Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Qupperneq 19
Allt sama gamla stöffið
Július Guömundsson er engin
gála þótt Gálan sé hans listamanns-
nafn. Hann barði húðir í Deep Jimi &
The Zep Cream sem gaf síðast út
plötu ‘95. „Við erum í dvala eins og
mörg önnur íslensk bönd,“ segir Júlí-
us, „en komum saman fyrir rétta
verðið. Við ætluðum að halda áfram
tveir, ég og Sigurður söngvari, og ég
beið eftir honum ansi lengi. Hann fór
út í leiklistamám. Þegar ég nennti
ekki að bíða lengur gerði ég þetta
bara sjálfur."
Útkoman er plata Gálunnar,
„Fyrsta persóna eintölu", sem pabbi
Júlíusar, Rúnar Júl., gaf nýlega út
hjá Geimsteini. „Það er alltaf erfiðara
og erfiðara að halda hljómsveit gang-
andi,“ segir Júlíus. „Félagsskapurinn
er ágætur en með árunum hættir
þetta að snúast um það að fara á
fyllirí og elta stelpur. Þá fer þetta að
snúast meira um aö koma frá sér
efni.“
Júlíus spilar og syngur hvern ein-
asta tón á nýju plötunni, hannar um-
slagið meira að segja líka. „Efnið
spannar yfir langt skeið, alveg frá því
að ég var í Deep Jimi.“ Banjó, harm-
óníka og mandólín eru hljóðfæri sem
Júlíus var að spila á í fyrsta skipti á
plötunni.
„Þetta eru nú engin tilþrif," segir
hann hógvær.
í textanum er á köflum verið að
setja út á samfélagið. „Ég er samt
ekkert beiskur en mér fannst
skemmtilegra að stinga aðeins á kýl-
unum.“ Það er sungið um Guð víða.
Erta alveg að fríka út og á leiðinni í
sértrúarsöfnuð? „Nei, það er langt í
frá. Þetta er meira í hæðnistón."
Hálfgert leyniverk
Eins og margar íslenskar hljóm-
sveitir reyndi Deep Jimi að finna sér
farveg í útlöndum. Hann eyddi löng-
um tíma í Ameríku og gaf út plötu hjá
þarlendum fyrirtækjum. „Við vorum
ofsalega ungir þegar þetta var að ger-
ast. Þetta voru algjörir draumar."
Einhver góö ráó fyrir alla ungu is-
lensku popparana sem stefna út?
„Nei, eiginlega ekki. Heimurinn úti
er bara ein stór biðstaða. Ef við hefð-
um ekki hætt værum við sennilega
enn þá að bíða. Það er bara hending
ef fólk gefur út eina plötu á ári er-
lendis. Ekki tvær plötur og fjórar
smáskífur eins og Bítlarnir."
Já, þaö er alltaf aö teygjast á þess-
um músíkbransa. Markaösmaskínan
þarf aö vera í gangi í sex mánuöi áöur
en plata er gefin út.
„Einmitt. Markaðurinn er alls stað-
ar fróðlegur, hér líka. Hérna kemur
plata og það er rosalegt plögg i viku
og svo hjaðnar allt strax út. Hjá mörg-
um alla vega. Það er alltaf verið að
búa til eitt Casino, eina hljómsveit
sem á að meika það eitt sumarið og
svo aðra næsta sumar. Hér kallar öll
menningin á fylliríshljómsveitir. Það
er ofboðslega litið um alvöru tón-
leikamenningu þar sem maður getar
tekið eigin lög. Úti var baulað á okk-
ur ef við tókum lög eftir aðra.“
ísland er svolítið sér á parti.
„Já og ég er á þeim markaði."
Og nú ertu í viötali hjá Fókusi sem
er partur af prómópakkanum. Hvaö
œtlaröu nú að segja til aö selja plöt-
una?
„Ég held það sé engin ein setning
sem selur plötu. Það er mikil vinna
yfir langan tima. Ég hygg á að spila
eitthvað en ég ætla ekki að fara að
kýla allt á fullt. Þetta er mjög ódýr
plata - ég geri allt sjálfur. Ég fer ekk-
ert á hausinn, sama hvað skeður. Það
er gaman að sjá þetta koma út. Mér
leiðist helvíti öll svona fjölmiðla-
kynning, þess vegna er þetta hálfgert
leyniverkefni. Mér líður illa þegar ég
sé myndir af mér í fjölmiðlum og
svona. Ég var að spá í að dulbúa fé-
laga minn sem erlendan útsendara og
búa til smáfár. Það eru svo margir ís-
lendingar sem taka ekki við sér fyrr
en einhver annar segir þeim að tón-
listin sé góð. Ég tala nú ekki um ef
það er útlendingur."
lngEit#rgiir svarar
,í símann hjá Gu6S
I texta á hljómplötu Gálunnar er tilgreint hvert
sé símanúmerió hjá guói. ÞaB er 4213499 og
samkvæmt því býr guB í Keflavík. Og þaB sem
meira er; hann heitir Ingibergur Þór Krlstlns-
son og býr aB Vallargötu 22. Þótt vera kunni
aö Ingibergur þessi gangi á guös vegum mun
hann alls saklaus af þessari auglýsingu
Gálunnar á beinu símasambandi viö guö. Enn
sem komiö er kemst enginn nær guöi með aö-
stoð Landsslmans en aö hringia I 551 OOOO
og hlusta á Rladelfiumenn lesa upp úr ritning-
unni.
Heilsárssmellir
Til hverra ertu aó höfóa meö plöt-
unni?
„Þeir sem fila hana flla hana bara.
