Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóran JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstiórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sátt um kjördæmaskipan
Núverandi kjördæmaskipan er bæði úrelt og óréttlát.
Hún veldur því að landsmenn hafa ekki allir sama at-
kvæðavægi. Þeir sem búa í þéttbýli hafa aðeins brot af
atkvæðavægi sumra í kjördæmmn landsbyggðarinnar.
Þetta er brot á einföldum mannréttindum.
Nýleg tiilaga nefndar forsætisráðherra um breytingar
á skipan kjördæma féll ekki í nægilega frjóan jarðveg.
Sterkir þingmenn kjördæma sem átti að skera sundur
og sameina öðrum lögðust harkalega gegn henni. Vafa-
lítið hefði hún því mætt harðri mótspyrnu á þingi.
Nefnd forsætisráðherra brá hins vegar skjótt við og
skaust á nýjan leik undir feld sinn. í framhaldi af því
lagði hún tillöguna fram í breyttri mynd. Eins og DV
greindi frá í gær virðast nú yfirgnæfandi líkur á að til-
lagan í breyttu formi njóti góðs stuðnings þingheims.
í stað þess að rista Norðurland vestra í sundur og
tæta af Austurlandskjördæmi drjúgan bita, líkt og gert
var í upphaflegu tillögunni, er ekki lengur lagt til að
nein kjördæmi verði bútuð sundur. í staðinn eru kjör-
dæmin sameinuð öðrum í heilu lagi.
Samkvæmt breyttu tillögunni verður búið til nýtt,
víðfeðmt kjördæmi sem nær yfir Vesturland, Vestfirði
og Norðurland vestra. Staða Siglufjarðar er þó óráðin.
Austfirðir verða ekki lengur skornir um Djúpavog held-
ur renna saman við Norðurland eystra.
Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi, eins og í upp-
haflegu tiUögunni, og Suðurnes flutt úr Reykjaneskjör-
dæmi og sameinuð Suðurlandi. Forsenda síðarnefndu
hugmyndarinnar hlýtur þó að vera að Suðurland og
Suðurnes verði tengd með Suðurstrandarvegi.
Viðbrögð Alþingis munu vitaskuld ráða örlögum
hinnar breyttu tillögu. Viðbrögð þingmanna í DV í gær,
ekki síst Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, sem
harðast andæfði upphaflegum hugmyndum nefndarinn-
ar, benda þó til að hún muni hljóta víðtækt samþykki á
þinginu.
Þessi niðurstaða er mikið fagnaðarefni. í dag njóta
íbúar sumra kjördæma allt að ferfalt þyngra atkvæða-
vægis en þeir sem búa í þéttbýli suðvesturhornsins.
Endanleg tillaga felur í sér að mesti munur verði aldrei
meira en 1,8 á móti 1. Það er að sönnu veruleg framfór.
Endanlegt takmark hlýtur þó að vera að jafna at-
kvæðavægið algerlega. Það er erfitt að sætta sig við að
búseta ráði hversu mikið vægi þegnarnir hafa þegar
þeir kjósa fulltrúa sína á löggjafarsamkomuna. Besta
leiðin til þess væri að gera ísland að einu kjördæmi.
Rígur milli kjördæma hefur gegnum öldina leitt til
óráðsíu og fjármálasukks, þar sem einstakir valdamikl-
ir þingmenn hafa skarað eld að köku kjördæmis síns.
Rangar ákvarðanir á grundvelli kjördæmaskipulagsins
hafa raunar verið teknar allt fram á þennan dag.
Væri landið gert að einu kjördæmi ynnist tvennt:
Kjördæmarígurinn hyrfi og í kjölfarið er líklegt að auk-
innar samheldni gætti meðal þjóðarinnar. Jafnframt
væri tryggt að allir þegnamir hefðu nákvæmlega sömu
áhrif á landsstjórnina. Það eru mannréttindi.
Sú tillaga sem nú liggur fyrir er þó stórt framfaraspor.
Um hana ríkir sátt. Allar líkur eru því til að forsætis-
ráðherra leggi hana fram á Alþingi á næstu dögum.
Þrátt fyrir annir ætti því þinginu að veitast ráðrúm til
að afgreiða hana áður en það lýkur störfum í vor.
