Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998
Fréttir
Kvennalistinn á krossgötum
A5 hrökkva eða
stökkva
- Svavar bitbein innan samfylkingarinnar
Frá fundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld. DV-mynd Teitur
Kvennalistinn stendur nú frammi
fyrir því að ákveða hvort hann tekur
þátt í samíylkingu A-flokkanna og
býður fram með þeim í Reykjavik og
á Reykjanesi eða ekki. Ekki þykir lík-
legt að kvennalistakonur hafhi þátt-
töku enda myndi það þýða það eitt að
listinn dæmdi sig úr leik fyrir kosn-
ingamar í vor. Tímamót urðu í fyrra-
kvöld þegar kjördæmisráð Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík samþykkti
að prófkjör yrði haldið til uppröðunar
á sameiginlegan lista samfylkingar-
innar. Jafnframt var skorað á
Kvennalistann að ganga formlega til
liðs við samfylkinguna.
Kjördæmisráðið vísaði frá tillögu
frá Bryndísi Hlöðversdóttur og Helga
Hjörvar um að prófkjörið yrði opið
milli flokkahólfa með sama hætti og
báðir A-flokkamir hafa samþykkt í
Reykjaneskjördæmi. Þessu var hafn-
að. Reykvíkingar sem taka þátt í próf-
kjörinu verða því að greiða einum
flokki atkvæði og velja síðan milli
frambjóðenda þess flokks. Hver flokk-
ur á þannig að fá minnst tvo menn í
átta efstu sæti listans samkvæmt eins
konar forgjöf.
Kvennalista boðið með
Samfylkingarsinnar binda nú vonir
við að Kvennalistinn gangi nú til liðs
við samfylkinguna á ný. I ljósi
fylgistalna i könnunum að undan-
fornu veiti væntanlegri samfylkingu
ekki af öllu sinu í þeirri von að ná
kjörfylgi sem máli skipti. Þeir alþýðu-
bandalagsmenn sem samþykkir vom
tillögu Bryndísar og Helga um opið
flokkaprófkjör töldu að opnunin
myndi verða til þess að auka áhuga
kjósenda á samfylkingunni. Þeir
hefðu kosið á milli hólfa í prófkjöri R-
listans 1998 en mættu það ekki innan
samfylkingarinnar. Það hlyti að horfa
einkennilega við fólki, ekki síst með
hliðsjón af því að Reyknesingar geta
kosið milli flokkahólfa.
Rökin fyrir þessum girðingum
milli flokkahólfanna eru ekki augljós.
I viðræðum við flokksmenn heyrast
þær raddir að opnun skapi hættu á
bandalögum milli flokka. Aðrir telja
að þó svo færi þá
sé það varla verra
en bandalög milli
einstakra flokks-
manna og slags-
mál um sæti inn-
an flokkanna sem
skilji eftir sig sár-
indi og simdr-
ungu.
Svo virðist sem samþykkt kjördæm-
isráðs Alþýðubandalagsins í fyrra-
kvöld sé málamiðlun mdli þeirra sjón-
armiða annars vegar að hafa ekkert
prófkjör heldur uppstillingu og hins
vegar að hafa galopið prófkjör með
engum girðingum. Stuðningsmenn
þess að Svavar Gestsson skipi efsta
sætið á lista
samfylkingar-
innar í Reykja-
vík hafa aðhyllst
fyrmefndu sjón-
armiðin eins og
DV hefur áður
greint frá. Svo
virðist vera að
Svavar sé orðinn
nokkurs konar bitbein tveggja fylk-
inga eða öllu heldur kynslóða innan
Alþýðubandalagsins og innan samfylk-
ingarflokkanna í heild. Bæði Alþýðu-
flokki og Kvennalista þykir það ekki
mjög aðlaðandi tilhugsun að hann fái
efsta sætið rétt sisvona og sömu skoð-
unar eru margir af hans eigin flokks-
mönnum í yngri kantinum sem telja
það að markmið samfylkingar sé ekki
fyrst og fremst það að tryggja einstök-
um mönnum tiltekin sæti.
Jóhanna eða Össur
Stuðningsmönnum Svavars hugn-
ast hins vegar lítt að verði niðurstað-
an sú að Jóhanna Sigurðardóttir bjóði
sig fram í jafnaðarmannahólfinu þá
þýði það slag um efsta sætið í jafhað-
armannahólfmu milli hennar og Öss-
urar Skarphéðinssonar. Samkvæmt
þeirri jöfnunarreglu sem beita á þá
skal sá flokkur sem flest atkvæði fær
í prófkjörinu fá efsta sætið og jafnvel
það þriðja líka. Ef síðan slagurinn í al-
þýðubandalagshólfinu stæði á milli
Svavars og Bryndísar Hlöðversdóttur
þá gæti svo farið að Bryndís yrði hlut-
skarpari og hvar yrði Svavar þá
staddur í hinni pólitísku tilveru?
