Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Spurningin Hvað fer mest í taugarnará þér? Oddfríður Helgadóttir húsmóðir: Leiðindafólk og biðraðir. Stefán Halldórsson slökkviliðs- maður: Blaðamenn á DV. Kristín Sigurðardóttir nemi: Of mikið af fólki í Kringlunni. Sigurður Axel Benediktsson rannsóknarmaður: Að konan vilji að ég straui skyrturnar mínar. Dagbjört Harðardóttir, 11 ára: Leiðinlegt fólk. Sigurður Þorvaldsson: Ekkert. Lesendur Jólapakkaævintýri á Keflavíkurflugvelli Ásþór Magnússon hjá Friði 2000 afhendir kæru á Lögregiustöðinni. Gunnar Magnússon skrifar: Það ætlar ekki af íslensku stjórnsýslunni að ganga, reiði- leysið, þegar til ábyrgðarinnar kemur. Það er eins og enginn í öllu stjórnkerfinu geti gengist við mistökum eða röngum ákvörðunum sem eru teknar af yfirmönnum á við og dreif um kerfið. Af og frá er að æðstu embættismenn taki á sig nokkra ábyrgð þegar skýringa á mistök- um er leitað. Þegar best lætur er það einhver millistjórnandi eða jafnvel bara almennur starfs- maður sem er tekinn á teppið og látinn játa fyrir siöasakir svo hinir ábyrgu sem þiggja háu launin, einmitt vegna „ábyrgð- ar“ og „stjórnunar“, geti um frjálst höfuð strokið. Mér flaug þetta í hug við.frétt- imar um jólapakkaævintýri Friðar 2000 á Keflavíkurflug- velli. Þegar Flugleiðamenn höfðu tekið umrædda pakka frá borði og flutt þær til baka í vöru- hús félagsins á flugvellinum þar sem þeir hefðu ekki verið tollskoð- aðir. Ég hélt að ekki þyrfti að toll- skoða pakka sem héðan væra send- ir, og allra síst jólapakka. Þetta kann þó að vera minn misskilning- ur. En pakkar þessir fóra ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en daginn eftir og þá til Lundúna og sitja þar þegar þetta er skrifað. Margir leggja þetta auðvitað út þannig (vegna fyrri frétta um Frið 2000) að jólapakkar Ástþórs hafi ekki „átt“ að komast úr landi vegna þess að Friður 2000 átti hlut að máli. Ekki þekki ég til félagsskaparins eða Ástþórs þessa sem er þar í for- svari. En þama virðist þó um klúð- ur að ræða af hálfu opinberra yfír- valda, jafnvel þótt forsvarsmaður Friðar 2000 eigi þar einhvem þátt líka. Þetta á áreiðanlega eftir að skapa fjárkröfur, og þær ekki lágar, á hendur hins opinbera. Og alltaf blæðum við skattgreiðendur. Skyldi vera gert ráð fyrir öllum þeim skaðabótakröfum sem hlaðast upp á hið opinbera og síðar greiðslum vegna dómgreindarskorts hinna ýmsu kerfiskarla stjómsýslunnar á fjárlögum? Einokunin afturgengin Gunnar Kristjánsson skrifar: Einokunarverslun Dana var eitt mesta böl íslendinga og þótti mikið framfaraspor þegar henni var aflétt. Síðan hafa verslunarhættir íslend- inga gengið í gegnum mörg þróun- arþrep, flest í framfararátt. Hin síð- ari ár hefur frelsi til athafna aukist til muna og innan verslunargeirans er það frelsi orðið hánast algjört að undanskildu ÁTVR. Verslanir Bón- uss komu fram á sjónarsviðið og börðust með oddi og egg fyrir bætt- um hag viðskiptavinanna og víst er að vöruverð hefur lækkað með til- komu sívaxandi samkeppni. Samkeþpnin er af hinu góða en ljóst er að hin harða barátta i versl- uninni hefur leitt til þess að marg- ir þeir minni hafa gefist upp. Þeir sem áttu í hvað mestri samkeppn- inni, Hagkaup og Bónus, hafa nú sameinast og þá gerist það sem fæsta hefði granað; þeir sem áður börðust fyrir frelsi og framboði vöra á lægsta verðinu taka í vax- andi mæli upp viðskiptahætti í anda gömlu einokunarinnar. í krafti stærðar bjóða þeir upp á vöra sem landsmenn geta ekki og mega ekki kaupa annars staðar en í verslunum Hagkaups og Bónuss. Frelsisbarátta fyrri ára beinist nú inn á einkaréttarsölu. Nýjasta dæmið er fjölskylduspilið Latador sem var mikið auglýst fyrir jól. Það spil verður að kaupa í versl- unum Hagkaups og Bónuss á verði sem þeir Baugsmenn ákveða sjálfir. Það virðist ekki skipta höfund spils- ins, Magnús Scheving, máli þótt undirstaðan, bókin Latibær, hafi verið seld í bókabúðum um allt land. Og til að kóróna allt saman tekur rás 2, „útvarp allra lands- manna", sig til og hefur auglýsinga- viðtal við höfundinn í morgunþætti sínum 15. des. sl. - Er þá nema von að spurt sé: Hvar er nú neytendapostulinn Jó- hannes? Vistvæn og réttlát fiskveiðistjórnun Væri það ekki öflug hvatning tii réttlátara kvóta- kerfis að sjá til þess að núverandi brottkast afla- verðmæta færi til þróunarhjálpar? spyr bréfritari. Geir Viðar Vilhjálmsson skrifar: Gamla íslenska kvótakerfið hefur reynst ólög í tvennum