Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1998, Blaðsíða 2
+ 20 FIMMTUDAGUR 6. AGUST 1998 FIMMTUDAGUR 6. AGUST 1998 21 íþróttir íþróttir Rosenborg sigraði Bryne, 5-0, í 8 liða úrslitum i norsku bikarkeppninni í gær. Ragnar Árnason kom inn á í liði Bryne á 70. mínútu. Þá sigraði Stabæk lið Skeid, 3-1, og Moss lagði Bodo/Glimt, 2-1. Ólafur H. Krist- jánsson og félagar hans í AGF eru meö 3 stig eftir tvo leiki i dönsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. AGF sigraði Lyngy, 1-0, um síðustu helgi. Ólafur lék í 70 minútur og átti góðan leik. Dennis Wise, fyrirliöi Chelsea, á yfir höfði sér 3ja leikja bann í upphafi leiktíöar en kappinn var rekinn af leikvelli í leik Chelsea og Atletico Madrid á æfingamóti sem fram fer i Hollandi. Chelsea hyggst áfrýja úrskurði hol- lenska knattspyrnusambandsins dæmi það Wise í bann en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wise lætur skapið hlaupa með sig í gönur. lan Rush hefur skrifað undir eins árs samning við enska 2. deildar liðið Wrexham. Hann mun þjálfa liðið jafnframt sem han mun leika með lið- inu. Rush er 37 ára gamall og á að baki glæsilegan feril. Hann lék um árabil með Liverpool en fór þaðan til Leeds, þá til Newcastle og loks til Sheffield United. Rush segir þetta fyrsta skrefiö i að verða framkvæmdastjóri. Hann hafi alltaf langað til að þjálfa. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um pening- ana því hann hafi hafnað freistandi tilboðum frá Japan og frá liðum í Evrópu. Rush leikur fyrsta leik sinn með Wrexham þegar það mætir Reading um helgina. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ekki kát- ur yfir þeirri ákvörðun hollenska landsliðsmannsins Patricks Kluiverts aö vilja ekki koma til United. „Kluiverí veit kannski ekki hversu stórt félag Manchester United er. Ég var mjög vonsvikinn þegar mér bárust þær fréttir að Kluivert vildi ekki ræöa við okkur þvi okkur var sagt að hann vildi hitta okkur og ræða hugsanleg félagaskipti," segir Ferguson. David Hirst gæti misst af leiktíðinni en þessi 30 ára gamli framherji Southampton er illa meiddur á hné eftir að hafa meiöst i æfingaleik með Soufhampton i sumar. Paul Gascoigne var ekki valinn í 29 manna æfingahóp Glenns Hoddles, landsliðsþjálfara Englendinga, en hóp- urinn kemur saman til æfinga í næstu viku til undirbún- ings fyrir leikinn gegn Svíum i næsta mánuði en það er fyrsti leikur þjóö- anna í undankeppni EM. Hoddle vill sjá Gazza i betra formi ef hann á að eiga möguleika á að vinna sér sæti 1 landsliðinu að nýju. Gascoigne er nokkuð pattaralegur eft- ir sumarið og greinilega aðeins yfir kjörþyngd. -GH Hlynur Stefánsson, ívar Bjarklind, Jens Paeslack og Guoni Rúnar Helgason geta ekki leynt gleöi sinni f búningsklefa Eyjamanna eftir leikinn gegn Brei&abliki í gærkvöld. Me& sigrinum trygg&u Eyjamenn sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar þri&ja ári& f röö. i, DV-mynd Ómar Eyjamenn komnir í úrslitin í bikarkeppninni þriðja árið í röð eftir sigur á Blikum í Eyjum DV Eyjum: Þaö var greinilegt aö Breiðabliks- menn ætluðu ekki að láta leikinn frá í fyrra, þegar þeir voru niðurlægðir í átta liða úrslitum