Sterkar sögusagnir eru nú í gangi
um það að Svavar hyggist jafnvel
draga sig í hlé og bjóða sig ekki fram.
Það sem nefnt er til stuðnings þessari
sögusögn er að Svavar hefði aldrei
samþykkt neins konar fyrirkomulag
við uppstillingu á lista sem ekki
tryggði Alþýðubandalaginu og honum
sjálfum fyrsta sætið. Á móti þessari
sögusögn mælir það að Svavar hefur
sagt við marga samflokksmenn sina
að hann sé frekar hlynntur því en hitt
að hafa opið milli flokka í prófkjöri.
Að vísu mun hann hafa talað gegn því
á kjördæmisráðsfundinum á þeim for-
sendum að búið væri að gera sam-
komulag um annað fyrirkomulag.
Reyndar hafnaði Kvennalistinn því
skömmu fyrir jól auk þess sem óvíst
er að Jóhanna Sigurðardóttir kæri sig
um að fá úthlutað ijórða sætinu eins
og talað var um. í ljósi sterks persónu-
fylgis run þessar mundir vilji hún
frekar taka prófkjörsslag. Prófkjör
myndi vafalaust fleyta henni hærra
en svo. -SÁ
Fréttaljós
Stefán Ásgrímsson
Þegar það gerist
Nýlega er búið að skrifa
undir tímamótasamning
milli ríkis og kvikmynda-
gerðarmanna um nýja og
hærri styrki úr ríkissjóði
til handa kvikmyndagerð.
Það hlýtur að vera mat
stjórnvalda að íslenskir
kvikmyndagerðarmenn eigi
betra skilið heldur en þær
hundruð milljóna sem
runnið hafa úr Kvikmynda-
sjóði fram að þessu og nú
skal bæta nokkur hundruð-
um milljóna við, til viðbót-
ar, til að þessi listgrein fái
notið sín. Enda segja áköf-
ustu áhugamenn um kvik-
myndagerð að ekki sé til
betri útflutningsvara og
það gerir virðisaukinn!
íslenskur almenningur,
sem borgar brúsann, fékk
sýnishorn af þessari ört
vaxandi útflutningsstarf-
semi yfir jólahátíðarnar þegar tvær kvikmyndir
voru sýndar i sjónvarpinu.
Dagfari missti af Dómsdegi en það kom ekki að
sök því mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Þegar það
gerist, var í sönn áhrifamikil og listræn þar sem
höfundur fékk útrás fyrir sköpunargáfu sina og
hugarheim.
Hann var allur fyrir neðan mitti, enda segir
listgagnrýnandi DV að skoða beri myndina að
neðan. Það gerðu sjónvarpsáhorfendur svo sann-
arlega, enda ekki gefið færi á öðru sjónarhorni.
Þetta var stuttmynd en samt voru sum atriðin
löng og dramatísk, eins og þegar fólkið gekk til og
frá og aðalleikendurnir sýndu svipbreytingar
Vvijh/J
sem kröfðust góðs tima og höfundur hefur það
eftir Svíum, sem sennilega munu vera æstir í að
kaupa þessa mynd, að verkið sé feminískt. Þetta
var fjölskyldumynd þar sem allir gátu notið þess
að virða fyrir sér getnaðarliminn á graðfolanum
af íhygli og hrossaræktarmaðurinn fékk það
ókeypis hjá konunni í myndinni eftir að hafa
beitt þeim föstu handtökum sem þarf, þegar það
gerist.
Það var hrífandi erótísk stemning í þessari
mynd, þar sem Unnur Steins lærði hin fostu
handtök án svipbrigða, þar sem Pálmi Gestsson
tók sér góðan tíma til að miða byssunni og þegar
strákurinn Steinar Torfi reyndi að komast á bak.
Þetta var sönn list og hún á svo sannarlega erindi
til útlanda og réttlætir fullkomlega hækkaða
styrki til þeirra manna sem lifa fyrir listina og
hafa ekki efni á því sjálfir að framleiða listræn-
ar, erótískar og feminískar kvikmyndir, nema al-
menningur borgi þeim fyrir að fróa sér og sínum
hvötum fyrir framan þjóðina á annan í jólum.
