Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1998, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1998, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 CLandsmótið í golfi hófst í morgun sjá bls. 20 og 21 Eyjamenn tryggðu sér sæti í úr- slitaleik bikarkeppninnar í knatt- spyrnu gær með því að leggja Breiðablik að velli í Eyjum, 2-0. Þetta er þriðja árið í röð sem ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppninni \ og þaö kemur í ljós hvort andstæð- ingamir sem mætast í kvöld verða Grindavík eða Leiftur. Á myndinni eru þeir Kristinn Hafliðason og markaskorarinn, ívar Bjarkiind ,glaðir á svip eftir sigurinn. -GH . ' ^ispon uhfsport * DV-mynd Ómar Garðarsson Frjálsar: Bæting hjá Magnúsi Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastarinn efhilegi frá Sel- fossi, bætti besta árangur sinn í greininni á móti i Helsingborg í Svíþjóð í gærkvöld. Magnús kastaði 60,62 metra og er þetta í þriðja sinn í sumar sem hann fer yfir 60 metrana en Magnús er 22 ára gamall. Magnús þurfti að kasta 61 metra til að tryggja sér farseðilinn til Búdapest. Magnús varð í 3. sæti á mótinu en sigur- vegari varð írinn Nick Sweeney með 64,84 metra kast. Andy Bloom frá Bandaríkjunum varð annar með 62,15 metra kast en þessir tveir kastarar eru í heimsklassa. Ágætur árangur hjá Jóni Arnari Jón Amar Magnússon tók þátt í kringlukastskeppninni og kastaði 49,34 metra sem er ágæt- is árangur en hann á best 51,30. Þá keppti Jón Amar í kúluvarpi á mótinu og kastaði 15,34 metra. -GH Þórey yfir 4 metrana Þórey Edda Eiísdóttir, stangar- stökkvarinn stórefhilegi úr FH, keppti á móti í Stokkhólmi í gær- kvöld og vai’ð í 7. sæti en flestar bestu stangarstökkskonur heims vom á meðal keppenda. Þórey stökk 4,0 metra en í fyrradag fór hún yfir 4,15 metra á móti í Malmö. Vala Flosadóttir gat ekki keppt á þessum mótinn en hún er að jafna sig eftir þursabit. Jón, Vala, Þórey Edda og Guð- rún Amardóttir eru nú ásamt þjálfurum sínum í æfingabúöum í Malmö til undirbúnings fyrir EM. -GH Fimm til Búdapest - til þátttöku á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem hefst síöar í þessum mánuði Frjálsíþróttasamband íslands hefur valið keppendur sem keppa fyrir íslands hönd á Evrópumótinu í frjálsum iþróttum sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi síðar í þessum mánuði. Þau sem keppa fyrir fslands hönd em: Jón Arnar Magnússon: Jón er einn af sterkustu tug- þrautarmönnum heims og hefur þegar farið yfir 8.500 stig í sumar. Jón á góða möguleika á verðlauna- sæti í Búdapest enda í feiknaformi þessa dagana. Jón er með 4. besta árangur í Evrópu og 6. besta árangur i heiminum í dag. Vala Flosadóttir: Vala sýndi það síðastliðinn vetur þegar hún setti heimsmet innan- húss að hún er einn af bestu stang- arstökkvurum heims i dag. Verði Vala laus við meiðsl á hún góðan möguleika á að komast á pafl. Árangur hennar, 4,36 metrar, skipar henni í 3. sæti á Evrópulistanum og í 6. sæti á heimslistanum. Guðrún Arnardóttir: Guðrún er að ná sér af-meiðslum sem hún hlaut fyrri hluti sumars og hún sýndi styrk sinn á meistara- mótinu á dögumnn. Guðrún var á síðasta ári einn af sterkustu 400 m grindahlaupurum í Evrópu og er i hópi þeirra 8 bestu í álfúnni. Nái Guðrún að sýna styrk sinn getur hún komist í verðlaunasæti Þórey Edda Elísdóttir: Þórey Edda er annar besti stang- arstökkvari Norðurlanda og er skipa sér i hóp þeirra allra bestu í Evrópu. Hún hefúr verið í stöðugri framför og hefur að undanfomu farið yfir 4 metrana. Þórey þykir líkleg til að komast í úrslitin og takist henni það er hún til alls vis. Pétur Guðmundsson: Pétur hefur um árabil verið meðal fremstu kúluvarpara heims, þó svo að hann hafi ekki keppt mik- ið á stórmótum undanfarin ár. Pét- ur sýndi þó í sumar með því að ná lágmarkinu fyrir EM að hann á enn erindi í keppni við þá bestu. Allir þessir 5 keppendur náðu lágmörkum fyrir mótið á tímabil- inu 1.-4. ágúst 1998. -GH Jón Arnar Magnússon keppir í tugþrautinni. Vala Flosadóttir er á meðal Guðrún Arnardóttir keppir í 400 keppanda í stangarstökkinu. metra grindahlaupinu. Þórey Edda Elísdóttir keppir í Pétur Guðmundsson veröur á stangarstökkinu eins og Vala. meöal keppenda í kúluvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.