Ásgeirsson, fyrrv. for- stj. Olís, í DV. Stofnanabragur á kirkjunni „Það er óneitanlega oröinn svolitill stofnana- bragur á kirkjunni og hin lúterska kirkja kannski að því leyti komin í andstöðu við Lúter sjálfan sem gerði uppreisn gegn stofn- í anaveldi kaþólsku kirkjunnar." j Hjálmar Arnason alþingismaður, í Degi. Endemis kjaftæði •■í svokölluðum stefnuágrein- ingi þeirra sem leggjast gegn sameiginlegu framboði í Alþýðu- bandalaginu er brugðið fyrir sig vinstri og hægri. Við í Alþýðu- flokknum erum hægri kratar, þeir eru vinstra fólk. Ég er leið á f þessu endemis kjaftæði." Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður, í Degi. Hrossaræktun I .Þetta ástand sem viö búum við núna, þar sem geðþóttaákvarðanir 1 eru allsráðandi og mönnum hyglað út og suður á meðan aðrir eru lagðir í einelti, það hrein- lega gengur ekki.“ Magnús Eiðsson hrossabóndi, um starf hrossaræktarráðu- nauta, í DV. Mynstrið á klósettpappímum „Það er undarleg hugmynd að menn þurfi að vera sammála nánast um mynstrið á klósett- pappírnum á flokksskrifstofunni til að geta verið saman í flokki." J Daníel Freyr Jónsson kennara- nemi, um sameiningarmálin á vinstri vængnum, í Morgunblað- Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri: Mikill heiður að vera metin hæf sem prófessor Sigriður Halldórsdóttir. DV-mynd gk DV, Akureyri: „Þetta breytir heilmiklu í minni vinnu. Það auðveldar mér að sækja um styrki til rannsókna því það má segja að ég sé búin að sanna mig fyr- ir fræðaheiminum, þetta auðveldar mér að fá birtar niðurstöður rann- sókna og þá er þetta kjaralegt atriði. Ég lít á það sem mikinn heiður fyrir mig að vera metin hæf sem prófessor og það má í sjálfu sér orða það þannig að nú sé uppskerutími, að ég sé að uppskera laun erfiðisins undanfarin ár,“ segir Sigríður Halldórsdóttir sem er nýskipaður prófessor í hjúkrunar- fræðum viðHáskólann á Akureyri og fyrsti prófessor í hjúkrunarfræðum hér á landi. Sigríður er fædd í Reykjavík en að hluta uppalin í Dalasýslu. Hún lauk verslunarprófí frá Verslunarskólan- um í Reykjavík og síöar stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlið. Hún stundaði nám á námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla fs- lands og lauk BS-prófi 1978 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum meö kennsluréttindi frá félagsvísindadeild ári síöar. Eftir það starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur og fékkst einnig við kennslustörf. Sigríður lauk mastersnámi frá UBC-háskólanum í Vancouver i Kanada 1988 og doktors- námi frá Linköping-háskóla í Sviþjóð árið 1996. Frá árinu 1991 hefur Sigríður veitt forstöðu heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Hún segir að deildin hafi eflst mjög undanfarin ár og segist að hluta til líta á skipun sína í stöðu pró- fessors sem viðurkenningu fyrir deildina. „Þetta er ekki fjölmenn defld en nemendur fá mikla athygli frá kennurum sem er mjög jákvætt fyrir báða aðila. Um 25 nemendur hafa út- skrifast árlega og stefnt er að því að á næstu árum verði þeir um 30. Maður dagsins Stór hluti af nemendum deildarinn- ar hafa komið af landsbyggðinni og það er skemmtilegt að segja frá þvi að margir þeirra hafa prófað að starfa í Reykjavík að námi loknu en hafa síðan leitað í störf úti á landi, öfugt við nemendur sem hafa útskrif- ast í Reykja- vik en þeir hafa gjarnan starfað á landsbyggð- inni í 1-2 ár að námi loknu og síðan flutt aftur til Reykjavík- ur. Þessi þróun varðandi nemendur okk- ar á Akureyri hefur leitt til þess að landsbyggðin er nú mun betur sett með hjúkrunarfræðinga en verið hef- ur.