bikarsins, endur- taka sig. Þá mættu þeir Eyjamönnum eins og nú, í fjögurra liða úrslitum og lauk leiknum með 8-1 sigri ÍBV. Þá, eins og nú, fór leikurinn fram í Eyj- um en þar með er samlíkingunni lok- ið því Eyjamenn máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi. Blikar spil- uðu vel allan tímann og í seinni hálf- leik sýndu þeir klærnar svo um mun- aði og varð útkoman einn skemmti- legasti leikkafli sem sést hefur á Há- steinsvelli í sumar. Leiknum lauk með 2-0 sigri ÍBV en með smáheppni hefðu gestirnir getað hirt farmiðann í bikarúrslitaleikinn og skilið Islands- meistarana eftir með sárt ennið. Strax í fyrri hálfleik sýndu gestirn- ir tennurnar og gáfu með því for- smekkinn að því sem koma skyldi. Sigurður þjálfari stjórnaði leik manna sinna af miklu harðfylgi og var ekki að sjá að þessi lið væru hvort í sinni deildinni. Þegar leið á háMeikinn fóru sóknir ÍBV að þyngj- ast en Blikar voru langt frá því að gef- ast upp. Bæði lið áttu sín dauðafæri, Blikar á 30. mínútu eftir aukaspyrnu Sigurðar Grétarssonar og Steingrím- ur Jóhannesson var ekki langt frá því að skora á 45. mínútu. Bæði skotin enduðu i utanverðu hliðarnetinu. í seinni hálfleik gerði Bjarni Jó- hannsson, þjálfari ÍBV, þær breyting- ar á liði sínu að færa ívar Bjarklind fram á völlinn og Guðnar Rúnar aftar. Gafst þetta vel og var sóknarleikur IBV mun beittari á eftir. Arangurinn kom í ljós á 61. mínútu þegar Ivar náði að skora, 1-0 fyrir iBV. Heppnin á bandi Eyjamanna Eftir markið var eins og Blikar losnuðu úr álögum, sóknir þeirra þyngdust og áttu þeir nokkur dauða- færi áður en yfir lauk. Heimamenn áttu reyndar sína spretti en þeir höfðu fært sig aftar á völlinn eftir markið. Síðustu mínúturnar voru geysispennandi og var byrjað að fara um forráða- og stuðningsmenn ÍBV svo um munaði. Á þessum kafia átti Breiðablik þrjú dauðafæri en heppnin var Eyjamanna sem gerðu endanlega út um leikinn með öðru marki ívars Bjarklinds á lokasekúndum leiksins. Lið ÍBV lék agaðan leik en ákveðn- ir Breiðabliksmenn komu þeim í opna skjöldu. Besti maður Eyjamanna, og maður leiksins, var Ivar Bjarklind. Hlynur Stefánsson og ívar Ingimars- son skiluðu sínu vel en annars var liðsheildin góð. Þá áttu markmenn beggja liða góðan leik. Breiðablik trónir í efsta sæti fyrstu deildar og sýni þeir sambærilega leiki í þeim leikjum sem þeir eiga eftir í 1. deildinni leika þeir í efstu deild að ári. Það segir meira en mörg orð um liðið að það skuli hafa átt þátt í að sýna áhorfendum á Hásteinsvelli einn skemmtilegasta leik sumarsins. Sig- urður sýndi að hann er frábær knatt- spyrnumaður og eins áttu Marel Jó- hann, Hreiðar og Che Bunce góðan leik. Þeir nýttu færin en viö ekki „Þetta var leikur þar sem bæði lið áttu færi, þeir nýttu þau en við ekki," sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari og leikmaður Breiðabliks, sem stjórnaði sínum mönnum eins og herforingi. Sigurður vildi ekki gera mikið úr því að tvo lykilmenn vantaði í liðið, Bjarka Pétursson og Kjartan Einars- son. „Við byrjuðum 11 inn á og enduð- um leikinn 11. Til þess að ná árangri þarf að hafa breiðan hóp. Við höfum tekið mikilvægt skref í átt að efstu deild og eins og staðan er núna stöðv- ar okkur ekkert," sagði Sigurður. -ÓG IBV Breiöablik (0)2 (0)0 1-0 ívar Bjarklind (61.) skoraði með skalla eftir sendingu frá Steingrími frá vinsti. ívar fleygði sér fram og skallaði boltann inn og meiddist í leiðinni þegar hann lenti á stónginni. 