Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Síða 16
« fólk LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 JL>V íslendingar eru stund- um sagðir víðförulastir allra þjóða. Það er þó ekki á hverjum degi sem íslenskar íjölskyld- ur lenda sem aðalnúm- er í rússneskum skemmtiþáttum. Þetta átti sér þó stað í sumar þegar haft var samband við hjón í Kópavogi, Önnu Heiðu Pálsdóttur og Hilmar Ævar Hilm- arsson, og þeim boðið að vera aðalgestir í rússneskum sjónvarps- þætti. Þau slógu til og fóru í ævintýralegustu ferð sem þau hafa tek- ist á hendur hingað til. „Þetta byrjaði þannig að það var hringt í okkur og spurt hvort við værum til í að fara til Moskvu til að taka þátt í sjónvarpsþætti," sögðu þau þegar helgarblaðið tók hús á þeim í Kópavoginum í vik- unni til að fá hjá þeim ferðasög- una. „Allt yrði greitt, svo sem far og uppihald. Við yrðum að svara strax og færum eftir mánuð. Fyrir- spurnin kom frá framkvæmda- stjóra franskra menningarsam- taka. Samtökin þurftu að útvega íslenska fjölskyldu eins og skot. Hún átti að vera á aldrinum 25-45 og með 8-12 ára gamalt barn. Við slógum til og tókum með okkur son okkar, Hilmar Ævar, sem er 9 ára. En áður en hægt væri að ákveða ferðina endanlega þurfti einhver nefnd úti að meta hvort fjölskyldan væri hæf til að fara í þáttinn. Þeir sendu okkur á faxi nánari lýsingu á því sem við ætt- um að gera í þættinum. Við þurft- um að byrja á því að senda þeim ýmsar upplýsingar, svo sem mynd- ir af fjölskyldunni í daglegu lífi og þremur þekktum íslendingum. Við völdum Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsson og Björk. Svo átt- um við að senda texta við þrjú ís- lensk lög sem við áttum að syngja i þættinum, á íslensku og ensku. Við létum tvö nægja og völdum Litlu fluguna og Á Sprengisandi. Þá tókum við með okkur mynda- almbúm af helstu merkisatburð- um úr lífi fjölskyldunnar og video- myndir af merkum stöðum á ís- landi.“ Boð oo bönn í hitabylgju Nokkru síðar fékk fjölskyldan skeyti frá nefndinni þar sem til- kynnt var að hún hefði verið sam- þykkt í þáttinn. Jafnframt var þeim tilkynnt að um væri að ræða skemmtiþátt þar sem þau myndu vera ásamt rússneskri fjölskyldu. Síðan komu farseðlarnir og vega- bréfsáritanir voru útvegaðar. Fyrirtækið sem bauð fjölskyld- unni út heitir CCC-Blitz og sér um að framleiða sjónvarpsefni. Svo var lagt í hann þann 8. ágúst. Það fyrsta sem tók á móti þeim í Moskvu var kröftug hita- bylgja og var hitinn um 40 stig. Þá fengu þau einnig forsmekkinn af öllum þeim boðum og bönnum sem ríkja í Moskvu því þegar vél- in var að lenda var tekið fram í há- talarakerfi hennar að bannað væri að taka loftmyndir af borginni. Einnig reyndist bannað að taka myndir í flugstöðinni. Þá vakti fjöldi flettispjalda athygli þar sem tilkynnt var að Rolling Stones væru að koma. Á flugvellinum hittu þau tvituga stúlku og bíl- stjóra sem voru með þeim þá fimm daga sem þau dvöldu í Moskvu. „Það er allt óskaplega stórt í Moskvu. Húsin eru gríðarlega stór og meira að segja göturnar sem byggðar voru á keisaratímabilinu eru með sex akreinum. Margar bygginganna virðast að stærstum hluta standa auðar og vera illa ■ Hilmar Ævar, Anna Heiða og Hilmar Ævar yngri með hluta af góssinu sem þau fengu í verðlaun f sjónvarpsþættín um. Þar var m.a ferðatöskusett, tölvuleikur með rússneskum leiðbeiningum, sími, myndavél og borðtennissett. DV-mynd E.