Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Minnisstæðustu atburðir á árinu 1998 Jón Kr. Gíslason: Ferðin til Bosníu er ót „Þegar éífiít um öxl hvað wafu- boltann varðar eru leikimir í Evr- ópukeppninni ofarlega í minning- unni. Að koma til þjóðcir eins og Bosníu, sem er búin að standa í stríði og er í sárum, verður mér alltaf ógleymanleg. Hvað persónu- lega þáttinn áhrærir það varð ég fyrir áfalli i nóvember þegar ég missti bróður minn. Fráfall hans, sorgin og söknuðurinn mun koma upp í huga manns yfir jólin. Annars er nóg að gera í körfuboltanum og ljóst að landsliðið situr ekki auðum höndum. Liðið mun fara í forkeppni í maí til að komast aftur inn í riðla- keppni Evrópumótsins." -JKS Jón Arnar Magnússon: Verkefnin ærin á næsta ári „Sigurinn á mótinu í Talance var mjög sætur og það er hiklaust mitt stærsta afrek á árinu. Einnig var ár- angurinn í Götzis góður en þar náði ég þriðja sætinu. Verkefnin verða ærin á næsta ári en þá verða tvö heimsmeistaramót, innanhúss í Jap- an í mars og utanhús í Sevilla í ágúst. Stefhan verður að halda sínu striki, æfingar ganga vel og ég lít bara björt- um augum fram á veginn.“ -JKS Arthur Bogason: Stanslaus slagur „Minnisstæðast er að hafa upplifað það hversu mikið á skjön við alþjóð- lega umræðu íslensk sjávarútvegs- mál hafa þróast. Hér stöndum við í stanslausum slagsmálum við að verja réttindi þeirra veiðimanna sem nota veigaminnstu veiðarfærin og nýta auðlindina með sem hógværust- um hætti. Á sama tíma eru fjölmarg- ar þjóðir að liðka til og hvetja til slíkrar útgerðar. Batnandi þjóð er best að lifa og ég trúi ekki öðru en sú þróun, að mest- ur styrinn standi um strandveiði- flotnann, snúist við og fiskveiðikerf- inu verði breytt á þann veg að hvat- ar verði settir inn fyrir þessa útgerð. Þannig gætum við með sanni státað af því á alþjóðavettvangi að vera fyr- irmynd fiskveiðiþjóða." -rt Örn Arnarson: EM-titillinn í Sheffield „Sigurinn í 200 metra baksundinu á Evrópumótinu í Sheffield stendur að sjálfsögðu upp úr hjá mér. Nýja árið leggst vel í mig og það verður nóg að gera hjá mér. Mér sýnist í fljótu bragði að ég keppi á einu móti í hverjum mánuði frá janúar til ágúst. Ég er tilbúinn í slaginn og ætla að reyna mitt besta. Æfmgarn- ar hjá mér ganga vel og ég er bara bjartsýnn á framhaldið." -JKS Alda Björk: Hefur gengið vel „Fyrsta smáskífulagið kom út í ágúst og það gekk mjög vel. Ég söng á Wembley og var það mjög spenn- andi. Viðbrögð við plötunni hafa verið mjög góð. Annað lagið mitt kom út núna í desember. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel og er náttúrlega mjög skemmtilegt. Á næsta ári, í lok febrúar eða í marsbyrjun, kemur stóra platan mín út. Síðan kemur hún út í Japan og allri Asíu og í Ameríku seinni hluta næsta árs. Það verður rosa- lega spennandi að sjá hvernig það gengur. Ameríka og Japan eru nátt- úrlega stærstu markaðirnir í Gísli Gíslason: Draumur rættist „Á þessu viðburðaríka ári, sem er að líða, gnæflr eitt mál yfir önnur hvað mig varðar, en það er opnun Hvalfjarðarganga. Við erum nokkrir sem áttum okkur þennan draum og byrjuðum að vinna í málinu fyrir um 10 árum og það er engu líkt þegar draumar rætast - að ég tali nú ekki um verkefni eins og Hvalfjarðargöng. Nú styttist í aldamótin og ég held að það sama eigi við nú og fyrir um 100 árum þegar Hannes Hafstein orti: Starfið er margt, en eitt er bræðra- bandið, / boðorðið, hvar sem þér i fýlking standið, / hvemig sem striðið þá og þá er blandið, / það er: Að elska, byggja og treysta á landið.“ -SJ Kolbrún Sverrisdóttir: Barátta fyrir réttlæti „Baráttan fyrir því að ná fram réttlæti hvað varðar Æsrma, þar sem eiginmaður minn og faðir fórust, hef- ur tekið mestan tíma minn og stend- ur upp úr. Þá finnst mér kvótadóm- ur Hæstaréttar vera mjög merkileg- ur og vekur vonir um að böndum verði komið á sægreifana. Ég vona að það takist að ljúka Æsumálinu fyrir dómstólum. Þá vona ég að Sjóslysanefnd verði skap- aður grundvöllur til óháðra rann- sókna. Ég vænti þess einnig að Sigl- ingastofnun standi sig betur en hing- að til. Loks vona ég að árið verði öll- um farsælt og góðærið skili sér líka til öryrkja og gamalmenna." -rt Guðjón A. Kristjánsson: Endalaust nei „Kjaradeilurnar á árinu eru minnisstæðastar. Við sömdum ekki um eitt einasta mál og fengum enda- laust nei frá útgerðarmönnum. Þetta endaði í lögum og frumvörp- um og enn sér ekki fyrir endann á því hvert það skilar okkur. Þá er kvótadómur Hæstaréttar merkileg- ur og mun seint gleymast. „Ég bind vonir við að menn setj- ist yfir kvótamálið í heild sinni og skoði út frá þeim forsendum að rétt- arstaða fólksins sem vinnur við