2-0 fvar Bjarklind (90.) skoraði eftir að hafa fengið langa sendingu fra Paeslack. Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson - ívar Bjarklind, Hlynur Stefánsson, Zoran Miljkovic, Kjartan Antonsson - Guðni Rúnar Helgason, Steinar Guðgeirsson, ívar Ingimarsson, Kristinn Lárusson, Kristinn Hafliðason - Steingrimur Jóhannesson (Jens Paeslack 80.) Lið Breiöabliks: Atli Knútsson - Che Bunce, Jón Þór Jónsson, Guðmundur Örn Guðmundsson, Hákon Sverrisson - Hreiðar Bjarnason, Sigurður Grétarsson, Sævar Pétursson, Marel J. Baldvinsson - Atli Kristjánsson (Guðmundur Karl Guðmundsson 46.), ívar Sigurjónsson (Hjalti Krisrjánsson 87.) Markskot: ÍBV 16, Breiðablik 16. Horn: ÍBV 4, Breiðablik 4. Dómari: Gylfi Orrason, stóð sig vel. Áhorfendur: Um 600. Skilyrði: Hásteinsvöllur þungur og háll. Vestan stinningskaldi og gekk á með skúrum. Maður lciksins: ívar Bjarklind, fBV. Var færður framar á völlinn i og hann nýtti það i botn, skoraði bæði mörk sinna manna og skapaði usla í vörn Blika. Bjarki Pétursson og Kjartan Einarsson gátu ekki leikið með Breiðabliki vegna flensu sem hrjáði þá. Steinar Guðgeirsson kom að nýju inn í lið ÍBV eftir meiðsli en Ingi Sigurðsson tók út leikbann sem og Júgóslavinn nýji í liði ÍBV, Sinisa ZbUjic. Þungu fargi af mér létt DV, Eyium: Það er þungu fargi af mér létt því þegar komið er þetta langt í bikarnum er bara að duga eða drepast," sagði Ivar Bjarklind sem kom Eyjamönnum í úrslita- leikinn með því að skora bæði mörkin gegn Breiðabliki í gær. „Það er alltaf sagt að við kom- um þungir til leiks eftir þjóðhá- tíð en við afsönnuðum það núna," bætti ívar við en hann var færður framar á völlinn í siðari hálfleik. „Mér finnst alltaf gaman að spila frammi eins og ég gerði þegar ég lék með KA. En ég vil að það komi fram að Blikarnir eru með skemmtilegt og léttleik- andi lið og spurningin var hvort félagið hefði heppnina með sér," sagði ívar sem á enga óskaand- stæðinga í úrslitaleiknum. -ÓG Bandarískt úrvalslið á leið til íslands: Körfuboltaveisla Úrvalslið bandarísku framhaldsskólanna kemur til Islands 25.-30. ágúst til að keppa á móti sem haldið verður fyrir Islensk lið. Bandaríkjamennirnir munu einnig halda æfingabúðir fyrir íslenska leik- menn. Körfuknattleikssamband íslands og ÍT-ferðir standa fyrir komu Bandaríkjamannanna. Úrvalsliðið er skipað leikmönnum yngri en 19 ára sem eru það efnileg- ir að talið er að mikill hluti þeirra komist í NBA-deildina í framtíðinni. Væntanlega munu átta lið keppa á mótinu sem verður haldið í Laugardalshöll og síðan spilað til úrslita. Mótinu verður hagað þannig að sem flest íslensk lið fái að spreyta sig gegn Bandaríkjamönnunum. Chris Chevennes er þjálfari í menntaskóla í Bandaríkjunum og mun hann stjórna æfingabúðunum sem eru meðal þeirra vinsælustu í Banda- ríkjunum. Nokkrir íslendingar hafa farið í slíkar körfuboltabúðir erlend- is og þeir hafa þurft að borga