skilningi. - Annars vegar gagnvart jafnrétti svo sem Hæstiréttur fékk um síðir tæki- færi til þess að árétta. Hins vegar er innbyggt í þetta fyrirkomulag hvati til þess að henda fyrir borð þeim sjávarafla sem ekki passar við kvótasamsetningu skips og jafnvel freistast menn til þess að kasta ágætis smærri fiski vegna hærra verðs stærri en sams konar fisks. Þetta tugþúsunda ef til vill á ann- að hundrað þúsunda tonna árlegt brottkast er algjörlega ósamræman- legt þróun sjálfbærra atvinnuþátta og með tilliti til þess þriðjungs mannkyns sem býr við viðvarandi næringarskorts og hungur. Margar milljónir bama verða ár- lega í Afríku og Suður-Ameríku blind, fyrst og fremst vegna skorts á A- vítamíni, segir Alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mjög sennilega myndi lýsið úr þeim fiski og þeirri lifur sem íslend- ingar fleygja árlega duga til þess að forða þessum milljónum barna frá blindu. Á íslandi og víðast í réttarríkjum er talið refsivert afbrot að hindra ekki slys eða skaða á meðborgurum. Væri það ekki öflug hvatning til réttlátara kvótakerfis að sjá til þess að núverandi brottkast aflaverðmæta færi til þróunarhjálp- ar? Náttúruvænni, sjálf- bærri nýting sjávar- fangs á að vera annað aðalmarkmið endur- skoðaðra fiskveiði- stjórnunarlaga. Jafnrétti innan- lands til sjósóknar er brýnt, en jafn- mikilvægt að sjávarútvegur sé stundaður vistvænt og sjálfbært. DV Standast ekki Evrópustaðal Skarphéðinn Einarsson skrifar: Bilar sem seldir era á íslandi standast ekki Evrópustaðal. í Bret- landi og annai-s staðar í ES-löndun- um era amerískir bílar sér fram- leiddir fyrir Evrópumarkað og þeim sem eru fluttir inn þarf að breyta. Ég bendi t.d. á ljósabúnað: stööuljós verða að vera hvít og stefnuljós að aftan og framan skulu vera gul en ekki rauð. Því finnst mér bann á sölu varnings frá Vam- arliðinu vera hreint rugl. íslend- ingar fara ekki í einu og öllu eftir ES-reglum eins og tilskilið er. Áfengisauglýs- ingar í sjónvarpi Steindór Einarsson skrifar: Mér finnst alveg út í hött að aug- lýsa áfengan bjór í sjónvarpi hér. Hvað verður svo næst? Sterk vín, tóbak, jafnvel vímuefni? Bjóraug- lýsingarnar era niðurlægjandi. Ég vona að fleiri séu mér sanunála og að þeir láti í sér heyra. Það er ekki fyrr en tekið er á málum með þeim hætti að fjöldinn láti í sér heyra að ráðamenn hér taka til höndinni. Það er með þetta eins og annað að svo lengi sem ekki er tekið í taumana telur fólk þetta orðinn hluta af daglegu lífi að búa við og unglingar sjást ekki fyrir og auka neysluna vegna aðhaldsleysis. Það er því aðeins eitt ráð: að banna aug- lýsingar á áfengi. Domian - þýsk sjónvarps- þjóðarsál Guðbjörg skrifar: Ég hef aðgang að gervihnatta- sjónvarpi (svokölluðum Astra 1 hnetti). Þar næ ég m.a. nokkrum þýskum sjónvarpsstöðvum sem senda oft út frábærar dagskrár, meö viðtalsþáttum, kabarettum o.s.frv. Ennfremur er þar ein stöð sem sendir út eins konar þjóðarsál þar sem maður tekur á móti hring- ingum og ræðir við þann sem hringir í nokkrar mínútur. Þetta er frábært sjónvarpsefni. Þátturinn nefnist Domian og er alltaf sami maðurinn sem stjórnar þættinum og ræðir við hlustendur. Svona þáttur félli vel í kramið hér. Hann mætti vera að næturlagi líkt og þessi þýski sem varir í u.þ.b. 2 tíma. Merkilegt hve þetta er orðið vinsælt efni þama i Þýskalandi - og raunar hér hjá þeim sem ná þessum stöðvum. Ótímabærir flugeldar Magnús hringdi: Það er ekki að spyrja að okkur íslendingum. Ekki erum við fyrr staðnir upp frá jólasteikunum, en við tökum til við að skjóta flugeldum. Strax á þriðja í jólum mátti sjá eldglæringar á himni og heyra sprengihávaða af og til. Svo rétt fyrir áramót var dellan algjör. Þá loguðu einstök hverfi eins og komin væru áramót. Því getur fólk nú ekki beðið með þetta þar til klukkan tólf á gamlárskvöld. Þessar ótímabæru flugeldasýningar eyðileggja satt að segja alveg fyrir mér áramótin. Lögreglan nösk á hassið íbúi við Rauðagerði hi-ingdi: Ég lýsi ánægju minni með hve lögreglan virðist orðin skilvirk hvað varðar uppgötvanir á vímu- efnin. Sérstaklega er hún nösk á hassið. Eins og t.d. hér í götunni hjá okkur þar sem hún bókstaflega rann á hassið í húsinu eftir brun- ann í „tattoo“-hreysinu, eins bil- skúrinn var kallaður af mörgum. Þetta er áreiðanlega að þakka bættri stjórn, ströngum aga og linnulítilli þjálfún löggunnar með þeim tækjum og tólum sem hún hefur yfir að ráða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.