í fr amhaldi af vorkosningunum er svo eðlilegt að boða
skjótt til nýrra kosninga til að hrinda kjördæmabreyt-
ingunni endanlega í framkvæmd.
Össur Skarphéðinsson
„Menn ná ekki settu marki og hrapa niður í mykriö þar sem gelta aö þeim svartir hundar."
Ekki hlátur í hug
ursuðuhláturinn í sjón-
varpsþáttunum svo í
taugamar á þeim að
þeir fyllast gagnsefjun:
þetta er ekkert fyndið!
Kannski eru öll sniðug-
heit svo rækilega of-
brúkuð að mönnum
flnnst alltaf að þeir hafi
heyrt djókið áður?
Máliö er erfiðara
Hláturskorturinn teng-
ist því að menn eru tíu
sinnum líklegri nú en
fyrir hálfri öld til að
falla í dapurleika og
þunglyndi. Eða svo
sögðu þeir í Basel á dög-
unum. Þynglyndið vex
.
„Litlir sigrar og meiri háttar sigr-
ar verða að tapi í samanburði við
sigurinn stóra, ævintýrið sjálft.
Svo til allir eru aumir lúserar og
það er skelfílegasti dómur sem
samtíðin fellir. Ekki hlæjandi að
honum.“
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
Oftar en ekki
sitjum við vönkuð í
þversögninni
miðri. Heimur
skánar, heimur
versnandi fer -
hvorutveggja er
rétt. Á hálfri öld
hafa lífskjör sem
mælast í neyslu
batnað stórlega hér
og í næstu heims-
hlutum. Menn geta
leyft sér meira,
eins og sagt er. En
á hinn bóginn sýn-
ist allt orðið mun
dapurlegra en var.
Eða svo sögðu
fróöir menn sem
komu saman á al-
þjóðlegri ráðstefnu
um hiátur sem
haldin var í Basel í
Sviss. Þeir þóttust
vita að hláturinn
sem splundrar
streitu, blæs út úr
myrkum hugarskot-
um og lengir lífið
væri að skreppa
saman. Náttúrlega
vitnuðu þeir í tölur
eins og alltaf er gert. Á sjötta ára-
tugnum hló hver meðalmaður
átján mínútur á dag en nú er hann
kominn niður í sex mínútur.
Hláturframleiösla og
þunglyndi
Hvemig gæti staðið á þessu?
Það er geipilegt framboð á
skemmtikröftum og trúðum sem
keppast við að framleiöa hlátur á
samkomum, krám og í sjónvarpi.
Fyrir utan atvinnumenn í faginu
hamast stjórnmálamenn, skáld,
prófessorar og auglýsendur við að
vera fyndnir og sniðugir. Kannski
er hláturframleiðslan orðin of yfir-
þyrmandi? Kannski fá menn of
stóran skammt? Kannski fer nið-
og vex, hvað sem velmegun líður
eða neyslu. Kannski vex það
einmitt með vaxandi neyslu. Því
sá sem metur sjálfan sig og stöðu
sína í heiminum út frá því hvað
hann hefur efni á að kaupa sér,
hann hefur vitanlega alltaf miklu
minna en nóg. Allt í kringum
hann dansar útsmoginn óánægju-
iðnaður sem minnir á það sem
hann á eftir að fá sér eða hefur
ekki ráð á að kaupa og hvíslar því
stöðugt að honum að hann sé lítill
karl og ómerkilegur.
Allir eru aö tapa
Þetta hafa menn lengi vitað:
ætli það sé ekki einmitt nær hálf
öld síðan Vance Packard skrifaði
skæðar bækur um útsmogna
slægð auglýsingaiðnaðar. En svo
bætist samkeppnin við. Hún er
ekki ný bóla heldur. En nú sem
aldrei fýrr er því troðið inn í
hvem haus að allir séu í grimmri
og endalausri samkeppni við alla.
Ekki nóg með það: aðeins sá besti
er sigursæll. Hver og einn er ekki
aðeins í samkeppni og samanburði
við næsta mann, við Jón granna,
heldur og við alla kollega og svo
allar stórstjörnur á öllum sviðum.