hátt gjald fyrir. Með því að fá búðirnar hingað er þátttökugjaldið aðeins 10.000 krónur á hvern leikmann. Æf- ingabúðirnar eru ætlaðar piltum og stúlkum á aldrinum 10-17 ára og um er að ræða stranga tekniþjálfun í körfubolta. Búðirnar standa yfir í fjóra daga og munu drengirnfr úr bandaríska úrvalsliðinu aðstoða við leið- sögn. í tengslum við æfingabúðirnar verður einnig haldið þjálfaranámskeið fyrir íslenska körfuknattleiksþjálfara sem bandarisku þjálfararnir munu stjórna. Ljóst er að það er mikill fengur fyrir íslenskan körfubolta að fá Banda- ríkjamennina hingað til landsins enda munu bandarískir fjölmiðlar, eins og Sports Hllustrated, USA Today og SLAM Magazine, fylgjast vel með búðunum. Að auki mun bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN gera sérstak- an hálftímaþátt um för Bandaríkjamannanna hingað til íslands og verð- ur það að teljast hin besta landkynning. Þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum 21. september. -ÍBE Framfarir - íslendingar töpuðu „aðeins" 0-1 fyrir írum 0-1 Robert Doyle (21.) DV Sauðárkróki: írar lögðu íslendinga, 0-1, á opnu Norðurlandamóti drengjalandsliða í knattspyrnu á Sauðárkróki í gær. íslenska liðið pakkaði í vörn fyrsta hálftímann og ætlaði greini- lega ekki að láta söguna frá degin- um áður endurtaka sinn en þá stein- lágu íslensku strákarnir fyrir Norð- mönnum, 2-8. Engu að síður náöu írar að skora á 21. mínútu þegar Ro- bert Doyle skallaði í markið, nánast af marklínu, og voru það einu mis- tök Ríkharðs í marki íslenska liðs- ins. íslenska liðið virtist vera búið að ná sjálfstraustinu undir lok fyrri hálfleiksins og í seinni hálfleik fór liðið að sækja. En írarnir höfðu þó yfirhöndina án þess að skapa sér færi. íslendingar fengu tvö góð færi i síðari hálfleik. Vörn íra náði að komast fyrir skot Magnúsar Sverris Þorsteinssonar frá Keflavík og FH- ingurinn Egill Atlason (Eðvaldsson- ar) skaut yfir markið af stuttu færi. Marktækifærin komu með skömmu miilibili þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Bestir í islenska liðinu, sem á hrós skilið fyrir góða baráttu, voru Hjálmur Dór Hjálmarsson og Ólafur Páll Snorrason. Lið íslands: Ríkharð Snorrason, Albert Ástvaldsson, Hjálmur Dór Hjálmarsson, Grétar Gíslason, Grét- ar Steinsson, Guðlaugur Hauksson, Magnús Edvaldsson (Magnús S. Þor- steinsson), Ólafur PáU Snorrason, Jóhannes Gíslason, Björn Guðbergs- son, Egill Atlason. Önnur úrslit á mótinu urðu þessi: Noregur-Danmörk.............2-1 Svíþjóð-Finnland..............2-3 England-Færeyjar.............6-0 íslendingar mæta Dönum í Ólafs- firði klukkan 17 á morgun. -ÞÁ Stúlknalandsliðið i knattspyrnu á Norðurlandamóti: Annað tap hjá stelpunum Landslið íslands I knattspyrnu, skipað leikmönnum yngri en 21 árs, lék annan leik sinn á Norðurlandamótinu í gær gegn Danmörku og tap- aði 1-3. Danir skoruðu fyrsta mark leiksins en íslensku stúlkurnar náðu að jafna með góðu marki Eddu Garðarsdóttur, leikmanns KR. Eftir mark Islands sóttu Danir stíft og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. íslensku stúlkurnar keppa við Noreg á morgun í síð- asta leik riðilsins. -ÍBE Landsmótlb í golfí'98\ Landsmót karla