Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998
13
Fréttir
Sameining hluta KEA og Sölufélags A-Húnvetninga:
Vildum helst sam-
eina öll kaup-
félög frá Borgar-
nesi til Egilsstaða
- segir Þórarinn E. Sveinsson, aöstoöarkaupfélagsstjóri KEA
DV, Akureyri:
„Það sem menn vildu helst sjá er
sameining allra kaupfélaganna, al-
veg frá Borgamesi austur um til Eg-
ilsstaða, og margir hafa enn ekki af-
skrifað þann möguleika enn þá. Enn
sem komið er eru það hins vegar
bara Húnvetningar sem hafa tekið
þessu jákvætt," segir Þórarinn E.
Sveinsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri
Kaupfélags Eyfirðinga, um hugsan-
lega sameiningu kaupfélaga á lands-
byggðinni.
Þórarinn segir að nú standi yfir
vinna varðandi sameiningu afurða-
framleiðslu Kaupfélags Eyfirðinga
og Sölufélags A-Húnvetninga en
sölufélagið sér um ákveðna þætti í
starfsemi Kaupfélags A-Húnvetn-
inga og er reyndar rekið sem sjálf-
stæð eining. „Menn eru að reikna
og vinna áætlanir um hvemig þessi
sameiginlegi rekstur kemur til með
að líta út og tíminn fram að aðal-
fundum félaganna verður nýttur til
að skoða þetta og undirbúa málið.
Með sameiningu sjá menn ýmsa
kosti, s.s. betri nýtingu á yfirstjóm-
un og hagræðingu á öllum sviðum
og í framtíðinni gáfulegri fjárfest-
ingarstefnu sem fylgir því að það
séu ekki allir að vinna sömu verkin.
Þetta er auðvitað ferli sem menn
hafa séð fyrir sér í nokkum tíma og
það sem öðru fremur ýtir undir
þetta er ekki hvað síst betri sam-
göngur," segir Þórarinn.
Það vekur óneitanlega athygli að
Kaupfélag Skagfirðinga, sem er á
svæðinu á milli þeirra tveggja aðila
sem nú hyggjast sameinast, er ekki
með í þessari sameiningu. Yfir-
stjórn Kaupfélags Skagfirðinga mun
ekki hafa sýnt málinu áhuga en þó
em innan þess menn sem hafa
virkilegar áhyggjur af þvi að KS
skuli ekki vera með og telja að það
þjóni ekki hagsmunum þeirra til
Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirð-
inga.
framtiðar. Það er t.d., bent á að ef
mjólkurflutningar muni eiga sér
stað milli Akureyrar og Blönduóss
sé ekið í gegnum stórt landbúnaðar-
hérað í Skagafirði og svo kunni að
fara að einhverjir bændur þar sjái
sér hag í því að versla við KEA og
Sölufélag Húnvetninga.
Fyrir liggur að um eins konar
verkaskiptingu verði að ræða í hinu
sameinaða félagi og hefur verið
nefnt sem dæmi að auka vinnslu á
mjólk á Akureyri og kjötvinnslu á
Blönduósi þar sem er mjög gott
sauðfjársláturhús. „Það verður auð-
vitað einhver verkaskipting. Þetta
snýst um að hagræða verkunum á
milli fyrirtækja þannig að kostnað-
ur náist niður við framleiðsluna og
það hlýtur að leiða til tilflutnings
bæði á mjólk og kjöti á milli staða,“
segir Þórarinn. -gk
20 prósenta samdráttur í hrossaútflutningi:
Svíar vilja vindótt hross
Um tvö þúsund hross verða
flutt úr á árinu sem nú er brátt á
enda. Er það fimmtungssamdrátt-
ur frá fyrra ári.
„Þetta er samt ótrúlega góður
árangur, miðað við allt sem á
gekk,“ sagði Hulda Geirsdóttir
hjá Félagi hrossabænda. „Hrossa-
sóttin stöðvaði allt í fjóra mánuði
þannig að við getum vel við
unað.“
Mestur samdráttur er á Þýska-
landsmarkaði en Svíar skjótast
nú upp í fyrsta sætið sem stærstu
■kaupendur íslenska hestsins í
fyrsta sinn.
„Þeir eru spenntastir fyrir
vindóttu, skjóttu og svo mósóttu,"
sagði Hulda Geirsdóttir. -EIR
Pizzakofinn
---------TILBOÐ —
Takt’ana heim____________________
14 16” pizzuveisla aðeins 990
m/4 áleggsteg.
J_ Þú kaupir eina pizzu og hvítlauksbrauð
og færð aðra pizzu í kaupbæti
15 Heimsend fjölskylduveisla
2x16” pizzur m/2 áleggsteg.
2I. gos og stór franskar í kaupbæti 2090
Fáð’ana heim_____________________
16 16”pizzam/2áleggsteg.
2I. gos og mið franskar í kaupbæti 1390
17 16” pizza m/3 áleggsteg.
og 12“ hvítlauksbrauð
Tveir staðir
Austurverí Háaleitisbraut 68
Amarbakki Breíðhoiti