veiðar og vinnslu verði tryggð. Von- andi tekst að gera sáttargjörð, grundvallaða á byggðasjónarmiðum og atvinnréttindum fólksins." -rt Árni Johnsen: Mannbjörg „Mér er efst í huga mannbjörg sem varð á Mardísi frá Vestmannaeyjum í marslok. Skipveijamir tveir, sem eru vinir mínir, urðu að yfirgefa bátinn skammt utan Reykjaness og ég fýlgd- ist grannt með björgunaraðgerðum allan tímann," segir Ámi Johnsen þingmaður. „Koma Keikós til Vest- mannaeyja var líka skemmtilegur at- burður. Það var svolítið sérkennilegt að fýlgjast með því og dálítið út úr kortinu ef svo má segja. Ég á ekki von á öðra en að næsta ár verði gott enda er góður taktur í þjóöfélaginu um þessar mundir og margir hlutir á réttri leið ef rétt er á haldið. “ aþ Ögmundur Jónasson: Hræringarnar eft- irminnilegastar „Hræringar á vettvangi stjórnmál- anna eru mér eftirminnilegastar. Þar á ég við stofnun Stefnu, félags vinstrimanna, og atburði sem fyrir- sjáanlegt er að munu leiða til þess að vinstri menn og umhverfissinnar fylki sér saman í nýjum stjórnmála- flokki, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Þegar horft er til framtíðar finnst mér skipta miklu máli fyrir þróun stjórnmála á íslandi hvernig til tekst í komandi kosningum hjá þessari nýju hreyfingu. Annars eru aðstæður góðar til að taka ýmis átakamál með þjóðinni til gagngerr- ar endurskoðunar, kvótadómurinn gefur þannig tilefni til að endur- skoða stjórnkerfi fiskveiða og finnst mér miklu máli skipta að okkur tak- ist að treysta eignarhald þjóðarinn- ar á auðlindum sjávar.“ -SJ Flosi Helgason: Strandamaðurinn er rétt kominn í gang „Mér er minnisstæðust umönn- un Sindra Snæs Einarssonar, 11 ára, sem kom til okkar á Lands- spítalann í lok ágúst eftir að hafa brennst illa á Eskifirði. Mér er það einnig ofarlega í huga þegar ég og konan mín, Friðbjörg Blöndal, trú- lofuðum okkur um verslunar- mannahelgina, á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Það var virkilega gaman. Við vorum þá með tengda- móður minni og höfðum ekið Hval- fjörð á meðan engin umferð var um þjóðveginn. Ég verð einnig að nefna þann heiður sem mér var sýndur þegar ég fékk viðurkenn- ingu fyrir störf mín á Landsspítal- anum í byrjun desember enda er þetta stærsti vinnustaður lands- ins,“ segir Flosi Helgason, vakt- maður á Landspítalanum. „En Strandamaðurinn er rétt kominn í gang. Ég verð sterkari eftir áramótin og mun halda ótrauður áfram. Ég lít björtum augum á næsta ár og mun reyna að gera enn þá betur. Ég sendi öllum mínum vinum og ættingjum jóla- og nýárskveðju um land allt og ber starfsfólki Landsspítalans sérstak- ar þakkir fyrir góða samveru, sér- staklega starfsfólki skurðstofu, gjörgæslu, bamadeildar og vakt- manna.“ -Ótt Ásta Möller: Samstaðan í kjarabaráttunni „Það sem er eftirminnilegast í mín- um huga er vinna og árangur i kjara- málum hjúkrunarfræðinga. Stéttin brást við áralöngu launamisrétti með uppsögnum og kom frábær samstaða á meðal hjúkrunarfræðinga vel í ljós i þeirri baráttu. Almenningur og fjölmiðl- ar sýndu baráttunni einnig stuðning sem var okkur mikils virði. Þá er ekki síður gleðilegt hversu stefnumótunar- vinna hjúkrunarfræðinga er augljóslega farin að skila sér,“ segir Ásta Möller, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. „Það er óumdeilt að hjúkrunarfræð- ingar náðu verulegum kjarabótum á ár- inu en enn er langt í land með að launa- misrétti verði með öllu eytt. Þangað til heldur baráttan áfram. -aþ Kristinn H. Gunnarsson: Pólitískt uppgjör „Hvað mig sjálfan varðar verður árið minnisstæðast vegna þess póli- tíska uppgjörs míns að ganga úr Al- þýðubandalaginu og ganga í nýjan flokk í framhaldinu. Það er að eiga sér stað mikil gerj- un í pólitíkinni. A-flokkarnir verða lagðir niður innan skamms og nýr flokkur stofnaður, Kvennalistinn mun lognast út af væntanlega og kjósendur þurfa að raða sér upp á nýtt. Min trú er sú að kjósendur raði sér meira inn á miðjuna en ver- ið hefur, en þróunin sem hafin er mun taka nokkur ár. -gk Elín R. Líndal: Öfugþróun í byggðamálum „Sameining sveitarfélaganna í V- Húnavatnssýslu og að hafa fengið tæki- færi til að vinna að henni er minnis- stæðast frá árinu sem senn er liðið. Það var krefjandi en jafnframt gefandi starf í jákvæðu umhverfi," segir Elin R. Lín- dal, formaður sveitarstjómar í nýja sveitarfélaginu í sýslunni. „Annað er að öfúgþróun í byggðamálum hefur haldið áfram og veldur kvíða. Varðandi næsta ár hef ég þær væntingar að takist að auka tiltrú fólks á landsbyggðinni og stjómvöld snúi frá orðum til athafna í byggðamálum því þannig mun okkur famast betur sem heild“. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.