Og ef einhver er að amast út í þessa fram-
leiðslu og tímir ekki að taka þátt í að borga þá
er það einfaldlega vegna þess að hann hefur
ekkert vit á list og ekkert vit á útflutningi og
hefm- ekkert vit á því hvernig almannafé er best
varið.
Þegar það gerist að þegar það gerist varpar
ljósi á gildi íslenskra kvikmynda er runnið upp
augnablikið þegar það gerist. Hvað?
Jú, styrkirnir hækkuðu!
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Upplýsingavefur
í dag kl. 16.30
verður upplýsinga-
vefúr ríkisskatt-
stjóra opnaður al-
menningi undir
heitinu RSK.is.
Geir H. Haarde
flármálaráðherra
mun formlega opna upplýsingavef-
inn.
Hækkun útsvars
Um 70% Reykvíkinga eru ósátt
við hækkun útsvars i borginni sam-
kvæmt skoðanakönnun Gallups.
Hækkunin nýtur þó stuðnings kjós-
enda R-listans. Tæplega fjórðungur
aðspurðra sagðist ekki hafa vitað af
hækkuninni. Sjónvarpið greindi frá.
Fá ekki myndir
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í
Reykjavík, segist ekki sjá ástæðu til
að afhenda ungum sósialistum Ijós-
myndir sem lögreglan tók af þeim er
þeir mótmæltu fyrir framan banda-
ríska sendirráðið vegna loftárása
Bandarikjamanna og Breta á írak 18.
desember. Morgunblaðið greindi frá.
Ársfundur vélstjóra
Ársfundur vélstjóra á fiskiskip-
um, sem var haldinn í fyrradag,
ályktar að Vélstjórafélag íslands
beini þeim tilmælum til Alþingis að
tryggt verði með lögum að vélstjórar
á fiskiskipum njóti greiðslna í
styrktar- og sjúkrasjóð Vélstjórafé-
lags íslands á jafnréttisgrundvelli
við launþega í landi.
Bannar notkun orðs
Samkeppnisstofnun bannar Lyfiu
notkun orðsins „eðal“ í auglýsing-
um á ginseng frá Gintec og krefst
þess að i auglýsingum og á umbúð-
um vörunnar komi fram að varan er
unnin úr rótarendum.
Barnafólk í gildru
Bamafólk getur orðið fast í lág-
launagildru því mögulegt yfirvinnu-
kaup rýrnar um 60% áður en það
kemst í budduna. Dagur greindi frá.
Vandi fatlaðra
Hátt í einn millj-
arð króna kostar á
ári aö leysa úr
brýnum vanda fatl-
aðra sem eru á
biðlistum í höfuð-
borginni og Reykja-
nesi. Félagsmála-
ráðherra gerir ráð fyrir að málefni
fatlaðra verði að fullu komin til
sveitarfélaga eftir tvö ár. Ríkisút-
varpið greindi frá.
Fyrir Alþingi
Til greina kemur að Landssímahús-
ið við Austurvöll verði nýtt fyrir hluta
starfsemi Alþingis en í fjárlögum 1999
er þinginu heimilað að kaupa eða
leigja húsnæði í nágrenni Alþingis-
hússins og taka til þess nauðsynleg lán.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Lánasamningur
Fyrir skömmu var gengið frá
lánasamningi milli Landsbanka ís-
lands hf. og íslenskra aðalverktaka
hf. og dótturfélaga þess að fjárhæð
allt að tveimur milljörðum króna.
Eins og fram hefúr komið var ný-
lega gengið frá samningi um kaup
íslenskra aðalverktaka hf. á 80%
hlut í Rekstrarfélaginu hf. og Regin
hf. Lánafyrirgreiðslan sem hér um
ræðir er bæði til fjármögnunar
þeirra kaupa og einnig til frekari
viðskipta á fasteignamarkaði.
Vill kaupa
Nýsköpunarsjóð-
ur á í viðræðum við
Kvikmyndasam-
steypu Friðriks Þórs
Friörikssonar kvik-
myndagerðarmanns
um kaup á allt aö
górðungshlut i fyrir-
tækinu. Dagur greindi frá.
Aflinn í ár
Fiskistofa hefur tekið saman afla-
tölur ársins 1998. Aflinn á þessu ári
er umtalsvert minni en í fyrra eöa
1.430.000 tonn á móti 1.920.000 tonn-
um i fyrra. Munurinn er tæplega
500.000 tonn. Ástæðan skýrist af
mun minni loðnuafla en á móti kem-
ur að þorskaflinn nú er meiri en
undanfarm ár, 240.000 tonn á móti
rúmum 200.000 í fyrra. Ríkisútvarp-
ið greindi frá. -SJ