Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Mirmisstæðustu atburðir á árinu 1998 Olga Færseth: Titillinn og leik- maður ársins „Það sem stendur uppúr er sigur okkar KR-inga á íslandsmótinu í knattspyrnu. Okkur tókst að veija tit- ilinn eftir mikla baráttu og úrslitaleik í lokin. Þá var mér sýndur mikill heiður þegar ég var valin leikmaður ársins í lok mótsins og slíku gleymir maður að sjálfsögðu aldrei. Á komandi ári er engin spuming að aðal markmiðið er að vinna bæði íslandsmótið og bikarkeppnina með KR. Annað kemur ekki til greina, við KR-ingar sættum okkur ekki við minna.“ -VS Guðjón Þórðarson: Frábær umgjörð gegn Frökkum „Ég er ánægðastur með framþró- un landsliðsins í knattspymu. Sigur- inn á Rússum var góður endir á ár- angursriku ári en þó stendur jafii- teflið við Frakka upp úr. Sá leikur er eftirminnilegur í alla staði, ekki síst vegna þess hve öll umgjörð um hann var frábær. Þá var skemmtilegt að synir mínir þrír skyldu allir koma saman sem atvinnumenn hjá sama félaginu, Genk í Belgíu. Væntingar til næsta árs era í hófl en ég vona að hægt verði að byggja á þvi sem er að baki. Það sást i ár að hægt er að gera góða hluti með mik- illi vinnu og vonandi náum við að halda áfram á þeirri braut.“ -VS Lilja Ólafsdóttir: Aðförin gegn Bandaríkjaforseta „Þetta var ótrúlega viðburðaríkt ár. Það var náttúrulega allt í háa- lofti í heiminum og það sem er kannski minnisstæðast er þessi ótrúlega heift í bandarískri pólitík og aðforin gegn Bandarikjaforseta. Svo vom þau óneitanlega mjög minnisstæð þessi nýju viðhorf í kvótamálunmn. Á nýju ári vænti ég þess að menn fari að ná betri áttum og nálgist við- fangsefni með lausnir í huga. Þaö er ekki hægt að leysa mál með niður- rifi, þau þarf að leysa á annan hátt.“ -hb Halldór Ásgrímsson: Kosningabarátt- an er tilhlökkun- arefni „Ferðalag sem ég fór til nokkurra landa Afríku er mér minnisstæðast alls á árinu sem er að líða. Þangað hafði ég ekki komið fyrr og ekki gert mér nægilega í hugarlund hvaða aðstæður vom þar,“ segir Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra. „Ég hef lengi haft áhuga á því að við gætum eflt aðstoð við fátæk riki í Afríku. Þarna sá ég betur en ég hafði gert mér i hugarlund hvað við getum gert mikið fyrir lítið fé.“ Halldór segir að hann hafi átt nokkra ánægjulega sumarleyfisdaga á Hornströndum sem verði sér og sínum minnisstæðir. „Árið 1999 leggst vel í mig. Framundan er kosningabarátta. Því fylgir að hitta mikið af góðu fólki og þessu fylgir tilhlökkun. Ég hef gam- an af að fara um og hitta fólk og nýt mín vel við slíkar aðstæður," sagði Halldór Ásgrímsson. -JBP Pétur Björnsson: Slælegt réttarfar „Það sem er minnisstæðast frá ár- inu sem er að líða era þessu dómar sem hafa fallið erlendis þar sem Hæstiréttur íslands hefur verið leið- réttur. Mér finnst slæmt að réttar- farið héma heima skuli ekki hafa batnað. Við emm lítið betri eða verri eftir því sem árin líða. Ég vona svo sannarlega á nýju ári að við komumst loksins til jarðar- innar og foram með Jóni Steinari Gunnlaugssyni í fararbroddi til að bæta ásýnd íslensks réttarkerfis." Magga Stína: Eins og rússíbani „Síöasta ár held ég að sé eitt það fjölbreyttasta sem ég man eftir, bæði uppi á veraldlega planinu og því andlega. Það var dálítið eins og rússíbani! Það var gott að prófa all- an skalann. Ég vænti einskis þannig séð af nýju ári. Ég meina, ég geri að minnsta kosti engar kröfur nema hugsanlega kannski inn á við og þá er það strax hætt að vera samræðu- hæft.