Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998
15
Fljótsdalsvirkjun og
auðlindir Austfjarða
- opið bréf til Jónasar ritstjóra
Nokkrar llnur til þín
vegna forustugreinar í
DV 3. des sl., „Auðlind-
ir á Austíjörðum". Ég
þakka þér fyrir að taka
skrif min til slíkrar um-
fjöllunar þótt þau
kunni að þinu mati að
vera máiflutningur
„einna brenglaðastur".
Skelfilegar
Þjórsárvirkjanir?
Eitt sinn var ég vara-
þingmaður Alþýðu-
bandalagsins og stuðn-
ingsmaður Hjörleifs
Guttormssonar, þáver-
andi iðnaðarráðherra,
sem beitti sér fyrir því
m.a. að festa með lögum
1981 röð virkjana. Þá var Fljóts-
dalsvirkjun sett í röð næst á eftir
Blönduvirkjun. Alla tíð hefur það
verið keppikefli Austflrðinga og
stjórnvalda að farið verði eftir lög-
um. Ýmsar aðgerðir í raforkugeir-
anum og tilkoma smærri virkjana
hafa hins vegar komið til og mætt
þörf fyrir uppbyggingu stóriðju
við Faxaflóann.
Ég vænti þú vitir að um hvert
nýtt starf við álverið á Grundar-
tanga voru tíu umsækjendur. Þú
þekkir til þessa starfsvettvangs,
krafna um menntun og starfsþjálf-
un, aðbúnaðar og launa, svo ekki
sé talað um starfsárafjölda þar
sem reynsla er fengin eins og t.d. í
Straumsvfk. Og hver talar nú um
þessar skeifilegu
Þjórsárvirkjanir
sem áttu að eyði-
leggja landið en
enn stendur jafnvel
til að fjölga?
Andstaða
menntafólks og
kennara
í Morgunblaðinu
22. nóvember sl.
birtist heilsíðuaug-
lýsing þar sem
nokkur fjöldi ein-
staklinga imdirrit-
aði áskorun á Al-
þingi og ríkisstjórn
íslands um „að fyr-
irskipa lögformlegt
mat á umhverfisá-
hrifum Fljótsdalsvirkjunar". Það
er þekkt, m.a. af Gallup-könnun og
staðfest með framangreindri
áskorun fólksins, að á Austurlandi
er andstaða við virkjanir mest á
Héraði og hefur
verið greind eiga
rætur sínar með-
al menntafólks
og kennara. Það
er alvörumál, rit-
stjóri, því mennt-
uðu fólki verða
ekki einungis
boðin störf við
bakpokatúrisma
á „hinum
ósnortnu víðernum Austfjarða".
Ekki er það heldur „auvirðileg
þjónusta við ferðamenn". Það
verður eftir því sem borgimar
verða stærri og menningin
auvirðilegri.
Ég ætla annars að þau séu vel
meint orð þín og hugljómun um
hvað Austfirðingum sé fyrir bestu
í framtíðaruppbygginu ferðaþjón-
ustunnar sem mun dafna sam-
hliða virkjunum og stóriðju. Á
Suður- og Suðvesturlandi hefur
ferðaþjónusta blómstrað en það
Kjallarinn
Sveinn Jónsson
verkfræðingur
„Því skyldum við ekki „sjá í hill-
ingum tekjur af stóriðjuveri“? Er
það allt vitleysa sem skrífað hef-
ur verið og sagt um þann ávinn-
ing þegar uppbygging við Faxa-
flóann er annars vegar?“
„Hver talar nú um þessar skelfilegu Þjórsárvirkjanir sem áttu að eyði-
leggja landið en enn stendur jafnvel til að fjölga?" spyr greinarhöfundur.
sama verður því miður ekki enn
sagt um Austurland.
Málin ekki einföld
Ég er stoltur af mínum lands-
hluta og starfi með sveitarstjórn-
ar- og forustumönnum atvinnulífs
á svæðinu og baráttu fyrir því sem
talið er þar fyrir bestu. Til þess
teljast virkjanir, orkufrekur iðn-
aður, ferðaþjónusta og almenn fjöl-
breytt framleiðsla og þjónusta auk
lækkandi framfærslukostnaðar.
Því skyldum við ekki „sjá í hill-
ingum tekjur af stóriðjuveri"? Er
það allt vitleysa sem skrifað hefúr
verið og sagt um þann ávinning
þegar uppbygging við Faxaflóann
er annars vegar?
Á Austfjörðum eru nokkur eftir-
sóttustu fyrirtæki sjávarútvegs og
verkefni í skógrækt og umhverfis-
málum hafa þar þótt til fyrirmynd-
ar. Orka fallvatnanna er þar þó lítt
beisluð og í því fólgnir miklir
möguleikar. Framtíð fjórðungsins
er því björt. Ekki geri ég lítið úr
skólanámi og símenntun nútímans
og ég þekki ekki þá „átthagafjötra,
sem unga fólkinu verði gert að
brjóta af sér og flytjast af svæðinu".