ÓI. íslenskri fjölskyldu boðið í ævintýraferð til Moskvu: annarar handar og sú íslenska til' hinnar. Hvor fjölskylda átti að svara þremur ágiskunarspurning- um. íslenska fjölskyldan var spurð um sitthvað sem tíðkast í Rúss- landi og sú rússneska um atriði viðkomandi íslandi. Rússi, sem haf ði búið á íslandi um skeið, var túlkur islensku fjölskyldunnar. Markmið þáttarins var m.a. að miðla upplýsingum um þá þjóð sem á fulltrúa þar hverju sinni. Það kom til dæmis fram hjá stjórn- andanum að allir íslendingar skrifuðu bækur. Hann spurðu Önnu og Hilmar af rælni hvort þau hefðu nokkuð skrifað bók. Svo skemmtilega vildi til að Anna hafði skrifað og gefið út unglinga- bók i fyrra þannig að landinn stóð heldur betur undir merkjum þar. „Andrúmsloftið var mjög af- slappað og við vorum ekki vitund stressuð þegar við sungum lagið okkar. Síðan söng rússneska fjöl- skyldan lag sem hún hafði valið. Keppnin fór þannig fram að rúss- neska fjölskyldan mátti hjálpa okkur og við henni. Heildarstiga- Qöldi beggja fjölskyldnanna var svo lagður saman og deilt í tvennt. Síðan kom að verðlaunaafhending- unni og þá fengu fjölskyldurnar lista yfir fjöldann allan af hlutum sem mátti velja úr. Listi rússnesku fjölskyldunnar var á íslensku og okkar á rússnesku. Með öðrum orðum, við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að velja. En þetta þóttu afar glæsileg verðlaun á rússneskan mælikvarða, það mátti greinilega sjá á andlitunum í salnum.“ Umræddur þáttur verður hinn fyrsti í langri þáttaröð. Á hótelinu þar sem íslenska fjölskyldan bjó voru einnig fjölskyldur frá Taílandi, Ítalíu, Grikklandi, Nor- egi, Frakklandi og Þýskalandi. Fyrsti þátturinn verður sýndur í september. Hann var raunar tek- inn upp tvisvar því í ljós kom að fjármögnunaraðilum þótti sinn hlutur ekki koma nógu vel fram og vildu láta taka hann aftur. „Okkur fannst þetta hafa mikið menningarlegt gildi, þ.e. að hitta fjölskyldu frá öðru landi sem kann ekki orð í íslensku né ensku en gat hirtar. Þó hefur mikið verið unnið í endurbótum og miðborgin er mjög falleg. Þar eru t.d. marglitir gosbrunnar, fallegar byggingar og minnismerki. Einni fallegustu kirkju sem við höfum séð hafði verið breytt í sundlaug á tímum kommúnismans. Þá haföi allt ver- ið rifið innan úr henni og hún fyllt af vatni. Hún var síðan endur- byggð sem kirkja eftir hrun hans.“ Sunnudaginn eftir komuna til Moskvu fór fjölskyldan í viðtal. Það fór fram í gríðarstórri bygg- ingu sem virtist að mestu leyti auð. Fyrir utan dyr hennar stóðu fjórir vopnaðir öryggisverðir. Passarnir þeirra voru skoðaðir og síðan voru þau spurð ýmissa spurninga til undirbúnings fyrir þáttinn. Þá voru þau beðin um að syngja lagið sem þau höfðu valið sér. Allir á íslandi skrifa bækur Daginn eftir hófust upptökur í þáttaröðinni. Þar var búið að út- búa gríðarmikla sviðsmynd með frægum líkönum af frægum bygg- ingum, svo sem Eiffelturninum og Big Ben í bakgrunni. Fjölmargir áhorfendur voru í salnum. Þátta- stjórnandinn sat fyrir miðju en rússneska fjölskyldan honum til samt tjáð sig með bendingum, sem þýðir að fólk frá ólíkum menning- arheimum getur átt samskipti án þess að tala tungu hvert annars. Peningar ekki til í bankanum íslenska fjölskyldan fékk gott tækifæri til að skoða Moskvu og óneitanlega kom ýmislegt á óvart. Öryggisverðir voru áberandi, eins og áður sagði, og t.d. var Önnu og Hilmari bannað að fara með myndavél inn á Rauða torgið því grafhýsi Leníns væri opið og þar mætti ekki mynda. Þegar þau fóru upp i sjónvarpsturninn svonefnda, sem sögð er önnur hæsta bygging í veröldinni, þurftu þau að sýna passann, fylla út upplýsingablöð, sýna passann aftur og þá komust þau upp í turninn þar sem allt var krökkt af öryggisvörðum. Þessar varúðarráðstafanir munu yera leifar frá valdaránstilrauninni ‘93. „Rússar eru enn ekki komir inn í þann vestræna hugsunarhátt að fólk sé að vinna fyrir peningum til að eyða þeim. Við vorum alveg islenska fjölskyldan ásamt þeirri rússnesku á amerískum hamborgarastað í til í að fara í risastóra verslunar- Moskvu. Anna sagði að það hefði komið sér á óvart þegar hún komst að því miðstöð þarna, fá okkur kaffibolla að rússneska fjölskyldan hefur atvinnu af því að koma fram í sjónvarpsþátt- 0g skoða okkur um en túlkurinn um og er á skrá í Moskvu sem slík. leiddi okkur fram hjá og sagði að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.