“ -SJ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sigur Reykjavík- urlistans „Eftirminnilegasti atburður árs- ins er tvímælalaust kosningasigur Reykjavíkurlistans sem var miklu stærri en sigurinn vorið 1994 af þeirri einfoldu ástæðu að þetta var uppskera fjögurra ára starfs í Borg- arstjóm Reykjavíkur. Fyrri sigur- inn byggðist á væntingum en sá sið- ari á störfum og stefnu. Mín eigin upplifun af sigrinum var sterkari og gleðin óblönduð," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Ég er alltaf bjartsýn á komandi ár og tel mér sífellt trú um að framundan séu rólegri tímar þó að hingað til hafi það reynst sjálfs- blekking. Ég leyfi mér að vona að það dragi til tíðinda í lands- málapólitíkinni á komandi ári, fé- lagshyggjuöflin styrkist og á þá ósk heitasta landsmönnum til heilla að Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki hreinan meirihluta á Alþingi. Það væra ógnvænleg örlög.“ -aþ Ágúst Guðmundsson: Friðarsamningar á írlandi „Friðarsamningar á Irlandi vora gleðilegustu fréttir ársins. Ég hafði ekki þá trú að svo stutt væri í breiða samstöðu um „vandræðin á írlandi" eins og Bretar vora vanir að kalla ástandið þar en líklega hafa allir verið orðnir bardagamóðir og hvíldinni fegnir. Það stórkostleg- asta við samningana er að þeir virð- ast ætla að endast. í minni litlu til- vera í heiminum verður fhnnsýn- ingin á Dansinum náttúrlega há- punkturinn. Þetta er mynd sem helst þarf að sjá á stóra tjaldi og ekki spillir að hafa 500 manns í salnum. Að horfa á bíómynd er ekki sú einkaupplifun sem fólk heldur al- mennt. Það skiptir miklu máli hverjir eru í kringum mann og hvemig þeir bregðast við myndinni. Mér leið afar vel á þessari frumsýn- ingu. Á næsta ári óska ég þess að skynsamleg niðurstaða fáist á mál- um sem tengjast nýtingu hálendis- ins og þá án þess að náttúraundrum verði sökkt í vatn. Það er ekki að- eins ferðamannaþjónustan sem á hér hagsmuna að gæta. Kvikmyndafyrirtæki gera I stór- um stíl út á náttúra landsins. Hún er þar útflutningsvara í formi lif- andi mynda." Huldar BreiðQörð rithöfundur: Á hringveginum „Liðið ár hefur verið fjölbreytt, skemmtilegt og annasamt. Ég ók umhverfis ísland og bjó tvo mánuði í Lapplander, skrifaði kvikmynda- handrit og skrifaði fýrstu bók mína í Portúgal. Þegar frá líður mun ég sjálfsagt helst minnast árásar á írak, vandræða Clintons, láts Hall- dórs Laxness og þess að hafa séð magnaö loftsteinahrap í Hrútafirði sem breytti svartamyrkri í skær- grænt hádegi. Þá er árið 1998 árið sem ég kenndi Snæbirni Bjarka Amgrímssyni að tefla. Næsta ár vænti ég að verði mikið kvikmyndaár. Vinir mínir mimu hefja tökur á fyrstu mynd sinni, Fíaskó, auk þess sem við munum halda áfram að koma handritinu mínu, Villuljósi, á koppinn." -SÁ Katrín Hall: Jaröskjálfti á danssýningu „Ætli minnisstæðasti atburðurinn sé ekki þegar jarðskjálfti skók sviðið í Borgarleikhúsinu í sumar. Þetta gerðist í miðri sýningu og útlendu danshöfundamir, Jiri Kylian, Jorma Uotinen og Jochen Ulrich, höfðu aldrei upplifað það áður að náttúran tæki öll völd á frumsýningu. Við vor- um sammála mn það eftir á að skjálftinn hefði gefið verkinu aukið vægi,“ segir Katrín Hall, listdans- stjóri Islenska dansflokksins. „Árið var í alla staði gott fyrir dansflokkinn sem náði góðmn ár- angri á erlendri grand. Nú er bara að halda áfrarn og vonandi náum við enn lengra á næsta ári.