Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 23 Fréttir Kísilduftverksmiðjan til Noregs: Gunguskapur ráðuneytisins - segir bæjarstjórinn á Húsavík DV, Akureyri: „Eg lýsi yfir sárum vonbrigðum mínum með gunguskap iðnað- arráðuneytisins í þessu máli, að þeim mögu- leika aö koma kísil- duftverksmiðju hingað á svæðið skuli hafa verið klúðrað," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, en nú liggur fyrir að bandarískt fyrirtæki, sem hafði sýnt áhuga á að hefja kisilduftfram- leiðslu hér á landi, hef- ur snúið sér til Noregs með þau áform. Bandaríska fyrirtækið sýndi því m.a. áhuga að koma þessari fram- leiðslu á fót hér á landi í tengslum við Kísiliðjuna í Mývatnssveit og átti viðræður við iðnaðarráðuneytið þar að lútandi að sögn Reinhards. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fóru þessar viðræður fram en ráðuneytið sleit þeim viðræðum og stöðvaði þannig málið. Erlenda fyr- irtækið horfir því nú til Noregs með að reisa tilraunaverksmiðju þar,“ segir Reinhard. Hann segir að ef það verði niður- staðan að reist verði tilraunaverk- smiðja í Noregi séu Þingeyingar Reinhard Reynisson: „Sár vonbrigði með gunguskap ráðuneytis- ins.“ endanlega búnir að missa af þessum mögu- leika. „Ef að þvl kæmi að slík verksmiðja yrði reist frá grunni í fram- tíðinni hér á landi skilst mér að Reykjanesið sé talið hafa vinninginn hvað varðar arðsemi en augu þessara manna höfðu beinst að þeim vél- búnaði sem til er hér á svæðinu í Kísiliðjunni og ekki síður að þeirri verkþekkingu sem er fyrir hendi í Mývatns- sveitinni. Þó ekki sé um sömu vinnslu að ræða og í Kísiliðjunni er um svipað ferli að ræða sem verið tilvalið að reyna að hefði nýta.“ Reinhard segist helst draga þá ályktun að fyrst ráðuneytið sleit þessum viðræðum sé verið að segja að tryggja eigi framtíðarrekstur Kísiliðjunnar. Hann segist hins veg- ar líta svo á að kísilduftframleiðsla í Mývatnssveit hefði ekki þurft að hefta í neinu starfsemi Kísiliðjunn- ar. Þetta tvennt hefði að sínu mati getað styrkt hvað annað. „Vinnslu- ferlin eru áþekk en kísilduftfram- leiðslan er þó á hærra tæknistigi eins og það er orðað af þeim sem til þekkja" segir Reinhard. -gk Norðurland: Háskólinn á Akureyri fékk Fjölmiðlabikarinn DV, Akureyri: Háskólinn á Akureyri hlaut fjöl- miðlabikar Norðurlandsdeildar Blaðamannafélags íslands sem af- hentur var í fyrsta skipti i gær. Bik- arinn hlaut Háskólinn á Akureyri fyrir framlag sitt til byggðaáætlrm- ar og fjarkennslu. Sérstök nefnd innan Norður- landsdeildar Blaðamannafélagsins tilnefndi átta fyrirtæki og stofnanir sem að mati nefndarinnar sköruðu á einhvern hátt fram úr á yfirstand- andi ári og kusu félagsmenn deild- arinnar síðan milli þessara aðila. Þeir aðilar aðrir en Háskólinn á Akureyri sem hlutu tilnefningu Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Spl Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von voru: Aldin á Húsavík fyrir nýjung- ar í atvinnustarfsemi, Hestamanna- félögin Funi og Léttir vegna skipu- lags Landsmóts hestamanna, Hvala- safnið á Húsavík vegna hvalasafns- ins og uppbyggingar í ferðaþjón- ustu, Kaupfélag Eyfirðinga vegna skipulagsbreytinga og útþenslu- stefnu, Landsbjörg vegna björgun- arstarfa, sérstaklega þegar sleða- menn frá Dalvík týndust, Verk- menntaskólinn á Akureyri vegna frumherjastarfs í fjarkennslu og Vesturfarasetrið á Hofsósi vegna framlags til varðveislu á sögu landsins. -gk Tískuverslunin Smart HÆTTU BARA! __ _ PAÐ ER ENGINN VANDI — Valgeir Skagfjörð Pétur Einarsson Allen Carr's EASYWAY á Islandí. Símar: 899 4094 898 6034 • 653 9690 Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra kynnti nýlega bækling um mengun hafsins sem gefinn hefur verið út í til- efni af ári hafsins 1998. Bæklingurinn, sem ber heitið Mengun á íslandsmiðum, fjallar um helstu uppsprettur meng- unar, ástandið á íslandsmiðum og aðgerðir gegn mengun hafsins, jafnt heima fyrir sem og á alþjóðavettvangi. Bæklingnum verður dreift í alla skóla landsins. DV-mynd Hilmar Þór Betri nýting - meiri sparnaður Nýtt fyrirkomulag í sorphirðumálum Frá og með áramótum verður tekinn upp nýr háttur á sorphirðu Reykvíkinga. Innheimt verður sérstakt sorphirðugjald en á móti lækka fasteignagjöld svo heildarálögur á borgarbúa hækka ekki. Upphæð sorphirðugjaldsins verður kr. 6.000 á 240 1 tunnu sem tæmd er vikulega. Þessi nýji háttur hefiir marga kosti í för með sér: i/ Nú greiða borgarbúar aðeins fyrir þá þjónustu sem þeir nota. ✓ Haegt er að ná sparnaði með fækkvrn sorptunna. y/ Tunnurnar má nýta betur með hirðusamlegri umgengni. Minnka má rúmtak umbúða með því að rífa niður pappa og koma sorpinu vel fyrir í tunnunum. Dagblöð og samanbromar mjólkurfernur skal setja í sérstaka gáma. Munið að grjót, garðaúrgangur, bylgjupappi, spilliefni og stærri munir sem henda á, eiga ekki heima í almennum sorpílátum heldur í endurvinnslustöðvum Sorpu. Fyrstu tvo mánuðina efitir upptöku sorphirðugjaldsins má skila tunnum eða fá aukatunnur án greiðslu flutningsgjalds. Um mitt ár verður gerð tilraun með sorphirðu á 10 daga fresti í íbúðarhverfum í austurhluta borgarinnar og mun sorphirðugjald lækka í þeim hverfum í kr. 5.500,- á ári. Allar nánari upplýsingar veitir Hreinsunardeild gatnamálastjóra í síma 567 9600, fax 567 9605. Kynningarbæklingi um efnið verður dreift til borgarbúa með fyrsta álagningarseðli. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hreinsunardeild gatnamálastjóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.