Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998
*mennmg
*★★
19
Að þekkja þurs
frá mönnum
Ljóðleikur Henriks Ibsen um æringjann Pétur Gaut
hefur flogið víða um lönd frá fyrstu frumsýningu fyrir
meira en 120 árum. Lifsmáti aðalpersónunnar hefur
gjarnan sett mark sitt á uppsetningar verksins í þá veru
að líkt og Gautur tekur sér algjört frelsi til þess að fara
og vera það sem honum sýnist í lífinu, eins hafa leikhús-
menn valið sér áherslur í þessu margræða verki, sem
sjaldnast er sýnt í fullri lengd.
Pétur Gautur er einstök persóna mögnuð upp í sagna-
heimi. Hann er galgopi og heimspekingur í senn, tillits-
laus sjarmör sem fær enga eftir-
þanka þó að hann misnoti sitt fólk og
það liggi í valnum eftir samskipttn
við hann. Pétur heldur sína leið og
stígur yfir líkin með bros á vör.
Þó að hann beri víða á vegferð
sinni, allt frá norskri sveit inn í
myrka jötunheima og suður í ríki
soldána, þá liggur leiðin að síðustu afhir heim. Og innst
inni fjallar leikritið um leitina að sjálfum sér, kjaman-
um, sem einhvers staðar hlýtur þrátt fyrir allt að
leynast þegar hisminu hefúr verið svipt burt.
Sveinn Einarsson leikstjóri lýsir þessari veg-
ferð I leiftrandi skemmilegri sýningu þar
sem ævintýrið er höndlað í eftir-
minnilegum atriðum um leið og
heimspekilegur grunnur
verksins fær sitt rúm.
Um nýja
f verksins
Helga
Leiklist
Auður Eydal
þýðingu
gerða af
Hálfdanar-
mér að vitna
í orð leik-
stjórans: hún
er svo vel kveð-
in, að eins og frum
kveðið sé.
Kristin Bredal kem-
ur frá Noregi og hannar
verkinu stilhreina umgjörð,
sem bæði hækkar og víkkar sviö-
ið í Samkomuhúsinu. Margar sviðs
lausnimar voru snilldarlegar og væri
hægt að skrifa um þær sér pistil. Næg-
ir að nefna að þegar grindur á geð-
veikrahæli renna burt stendur eftir
borðstokkur skips fyrir næsta atriði
með bylgjandi haf í bakgrunni, og
það verður siðan svið fyrir „loft-
mynd“ af drukknandi mönnrnn
Ógleymanlegt.
Lýsingin er óaðskiljanlegur hluti ,
leikmyndarinnar og búningar Huldu
Kristínar Magnúsdóttur eru heilt æv-
intýri út af fyrir sig, hvort sem það
era hversdagsleg ígangsföt, afmán-
arleg gervi fordæða og trölla eða
glæsibúningar í soldáns höll.
í þessari umgjörð koma fram leikarar þar sem fremst-
ur fer Jakob Þór Einarsson í hlutverki Gauts. Textinn er
firnamikill og í fyrri hlutanum reynir á fimi og þrek
hins fjörmikla æringja. Jakob skilaði hlutverkinu með
prýði og óx ásmegin eftir því sem á leið. Bestum tökum
náði hann í lokin, þegar Gautur snýr heim á ný, saddur
lífdaga. Þórann Magnea Magnúsdóttir vann hjörtu áhorf-
enda í hlutverki Ásu móður hans, sem þarf að takast á
við þá miklu mæðu að eiga þennan óútreiknanlega son.
Þá túlkaði Pálína ekki síður hlutverk Sólveigar og gaf
________________því bæð dýpt og innileika. Og söng
vel.
Fjöldi leikara kemur fram og
margir í fleiri en einu hlutverki. Of
langt er að telja
þá alla upp en ,
---- allir skiluðu
sínu vel, jafnt
lærðir sem leikir, og heildar-
svipur var ákaflega vel
mótaður. Minnast má á
Hákon Waage í hlutverki
stúlku, nomar
og prófessors og
Þráin Karlsson,
sem lék hlutverk
hnapparans af inn-
sæi og dýpt.
Hljóðfæraleikaram-
ir Daníel Þorsteinsson
og Stefán Örn Amarson
bættu enn einni vídd við
þessa vönduðu og skemmti-
legu sýningu á stórveldi Ib-
sens.
Leikfélag Akureyrar sýnir
í Samkomuhúsinu:
Pétur Gautur. Ljóðleikur
eftir Henrik Ibsen
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Tónlist: Guðni Franzson
og Edvard Grieg
Dansar: Pálína Jónsdóttir
Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir
Lýsing og leikmynd: Kristin Bredal
Leikstjórn: Sveinn Einarsson
Jakob Þór Einarsson
skilaði hlutverki
Péturs Gauts með prýði
og óx ásmegin eftir því sem
á leið sýninguna.
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. janúar 1999 er 26. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 26 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.318,20
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1998 til 10. janúar 1999 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. janúar 1999.
Reykjavík, 30. desember 1998
SEÐLABANKIÍSLANDS
Á
*
\ A
TT***«*. / \ /] f
Risa-flugeWasýn,n9
R,S“atóaratm*lisanKR
3. januar W.
á KR-ve"'num
RISASKOTKÖKUR - VulcÁn
Fyrir stórskotaliðið, 64-100 skot,
öflugri en aðrar skotkökur.
9.000-16.000 KR.
RISASKOTKÖKUR - PEKING
Fyrir sprengjuliðið, 36-400 skot,
kraftmiklar og ógnvekjandi.
9.000-23.000 kr.
SKOTKÖKUR - \Á£cÁh
Fyrir fjölskylduna, 19-140 skot,
öflugar og traustar fyrir alla.
200-4.500 kr.
SKOTKÖKUR - PEKING o.fl
Fyrir tjölskylduna, 70-90 skot,
sígildar sprengikökur.
500-1.500 kr.
Afmælistertur
Kveiktu á þessum! Söluborðin okkar svigna undan
glæsilegum afmælistertum. Fagnaðu hundraðasta
afmælisári KR með glæsibrag. Það er bjart fram-
undan - nú tökum við þá í bakaríið!
'íg£§.
Veglegir fjölskyldupakkar
fyrir skotglaðar fjölskyldur
Það eru skotgleraugu í öllum fjölskyldupökkunuml
7. Barnapakkinn 7.500 kr. 2. Sparipakkinn 2.500 kr.
3. Bæjarins besti 3.500 kr. 4. Nýr og stærri Trölli 6.500 kr.
Nýjar risarakettur
Tertutilboð 2.900 kr.
Sími: 5115515
Sölustaðir • KR-heimilinu, Frostaskjóli
• Bílasölunni Skeifunni 5