fer nú fram í 57. skiptið en fyrsta landsmótið fór fram árið 1942. Gísli Óskarsson úr GR varð fyrsti íslandsmeistarinn 1942 en hann vann þrjú fyrstu árin. Spilarar úr Golfklúbbi Reykjavíkur hafa unnið oftast, eða í 20 skipti. Golfklúbbur Akureyrar á næst- flesta íslandsmeistara í gegnum tíð- ina eða 18. Fulltrúi Golfklúbbs Reykjavíkur hef- ur þó ekki unnið Islandsmeistaratitil i 13 ár í karlaflokki allt frá þvi að Sig- urður Pétursson vann á Akureyri 1985. Meðlimir úr GR i karla og kvenna- fiokki, sem unnu 13 af 20 íslands- meistaratitlum sem voru í boði á 9. áratugnum, hafa enn ekki unnið fs- landsmeistaratitil á 10. áratugnum. Björgvin Þorsteinsson úr GA og Úlf- ar Jónsson, GK, er þeir sem oftast hafa unnið 1 karlalflokki, eða 6 sinn- um. Björgvin vann árin 1971, '73, '74, '75, '76 og 1977 en Úhar vann árin 1986, '87, '89, '90,'91 Og 1992. Guófinna Sigurþórsdóttir úr Golf- klúbbi Suðurnesja varð fyrsti íslands- meistari kvenna 1967 en hún vann tvö fyrstu árin og í þrjú skipti alls. Spilarar úr Golfklúbbi Reykjavíkur hafa oftast unnið í kvennaflokki, eða í 12 skipti. Golfklúbbur Suóurnesja á næst- flesta íslandsmeistara í kvennaflokki, eða 11. Karen Sœvarsdóttir úr GS hefur oftast orðið fslandsmeistari i kvenna- flokki en hún vann 8 ár í röð á árun- unm 1989 til 1996. HJá körlunum hefur Björgvin Þor- steinsson unnið i flest ár í röð eða í frmm skipti á árunun 1973-1977. Bjórgvin hefur lika tekið þátt i flest- um landsmótum, eða 32, en hann tók fyrst þátt í landsmótinu i Grafarholti árið 1965. Þetta er ísjötta skiptio sem landsmót- ið fer fram á Hólmsvelli í Leiruni. Fyrsta mðtið fór fram 1978 en auk þess var keppt þar 1981,1986, 1989 og 1993. Enginn karlspilari úr Golfklúbbi Suðurnesja hefur náð að landa ís- landsmeistaratitlinum á heimavelli en alls hafa félagar úr GS orðið 5 sinnum meistarar. Sá sióasti til að verða Islandsmeist- ari á heimavelli var Sigurpáll Geir Sveinsson sem vann á Akureyri 1994. Þetta er t eina skiptið á síðustu 10 árum sem heimamaður hefur landað fslandsmeistaratitlinum í golfi. Aóeinsfjórir spilarar hafa orðið ís- landsmeistarar á heimavelli 1978 til 1997 þar þrír úr GR. Siðast vann Sigurður Sigurðsson fs- landsmeistaratitil í Grafarholti árið 1988. Karen Saevarsdóttir vahn aftur á móti tvo af sinum átta íslandsmeist- aratitlum á heimavelli sínum í Leirunni. -ÓÓJ Markahæstir eftir 11 umferðir f Samtals mörk Stigamörk Mörk helma Mörk á útlvelli Mörk í fyrri hálflélk Mörk í seinni hálflelk Mörk með vinstri Mörk með hægrl Mörk með skalla Mörk úr aukaspyrnu Mörk úr vítl Mörk úr marktelgi Mörk úr vítateigi Mörk utan telgs Steingrímur er langmarkahæstur Steingrimur Jóhannesson, ÍBV, er langmarkahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar i knattspyrnu með 14 mörk í 11 leikjum. Hann hefur tekið stefnuna á markametið en aðeins einn leikmaður hefur skorað jafnmörg mörk í sögu 10 liða efstu deildar i þeim þremur mánuðum sem búnir eru, maí, júní og júlí. Það er Guðmundur Torfason sem skoraði 14 mörk á þeim tima fyrir Fram sumarið 1986, þar af 8 í júní. Pétur Pétursson skoraði 13 mörk á þeim tima þegar hann setti markametið 1978 en Þórður Guðjónsson, 