Skrif þín í gegnum tíðina eru
annars vel þekkt og ekki af öllum
talin hafa verið til þess aö hvetja
sérstaklega til viðhalds byggðar í
landinu. Um framsóknarmenn og
reisn manna getur þú haft þínar
skoðanir og þú getur leyft þér, án
útúrsnúnings, að túlka skrif mín
en hafa verður rétt eftir sé í þau
vitnað. - Þessi mál eru ekki ein-
fóld, Jónas, og vænti ég þess að
blað þitt standi opið fyrir skrifum
jafnt með og móti virkjunum og
öðru tilheyrandi.
Sveinn Jónsson
A5 kaupa sína eigin eign
Yfirgangur og lítilsvirðing for-
sætisráðherra í skoðanaskiptum
við andstæðinga sína og aðra þá
sem gagnrýna skoðanir hans og
verklag eru einstök og áður
óþekkt af manni í hans stöðu.
Þessi viðbrögð hafa m.a. lýst sér í
umræðum á Alþingi þegar hann
ræddi um nauðsyn „hundaskoðun-
ar“ á dómsmálakerfinu og ítrekuð
dómsmorð í Geirfinnsmálinu, allt
án frekari skilgreiningar. - Og nú
talar hann um að 105 prófessarar
við Háskólann hafi mótmælt til-
lögum ríkisstjórnarinnar um fisk-
veiðistjómun án þess að lesa þær
og dóm Hæstaréttar. Mótmæli fær-
ustu vísindamanna, lækna o.fl.
gegn miðlægum gagnagrunni telur
hann stafa af öfund og þekkingar-
leysi.
Gefnar Síldarverksmiðjur
Mönnum er enn í fersku minni
þegar Davíð knúði samráðherra
sína, Halldór og Þorstein, til að
breyta yfirlýstum og staðfestum
stjórnsýsluaðgerðum með afar
dramtískum hætti. Margt fleira
mætti tilgreina í sömu veru er
sýnir að hann virðir ekki rök og
lífsskoðanir annarra. Hans hug-
sjónir og handbrögð virðast
grundvallast að mestu á einka-
dýrkun og að gera sjálfan sig sem
best sýnilegan. Þessi einræðis-
kenndu stjómhættir hafa leitt til
gerræðislegra verknaða.
Tökum nokkur dæmi. Undir
hans stjórn vom
Síldarverksmiðj-
ur rikisins gefhar
nokkrum vildar-
vinum Sjálfstæð-
isflokksins. Sölu-
verðið á pappir-
unum var 720
miljónir en þá
hafði ríkissjóður
áður greitt vegna
verksmiðjanna,
rúmar 600 millj.
kr., svo að í hlut
ríkisins komu rúmar 100 millj. Nú
em verksmiðjumar metnar á um 4.
milljarða króna.
Einkaráðherra LÍÚ?
Menn hafa líka lengi velt því
fyrir sér hin síðari ár hve sjávar-
útvegsráðherrar hafa legið hund-
flatir fyrir stjómendum LÍÚ. Á
þetta sérstaklega við þá Þorstein
Pálsson og Halldór Ásgrímsson.
Stundum virðist
manni þessir menn
hafi verið frekar einka-
málaráðherrar LÍÚ en
þjóðarinnar allrar.
Fyrirgreiðsla þeirra
við stærstu útgerðar-
fyrirtæki landsins hef-
ur ekki farið fram hjá
neinum. Fiskveiði-
stjómunin hefur leitt
til þess að nokkur fyr-
irtæki hafa nú yfir að
ráða meira en helm-
ingi af öllum fiskveiði-
heimildum íslendinga.
Til að ná endanleg-
um markmiðum sínum
var lögum um fisk-
veiðistjómun breytt
1990 í þá vem að heim-
iluð var óheft sala og
leiga á kvóta og til að fullkomna
sköpunarverkið og loka hringnum
var síðan veðsetning á kvóta
heimiluð 1997.
Kokgleyptu agnið
Þessir gjörningar leiddu til
mestu fjármagnstilfærslu íslands-
sögunnar. Stærstu útgerðarfyrir-
tæki þjóðarinnar sameinuðust og
hófú síðan sölu hlutabréfa á verð-
bréfamörkuðum. Með sífelldum
áróðri um endurskipulagninu og
stækkun fyrirtækja yrðu þau arð-
bærari og þvi vænlegri fjárfesting-
arkostm-. Einstaklingar, fyrirtæki
og samtök kokgleyptu agnið og
keyptu hlutabréf í
stómm stíl. En hvað
var verið að selja?