“ Sigríðm1 er gift Gunnlaugi Garðars- syni, sóknarpresti í Glerársókn á Ak- ureyri, og eiga þau þrjú böm, dæturn- ar Sunnu Kristrúnu, 17 ára, og Maríu Guðrúnu, 13 ára, og soninn Jóhannes Benedikt sem er 4 mánaða. Sigríður segir að heimili þeirra endurspegli mikið helsta áhugamál þeirra hjóna. „Á heimili okkar er óstjórnlega mikið af bókum og ef við eig- um frjálsa stvmd erum við að lesa. Lestur okkar tengist fræðigreinum okkar beggja og það er svo skemmtilegt að við höfum áhuga á fræðasviði hvort annars og ræðum þau mál mikið. Þá höfum við gaman af að hlusta á sí- gilda tónlist og við reynum einnig að komast í gönguferðir þegar við höfum til þess tíma.“ -gk Krakkar hafa í gegn- um tíð- ina lært aö búa til ýms- ar af- urðir í skóla- görðun- um. Fjölskyldudagur í Skólagörðum í dag er fjölskyldudagur í Skólagörðum Reykjavíkur. Fjölskyldur þeirra barna sem eiga garð í skólagörð- unum eru hvattar til að koma í heimsókn og kynna sér starfsemina. Starfs- menn skólagarðanna veita upplýsingar um það græn- meti sem börnin eru að rækta. Skemmtilegum upp- skriftum verður dreift og upplýsingum um geymslu og frystingu á grænmetinu okkar. Útivera Söguferð í Skaftafelli í fyrramálið kl. 10 verður fariö í skoðunarferð með landverði í Skaftafefli upp Gömlu tún, upp með Eystragili og Vestragili og upp meö því að Svartafossi og þaðan í Selið og til baka í þjónustumiðstöðina, það- an sem lagt er af stað frá landlíkaninu. Ferðin tekur tvo og hálfan til þrjá klukkutíma. Leirburður Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn. Fyrri leik ÍA og FK Zalgiris, sem leikinn var á Akranesi, lauk meö sigri ÍA. Evrópuleikir í dag leika tvö íslensk félög síð- ari leiki sína í fyrstu umgerð í Evrópukeppninni í knattspymu. ÍBV, sem tekur þátt í forkeppni Evrópukeppni meistaraliða, á heimaleik gegn júgóslavneska lið- inu FK Obilic. Róðurinn verður erfiður því ÍBV tapaði úti 2-0. Leikurinn hefst kl. 18. ÍA, sem tek- ur þátt í Evrópukeppni félagsliða, lék á heimavefli fyrst gegn FK Zal- giris Vilnius frá Litháen og vann þann leik. í dag kl. 16 að íslensk- um tíma leikur ÍA í Litháen og það þykir ekki mikið að fara með eitt mark í plús á erfiðan heima- völl svo ÍA þarf á öllum sínum styrk aö halda eigi liðið að komast áfram. íþróttir Einn leikur er í úrvalsdeildinni í kvöld. Á Hlíðarenda leika Valur og Þróttur. Valur, sem er að berj- ast fyrir lífí sínu í úrvalsdeild- inni, þarf á sigri að halda svo lið- ið lendi ekki í bullandi fallhættu. Þróttarar gefa örugglega ekkert eftir því þótt þeir sigli lygnan sjó um þessar mundir þá má ekkert út af bera svo þeir lendi ekki í fall- hættu. Bridge Flestir kannast við orðalagið „kinverska svíningu1' um þau tilvik þegar sagnhafí stelur slag af and- stöðunni með „svíningu" sem á ekki rétt á sér. Ekki veit ég af hverju þjófnaður af þvl tagi er kall- aður „kínversk svíning" en eitt er víst aði Kínverjar kunna að beita henniSmaí síð- astliðnum voru spilaðir Asíu- leikarnir í sveitakeppni í bænum Kobe í Japan. Sveitir Ástralíu og Kín- verja spiluðu til úrslita í kvenna- flokknum og þar kom þetta spil fyr- ir. Vestur var gjafari og enginn á hættu. Á öðru borðanna pössuðu vestur og norður en ástralska lands- liðskonan opnaði á fjórum spöðum t austur. Þar enduöu sagnir og sagn- hafi lét sér nægja að taka 11 slagi í þeim samningi eftir að vörnin hafði spilað ÁK í laufi i upphafi. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: * 5 * K543 * 973 * D9654 4 Á109 * D10982 4- K5 * 872 4 864 «4 G6 4 G842 * ÁKG3 Vestur Norður Austur Suður YuZ Bardon Weinfei Tully pass pass 1 4 pass 2 * pass 24 pass 2* pass 4 * dobl pass pass 44 pass 4* pass 4 grönd pass 54 pass 64 p/h Vörnin hófst á sama hátt á þessu borði: laufás og síðan laufkóngur. Weinfei trompaði seinna laufið, spilaði spaða á ásinn og síðan hjartadrottningu úr blindum. Þegar norður setti lítið spil hafði kín- verska svíningin heppnast hjá Kín- verjanum. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.