Svo grimm áhersla er lögð á
framgang og uppgang og vel-
gengni, að flestir eru gabbaðir til
að setja sér markmið sem þeir
munu sannarlega aldrei ráða við.
Menn ná ekki settu marki og
hrapa niður í mykrið þar sem
gelta að þeim svartir hundar. Lífs-
hættir era þannig, öflug fjöldadá-
leiðsla eða innræting stefnir öll í
þessa átt.
Niðurstaðan er sú að allir eru
hundóánægðir með sjálfan sig og
heiminn. Líka þeir sem hafa í
rauninni verið að bæta sinn hag
eða sitt ráð. Það dugir ekki til.
Litlir sigrar og meiri háttar sigr-
ar verða að tapi í samanburði við
sigurinn stóra, ævintýrið sjálft.
Svo til allir eru aumir lúserar og
það er skelfilegasti dómur sem
samtíðin fellir. Ekki hlæjandi að
honum. Ekki hlæjandi að neinu
yfirleitt. Hlt er það allt og bölvað
og skítt.
Sumir stinga af úr kapphlaup-
inu. Leita sér að friði og ró í ein-
hverjum afkima sem þeir smíða
sér, einir eða meö öðrum. En
hvergi er í heimi hæli tryggt. Það
er eins víst að samanburðarandinn
grimmi elti þá þangað líka: Hver er
mestur og snjallastur í íhugun og
hófstillingu? Hver smíðar aöferð til
að skapa hugarró fljótar og ræki-
legar en aðrir - og getur selt hana
hundrað þúsimd manns sjálfum sér
til auðs og frægðar?
Árni Bergmann
Skoðanir aimaxra
Olían hér líka?
„Leynist olía og/eða gas í setlögum við Island?
Þessi spurning hefúr skotið upp kolli af og til síðustu
áratugi. Hún hefur fengið byr 1 segl undanfarið.
Tvennt kemur til: Erlend olíufélög hafa lýst áhuga á
að kanna til hlítar líkur á því að olía finnist í ís-
lenzkri lögsögu. Nefnd, sem starfað hefur á vegum
iðnaðarráðuneytisins, skilar þessa dagana skýrslu
um mat á stöðu olíuleitar við landið...01ían hefur fært
frændum okkar, Norðmönnum, ærinn auð. Næstu
grannar okkar og frændur, Færeyingar, binda og rök-
studdar vonir um bættan hag við olíu í landgrunni
eyjanna. Sjálfgefið er að huga vel að olíulíkum í ís-
lenskum setlögum, einkum fyrir Norðurlandi, þótt
þær séu ekki taldar nema 10-12% í dag.“
Úr forystugreinum Mbl. 3. nóv.
Nýtt skipurit lögreglunnar
„í heildina fela hugmyndimar í sér skýrari línur
varðandi stjómun innan Lögreglunnar í Reykjavík. Þó
finnst mér álitamál að svo fáir yfirmenn eigi að stýra
300 manna lögregluliði Reykjavikur. Hins vegar er
nokkuð sérkennilega staðið að þessari stefnumótunar-
vinnu þar sem gengið var fram hjá lögreglustjóranum
í Reykjavík, Böðvari Bragasyni, og hann ekki hafður
með í ráðum um þessar umfangsmiklu breytingar."
Siv Friðleifsdóttir í Degi 3. nóv.
Umhverfi Fjárfestingarbankans
„Við höfum komist nær því hvar verðmæti okkar
liggja. Við ræðum um útdeilingu aflaheimilda, ráð-
stöfun hálendisins og þann fjölda hámenntaðs fólks
sem vinnur á þessum litla markaði. Á íslandi er efst
á baugi hvemig eigi að ráðstafa þessum og öðrum
auðæfum okkar. Almenningur tekur ekki lengur
verðlagsákvörðunum sjömannanefnda eða öðrum
miðlægum ákvöröunum um hvemig haga beri ein-
hveiju, sem hann skiptir, þegjandi og hljóðalaust.
Þetta er það umhverfi, það upplýsingasamfélag, sem
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins haslar sér völl á.“
Bjarni Ármannsson í Mbl. 1. nóv.