1993 (7 mörk ), og Tryggvi Guðmundsson, 1997 (8 mörk), eru þar langt á eftir. Enginn af síðustu 10 markakóngum deildarinnar hafa skorað fleiri en 10 mörk í mai, júní og júli en til gamans má geta að markakóngurinn frá 1995, Arnar Gunnlaugsson, skoraði öll 15 mörkin sín í ágúst og september. Hér til hliðar má sjá töfiu yfir þá 11 leikmenn sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri i deildinni það sem af er. Taflan ætti að skýra sig að mestu sjálf en helst mætti taka út hugtakið stigamörk. Stigamörk eru mörk sem breyta tapi i jafntefii eða jafntefli i sigur. -ÓÓJ Landsmótið í golfi hófst í morgun: Jaf nt og spennandi mot Landsmót íslands í golfi hófst i morgun og lýkur á sunnudag. Mótið er haldið á Hólmsvelli i Leiru fyrir meistaraflokka karla og kvenna. í fyrsta og öðrum flokki verður keppt í Grindavík og í þriðja flokki fer keppni fram í Sandgerði. Kylfingar hafa verið í óðaönn að undirbúa sig og verður gaman að fylgast með mótinu. „Ég á von á skemmtilegu móti og fyrir- fram mundi ég ætla að það yrði spennandi. Það eru svona sex til átta menn sem geta sterklega komið til greina sem sigurvegar- ar í karlaflokki. Það er nú oft þannig að þegar menn byrja illa eiga þeir erfitt með að ná sér á strik. Það þarf meira til að vinna íslandsmót en önnur mót," sagði hínn gamalreyndi kylfingur, Björgvin Þor- steinsson, GA, í samtali við DV. Ljóst er að Björgvin verður í sviðsljósinu um helg- ina ásamt mörgum góðum kylfingum. Þórður E. Ólafsson vann mðtið í fyrra þrátt fyrir afleita byrjun. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er bara enn eitt landsmót- ið. Það er öðruvísi að koma inn í þetta sem íslandsmeistari síðasta árs en ég held að það valdi mér ekki neinum sérstökum áhyggjum. Breiddm í íslensku golfi hefur aukist alveg gífurlega á undanförnum árum en óneitanlega verður Björgvin Sig- urbergsson mjög sterkur og svo er hægt að telja upp fimm til sex stráka sem eiga mjög raunhæfa möguleika þarna. Ég held að ef maður kemur einbeittur til leiks þá gangi allt upp," sagði Þórður. Einvígi hjá Ólöfu og Ragnhiidi „Ég býst við sterku móti. Mér líst rosalega vel á þetta og hlakka mikið til. Ég er búin að vera í öðru sæti sex eða sjö sinnum. Ég set stefnuna á að vinna en það getur allt gerst. Ég var að keppa á mínu fyrsta móti þegar ég sigraði árið 1985. Þetta verður skemmtilegt mót," sagði Ragnhildur við DV fyrir mótið. „Ég er með mín markmið sem snúast ekki fyrst og fremst um að vinna mótið en ef allt gengur upp þá vonast ég til að vinna. Mér sýnist stefna í tvær marmeskjur á toppnum, mig og Ragnhildi, eins og það er búið að spilast í sumar. Sumarið er búið að snúast um þettamót ogmótiösem er á eftir þessu. Morgundagurinn og fram- haldið er það sem maður er búinn að leggja mesta áherslu á. Hugarfariö hjá mér er það eina sem ég hef áhyggjur af. Sveifi- an er í finu standi og allir tæknilegir hlut- ir eru í mjög góðu ásigkomulagi," sagði Ólöf María Jónsdóttir sem sigraði á mótinu í fyrra en Ragnhildur hafnaði i öðru sæti. -ÍBE Ragnhildur Siguröardóttir og Ólöf María Jónsdóttir munu berjast hart um sigurinn f kvennaflokki. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.