“ -aþ Kristinn Guðnason: Þrjú barnanna stúdentar „Frá árinu er mér það minnis- stæðast að þrjú af bömum mínum náðu þeim áfanga að verða stúdent- ar. Þá er mér einnig minnisstætt að á árinu tók ég við nýju starfi sem formaður Félags hrossabænda. Á nýju ári vonast ég til að sjá íslenska hestinn njóta aukinnar virðingar og ég óska eftir að sjá öfluga markaðs- sókn fyrir hans hönd erlendis. Ég óska þess einnig að sjá sameiginlegt átak hestamanna til batnandi hags og hagsældar." -SÁ DV Tinna Gunnlaugsdóttir: Lífið batnar með hverju árinu „Árið sem er að líða er árið sem pabbi dó. Hann lenti í bílslysi í byrjun árs, barðist hetjulega í marga mánuði en var loks sigrað- m. - En pabbi lifir áfram, hann á eftir að vera síkvikur í huga mér og hjarta - ævinlega. Sjálfri finnst mér lífið batna með hverju árinu - ekki það að það hafi nokkum tím- ann verið slæmt! Ég sé fram á ótal verkefni, stór og smá, sem bíða min á næsta ári, og ég hlakka til að takast á við. Eitt er þó öðra frem- ur kvíðvænlegt en það er sú ábyrgð sem fylgir því að vera í for- svari fyrir BÍL, Bandalag íslenskra listamanna, og stundum dettur al- veg yfir mig; hvað er ég eiginlega búin að láta hafa mig út í?“ Mínar helstu vonir og væntingar era ef til vill þær að gott samstarf náist við hin ýmsu listamannafé- lög og okkur takist í sameiningu að þoka málefnum eitt hænufetið enn. I beinu framhaldi má ég til með að fagna nýgerðum samningi við viðkomandi ráðuneyti um efl- ingu íslenskrar kvikmyndagerðar og ætla svona í lokin að stinga upp á því að menningarborgin Reykja- vík komi sér upp Tónlistarhúsi ... taki að minnsta kosti fyrstu skóflustunguna á árinu, svona til að sýna vilja til að standa undir merkjum." -HK Páll Óskar Hjálmtýsson: 1998 - Árið aftur á bak „Ég hef upplifað árið 1998 sem mikið afturhaldsár í umhverfi mínu. Allt að fara aftur á bak. Eng- inn er ánægður með að vera það sem hann er. Svertingjar, eins og Will Smith og Puff Daddy, rappa „attitúd“-lausa „Miami“-texta (les- ist: þeir vilja vera hvítir). Stelpum finnst ljótt að vera graðar og vilja vera hreinar og aftur hreinar (les- ist: kaþólsk sektarkennd). Ungt fólk heldur að pólitík sé að lenda í kröfu- göngu sem er stöðvuð af lögreglunni með táragasi (lesist: þau langar í eitthvert „ástand"). Og hommar era famir að stunda smokkalaust, hættulegt kynlíf í blekkingunni um lækningu við alnæmi (lesist: þeir halda að 1975 sé komið aftur). En málið er að 1975 er búið. 1998 er búið. Framtíðin er NÚNA! Persónulega var þetta ár mjög gott fyrir mig. Það var yndislegt að vinna með hljómsveitinni „Casino", gaman að vera dr. Love á Mono fm 87,7, frábært að kynnast pabba mín- um upp á nýtt og mikil og góð sjálfs- þerapía í gangi - með aðstoð góðra vina sem ég þakka Guði fyrir að eiga.“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.