Hlutabréf sem að
mestum hluta stóðu
fyrir óveiddum fiski
úr sameiginlegri
auðlind þjóðarinn-
ar, samkv. 1. gr.
laga um fiskveiði-
stjóm. í reynd vom
hlutabréfakaupend-
ur að kaupa sína
eigin eign. Um lög-
mæti slíkra við-
skipta þarf að fá
niðurstöðu hið allra
fyrsta. Þar með er
ekki upp talin öll
hringavitleysan. Út-
gerðarmenn marg-
földuðu verðmæti
hlutabréfanna með því að hækka
kvótaverðið einhliða í 850 kr. kg
til að greiða fyrir sölu béfanna. -
Kæm landar; hvers virði em þess-
ir veðlausu pappírssneplar? Það er
hrikalegt til þess að vita að tug-
þúsundir manna hafa verið
blekktir í trausti þess að þeir
væru að fjárfesta í arðvænlegum
fyrirtækjum en em í reynd að
hætta fjármunum fyrir fisk sem
kannski aldrei veiðist. í svona
happdrætti tæki ég aldrei þátt.
Hér emm við að fjalla um stærsta
misferli aldarinnar og varða hags-
muni heillar þjóðar.
Kristján Pétursson
„Einstaklingar, fyrirtæki og sam-
tök kokgleyptu agnið og keyptu
hlutabréf í stórum stíl. En hvað
var verið að selja? Hlutabréf sem
að mestum hluta stóðu fyrir
óveiddum fiski úr sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar. “
Kjallarinn
Kristján
Pétursson
fyrrv. deildarstjóri
Með og
á móti
Nýtt hverfi á uppfyllingu
við Skerjafjörð
Siguröur Helgason,
framkvæmdastjórí
Björgunar hf.
Borgarprýði
„Hugmynd að nýtingu svæðis
á suðurströnd Skerjafjarðar
byggist á því að rifa gamlar leif-
ar mannvirkja, gera landfyll-
ingu framan við það og leggja
gangstíg meðfram nýrri strönd
sem þá mynd-
ast. í dag eru
tengsl þessa
svæðis við
nánasta um-
hverfi mjög lít-
il. En stækkun
svæðisins gef-
ur möguleika
á að nýta það
fyrir útivistar-
og skólasvæði
annars vegar
og íbúðabyggð hins vegar. Meg-
inkostir þessarar lausnar er að
eyða vörtu í landslagi íjarðar-
ins, bæta mjög gangstígakerfið
og móta eftirsóknarvert íbúða-
hverfi sem sameinar nálægð við
gamla bæinn og ró íbúðahverfa.
Tengsl við almenningssamgöng-
ur eru auðveld og nýja byggðin
veldur ekki aukaálagi á stofn-
brautakerfi borgarinnar. Hverf-
ið mundi styrkja nágranna-
byggð með aukinni þjónustu og
ætti að geta tryggt sameiginlega
lausn mála sem nú eru óviðun-
andi í Skildinganesi, svo sem
skóla- og dagvistunarmála.
Aukin byggð á þessum stað ætti
einnig að stuðla að eflingu mið-
borgar Reykjavíkur. Stungið er
upp á að hverfið verði um þrjár
hæðir að meðaltali og fjölbreytt-
ar tegundir húsa ættu að
tryggja áhuga fólks í flestum
aldurs- og tekjuhópum. Lögð
hefur verið mikil vinna og fag-
mennska í að gera óvenju fal-
legan og áhugaverðan stað til
að búa á og heimsækja. Þeir
sem séð hafa teikningar Bjöms
Ólafs arkitekts eru sammála
um að þetta svæði verði sann-
kölluð borgarprýði."
Krístján Hreinsson
skáld.
Náttúruspjöll
„Við Skerfirðingar, sem fógn-
uðum því innilega þegar tank-
arnir við Nauthólsvíkina voru
tæmdir og Skeljungsmenn fóru
með sitt hafurtask, við fögnuð-
um því jafnvel af enn meiri ein-
lægni þegar
okkur var tjáð
að þarna við
enda flug-
brautar yrði
um aldur og
ævi útivistar-
svæði fyrir
borgarbúa.
Við áttum
ekki von á því
að mönnum
kæmi til hug-
ar að fremja í fjörunni náttúru-
spjöll og ekkert okkar gat séð
fyrir nýja byggð á þessum frið-
aða stað. Við sem viljum vemda
þá örfáu óspilltu bletti sem enn
er að finna í hjarta Reykjavíkur
hljótum að mótmæla öllum fyr-
irætlunum um byggingu fjölbýl-
ishúsahverfis í Skerjafjarðar-
fjörunni. Þau mótmæli verða
ekki einvörðungu á þeim for-
sendum að við viljum tryggja að
þarna verði óspillt útivistar-
svæði um ókomin ár. Við hljót-
um einnig að benda á öryggis-
sjónarmið og náttúruverndar-
sjónarmið og svo blasir við sú
staðreynd að umferðarþungi
miðborgarinnar er nú þegar far-
inn úr böndunum. Nýr byggðar-
kjarni við Skerjafjörð myndi að-
eins gera illt verra. fbúar
Skerjafjarðar og aðrir Reykvík-
ingar hljóta að hafna tillögum
þeirra sem vilja setja fjölbýlis-
húsahverfi við enda flugbraut-
ar.“ -hlh