Ég held að unglingar flli hana örugg-
lega ekki og ég held að ömmu flnnist
þetta ekki músík. Maður er að þessu
aðallega fyrir sjálfan sig. Sölutak-
markið hjá mér er 100, þá verð ég
glaður. Það er alveg að nálgast það,“
hér flissar Júlíus glettinn. „Þó að
þetta sé ekki sumarplata - meira
svona heilsárssmellir - ákvað ég að
gefa plötuna út í sumar. Það er betra
að kafna í sumarleyfaflóðinu en að
drukkna í jólaplötuflóðinu."
Músík Gálunnar er svipuö og hjá
Deep Jimi. Dálítiö gamalt rokk.
„Ég veit það ekki. Þó maður setji
tölvulúppur eða sömpl inn í lög verða
þau ekkert ný fyrir vikið. Þetta er allt
sama gamla stöfflð. Ég kann ekki á
tölvur en ég kann á hljóðfæri. Þetta
er í rauninni allt öðruvísi en Deep
Jimi þvi þar voru engin viðlög, bara
rokkstef. Hér eru engin rokkstef en
allt fljótandi í viðlögum."
Þú syngur um nostalgíuna. Er þetta
nostalgisk plata?
„Maður er náttúrlega undir áhrif-
um af öllu sem maður hlustar á og ég
hlusta meira á gamalt en nýtt og það
nýja sem ég hlusta á er gamalt, Jeff
Buckley og Radiohead - það er í raun
ekkert nýtt. Eins og uppáhaldið mitt,
Frank Zappa, sagði: Fólk er með svo
lítið skammtímaminni að það gleym-
ir alltaf tónlistini fyrir fimm árum og
því er það sem er kallað nýtt alltaf
eldgamalt."
Þú hefur vitanlega fengiö rokkiö
beint í œö.
„Ef þú ert að tala um fóður minn
þá var hann nú alltaf meira í kántrí-
inu, alla vega I seinni tíð. En það var
auðvitað ekkert vandamál að komast
yfir rokkið."
Þú hefur ekki viljaö vera meó upp-
steyt og fara í hagfrœöi?
„Ha, ha. Nei, þetta er bara svo gam-
an. Það er svo gaman að skapa.“ -glh
bíódómur
Háskólabíó: Vinarbragð ★
Vinarbragð?
Leikstjóri: Simon Staho. Handrit: Simon Staho
og Nikolaj Coster Waldau. Aöallelkarar: Nikolaj
Coster Waldau, Mads Mikkelsen, Nukaka,
Pálína Jónsdóttir, Egill Ólafsson, Finnur Jóhanns-
son og Jón Sigurbjörnsson.
Titillinn vinarbragð gæti líka vís-
að í þetta dansk/íslenska samstarf
sem var þannig kynnt af framleið-
anda, Friðriki Þór Friðrikssyni, að
hér væru íslendingar að borga Dön-
um til baka stuðning þeirra við ís-
lenska kvikmyndagerð. Ansi er ég
hrædd um að Danir komi illa út úr
þeim viðskiptum, því Vinarbragð get-
ur ekki talist vel heppnuð mynd. Hér
er, líkt og i Blossa, dregin upp and-
stæðan milli hinnar fógru og hreinu
íslensku náttúru og ógna eiturlyfj-
anna, með tilheyrandi sveitastúlku,
gamalmenni og tattóveringum. í
Blossa náðist ákveðinn kraftur í þetta
samspil sem ekki er hér að fmna, og
er þar helst um að kenna ofgnótt
klisja i notkun myndmáls og hand-
riti. Myndin segir frá hinum danska
Ossy sem kemur í óvænta heimsókn
til vinar síns Jimmy, sem er búsettur
á Islandi, giftur og á barn. Þeir félag-
ar deila ansi skraut-
legri fortíð sem
Jimmy hefur haldið
leyndri fyrir sinni
konu en Ossy tekst að
hrista hraustlega upp
í þeirra lífi með því
að þvinga Jimmy til
að selja fyrir sig eit-
urlyf. Þannig kemur
Ossy Jimmy á kaldan
klaka og er þar kom-
inn vinargreiðinn.
Helsta vandamál
Vinarbragðsins er
kannski það að
myndin er hreinlega of leiðinleg,
langdregin og flatneskjuleg og
endirinn fyrirsjáanlegur. Sá viðvan-
ingsblær sem gerði Pusher dálitið
sjarmerandi gengur ekki upp hér.
Kosturinn er hins vegar sá að leik-
urinn er almennt góður en átaka-
laus, sérstaklega standa þeir sig vel
félagamir Nikolaj Coster Waldau
sem Ossy - en hann er frægastur
fyrir Nattevagten - og Mads Mikkel-
„Helsta vandamál Vinarbragðsins er
kannski það að myndin er hreinlega of
leiðinleg, langdregin og flatneskjuleg
og endirinn fyrirsjáanlegur. “
sen sem Jimmy - en hann er hér
líkt og í Pusher svikinn af eitur-
lyfjasala. Danska bylgjan er nú orð-
in opinbert fyrirbæri, og hefur það
góð áhrif á aðrar norrænar myndir.
En það má heldur ekki búast við
því að allt sem frá Dönum kemur sé
gott (þó það sé með íslensku
bragði), og í þetta sinn er eftirtekj-
an rýr.
Úlfhildur Dagsdóttir
7. ágúst 1998 f Ó k U S
Júlíus Guðmundsson,
trommuleikarinn
úr Deep Jimi
& The Zep Cream,
vill heita Gálan
- einhverra hluta vegna
Hann - eða hún - er að
gefa út sína fyrstu sólóplötu
og segir hana ekki höfða til unglinga
og að amma sín muni ekki þola hana